Dagur - 14.10.2000, Side 4
r
28-LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000
FRÉTTIR
Sverrir sakaður
um siðferðisbrest
Sverrir Hermannsson á nú i deilum við Gunnar Inga Gunnarsson en segist ekki viija tjá sig einu orði um ásakanir fyrrum varaformanns.
Varaformaður segir af sér.
Úr miðstjóm.
Siðferði misboðið ítrekað.
Tengist fjármálum
flokksms. Sverrir segir
ekki orð.
Gunnar Jngi Gunnarsson varaþing-
maður Frjálslynda flokksins í Reykjavík
hefur sagt af sér sem varaformaður
flokksins og einnig sæti sínu í mið-
stjórn. Hann mun þó vcrða áfram í
flokknum og gegna stöðu sinni sem
varaþingmaður. Hann segir að ástæðan
fyrir afsögn sinni sé að Sverrir Her-
mannsson formaður floldisins hafi ít-
rekað misboðið siðferðisvitund sinni
með fjármál flokkksins. Hann vill þó
ekki að svo stöddu tjá sig efnislega um
málið. Sverrir segist ekki vilja tjá sig
einu orði um ásakanir fyrrum varafor-
FR É T TA VIÐTALIÐ
manns að öðru leyti en því að Guðjón
A. Kristjánsson þingmaður flokksins á
Vestfjörðum verður starfandi varafor-
maður þar til landsfundur ákveður
annað.
Traust og trúnaður í burtu
Fráfarandi varaformaður segir að þetta
mál snúist um samskipti sfn og Sverris
sem hann segir að hafi ekki verið sem
skyldi. Hann segir að Sverrir virðist
brúka þess konar reglur í siðferði sem
passa alls ekki við sínar. Að sögn
Gunnars tengist þetta Jý’rst og fremst
Ijármálum flokksins og gerræði for-
mannsins. Hann segir að þetta geri sér
auðveldara en áður að skilja hvers
vegna Sverrir lenti í ó^öngum sem
bankastjóri Landsbanka Islands. Hann
segist þó ekki vilja tjá sig frekar efnis-
lega um málið og m.a. vegna þess að
hann á eftir að gera grein fyrir afstöðu
sinni gagnvart ýmsum félögum sínum.
Gunnar Ingi segir að þarna sé ekki um
eitthvert eitt atriði að ræða sem sprett-
ur upp í skyndingu heldur sé þarna um
að ræða endurtekið efni í samskiptum
þeirra. Fyrir vikið sé allur trúnaður og
traust á milli hans og Sverris fyrir bf.
Þar af leiðandi sé þetta einkum um
persónuna Sverri, siðferði og samskipti
við hann en hafi ekkert með pólitík að
gera.
Áfram varaþinjjiiiaður
Hann segist þó áfram starfa sem vara-
þingmaður vegna þess að hann telur
sig hafa töluverðar skyldur og ábyrgð
gagnvart kjósendum og þeim stefnu-
málum sem flokkurinn hefur staðið
fyrir. Engu að síður segist hann leggja
það í hendur Sverris að gera grein fyr-
ir þessu máli gagnvart kjósendum
flokksins ef hann treystir sér til þess.
Gunnar Ingi segir að ef hann þurfi að
ræða málið efnislega þá muni hann
fyrst snúa sér til umbjóðenda sinna og
samstarfsmanna sinna. - GRH
.D^ur
A stofnfundi Starfs-
greinasambandsins sýndi
Pétur Sigurðsson formað-
ur Verkalýðsfélagsins
Baldurs að verkalýðsfor-
ingjar kunna ýmislegt fyrir sér til
að ná atliygli manna, þótt skiptar
skoðanir séu um það livað það hefur
skilað í buddu verkafólks. Á fundin-
um vakti hann óskipta athygli fyrir
leikræna tilburði fyrir framan sjón-
varpsmyndavélar þegar hann ræddi
um það hversu mörg og brýn verkefni séu
framundan hjá nýja samhandinu. Til að leggja
áherslu á orð sín Mæddi hann sig úr jakkanum,
bretti upp ermarnar með þeim ummælum að nú
sé tími til að láta verMn tala. Aö hætti unnendra
góðra leikhúsverka fagnaði salurmn mjögþcssum
tilþrifum leiótoga vestfirsMar alþýðu...
Pétur
Sigurðsson.
