Dagur - 07.10.2000, Qupperneq 7

Dagur - 07.10.2000, Qupperneq 7
 LAVGARDAGVR 7. OKTÓBER 2000 - 31 RITSTJ ÓRN ARSPJ ALL Viljum viö breyta SKÓlakerfinu? í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í vikunni kennir ýmissa grasa eins og endranær. Innan um hinar augljósari fréttir af tekjuafgangi og niðurgreiðslu skulda, heildarframlögum til málaflokka, samdrætti hér og aukningu þar, þá skjóta upp koll- inum stefnumarkandi vísbend- ingar í ýmsum málum, m.a f menntamálum. Augljóslega felst gríðarleg stefnumörkun í þeirri yfirlýsingu einni hversu miklu fé er varið í málaflokkinn, en þarna er líka bryddað upp á nýjungum í skólakerfinu sjálfu, sérstaklega á framhaldsskólastigi. Einkavæðingm Núverandi yfirvöld menntamála virðast mun veikari fyrir einka- rekstarformi en tíðkast hefur í landinu á umliðnum áratugum og þessa sér vissulega stað í frumvarpinu. Þar er bæði gert ráð fyrir einkavæðingu Tækiskól- ans og stofnsetningu sérstaks einkamenntaskóla sem hafí það sér helst til ágætist að vera fyrir úrval nemenda sem lokið geta tilskyldu námi á tveimur árum í stað þriggja eða fjögurra. Hrað- menntaskóli í Reykjavík í einka- eign er vissulega athyglisverð nýjung og síst vill sá sem þetta ritar Ieggjast gegn því að menn geri tilraunir í skólamálum. Hins vegar vekur þetta frum- kvæði - sem nú virðist ætla að verða að veruleika - upp ýmsar grundvallarspurningar um það hvers konar framhaldsskólakerfi við viljum á Islandi. Slíkar spurningar hafa Iítið verið í al- mennri umræðu á seinni árum nema þá sem einhver aukaafurð umræðunnar um kjör framhalds- skólakennara. Og þó kjör starfs- fólks í framhaldsskólum skipti auðvitað gríðarlega miklu í þess- um efnum, þá er ekki endilega víst að besta nálgunin á málið sé í gegnum buddu kennarans. Gamla hugsjónin Hugsjónin um að allir Islending- ar, óháð stétt, kyni eða búsetu, geti fengið góða ókeypis grunn- skóla- og framhaldsskólamennt- un, virðist ennþá vera gríðarlega sterk í þjóðarsálinni. Það er nán- ast hluti af skilgreiningunni á því að vera íslenskur, að hafa aðgang að menntun - að allir búi við jafnrétti til náms. Enda er til- tölulega stutt síðan að fjöldi gáf- aðra alþýðumanna komst ekki í skóla, „fengu ekki að læra“, eins og menn hafa oft orðað það. Þeirra æðsti draumur var að sama hlutskipti biði ekki barna þeirra og þarnabarna. Þessi draumur, þessi hugsjón, var hömruð svo rækilega inni í höf- uð afkomendanna að hún lifir enn góðu Iífi. I öllum aðalatrið- um má líka segja að draumur- inn hafí ræst og í dag séum við í þeirri stöðu að þeir sem á annað borð vilja læra, geta lært. Vand- inn er kannski heldur á hinn veginn, það er talsvert um að verið sé að láta þá sem ekki vilja eða geta lært, hanga í skóla sem ekki hentar þeim. En þrátt fyrir að þjóðfélagið hafi breyst og allar aðstæður fólks til náms séu nú aðrar en áður stendur þó óhaggað það grundvallaratriði, að allt misrétti til náms brýtur gróflega gegn réttlætiskennd flestra Iands- manna. Breyttur framhaldsskóli Undanfarna áratugi hefur sífellt hærra hlutfall hvers árgangs far- ið í framhaldsskóla og er nú svo komið að framhaldsskólamennt- un af einhverju tagi er nánast orðin grunnmenntun fyrir hinn íslenska þjóðfélagsþegn. Sam- hliða slíkri fjölgun hefur fram- haldsskólinn vitaskuld breyst mikið og tilkoma fjölbrautaskól- anna og áfangakerfa var liður í því að koma til móts við aukinn fjölbreytileika og getu alls þess fjölda sem í skólana kom. Sveigj- anlegt námsframboð í hinum al- menna framhaldsskóla hefur verið svarið við aukinni breidd í áhuga, vilja og getu framhalds- skólanemenda. Og þetta kerfi hefur yfirleitt gefist mjög vel. Að flestu leyti hefur það skilað þokkalegum árangri og það hef- ur verið sátt um það í þjóðfélag- inu - það særir ekki réttlætis- kennd okkar eða kröfu um jafn- rétti til náms. Þetta hafa (með einni undantekningu) verið al- mennir skólar sem eru meira að segja skyldugir upp að vissu marki til að taka við