Dagur - 20.09.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 20.09.2000, Blaðsíða 4
é - MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 Halonen á Bessastöðum í gær. Ræddu Evrópumál Opinber heimsókn forseta Finnlands til íslands hófst í gær á Bessastöð- um. I gær tóku forseti Islands, Olafur Ragn- ar Grímsson, ásamt ríkisstjórninni og handhöfum forsetavaldsins á móti Törju Halonen, forseta Finnlands, á Bessastöðum. Halonen heimsótti síðan alþingi sfðdegis og um kvöldið snæddi hún og eiginmaður hennar hátíðar- kvöldverð á Bessastöðum. I hádeginu x gær héldu forseti Is- lands og forseti Finnlands sameigin- legan blaðamannafund á Bessastöð- um, þar sem þau sögðust m.a. ætla að nota heimsóknina til þess að ræða al- þjóðleg samskipti ríkjanna. Tarja Halonen sagði að bæði Island og Finn- land helðu á síðari árum orðið sífellt virkari í alþjóðlegu samstarfi, enda þótt þau væru ekki alltaf í sömu samtökun- um. Utgangspunktur beggja væri Norðurlandasamstarfið, en sfðan væri Island í Nató en Finnland í Evrópu- sambandinu. Þau væru því í einstæðri stöðu til þess að ræða framtíðarhorfur og hlutverk beggja landanna í Evrópu- samstarfi. Halonen benti einnig á að þau væru einu forsetarnir á Norðurlöndunum, aðrir þjóðhöfðingjar þar væru ýmist drottning eða konungur. Aðspurð tóku þau Halonen og Ólafur undir að ís- lendingar og Finnar ættu ýmislegt sameiginlegt umfram aðrar Norður- landaþjóöir. Tarja Halonen hittir Davíð Oddsson, forsætisráðherra, að máli í dag og held- ur síðan ásamt fylgdarliði sínu til Þing- valla. Síðdegis skoðar hún svo Höfða og listasafn Reykjavíkur í Hafnarhús- inu. A morgun, fimmtudag, er svo ætl- unin að Tarja Halonen haldi til Akur- eyrar, þar sem hún mun meðal annars flytja fyrirlestur í Háskólanum á Akur- eyri. -GB X^MT Það vakti nokkrar at- hygli í Hrunaréttum fyrir helgina að sjá að þar var mættur á svæðið Þor- steinn Pálsson sendiherra í Lundúnum og íyrrverandi þing- maður Sunnlendinga til fjölda ára. Haxm hefur sem sagt ekki sleppt tengslunum við Iiinar gömlu veiðilendur sínar fyrir austan fjall með öllu! Sam- kvæmt þvl sem heyrðist í pottin- um vakti réttarferð Þorsteins miklar vangaveltur um hugsan- lega endurkomu Þorsteins í stjómmálin og töldu margir að hann sæi fram á að iými skapaðist á leiðtogabekk flokksins þegar og ef Davíð drægi sig í hlé eftir þetta kjörtímabil og eins að haim ætti aukna möguleika nú með uppstokkuniimi sem óhjákvæmilega verður með breyttu kjör- dæmaskipulagi... Þorsteinn Pálsson. í pottinum eru þó miklir efasemdarmenn um endurkomu Þorsteins og benda þeir á það sem mun llklegri skýringu að erindið sem Þorsteinn hafi átt austur hafi einfaldlega verið að huga að sumarhúsi sínu á Flúðum, en svo sem minnuga pottverja rekur minni til lýsti sendiherrann í heimsborginni því yfir í viðtali við Dag sl. haust að bústaðurinn góði væri eitt af því fáa sem haim saknaði héðan að heirnan .... Össur Skarp- héðinsson. í innsta kjama Samfýlkingarinn- ar eru menn nú að vígbúast fyrir komandi vetur og Ijóst að memi ætla þar hvergi að gefa eftir í sókninm. í pottinum er nú sagt að Össur Skarphéðinsson for- maður flokksins hafi þegar valið með sér sérstakt fjögurra manna „herforingjaráð" úr þingflokkn- um sem hann vilji að verði lielstu talsinenn flokksins í ýmsum málum og beri hitann og þungann í umræðum. Á sínum fyrsta vetri í for- mannsstól er Össur sagður ætla að veðja á - iýrir utan sjálfan sig að sjálfsögðu - þau Guðmund Áma Stefánsson, Lúðvík Bergvinsson, Bryndísi Hlöðversdóttur og Þóranni Sveinbjömsdóttur sem fallbyssuhermenn í