Alþýðublaðið - 22.02.1967, Síða 6
0 t 22. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
!l. Bíl
Aðalfundur Félags
stórkaupmanna
Frá Þórshöfn í Færeyjum.
NÚ í byrjun ársins þykir það
sjálfsagt að gefa yfirlit um árið
sem liðið er. Um veðurlagið er
ekki annað en gott að segja, vetr-
arveðráttan hefur verið mild og
það má segja, að hér sé mild
haustveðrátta allt árið.
Fiskveiðar landsmanna hafa
gengið vel og var aílamagnið
fyrir árið 1966 164,928 tonn. —
Mest var veitt í saltfisk um 71,7
þús. tonn og síldveiðin nam 48
þús. tonna (með kraftblökk), út-
róðrarbátar fengu 10,7 þúsund
tonn og ísfiskveiðin varð 7,9 þús.
tonn. Við Grænland öfluðu Fær-
eyingar 9,9 þús. tonn — og við
Grænland veiddust 78 tonn af
laxi. Var hann frystur og seldur
til Danmerkur.
Útflutningur landsmanna nam
147,570 þús. krónum sem skiptist
þannig:
Saltfiskur 55,8 millj. Fiskflök
20,4 millj. Saltsíld 18,6 millj., þó
var óselt í ársbyrjun 7000 tonn af
saltfisk, 1000 tonn flök og 43.000
tunnur saltsíld sem er samanlagt
að verðmæti 38,6 milljóriir króna.
(Allar upphæðir, sem nefndar eru
hér, eru miðaðar við danskar
krónur).
Stóru togararnir eru allir við
Nýfundnaland að veiðum í salt-
fisk og íekur hver veiðiferð um
4 mánuði. Þrátt fyrir næga at-
vinnu til lands og sjávar, fara all
mapgir Færeyingar til íslands til
starfa á vertíð víða um land. Það
mun láta nærri að um 800 manns
séu farnir til íslands. Mikið hefur
verið auglýst — af íslenzkum út-
geriðarmönnum — í blöðum hér
og góð Iaun og önnur hlunnindi
í boði (sem stundum eru orðin
tóm). Um miðjan janúar var
hleypt af stokkunum hjá Thors-
havn skipasmiðju fyrsta farþega-
skipi, sem smíðað er hér í Fær-
eyjum. Eigandi skipsins er Land-
ið, sem á nokkur smærri skip, sem
annast vöru- og fólksflutninga
milli eyjanna. Þetta nýja skip er
um 500 tonn 45 metra langt og
Aðalfundur Félags íslenzkra
stórkanpmanna 1967.
Aðalfundur félagsins vav hald-
inn í Átthagasal Hótel Sögu laugar
daginn 18. febrúar sl., og var sá
fjölmennasti sem haldinn hefur
verið í sögu félagsins í 39 ár.
Gestur fundarins var dr. Bjami
Benediktsson forsætisráðh., og
flutti hann ræðu, sem fundarmenn
gerðu góðan róm að.
Þá var Ingimar Brynjólfssyni,
stórkaupmanni, einum af stofn-
endum félagsins, afhent heiðurs-
félagaskjal á fundinum.
Fráfarandi formaður félagsins,
Hilmar Fenger, setti fundinn og
minntist látinna félagsmanna
þeirra Eggerts Kristjánssonar,
Magnúsar Andréssonar og Guðna
Einarssonar
Fundarstjóri var kjörinn Egill
Guttormsson, stórkaupmaður, og
fundarritari, Hafsteinn Sigurðs-
son, hrl., framkv. stj. félagsins.
í skýrslu stjórnarinnar um starf
semi félagsins á hinu liðna starfs-
ári var skýrt frá hinum fjölmörgu
verkefnum, sem stjórn féla'gsins
og skrifstofa hafa haft með hönd
tekur um 300 farþega. Sæti eru
fyrir 116 í einum sal og 48 í
reyksal. 11 3ja manna herbergi
eru neðan dekks. Uppi er mat- og
kaffisala (Cafeteria). Skipið hef-1 um á sl starfsári.
ur 1600 hesta vél og ganghraði j Á fundinum flutti Karl Þorst-
Framhald á 10. síðu. eins, ræðismaður skýrslu íslenzka
O
o
HENTISTEFNA
ÞAÐ hefur vakið athygli, að
Ragnar Arnalds skyldi játa á mál-
jundi með ungum framsóknar-
mönnum, að hann gæti hugsað sér
að styðja ríkisstjórn, þótt hún
hún hefði brottför varnarliðsins
ekki á stefnuslcrá sinni. Hinir
eldri félagar Ragnars á þingi
sýndu á dögum vinstri stjómar-
innar, að þeir hika ekki við að
fórna baráttunni gegn her í landi,
ef þeir fá ráðherrastóla. Menn
áttu ekki von á, að Ragnar hefði
tekið bakteríuna svona fljótt, jafn
áhugasamur og hann hefur virzt
um brottför hersins.
Hins vegar sýnvr það biræfni
framsóknarmanna, að þeir skuli
vekja máls á þessu atriði. Eng-
inn flokkur hefur sýnt aðra eins
tækifærisstefnu í utanríkis- og
varnarmálum sem Framsóknar-
flokkurinn. Hann hefur ávallt
þótzt vera róttækur flokkur og
andstæður varnarliðinu, þegar
hann hefur verið í stjómarand-
stöðu. Hins vegar er ávallt snúið
við blaði samstundis og fram-
sóknarmenn setjast í ráðherra-
stóla. Þá verður Framsókn hinn
ákafasti varnarliðsflokkur.
