Alþýðublaðið - 22.02.1967, Síða 15
MINNINGARORÐ:
Ingóffur Jónsson
Loftskeytamaður
Dagar mannsins €ru sem grasið,
!hann blómgast sem blómið á
mörkinni, þegar vindurinn blæs
á hann er hann íhorfinn.
Sálmarnir 103, 15—16.
Sl. laugardag fór fram frá Foss
vogskirkju útför In'gólfs Jónsson
ar loftskeytamanns, sem lézt af
slysförum 11. þessa mánaðar.
Ingólfur fæddist í Reykjavík 13.
marz 1930. Hann var sonur hjón
anna Vigdísar Sigurðardóttur og
Jóns Kristóbertssonar. Allan ald
ur sinn ól Ingólfur í Reykjavík
og var hann því einn hinnar fram
sæknu kynslóðar sem sér Reykja
vík vaxa úr bæ í borg. Hérna fædd
ist Ingólfur, lifði og dó. Nú er
'hann horfinn af sjónarsviði lífs
ins tæplega 37 ára að aldri.
Strax á unga aldri kom náms
hæfni Ingólfs í Ijós. Á árunum
1947—50 lauk hann gaignfræða- loft
skeytamanns og símvirkjaprófi, og
var hann ávallt í fremstu röð náms
manna.
Ingólfur Jónsson kvæntist 4. apr
„ GÓLFTEPPl
TEPPADREGLAR
IH| \1/| TEPPALAGNIR
JUI UIU EFTIR MÁLI
Laugavegi 31 - Simi 11822.
Ingólfur Jónsson
íl 1953 eftirlifandi konu sinni,
Petru Þórlindsdóttur og eignuðust
þau fimm börn.
Það eru tveir tugir ára síðan ég
kynntist Ingólfi og skömmu síðar
varð liann samstarfsmaður minn á
sendstöðinni á Rjúpnahæð. Þegar
'horft er yfir farinn veg, þá ætla
fáir það ofmæli að kveðja Ingólf
með þeim orðum að segja, að
skyldurækni og hjálpfýsi hafi ver
ið aðalsmerki Ingólfs, í hugsun
var hann nákvaemur og maður
þeim tilgangi að klófesta þarna
gæf, orðaval hans nærgætið, og
ríkt af fjörlegum skírskotunum,
sem mynduðu andrúmsloft hinn
ar ánægjulegustu samræðulistar.
Ingólfur var prýðilegum gáfum
gæddur og gáfur hans nutu sín
vel, þegar vanda bar að höndum
þá komu eðliskostir hans hvað skýr
ast í ljós hin mikla einbeiting vilj
ans, baráttuþrek og sú snerpa hug
arins sem gerði hann framúrskar
andi í starfi sínu. Fá verkefni
náðu að vaxa honum í augum,
fremur juku þau honum fram-
kvæmdavilja og efldu þann metn
að að sigrast á erfiðum viðfangs
efnum. Þannig endurspegluðust í
starfi hans þeir mannkostir sem
hann var gæddur og fylltu líf
hans heilbri'gðri starfsorku og ein
lægri gleði að keppa að settu
rriarki og sigra.
Núna er Ingólfur horfinn sjón
um síns tíma og minningin um
þennan mann situr í hugskoti
mínu eins og glæður af eldi. Dag
arnir eru liðnir og þeir koma aldr
ei aftur. Og sá sem finnur sorg
ina í nóttinni, hann er fátækur.
Orðin eins Og lítil sandkorn á ó-
mælanlegu flæmi öræfanna. En
orðin megna ef til vill að vera
merki þess lífs, sem hugurinn hef-
ur numið og lært að meta. Og
slíka minningu mun dauðinn
aldrei geta máð burtu.
Ingólfi Jónssyni eru helguð þessi
kveðjuorð, og ég vil fyrir hönd
starfsmanna minna votta ekkju
hans Petru Þórlindsdóttur og börn
um samúð okkar og megi tíminn
sefa og græða.
