Alþýðublaðið - 22.02.1967, Side 7
|-f
I»að er augsýnilegt, að í Asíu er nú valdatímabil kvenþjóðarinnar. Indira Gandhi stjórnar Indlandi á
tímum ýmissa -erfiðra vandamála, svo sem erfiðleikum í innanríkismálumí hungursneyð og offjölgunar,
Kona Mao Tse-tungs Chiang Ching er foringi Rauðj varðliðanna í kínversku valdabaráttunni og margir
ólíta hana eftirmann eiginmanns síns_ Hin unga og fallega Ratna Sari Dewi er sögð hafa haft áhrif á
það að herstjórnin hefur ekki sett Sukarno, mann hennar, frá völdum. Og hin roskna frú Chiang Kai-
shek vinnur alltaf að því að Bandaríkin séu vinveitt Formósu. Frú Ngo Dinh Nhu frá Suður-Vietnam
hefur reynt að vinna móti Bandaríkjunum, sem húnálítur að eigi sök á morðinu á manni hennar og
bróður Iians, Diem forseta, árið 1963. Á Ceylon er frú Bandaranaike nú foringi stjórnarandstöðunnar,
eftir að hafa verið forsætisráðherra á eyjunni eftir að maður liennar var myrtur.
Ngo Dinh Nhu
Ratna Sari Dewi
Sirimavo Bandaranike
Málpípa Chiangs
Frú Chiang Kai-shek er nú 68
ára að aldri. Áður en liún giftist
hét hún Soong Meiling og hún er
hin yngsta af „Soong-systrunum”,
en liin elzta giftist fjármálaráð-
hcrra Shiang Kai-sheks, H. H.
Kung, miðsystirin giftist stofn-
anda kínversku þjóðernishreyfing-
arinnar Sun Yat-sen, en fjölskyld-
an hafði miklar áhyggjur af því,
að Meiling giftist Chiang hers-
höfðingja. Frú Sun Yat-sen gekk
í kommúnistaflokkinn og gegnir
þar virðingarstöðu. Hinar systurn-
ar fylgdu mönnum sínum til For-
mósu. Bseði fyrir og eftir ósigur
Ghiang Kai-sheks var hin fallega
kona eins konar „seiidiherra” i
Bandaríkjunum, þar sem hún
hefur góð sambönd við Austur-
landafólk í Suðurríkjunum.
Forsætisráðherrann
Indira Gandhi er nú 56 ára.
Hún er dóttir hins mikla stjórn-
málamanns Jawaliarlal Nehru.
Þátttaka hennar í stjórnmálum
Iiófst árið 1937, þegar hún gekk í
Kongress flokkinn, þar sem hún
varð hægri hönd föður síns. Hún
fylgdi honum við ýmis tækifæri
og var honu;n til aðstoðar. Hún
hefur síðan haft mikil not fyrir
stjórnkænsku sína í starfi sínu
sem forsætisráðherra í landi, sem
er klofið af ólíkum tungumálum
og ólíki-i trú og þar sem hungurs
neyð og offjölgun ógnar íbúunum.
Hún gegndi fyrst ráðherrastöðu
árið 1965 í stjórn Shastris
og við dauða lians ákvað flokkur-
inn að kjósa hana sem forsætis-
ráðherra. í þeirri stöðu hefur
hún oft lent í því að ráða bót á
erfiðum pólitískum vandamálum
og oft hefur hún verið dæmd
Grátandi ekkjan
Frú Sirimavo Bandarnaike, 57
ára, var gift forsætisráðherra
Ceylons, Solomon Bandarnaike,
sem ■ pólitískir óvinir myrtu árið
1959. Kona lians ákvað þá að gefa
kost á sér í stöðu hans og eftir
kosningabaráttuna hlaut hún
nafnið Grátandi ekkjan. Með
stuðningi kommúnista og annarra
vinstri flokka vann hún kosning-
arnar árið 1960. En stefna henn-
ar vakti smám saman óánægju
meðal hinna íhaldssömu, búddist-
anna og einnig í hennar eígin
flokki, sem klofnaði árið 1964.
Eftir kosningarnar 1965 varð hún
að fara í stjórnarandstöðu.
Indira Gandhi
Chiang Kai-shek
Cliiang- Ching
Hin útlæga
Án efa hefur ekki verið rætt
vartiðunum
eins - mikið um neina þessara
kvenna í blöðunum og Ngo Dinh
Nhu, sem er 42 ára, kannske þó
að undantekinni frú Chiang.
Þessi fallega kona hefur oft ver-
ið mikið umtöluð í sambandi við
mág sinn, Ngo Dinh Diem. Hún
stóð á bak við það, að fjölskyldan
lenti í deilum við búddistana árið-
1963. Hún talaði hæðnislega um
„grill-sýningar” munkanna, er
þeir brenndu sig til bana og skap-
aði þannig óvild, sem.' orsakaði
það, að hershöfðingjarnir gerðu
samsæri, sem kostaði mann henn
| ar og mág lífið. Henni var kennt
um þá harðstjórn, sem þeir Dien
bræður beittu, en margt bendir til,
að það séu ýkjur og að hún hafi
ekki • vitað, hvað maður liennar
hafi aðhafzt. Hún komst undan
reiði Vietnam-búa árið 1963, þar
sem hún var erlendis. Síðan hefur
hún reynt að sanna þátt Banda-
ríkajnna í uppreisnini 1963. Hún
býrn nú í París.
Chiang Ching, sem er 56 ára,
er gift Mao Tse-tung. Undir nafn-
inu Lan Ping (Bláa eplið) lék
hún á árunum fyrir 1930 mörg
hlutverk í kvikmyndum og eitt af
því, sem háir henni, ef til vill
mest nú, er það, að hún er af
Ieikaraætt og leikarar eru ekki
mikils metnir þar. Árið 1933 varð
hún meðlimur í kommúnista-
flokknum og var leiðsögumaður-
Maos á ferðum hans um norður-
héruðin. Árið 1939 skildi hún við
eiginmann sinn, sem var leikari
og giftist ?>4ao,- sem rak um leið
fyrstu konu sína frá sér. Þetta
hneyksli varð til þess, að Chiang
Ching varð lengi að halda sig til
baka. Með „menningarbylting-
unni” liefur hún þó komizt í þá
stöðu, að vera stjórnandi rauðu.
varðliðanna — og það er talið
sennilegt, að hún geti orðið eftir-
maður manns síns, sem er 17 árum
eldri.
harkalega, og einnig orðið fyrir
árásum eins og skemmst er að
minnast, er hún nýlega varð fyrir
grjótkasti. Hingað til hefur henni
þó gengið vel og það er að þakka
stjórnkænsku hennar og þeim
velvilja, sem til hennar er borinn
í flestum löndum heims.
Ein af sex konum
Súkarnos
Ratna Sari Dewi, 26 ára, er sú
yngsta af þessum konum í aust-
urlenzku valdabaráttunni. Hún er
ein af sex konum Sukarnos, for-
seta Indónesíu, og hefur því or-
sakað mikið umlal um fleir-
kvæni, en í Múhameðstrú er
mönnum ekki leyft að eiga fleiri
en fjórar konur. En þessi fallega
unga kona hefur haft sitt að segja
í því að herstjórnin hefur ekki
enn sett forsetann frá völdum.
Það hefur komið í ljós, að þessi
stúlka, sem Sukarno hitti á veit-
ingahúsi, þar sem hún var þjón-
ustustúlka árið 1959, hefur til að
bera mikla stjórnkænsku.
22. febfúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7,.