þeim nem- endum sem sækja um inngöngu. Mildl breidd En ekkert er fulkomið og fram- haldsskólinn auðvitað ekki held- ur. Sú gagnrýni hefur heyst úr háskólanum að nemendur komi oft ekki nægjanleg vel undirbún- ir á háskólastigið og að klárir nemendur séu að gaufa í fram- haldskólanum allt of lengi. Raunar er þetta eldgömul um- ræða og hefur verið til staðar í að minnsta kosti aldarfjórðung og var m.a. mikið rædd þegar áfangakerfi var tekið upp í Menntaskólanum í Hamralíð fyrstum menntaskóla um miðjan áttunda áratuginn. Síðan hafa sumir framhaldsskólar reynt mikið til að koma til móts við þessi sjónarmið á meðan aðrir halda fast við hefðbundnara bekkjakerfi. Innan almenna skólakerfisins hefur m.ö.o. orðið til talsvert mikil breidd hvað varðar námslengd, kennsluform og fjölbreytni námsframboðs. Spuniingar Sá einkaskóli sem nú er verið að boða í fjárlögum íslenska ríkisins - og á að fá sérstaklega ríflegt framlag per nemanda - er eftir því sem best verður séð ekki að bæta neinum stórmerkilegum hlutum við það litróf sem þegar er fyrir hendi. Hins vegar kann vel að vera að það tilbrigði við menntaskólanám sem þarna á að bjóða upp á sé eitthvað sem æskilegt er að sé fyrir hendi í ís- lensku skólakerfi. En eins og segir í kvæðinu: „Gömul útslitin gáta þó, úr gleðinni dró.“ Hvaða afleiðingar hefur t.d. sú yfirlýs- ing stofnanda skólans í Degi í vikunni að hann muni borga kennurum betur en tíðkast og stefni að því að kaupa til sín bestu kennarana? Eins hljóta menn að spyrja sig hverjir muni komast í þennan úrvalsskóla, sem mun rukka nokkuð há skólagjöld á íslenskan mæli- kvarða? Tæplega t.d. lands- byggðarfólk sem er nú þegar að sligast undan kostnaði við að senda börn sín í framhaldsskóla. Tvöfalt kerfi Einn einkarekinn Hraðmennta- skóli mun auðvitað ekki skipta sköpum, fyrir kerfið í heild og tilkoma hans er hugsanlega ekki annað en jákvætt innlegg í fjöl- breytileika námsframboðsins. En hvað ef og þegar aðrir koma í kjölfarið? Hvað ef upp spretta 5- 6 einkaframhaldsskólar með góðan grunnstyrk frá ríkinu, sem kaupa síðan til sín kennara í krafti fjárhagslegs svigrúms sem þeir hafa af skólagjöldum? Eru menn þá enn að tala um að auka fjölbreytileika námsframboðs eða eru menn þá farnir að tala um tvöfalt kerfi? Einkaskólakerfi annars vegar og almennt kerfi hins vegar? Slíkt er vel þekkt úr Bretlandi og Bandaríkjunum. Gnumskóliiui Þetta er í rauninni svipuð um- ræða og menn tóku íyrir nokkrum árum varðandi grunnskólann. Þar hefur ótti manna við tvöfalt kerfi einkaskóla og almenningsskóla þar sem nemendur skiptust eftir efnahag foreldra reynst ástæðu- Iaus. Einkagrunnskólum hefur ekki fjölgað og þeir sem eru til staðar eru í raun ekki annað en jákvætt tilbrigði við almenna grunnskólakerfið. Hins vegar er alveg óvíst að sömu lögmál gildi í framhaldsskóla og í grunnskóla. Bæði er að í framhaldsskólanum hafa menn slitið tengslin við al- menna hverfisskólann og eru komnir yfir á annað skólastig sem gæti skipt máli þegar skóli er val- inn. I þessu felast ótal óvissu- þættir sem nauðsynlegt er að skoða vel. Hitt er þó víst, að ef verið er að stíga fyrsta skrefið til tvískiptingar framhaldsskólakerf- isins í einkakerfi annars vegar og almennt kerfí hins vegar þá er það ekki gæfuspor. Aðeins etn leið En vegna þess að það er heldur ekki gæfuspor að banna eða leggjast gegn áhugaverðu til- raunastarfi í framhaldsskólum, þá er aðeins ein leið til þess að tryggja að hugsjónir okkar, for- eldra okkar, ömmu og afa, um sem jafnastan aðgang að góðri menntun séu í heiðri hafðar. Sú leið felst í því að gera vel við hið almenna skólakerfi og starfs- menn þess í fjárframlögum og í þeim ramma sem starfseminni er settur. Þannig getur almenni skólinn haldið þeim fjölbreyti- leika í námsframboði og gæðum sem þarf til að gera einkakerfið óþarft. Um það sjást hins vegar ekki nógu sannfærandi merki í fjárlagafrumvarpinu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.