Lars Jakobsson.
GENF, 20. feb. (NTB-Reuter) —
Kunnir bandarískir og brezkir sér
fræðingar í afvopnunarmálum
komu saman til fundar í Genf í
dag til að búa sig undir afvopn-
unarráffstefnuna, sem hefst aff
nýju á morgun. Aðalmál ráffstefn
unnar, sem fulltrúar 17 ríkja
sækja, verffur samningur um bann
viff útbreiðslu kjamorkuvopna.
í Moskvu sagði stjómarmál-
gagnið ,,Izvestía“ að engin óyfir-
stíganleg hindrun væri fyrir samn
ingi um útbreiðslubann. Vestræn-
ir fréttaritarar í Genf telja einn-
ig, að stjórnirnar í Washington
og Moskvu standi nærri samkomu
lagi í málinu. Helzti þröskuldur-
inn er spurningin um umráð Vest
ur-Þjóðverja yfir kjarnorkuvopn-
um, en þetta ágreiningsefni hef-
ur komið 1 veg fyrir útbreiðslu-
bannssamning í tvö ár.
En fréttaritarar segja, að Banda
ríkjastjórn verði að taka tillit til
þess að ágreiningur ríki innan
NATO um mörg atriði slíjfs samn-
ings. Auk þess verði að taka tillit
til kröfu ýmissa hlutlausra ríkja
um að kjarnorkuveldin verði að
hliðra til fyrir löndum, sem fús
séu að afsala sér rétti til umráða
yfir kjarnorkuvopnum.
Vestur-Þýzkaland og nokkur
önnur ríki hafa látið í ljós ugg
um, að slíkur samnirigur kunni að
hindra friðsamlega hagnýtingu
kjarnorkunnar. Hlutlausu ríkin
munu væntanlega ítreka kröfu
sína um, að útbreiðslubanni verði
fylgt eftir með áþreifanlegum af-
vopnunaraðgerðum af hálfu kjarn
orkuveldanna.
Utanríkisráðherra Belgíu, Pier-
re Harmel, og utanríkisráðheria
Vestur-Þýzkalands, Willy Branqt,
lögðu til í dag, að aðildarríki
Euratom efndu til ráðstefnu ujn
tillögurnar um útbreiðslubann. j
I
í París herma góffar hcimildá*,
aff de Gaulle forseti hafi fullviss-
aff dr. Konrad Adenauer um, aff
Frakkar muni ekki undirrita sanín
ins um útbreiðslubann. Hann RH
í Ijós samúff meff fyrirvara þeim,
sem Vestur-Þjóffverjar hafa Iátjff
í ljós varffandi samninfiinn. Adep-
auer er kominn til Parísar • í
snögga þeimsókn.
Kína
Framhald af 1. síðu.
að víkja forstjórum alþýðukomiri-
úna og vinnusveita frá störfum.
Þetta sé mjög alvarlegt, þar sem
aðeins séu nokkrar vikur þangað
til uppskeran hefst í Suður-Kíiia
og s'áning í Norður-Kína.
Aðalkrafan nú er sú, að halda
framleiðslunni gangandi og skapa
öryggi geg;n hreintrúarmönnum.
Iíin opinbera lína í mennmgarhyjt
ingunni er því ólík því sem hún
var um áramótin. Þá hvöttu blöðin
t-il „byltingarglundroða“, sejn
væ'ri.góður hlutur í sjálfu sér“ <ig
þess krafizt að ,,öll völd yrðu
fengin í hendur byltingarsinnuð-
um uppreisnarmönnum."
AlþýSyfl©kksféi.
Framhald af 1 síðu. i)
flokksins sæist alls staðar í fram-
kvæmd í íslenzlcu þjóðfélagi, í
víðtæku tryggingakerfi og annarti
félagsmálalöggjöf, í ríkisreknuin
stóriðjufyrirtækjum, í löggjöf urn
ríkisrekinn Seðlabanka og fleiru
og fleiru. Var gerður góður rórh-
ur að ræðu Benedikts.
