Dagur - 20.09.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 20.09.2000, Blaðsíða 6
6 - MIBVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2000 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: A ðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt niimer: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Slmar auglýsingadeildar: CREYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRIJ460-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 617icakureyri) 551 6270 (reykjavíK) Blair og bensínið í fyrsta lagi Skoðanakannanir síðustu daga sýna fylgishrun breska Verka- mannaflokksins og minni stuðning við Tony Blair forsætisráð- herra en nokkru sinni. I fyrsta sinn frá árinu 1992 mælist Ihaldsflokkurinn með meira fylgi. Verkamannaflokkurinn, sem naut 44 prósenta stuðnings meðal kjósenda fyrir aðeins einum mánuði, hefur nú aðeins 34 prósenta fylgi. Astæða fylgis- hrunsins er fyrst og fremst hvernig Tony Blair og ráðherrar hans brugðust við þeirri uppreisn langþreyttra skattborgara sem fólst í víðtækum mótmælum gegn bensínokrinu. í öðru lagi Breska ríkisstjórnin afgreiddi þessa uppreisn sem ólöglegar að- gerðir fámenns hagsmunahóps og lýsti því strax yfir að ekki yrði á neinn hátt komið til móts við kröfur um lækkun skatta á bensíni og olíu. Ekki var gerð minnsta tilraun til að hlusta á málefnaleg rök mótmælenda fyrr en allt var komið í óefni. Með slíkri afstöðu brást Tony Blair mörgum kjósendum sínum sem ætlast til þess að ríkisstjórn jafnaðarmanna hlusti á al- menning en hagi sér ekki með þeim hroka sem einkenndi stjórnarhætti breska íhaldsflokksins. Það mun ráða miklu um framhaldið hvort breski forsætisráðherrann tekur í verki mark á þeirri alvarlegu aðvörun sem hann hefur nú fengið frá mörg- um kjósenda sinna. í þriðja lagi Gert hefur verið ráð fyrir því að Tony Blair efni til þingkosn- inga næsta vor. Nú er ljóst að tímasetning kosninganna mun ráðast af því hvort Verkamannaflokknum tekst að endur- heimta fylgi sitt í skoðanakönnunum. Sumir telja að svo muni fara í vetur, ekki síst vegna þess að breski Ihaldsflokkurinn er enn sundurtættur eftir ósigurinn í síðustu kosningum og án þeirrar forystu sem getur sannfært meirihluta kjósenda um að hann sé hæfur til að stjórna landinu. En það er auðvitað að mestu undir Tony Blair sjálfum komið, og ráðherrum hans, hvort þeim tekst að endurvinna traust og trúnað þeirra kjós- enda sem nú hafa sýnt ríkisstjórninni gula spjaldið. E It'as Snæland Jónsson. Útspil Áma Árni M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra var við það að falla í gleymskunnar dá á Is- landi þegar hann var beðinn um að halda ræðu í Lúxembúrg í síðustu viku. Þar lagði hann (il að „bið nýja" bagkerfi á ís- landi byggðist á skattalækkun til fyrirtækja, enda væri nú svo komið að ríkisfjármálin væru í svo góðu lagi að skattalækkun væri ein- faldlega hið besta mál. Eðlilega vakti þessi til- laga ráðherra Sjálf- stæðisflokksins mikla athygli, enda hafa sjálf- stæðismenn ekki verið duglegir að setja fram skoðanir eða tillögur í skattamálum, aðrar en þær að neita samstarfsflokknum í rík- isstjórn um að breyta jaðar- sköttum til hagsbóta fyrir barnafólk með barnakortum eða öðrum sambærilegum að- gerðum. Kaiinar jarðveginn Það rifjaðist því snarlega upp fyrir Garra hver hinn hálf- gleymdi Árni Mathiesen væri, enda erfitt að skilja þessa til- Iögu, tímasetningu hennar og rökstuðninginn