Dagur - 16.09.2000, Síða 11

Dagur - 16.09.2000, Síða 11
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2 0 00 - 35 ERLENDARFRÉTTIR Obasjano forseti er kristinn maður frá suðurhluta landsins. Kristnir menn óttast að islömsk lög kljiifi Nigeríu Múslimar í mörguin fylkjum í noðurhluta landsins hafa tekið upp lög Kóranins og hlýta ekki landslög- um. Nigeria er fjölmennasta ríki Afr- íku og skiptast íbúarnir í 250 þjóðflokka. Er mannlífið því fjöl- breytt og fólkið sundurleitt. Landinu er skipt í fylki og í stór- um dráttum eru íbúar í norður- fylkjunum múslimar en kristnir mcnn búa í syðri hlutanum. Þó blandast trúarbrögðin meira og minna um allt landið. Olíuríku svæðin eru í sunnanverðu land- inu og þar eru lífskjörin yfirleitt betri en norðan til. Þetta er mjög gróf skilgreining á landsháttum og mannlífi en yfirleitt má segja að í Nigeríu búi margar þjóðir með sameiginlegt þjóðþing og forseta, en fylkin hafa umtals- verða sjálfstjórn. Sem stendur er borgaraleg stjórn í landinu, sem löngum hef- ur búið við herforingjastjórn, sem veigrar sér við að beita harð- neskjulegum aðferðum í stjórnar- störfum. En hætta steðjar að samheldni landsmanna þar sem nokkur fylki sem lúta stjórn mús- lima, eða þar sem þcir eru í mikl- um meirihluta hafa gert sharia að landslögum, en sharia eru lög sem byggð eru á Kóraninum og samrýmast illa ýmsum ákvæðum þeirra laga sem byggja á lýðræði og mannréttindum. Síðan í október í fyrra hafa átta fylki í norðurhluta Nigeríu tekið upp sharia og fleiri munu breyta löggjöfinni innan tíðar. Breyting- arnar hafa kostað hundruð mannslífa og vafasamt er hvort Nigería getur státað af því að vera lýðræðisríki á framabraut ef held- ur sem horfir. Kristnir Nigeríumenn eru ótta- slegnir og víða flýja þeir heimili sín og skilja eigur sínar eftir og bendir margt til að landið sé að skiptast eftir trúarbrögðum. Sharia bannar konum að vinna utan heimilis eða aka í sömu strætisvögnum og öðrum farar- tækjum og karlmenn. Viðurlög við þjófnaði eru að hendur eru höggnar af þeim sem stela og hýðingar eru refsingar við öðrum glæpum. Námsskrá skóla miðast við kenningar Kóranins og trúna á Islam. Kristnum foreklrum er bent á að þeir geti sent hörn sín í einkaskóla og verða þá að greiða allan kostnað af náminu. Hluti af þessum breytingum mun vera sú að norðanmenn vilja fá meiri hlut af olíugróðanum til sín en þeir telja sig fá nú. Þeir svartsýnu spá að það geti komið til svipaðra átaka og hófust 1967., þegar Iboar börðust fyrir sjálf- stæði og var kallað Biafrastríðið. Þá féllu um milljón manns. Eins og rnenn muna áttu ís- lenskir menn nokkurn þátt í þeim átökum, aðallega ilugmenn og stofnað var sérstakt flugfélag til að flytja Biaframönnum birgðir. Flestir af leiðtogum hersins eru frá hinum fátæku norðurhéröð- um og munu menn þar treysta á að þeir styðji þá til áhrifa í suður- hlutanum. Obasjano forseti er kristinn maður frá suðurhluta landsins. Lagt hefur verið að honum að taka í taumana og hanna að is- lömsk lög gildi í landinu cða nokkrum hluta þess. Hann neitar og segist óttast að ef farið verið að beita múslima hörku og hanna sharia muni það einungis verða til að hclla olíu á eld og geti leitt til nýrrar og blóðugrar horgara- styrjaldar. Hann telur að sharia muni renna út í sandinn með tíð og tíma og eðlilegt stjórnarfar komast á í ríkinu. Vonandi verður honum að ósk sinni. ITMmHiTFCTI Ólympíuleikamir settir SYDNEY, - Setningarathöfn ólymíuleikanna fór fram í Sydney í Ástralíu í gær og þótti það bera vott um tilraunir til þjóðarsáttar í Ástralíu að það var íþróttamaður úr hópi frum- byggja sem fenginn var til að kveikja sjálfan ólympíueldinn. Opnunarathöfnin þótti einhver sú skrautlegasta sem um getur og þar var gert mikið úr því að sýna fjölbreytileika Ástralíu, bæði menningarlegan, land- fræðilegan og kynþáttalegan. Kyndilberinn sem kveikti eld- inn heitir Kathy Freeman og er hún heimsmeistari í 400 metra hlaupi og talin munu hlanda sér í baráttuna um gullið á olympíuleikunum nú. Ólympíueldurinn logar í stórum járnskál sem er við gríðarmikinn gosbrunn eða foss og það tók talsverðan tíma fyr- ir eldinn að ná sér á strik í gærmorgun, þannig að bæði Freeman og áhorfendur á olympíuleikvanginum, sem voru 1 10 þúsund talsisns, biðu