stórskotaliðinu. MUljarða aukning Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Auka verðurgistiiými í Reykjavík til að bæta nýtinguna úti á landi. Reykjavík erhlið alls landsins og brýnt erað jjár- festa í nýju gistihúsnæði efekki áillaaðfara. Hvað stendur upp tír, nú þegar hápuuklur ferðalaga er að baki? „Umfang þessarar atvinnugreinar er orðið meira en nokkru sinni fyrr, hvort sem Iitið er til íjölda erlendra gesta, aukningar á gjaldeyr- istekjum eða ferðalaga Islendinga. Sá þáttur sem engar upplýsingar eru um ennþá, er aft- ur afkoma greinarinnar. Hún mun ekki liggja fyrir fyrr en í árslok og of snemmt að spá fyr- ir um hana. Það hlýtur samt að vera þannig að þegar stefnir í að gjaldeyristekjur aukist um 2-3 milljarða milli ára og ferðamönnum Ijölgar um 30-40.000 þá aukast forsendur íyr- ir aukinni arðsemi." Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, Ema Hauksdóttir, sagði þó ný- verið að hún hefði ákyggjur afað aukningin skilaði sér ekki sem skyldi í vasa fyrírtækja innan ferðaþjónustunnar. Ertu sama sinn- is? „Eg ætla ekki að ræða það núna heldur bíða og sjá. Spumingin er hvemig við skilgreinum fyrirtæki í ferðaþjónustu? Tekjuaukinn hlýtur að koma inn í allt hagkerfið. Við vitum t.d. samkvæmt könnunum að verslunin hefur aukist en því skal ósvarað að sinni hvemig fyr- irtækin hafa notið þessara auknu umsvifa." Þú telur þörf á að aulta gistirými á höf- uðborgarsvæðinu til að anna eftirspum? „Já, það virðist sem ekki hafi gengið sem skyldi að fjármagna þær byggingar sem áform voru um. Mín skoðun er að miðað við þessa magnaukningu, geti orðið vandræði innan mjög fárra ára. Eg hef þá skoðun að lykillinn að betri nýtingu á stórauknu gisti- rými landsbyggðarinnar, sé að nægjanlegt gistirými sé á höfuðborgarsvæðinu. Rökin eru þau að Reykjavík gegnir ákveðnu dreif- ingarhlutverki og ef flöskuhálsinn er í Reykjavík þá líður allt landið fyrir það.“ Þú hefur einmitt sett spumingamerki við fjárfestingar úti á landi í þessum efn- um? „Eg hef sagt að aukningin væri e.t.v. meiri en umsvifin, já.“ Og hugsanlega ekki fjárfest á réttum stöðum eða hvað? „Fjárfestar verða að ákveða hvar þeir setja sitt fjármnagn niður og festa í fasteignum. Eg hef enga opinbera skoðun á því.“ Nú hefur komið í Ijós að allmörg hús sem selja gistingu á höfuðborgarsvæðinu eru skráð sem einbýlishús en ekki gisti- hús. Er ástæða til að skoða þessi mál niður í kjölinn, ekki síst með tilliti til hugsan- legra undanskota frá gjöldum? „Það er nú einu sinni þannig að gistirými er af margvíslegum toga og svokölluð heimagisting hefur mjög farið vaxandi. Hún á hins vegar að hafa tilskilin leyfi og mér finnst eðlilegt að allir sitji við sama borð bæði skattalega og rekstrarlega. Ef einhverj- ir eru að skrá hlutina röngum nöfnum í þeim tilgangi að svindla á rekstrarumhverfi, hljótum við að verða að skoða það mjög náið. Hinu má ekki gleyma að gisting utan eiginlegra gististaða er vaxandi þáttur. Ein- hvern tíma var mér sagt að á Akureyri væru um 100 íbúðir í eigu stéttarfélaga sem not- aðar eru fyrir fólk á ferðalögum. Þannig er margbreytilegt form á þessum rekstri en þeir sem eru að keppa á sama markaði hljó- ta að þurfa að lúta sömu reglum." Hvað með stjömugjöfina nýju, er hún þegar farin að breyta bókunarlandslagi ferðamanna hingað? „Nei, það er of skammur tími liðinn til þess. Stjörnugjöfín hefur hins vegar virkað sem hvati á gististaði til úrbóta og það eru all- ir sammála um að þetta skref er til mikilla framfara fyrir íslenska ferðaþjónustu.“ -bþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.