Dagur - 16.09.2000, Qupperneq 6
30-LAUGARDAGVK 16. SEPTEMBER 2000
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aöstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. A mAnuði
Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Símar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-i 615 Aniundi Amundason
(REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRIJ460-6192 Karen Grétarsdóttir.
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Byggdatillögur
í fyrsta lagi
Það er nokkuð augljóst að Framsóknarflokkurin hyggst skapa
sér pólitíska vígstöðu á fleiri sviðum en í Evrópumálunum.
Byggðamálin virðast eiga að verða annar aðalhornsteinn
flokksins £ stjórnmálaumræðu næstu missera. Þannig kemur
það saman að ungir framsóknarmenn senda frá sér harðorðar
ályktanir um árangur Davíðs Oddssonar í starfi byggðaráð-
herra og Kristinn H. Gunnarsson þingflokksformaður fram-
sóknar og stjórnarformaður Byggðastofnunar fæst til að viðra
róttækar hugmyndir sínar um róttæka uppstokkun á Byggða-
stofnun sem slíkri og í raun á byggðaáherslum stjórnvalda í
leiðinni.
í öðru lagi
Engin ástæða er til að ætla annað en þær hugmyndir sem
Kristinn H. viðraði í Degi í gær séu í raun hugmyndir forustu
Framsóknarflokksins og að í þær hafi verið lög talsverð vinna
og umræða innan flokksins. Þær lúta í fyrsta lagi að innra
starfi stofnunarinnar og í öðru lagi að því að stórefla stofnun-
ina og gera hana að áhrifameiri þátttakanda í atvinnu og sam-
félagsuppbyggingu út um land. Hvað fyrri þáttinn varðar, virð-
ist bundinn mildl von við stefnumörkunarhlutverk stofnunar-
innar. Það er auðvitað gott og blessað, en erfitt er að sjá að sá
hluti hugmyndanna boði mikla byltingu frá því sem nú er.
Iþriðjalagi
Sá hluti hugmyndanna, sem snýr að samstarfi og samþætdngu
Byggðastofnunar og annara opinberra stofnana og sjóða eru
hins vegar mjög áhugaverðar. I gegnum slíkan samruna eða
samstarf væri hugsanlega hægt að ná upp þeim slagkrafti og
því valdi sem gæti gert gæfumuninn. Utfærslan yrði hins veg-
ar vandasöm og eflaust á köflum umdeild. Mikilvægt er líka að
gæta þess að þó menn skapi öflugri tæki til aðstýra þróuninni
í ákveðna átt, þá má hún ekki verða óeðlilega þvinguð. Utspil
Kristins er því spor í rétta átt og góður grunnur fyrir frekari
umræðu um málið.
Birgir Guðmnndsson
Islandi aJlt!
í gærmorgun var Garri með
verk í hægra hlaupafætinum
og fann til eymsla í vinstra
eyra, eyranu sem hann snéri
einmitt alltaf að ræsinum á
héraðsmótunum í gamla daga
þar sem Garri rann árum
saman skeiðin tvenn og
þrenn, allt frá 100 og upp í
10.000 metra. Líkast til eru
stöðugir hvellirnir í startbyss-
unni höfuðorsök 30% heyrn-
artregðu í vinstra eyra Garra
og spurning hvort hann á ekki
skaðabótakröfu á
UMFI vegna þessa, en
það er nú önnur saga.
En sem sagt, Gárra
leið illa víða í gær-
morgun og laumaðist
því heim svo lítið bar á
til að láta sér lfða bet-
ur. Og til að hafa ein-
hvern félagsskap þegar heim
var komið, því maður er jú
manns gaman, kveikti hann á
sjónvarpinu og þar var margt
um manninn því í kringum
200 þjóðir voru í þeim svifum
að þramma inn á olympíuleik-
vanginn í Sydney að sögn
Samúels Arnar.
Hestar á sterum?
Þetta var forvitnilegt áhorfun-
ar. Þarna var mikið af ungu og
spengilegu fólki með forljóta
hatta og önnur höfuðföt enn
síðri og bros á vör. Meira kom
á óvart hvað mikið var um
feitlagna miðaldra karla hjá
flestum þjóðum og prýðilega
þrýstnar kvinnur einnig. Lík-
ast til hafa karlarnir verið far-
arstjórar og konurnar sleggju-
ellegar kúluvarparar. Og
Sammi tuðaði og tilnelndi
flesta þá sem hann taldi lík-
lega til að vinna til verðlauna
á leikunum og spáði mikið og
spökuleraði í því.