í miklum spenningi eftir því að eldurinn kviknaði. Allt í allt tók það eldinn um 3 mínútur að kvikna og máttu aðstandendur leikana þar þakka fyrir snör handtök verkfræðinga og vélvirkja sem löguðu það sem úrskeiðis hafði farið. Mðtmæli í fleiri ríkjum BARCELONA, - Á sama tíma og Bretland og Belgía eru að ná sér eft- ir lamandi áhrif mótmæla gegn háu eldsneytisverði, en í þessum löndum eru mótmælin í rénun, hafa mótmælendur á Spáni, Irlandi og Póllandi nú farið út á göturnar. Bílalestir spænskra vöru- og flutn- ingabfla og bílar sem bændur voru á sameinuðust í því að aka hægt á aðalhringveginum um Barcelona í gær. Svipaðar aðgerðir voru svo hafnar í öðrum horgum. Enn aðrir mótmælendur voru að búa sig undir mótmælastöður í borginni Segovia, en þar á að fara fram leið- togafundur hins spænska forsætisráðherra, Jose Maria Aznar og hins þýska Gerhards Schröeder. Chemobyl lokað PARIS - Leonid Kuchma forseti Úkraínu staðfesti í gær að ákveðið hafi verið að loka endanlega þeim hlutum kjarnorkuversins í Cherno- byl sem enn eru í notkun, en þar var sem kunnugt er eitt mesta kjarnorkuslys sögunnar árið 1986. „Þetta er pólitísk ákvörðun og verður jafnframt sögulegur atburður sem ég híð ykkur hlaðamönnum að koma til að fylgjast með,“ sagði forsetinn í gær þar sem hann var staddur í Frakklandi. Kókaín í Seðlahankanum CARACAS - Eiturlyfjaverslunin í Rómönsku Ameríku á sér lítil tak- mörk og í vikunni náði hún inn í Seðalbankann í Venesúela. Gæslu- menn gjaldeyrisforða landsins sem geymdur er í traustm hankahvelf- ingum fengu þá óvenjulega sendingu, sem samanstóð af 130 kílóum af hreinu kókaíni. ér var þó ekkert ólöglegt á ferð, heldur vildi ríkis- saksóknari landsins finna einhvern öruggan stað til að geyma þetta góss því lögreglan var húin að fylla allar sínar geymslur. Samkvæml lögum í Venesúela má ekki eyða haldlögðum fíkniefnum fyrr en rannsókn mála er lokið, og er það skýringin á því hversu mikið magn safnast fyrir af þessum efnum. Cathy Freeman, ástralski frumbygg- inn sem kveikti ólympíueldinn í ár. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 260. dagur ársins, 106 dagar eftir. Sólris kl. 6.54, sólarlag kl. 19.49. Þau fæddust 16. sept. • 1638 Lúðvík fjórtándi, konungur Frakk- lands. • 1823 Mikael III., prins af Serbíu sem ríkti 1839-42 og aftur 1860-68. • 1923 Lee Kuan Yew, sem var forsætis- ráðherra í Singapore 1959-90. • 1924 Lauren Bacall, bandarísk leik- kona. • 1925 B.B. King, bandarískur blúsgítar- Ieikari. • 1939 Breyten Breytenbach, suður- afrískur rithöfundur. • 1956 Mickey Rourke, bandarískur leik- ari. Þetta gerðist 16. sept. • 1810 var Mexíkó lýst sjálfstætt ríki, en blóðugt stríð ríkti næstu 12 árin uns Mexíkó varð í raun Iaust undan afskipt- um Spánverja. • 1936 strandaði franska hafrannsóknar- skipið Pourquoi pas? í fárviðri við Mýr- ar. • 1963 var Malasíuríki formlega stofnað. • 1974 tilkynnti Gerald Ford Bandaríkja- forseti að liðhlaupar úr Víetnamstríðinu og þeir sem sinntu ekki köllun í herinn fengju dóm. • 1977 lést gríska óperustjarnan María Callas í París, 53 ára gömul. Vísa dagsins Maður gengur, s\’o lengi seni lifir, hvorki er vegur undir né yfir. Guðfinna Jónsdótlir frá Hömrum Afmælisham dagsins Omar Þorfinnur Ragnarsson sjónvarps- maður og skemmtikraftur er sextugur í dag. Ómar er landskunnur lýrir söng og sprell fyrr á tímum og líflegan frétta- flutning og sjónvarpsþætti sína á seinni árum. Hann var skemmtikraftur að að- alstarfi 1962-69 en réðst til sjónvarps- ins sem íþróttafréttamaður árið 1969. Auk þessara starfa lauk hann atvinnu- flugmannsprófi árið 1967 og hefur not- að það óspart í þágu sjónvarpsins. Hann hefur einnig keppt í akstursíþróttum meö góðum árangri. Enginn er hamingjusamur án einhvers konar blekkingar. Blekkingar eru jafn nauðsynlegar fyrir hamingju okkar og raun- veruleikinn. Christian Nestoll Bovee, liandarískur rithöfundur. Heflahrot Hvers vegna borða Islendingar meira en Færeyingar? Lausn á síðustu gátu: Bæði „fimmtán" og „fimmtíu" cru sjö stafa orð, með þeim sér- kennum að ef þrír stafir cru teknir burt verða „fimm“ eftir. Veffang Margt forvitnilegt er að finna um sögu vís- indanna á breska Vísindasafninu: www.sciencemuseum.org.uk/

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.