fyrir henni á annan veg en að þarna væri verið að gefa barnakortapólitík- usunum í framsókn langt nef. Og augljóslega voru það fleiri en Garri sem lásu ummælin á þennan hátt því í Reykjavíkur- hréfi Morgunblaðsdeildar Sjálfstæðisflokksins um helg- ina er því einmitt varpað fram hvort sjálfstæðisforustan hafi ekki bcðið Árna um að varpa þessum hugmyndum fram svona til að kanna jarðveginn sem þær fengju. Nú hefur komið í Ijós að sá jarðvegur er afar grýttur svo ekld sé meira sagt, enda er Árni sjálfur þegar auðvitað komi þetta ekki til greina á næstu mánuðum og misserum. Úr vöm í sókn En eins og öllum góðum póli- tíkusum sæmir hefur Árna tek- ist að snúa flótta sínum í mál- inu upp í stórsókn þannig að hann er nú farinn að skora fjölmarga punkta sjá háyfirformanninum Davíð Oddssyni. Slíkt er aðeins á færi þróaðra plottara og þetta sýnir líka að það er engin til- viljun að Árni er kom- inn jafn langt í pólitík og raun ber vitni. Árni gætti sín á því að skilja eftir útgönguleið og nú er skattalækkunin á fyrirtækjum, ekki lengur einföld skattalækk- un á fyrirtæki, heldur úthugs- aður mótleikur við skattastefnu ES og útspil íslendinga til að þurfa ekki að ganga inn í þann óskapnað. Með þessu móti gæti ísland nefnilega skapað sér sérstöðu og oröiö álitlegur valkostur fyrir erlend fyrirtæki að flytja til og þannig styrktist staða landsins gangvart Evr- ópusambandsríkjunum. Árni hefur þannig snúið málinu upp í að vera hluti af Evrópuum- ræðu sem sífellt er verið að skamma sjálfstæðismenn fyrir að vilja ekki taka þátt í. Á sama tíma hefur hann hins vegar Ifka gert það sem hann var beðinn um af flokksforustunni, en það er að kanna jarðveginn fyrir umræðu um skattalækkun á fyrirtæki. Já hann er snjall hann Árni og eftir svona út- spil er óhætt að útiloka að hvorki Garri né aðrir stjórn- málaáhugamenn muni gleyma honum aftur í bráð. ■ GARIÍI búinn að draga mikið í land með þetta, og segir núna að ODDUR ÓLAFSSON SKRIFAR Mælieiningar hagspekinnar eru leikmönnum iðulega torskildar og er aðdáunarvert hve stjórnmála- menn fara laglega með alla orða- leppana og prósentuvísindin þegar þeir viðra skoðanir sínar, stefnur og hugsjónir. Mælikvarði alls stjórnmáíastarfs eru peningar, hvernig þeirra er aflað og hvernig þeim er eytt. Það er í rauninni inn- tak alls mannlífs í nútímanum. Hlustum bara á kennarana. Margt var fróðlegt í Degi í gær, eins og fyrri daginn. í grein eftir Ágúst Einarsson, alþingismann og prófessor, var gerð smávægileg út- tekt á mikilvægi atvinnugreina landsmanna. Þar kemur í Ijós að þeim fækkar óðum sem starfa viö landbúnað og sjávarútvcg. Einung- is I 1% vinnuaflsins starfarvið sjáv- arútveg og fiskvinnslu. Hlutdeild gömlu atvinnuveganna, eíns og prófessorinn kallar þá fer hraðminnkandi og skila fiskveiðar aðeins 8% af landsframleiðslunni Góöæri prósentiumar og fiskvinnla 4%. Þeir sem enn kunna að leggja saman í huganum eða á blaði sjá að hlutdeild sjávar- útvegsins í verðmætasköpun landsframleiðslunnar er 12%. Það er tæpast að hægt sé að kalla þetta undirstöðuatvinnuveg lengur. fflutfóllin Nokkrum blaðsíðum aftar er viðtal við Árna Mathiesen, dýralækni og sjávarútvegsráð- herra, gagnmenntaður maður og marktækur eins og Ágúst. Þar kemur í Ijós, að hlutdeild sjávarútvegsins í vöruút- llutningi er 70% og útilutningur á fiski nemur helmingi allra gjald- eyristekna. Engin ástæða er til að rengja tölur og hlutdeildarútreikninga