Aðalfundurinn var fjölsóttur og
fór hið bezta fram.
Frímerkjagjöf veldur stríffi.
Fyrstu ensku, amerísku og
frönsku frímerkin eru orðin
„klassísk“ og því umtöluð og eftir
sótt meðal frímerkjasafnara. Frí
merki sumra annara þjóða, þótt
miklu yngri séu, geta talizt það
einnig og ekki síður. Tökum sem
dæmi fyrstu frímerki Ethíópíu,
sem út komu árið 1894, bau voru
teiknuð og prentuð í Frakklandi,
nánar tiltekið Paris, og er af
þessum merkjum nokkur saga.
Ethíópía hét áður Abbisinia,
en það mun vera arabiskt orð, sem
nánast þýðir ættflokkablanda.
Keisarinn og þjóðin voru óánægð
með þetta nafn og eins og fyrr
segir, heitir landið nú 'Ethíópía,
en það er nafn aftan úr römmustu
forneskju landsins og mun þýða:
Guðs útvalda þjóð, eða eitthvað
því um líkt.
En hverfum nú aftur til árs-
ins 189,4, þegar fyrstu frímerki
landsins sáu dagsins ljós. Um það
leyti var nýlendupólitíkin mikið
hitamál hjá mörgum Evrópu-
þjóðum, og reyndi þar hver að
ota sínum tota og eignast sem
flestar og beztar nýlendur í öðr-
um heimsálfum, eins í Afríku.
Árið 1889 gerði keisari Ethíópíu
en hann hót Menelik, samning
við Ítalíu um það, að ítalir skyldu
sjá um utanríkismál landsins.
Menelik keisari túlkaði raunar
samninginn síðar svo, að Eth-
íhópía væri sjálfráð um, hvaða
mál ítalir hefðu með að gera.
Þegar keisarinn ætlaði að koma
póstmálum landsins í betra horf
og sótti um inngöngu í Alheims-
póstsambandið, hindruðu ítalir
þetta einhverra hluta vegna.
Fór nú að bera á andúð í garð
ítalíumanna meðal ráðamanna í
Ethíópíu. Þá var það, að Frakk-
ar sáu sér leik á borði, þeir buðu
Ethíópfu að koma póstmálunum
landsins í gott horf og jafnframt
buðust þeir til þess að sjá um
fyrstu frífnerkja-útgáfu beirra
Ethíópíu-manna og allt þetta átti
að vera vinsamleg gjöf Frakka til
Ethíópíu. Þessi fyrsta frímerkja-
útgáfa var sería 7 merkja. Eitt
þeirra sjáum við hér á myndinni.
Það sýnir hið sigrandi Ijón Jud-
ah.ættkvíslannar, en Menelik
keisari rakti • ætt sína til Salo-
mons konungs og drottningarinn-
ar af Saba. Þessi frímerkjagjöf
Frakka líkaði ítölum illa og á-
kváðu að sýna nú Ethíópíu-mönn
um klærnar. Árið eftir réðist ít-
alskur her inn í Ethíópíu, í
þeim til gangi, að klófesta þarna
nýlendu. En ítalir höfðu van-
metið herstyrk landsins og biðu
þeir herfilegan ósigur í orust-
unni við Adawa 1. marz 1896.
Eftir stríð þetta drógst það að
vísu nokkuð, að póstþjónusta
Ethíópíu kæmist í gott lag. en
þegar jár'nbrautin frá Eranska-So-
malilandi var lögð frá Djibouti til
höfuðborgar. Addis Abeba var
hún endurskipulögð og frímerkin
frá Frökkum sem með fleiru
höfðu valdið styrjöld, tókust að
berast víða vegu á bréfum og
blöðum.
domino
ELDHÚS
INNRÉTTINGAR
Skoðið DOMINO
þá veljið þér DOMINO.
HÚSEIGNIR sf.
Ránargötu 12 Sími 12494.
22. febrúar 1967 — ALÞÝÐUBLAÐiÐ J.5