En Garra var annað ofar í
huga. Hann var alltaf að
velta því f)rrir sér hvort þessi
eða hinn væri á sterum eða
öðrum árangursbætandi efn-
um. Skyldu 70, 80 eða 90% af
þessu glæsilega unga fólki
vera á sterum?, hugsaði hann.
Er hugsanlegt að jafnvel hest-
urinn sem fánaberi Bermuda
ætlar að ríða á leikunum sé á
einhverjum kolólöglegum
súper-höfrum? Eru kannski
einhver forboðin fjölmúlavíl
falin í fótabúnaði margra
keppenda sem gerir þeim
hægara um vik að hlau-
pa hraðar og stökkva
hærra? Er einhver kepp-
enda frá Jómfrúreyjum
ennþá jómfrú? Er þetta
allt kannski bara svínarí
og svindl frá upphafi til
enda?
Ungmeiuiafélagsandiim
Þannig hugsaði hinn nei-
kvæði og svartsýni Garri í
gærmorgun. Eða allt þar til
Ungverjarnir hurfu af skerm-
inum og íslenska sveitin
þrammaði léttstíg og glaðbeitt
inn á leikvanginn. Þarna var
augljóslega allt með felldu.
Þarna gekk Ioksins inn ung-
mennafélagsandinn holdi
klæddur. Þarna voru aungvir
sterar með í farteskinu, engin
brögð í tafli og engar barba-
brellur í skónum. Þetta fólk
var mætt á staðinn útbelgt af
harðfiski og hákarlalýsi, mætt
til þess að tapa með sæmd en
ekki til að sigra með svikum
og svindli. Þarna voru raun-
verulega á ferð heilbrigðar
sálir í hraustum lfkömum.
Og Garri tekur undir orð
hins vitra Salómons, fyrirgef-
iði Samúel: „Islenska sveitin
er nú fyrir miðjum velli og ber
sig glæsilega og Guðrún fer
fyrir þeim myndarlega".
íslandi allt! -GARRI
Lostamidlun er lausnin
Landsbyggðar-miðlun er farin á
hausinn og sýnist sem lítil þörf
hafi verið á þeirri fjarmiðlun, eða
fjarvinnslu, eða hvað þetta er allt
kallað og lítil verkefni hafi feng-
ist til að halda starfseminni
gangandi. Reykjavíkurforstjóri
og sveitarstjórar kenna hverjir
öðrum um og einhverjir aurar
hafa farið í vaskinn.
Milklar vonir voru bundnar við
tjarmiðlunina til atvinnuupp-
byggingar, sem er töfraorð allrar
byggðastefnu. Þorpastjórar fá
stjörnur í augun þegar einhverj-
um dettur í hug að búa til nokk-
ur störf í verstöðum sem kvóti og
tækni eru löngu búin að úrelda
þótt seinþroska pólitíkusar hafi
aldrei af því f’rétt.
I fisklausum útgerðarplássum
þykir því tilvalið að koma upp
fjarvinnslu þar sem samskipta-
tæknin er orðin helsta atvinnu-
grein nútfmans og vaxtarbroddur
allra framfara.
En það fer íljótíega tins vrir
fjarmiðlunarfýrirtækjum eins og
fiskvinnslunni, sem allt mannlíf
byggðist á forðum. Vinnslustöðv-
arnar fengu engan fisk og um
skeið var atvinnu haldið uppi með
byggingu félagslegra íbúða og
þegar þvf blómaskeiði lauk varð
fátt til bjargar. Svo fer eins fyrir
fjarmiðlunarfyrirtækjum og frysti-
húsunum, verkefnin skortir.
Fnunkvæði
Nú kennir hver
öðrum um verk-
efnaskortinn og
eru litlar hug-
myndir uppi um
hvernig bæta á úr.
En í Reykjavík
blómstrar fjar-
vinnslan sem
aldrei fýrr og úrræðagóðir menn
og konur stofna hvert fyrirtækið
af öðru og græða á tá og fingri.
Dreifbýlismiðlunin gæti vel
náð sér í væna sneið af kökunni
með dálítili röggsemi. Til að
mynda er ein arðbærasta tegund
fjarmiðlunar lostafull símasam-
töl. Arsvelta þeirra fyrirtækja
sem veita þá þjónustu er talin í
milljöðrum króna. Daglegar heil-
sfðuauglýsingar og viðamiklar
auglýsingar í sjónvarpi sýna að
þetta er atvinnugrein sem borgar
sig vel.