stjórnmálagarpanna. Þeir hafa áreiðanlega báðir rétt fyrir sér. En undarlega kemur það fyrir sjónir, að 70% af útflutningi þjóðríkis skipti sáralitlu máli ef hann er um- reiknaður í landsfram- leiðslu. Það eru aðrir liðir í verðmætasköpuninni sem skipta máli. Ein viðmiðunin er sú, að fátt eða ekkert örvi hag- vöxtinn eins vel og vont bílslys. Það skapar at- vinnu í mörgum grein- um og viðheldur eftir- spurn í enn fleiri og peningaupphæðir streyma á milli starfs- greina og fyrirtækja. Allt byggist þetta á einhvers kon- ar mati á fjárstreymi og er nú sjáll- ur peningamarkaðurinn orðin ein helsta atvinnugreinin og er áreið- anlega búinn að skjóta samanlögð- um framleiðslugreinunum ref fyrir rass. Alþjódavædingin Nýverið fagnaði viðskiptaráðherra því innilega hve mikil gróska er í útflutningi peninga. Milljarðarnir streyma út úr landinu og sjá ört vaxandi fyrirtæki með kontóra úti í heimi urn að talta við peningum Is- lendinga til að koma þcim í rekst- ur erlendis. Þetta er kallað að taka þátt í alþjóðavæðingu. Að hinu Ieytinu er útlendingum bannað að fjárfesta hér nema í taprekstri, enda er árangurinn eftir þvf. Peninga- og verðbréfamöndl eru vaxtarbroddur atvinnulífsins, eins og það heitir á stjórnmála- mannamáli. Sjómannaskólinn er tómur en en hver viðskiptaháskól- inn af öðrum er stofnsettur. Há- skóli Islands kennir viðskiptafræði í 600 sæta Háskólabíói. Nú er spurningin: Hvaða frasar og hlutfallaútreikningar eru væn- legir til að sanna að útflutningur á peningum geti jafnað stighækk- andi viðskíptahalla? Á að bantia bömum að koma með óvaxtasafa í skólann? Hafsteinn Karlsson shólastjóri í Selásskóla í Rcyhjavtk. „Almennt talað koma börn mjög lftið með hreinan ávaxtasafa í skólann, heldur með sykurbland- aðan djús. Það á að hvetja til þess að börn- in drekki mjólk og vatn, þannig að neysla á þessum ávaxtasöfum minnki, Þetta væri í samræmi við þá stefnu sem Manneldisráð hefur mótað og vissulega er þetta ákveðin miðstýring, en þó má líta svo á að hvergi nema í skólunum sé betra að bafa áhrif á neysluvenjur þjóðarinnar." Unnur Stefánsdóttir leihskðlastjóri. „Það er mjög æskilegt að börn fái mjólk í skól- unum. Bæði er hún holl og góð - og börn þurfa ákveðið magn mjólk- ur á degi hverjum vegna prótein- og kalkþarfar. Ef skólarnir geta fengið mjólkina öðruvísi en á fernum og þar með dregið úr um- búðanotkun þá finnst mér það vera enn ein ástæðan fyrir því að auka mjólkurneyslu í grunnskól- um - og reyndar sem víðast." Guðni Ágústsson ráðherra ogforeldri. „Lengi býr að fyrstu gerð. Boð og bönn kunna að vísu að virka öfugt. Góð heilsa er dýr- mætasta eign hvers manns, þess vegna þarf að brýna foreldra og skóla í grunnatriðum í matarvenjum; það að taka vatnið, mjólkina og hreinar afurðir fram yfir sjoppu- fæði og sykurdrykki." Sigrún J. Marteinsdóttir tannlæknir á Akureyri. „Safar eru slæmir fyrir tennurnar ef þeirra er neytt oft, sér- staklega þó safar sem í er viðbættur sykur. Þeir valda tann- skemmdum. Hreinu safarnir eru betri. í þeim er samt sýra, eins og í sætu söfunum, og smátt og smátt getur hann eytt glerungi tannanna. Glerungseyðing er að verða of algengt að sjá hjá krökk- um. - I ljósi þess finnst mér í góðu lagi að hætta að selja safa í skólunum, en kannski ekki banna að börnin korni með þá í skólan ef foreldrarnir leyfa slíkt - því til eru börn með mjólkuró- þol.'

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.