Þegar framsóknarmenn hafa
setið í ríkisstjórn, hafa þeir ver-
ið raunsæir og skynsamir í utan-
ríkismálum. Hermann Jónasson
átti meginþátt í harverndarsamn-
ingnum 1941.. Eysteinn Jónsson
var meðal þeirra ráðherra, sem
mestu réöu um inngöngu í Atlants-
hafsbandalagið og komu varnar-
liðsins. Dr. Kristinn Guðmunds-
son vék ekki af sömu línu, er
hann var utanríkisráðherra. Her-
mann og Eysteinn létu varnarlið-
ið vera, er þeir sátu í vinstri
stjóminm.
En það er annað uppi á ten-
ingnum, þegar framsó knarme nn
eru utan stjórnar. Árið 1946 hik-
uðu þeir viö að samþykkja inn-
göngu íslands í Sameinuðu þjóð-
irnar, greiddu sumir atkvæði á
móti, en aðrir sáu hjá. Þegar að
Keflavíkursamningnum kom, voru
framsóknarmenn fyrst í stað á
móti. Veigamiklar breytingatil-
lögur voru felldar með naumum
meirihluta, 27 atkvæðum gegn 24.
vegna þessarar afstöðu frarru-
sóknarmanna. En þá tók að hylla
undir nýja rikisstjórn, og fram-
sóknamienn gerðu sér von um
sæti í henni. Þeir snerust til fylg-
is við samninginn, og við lokaaf-
greiðslu hlaut hann 32 atkvæði
gegn 19.
Þegar framsóknarmenn voru að
færa sig úr íhaldssamvinnu yfir
i vinstristjórn 1955—'56, gengust
þeir fyrir ályktun Alþingis um
brottför hersins, sem ekki var
framkvæmd cftir að þeir voru
aftur komnir í stjórn. Og nú, síð-
an Framsóknarflokkurinn fór úr
stjórn 1958, hefur hann enn leikið
þjóövarnarflokk og þykist vera
róttækur.
Hver trúir því — eins og for-
saga flokksins er í þessum mál-
um?
vöruskiptafélagsins s.f. og. Guð-
mundur Árnason, stórkaupmaður,
gerði grein fyrir starfsemi Líf-
eyrissjóðs verzlunarmanna.
í stjórn Félags ísl. stórkaup-
manna eiga nú sæti:
Björgvin Schram, stórkaup-
maður, sem nú tók við formenns
ku í félaginu. Meðstjórnendur eru
stórkaupmennirnir Ólafur Guðna
son, Einar Farestveit, Pétur O.
Nikulásson, Leifur Guðmundsson,
Þórhallur Þorláksson og Gunn_
ar Ingimarsson.
Aðalfundurinn, sem var fjöl-
mennur eins og áður er getið,
samþykkti samhljóða svohljóð-
andi ályktun:
„Aðalfundur Félags íslenzkra
stórkaupmanna 1967 beinir því
til ríkisstjórnarinnar, að hún
beiti sér fyrir eftirtöldum at-
riðum:
a) Að afnema með lögum einka
sölur ríkisins á tóbaksvörum, eld-
spýtum og grænmeti. Ennfremur
•>* ^fnema einkasölu á bökunar-
dropum, ilm- og h'árvötnum. Fagn
ar fundurinn framkomnu frum-
varni ríkisstjómarinnar á Alþingi
um niðurlagningu Viðtækiaverzl-
i.mar ríkisins.
bj Að hafizt verði handa um
endurskoðun á óraunhæfri gild-
andi verðlagslöggjöf, sem tilbúin
vrði fyrir 15. október 1967. Jafn-
framt að fulltrúar kaupsvslu-
manna eigi aðild að slíkri endur-
^koðun
e) Að tollar verði endurskoðaðir
Ul lækkunar eins fljótt og kostur
verður.
d) Að flýta fyrir að Verzlunar-
banki íslands h.f. fái réttindi til’
verzlunar með erlendan gjald-
eyri, og að „Verzlunarlánasjóði“
verði tryggt starfsfé af fjárthagni
því, sem veitt er til framkvæmda
í landinu ár hvert og ráðstafað er
innan ramma framkvæmdaáætl-
unarinnar.”
Endurskoðendur félagsins voru
kjörnir Tómas Pétursson og Geir
•Tónsson og til vara Ólafur Á.
Ólafsson og Ottó A. Michelsen.
Aðalmenn í stjórn Verzlunar-
ráðsins voru kjömir þeir Björg_
vin Schram og Kristján G Gísla-
son, en til vara Ólafur Guðnason
oð Eiður Farestveit
í stjórn íslenzka vöruskipta-
félagsins vou kjörnir Bergur G.
Gíslason og Karl Þorsteinsson.
í skuldaskilanefnd voru kjörn-
ir Gunnar Eggertsson, Þórhallur
horláksson og Kristján Þorvalds-
=on og til vara Björn Hallgríms-
■son og Pétur O. Nikulásson.
í útflutningsnefnd voru kjörn-
ir Ólafur Á. Ólafsson, Margeir
Sigurjónsson og Einar Farestveit.