Það er algjör óþarfi að láta
Reykvíkinga eina sitja að þessum
arðbæra atvinnuvegi
og þeir geta meira að
segja halað sér inn
peninga úr strjálbýlinu
með því einu að Idæm-
ast við einmana karla,
sem hafa misst allt
kvenfólk byggðarlags-
ins suður.
Arðbær draumaveröld
Ekki sýnist verkefnaskorturinn
hamla atvinnugreínínni og gæti
dreifbýfismiðlunin alveg eins
gert það gott a þessum vettvangi.
Kvenfólkið í plássunum er áreið-
anlega ekkert síður fært um að
leiða karla „inn í lostafulla
draumaveröld", eins og heitið er
í auglýsingum, en dömurnar fýr-
ir sunnan, sem starfa við marg-
miðlunina.
Frumkvæði er eitt af tískuorð-
um viðskiptalífsins, enda þýðir
Iítið að stofna fyrirtæki og bíða
eftir viðskiptum. Það verður að
bera sig eftir þeim. Farið er að
veina eftir opinberum viðskipt-
um hjá dreifbýlismiðlun, sem
aldrei verður fugl né fiskur. En
lostabarnsinn stendur öllum op-
inn og kvað gefa vel af sér.
Lostamiðlun er sjálfsagt ekkert
verri atvinna en hver önnur og
þar má finna „atvinnutækifæri“
með svolítilli atorku og frum-
kvæði. Og stofnun slíks fyrirtæk-
is er síst meira niðurlægjandi en
að jarma eftir opinberri aðstoð
og gelur orðið „drífkraftur at-
vinnutækifæranna", þar sem
fjarmiðlunargræurnar eru þegar
fyrir hendi.
LANDS SÍMINN
Síminrt er gróðafyrirtæki.
ro^ftr
Hverjar verða lyktimar í
úrvalsdeildinni í knatt-
spymu?
(KR og Fylkir berjast um Is-
landsmeistaratitilinn, en Fram,
Stjarnan og Breiðablik þurfa að
verjast falli í I. deild.)
Þorvaldur Örlygsson,
þjálfari KA.
„Af því sem ég
hef séð að und-
anförnu þá eru
KR og Stjarnan
þau lið sem hafa
verið í bestu
formi. Því vænti
ég þess að KR-ingum takist að
ná í íslandsmeistartitilinn annað
árið í röð. Breiðablik og Fram
eru bæði að berjast á botninum
og þar veðja ég á Blikana, því
þeir hafa verið ferskari en Fram-
arar í síðustu leikjum. Engu að
síður þykir mér sárt að sjá á eftir
Fram niður í 1. deild, en einhver
verður jú að falla.“
Ama Steinsen,
íþróttahennari og KRingur.
„Eg trúi því að
KR-ingum takist
að klára þetta
verkefni og ná
titlinum, enda er
þetta reynslumik-
ið og vel skipað
lið. Lokatölur leiksins við KR
verða þrjú mörk gegn einu. I
botnbaráttunni býst ég við að
Stjarnan falli niður um deild, því
Frömurum tekst að ná jafntefli
við Breiðablik. Eg er ekkert endi-
Iega viss um að Fylkismenn sigri
Skagann, það sýndi sig í leik
Fylkismanna gegn Grindavík á
dögunum að þeir þola illa þá
pressu sem á þcim hefur verið,
sem kannski er líka skiljanlegt."
Þröstiir F.milsson,
ritstjóri ogKR-ingur.
„I rauninni er
óþarfi að svara
þessu. KR-ingar
verða Islands-
meistarar klukk-
an 15:47 í dag.
Hins vegar verð-
ur þessi leikur við Stjörnuna erf-
iður, mfnir menn sigra þetta með
einu marki gegn engu eða þá
tveimur mörkum gegn einu. A
botninum verður ekki síður
barist, og ég er ansi hræddur um
að Framarar fari niður í 1. deild,
á eftir Leiftri. Það ljótt að segja
þetta, en ég óttast að raunin
verði einmitt þessi.“
|
' J
Haraldur Haraldsson,
forstjóri og Fylkismaður.
„Okkur Fylkis-
mönnum tekst að
vinna Ieikinn
gegn Akurnesing-
um með þremur
mörkum gegn
einu og þannig
verðum við Islandsmeistarar.
Ekld þar fyrir utan að við Fylkis-
menn eigum inni unninn leik,
eftir að Grindvíkingar þegar þeir
skoruðu mark með því að koma
boltanum inn í netið með hendi.
Svona á hvergi að liðast meðal
siðmenntaðs fólks."