Svo virðist sein draugar fortíðar
muni elta hið nýja Starfsgreina-
samband um eitthvert skeiö. Það
er því álitamál hvenær memi ná að
kveóa þá drauga niður þrátt íyrir
hástemmdar yfirlýsingar um að
þar ríM sátt og miMll kærlcikur
meðal manna. í það iniimsta vekur
þaö athygli í 35 miljón Móna fjárhagsáætlun
sambandsins íýrir næsta ár cr gert ráð fýrir 5
miljónum króna í annan kostnað. Innifalið í þess-
um kostnaði er m.a. kostnaður vegna starfsloka-
samnings Bjöms Grétars Sveinssonar fyrrverandi
formanns VMSÍ. Sem kunnugt er þá varð allt vit-
laust út af þehn samningi í sumar...
Björn Grétar
Sveinsson.
Bankamálin eru enn til umræðu í
heitapottinum og sýnist sitt hverj-
um. Úr röðum framsóknarmanna
heyrast nú áhyggjufullar raddir
vegna þcss að orðrómurinn um að
þeir Halldór Kristjánsson úr Lands
banka og Sólon Sigurðsson úr Bún-
aðarbanka verði settir yfir nýja
bankann. Þeir eru nefnilega báðir sjálfstæðis-
mcmi og þyMr frömmurum það aumt ef slík lend-
ing kæmi í málið...
V_____________-
Sólon
Sigurðsson.
Þorfinnur
Ómarsson
framkvæmdastjóri
Kvikmyndasjóðs.
íslenskkvikmyndagerð tief-
urslitiðbamsskónum. Gæði
bíómyndafara vaxandi og
skilningurá þýðingu þessa
iðnaðarhefur aldrei verð
meiri.
Aldrei bjartara
yfir kvikmyadagerð
- Stórleikarinn Harrison Ford á leiðinni
hingað, Björk slær í gegn, Totnh Raider
nýlir sér landslagið við Vatnajökul, er Is-
land í tisku sem aldrei j-yrr?
„Þetta er a.m.k. forsmekkurinn að því sem
koma skal. Við finnum þess merki að það sé
heilmargt að gerast og það á vonandi enn
eftir að vaxa.“
- Hvað dregur útlenska kvikmyndagerð-
armenn helst hingað heim?
„Sérstakt landslag í mörgum tilfellum
eins og t.d. með Tomb Raider. Síðan hafa
menn vonast til að nýju lögin um endur-
greiðslu opni landið og geri það ákjósan-
legra. Það munar ansi miklu ef við fáum
hingað fólk á þeim forsendum. Landslagið
er svolítið takmarkað sem aðdráttarafl eitt
og sér.“
- Er það nauðsynleg gulrót að bjóða skatt-
Jrtðindi eða aðra fyrirgreiðslu til áhuga-
samra fjárfesta svo að ísland geti orðið
Mekka kvikmyndagerðar, svo vitnað sé í
orð fyrrverandi iðnaðarráðlterra?
„Já. Með lögunum sem hann kom í gegn,
en komið hefur í ljós að verður að breyta,
held ég að hingað muni koma fólk sem ann-
ars hefði ekki látið sjá sig. Hins vegar hafa
menn áhyggjur af því að þessi prósenta
[12%] sé heldur lág cn á það á eftir að
reyna."
- Hvernig stendur íslensk kvikmynda-
gerð?
„Hún stendur mjög vel. Viðbrögðin á
myndirnar okkar bæði heima og erlendis
eru núna þau bestu til þessa. Þrjár íslensk-
ar myndir eru á toppnum yfir aðsóknar-
mestu myndir þessa árs hérna og það hefur
aldrei gerst áður. Ymsar milljónaþjóðir í
Evrópu ná ekki þessu marki. Erlendis hafa
myndir gengið betur en nokkru sinni. Það er
búið að laga grundvöllinn miMð undanfarið.
Kvikmyndasjóður hefur meira fé tíl ráðstöf-
unar en fyrr og mun á næstu tveimur árum
fá n.eira. Aðstæður hafa verið lagaðar ansi
miMð og ásamt velgengninni þýðir það að
við getum verið bjartsýnni en nokkru sinni
fyrr.
Það er líka gleðilegt að töluverð nýliðun
er í gangi. Ungir menn eru að koma inn sbr.
Fíaskó, íslenska drauminn og 101 Reykja-
vík. Væntanlegar eru myndirnir Villiljós og
Gemsar og þarna koma þvf í röð fimm
myndir frá ungum mönnum og það er mik-
ilvægt að hópurinn sé fjölbreyttur og breið-
ur.“
- Er tslensk kvikmyndagerð loks húin að
slíta harnskónum?
„Já, það er engin spurning. Það er bjartara
yfír greininni en nokkru sinni lýrr í sögu
þjóðarinnar. Það sem skiptir mestu máli er
að það er verið að vinna á svo mörgum svið-
um. Gerð bíómynda hefur verið efld á sama
tíma og menn eru að bæta aðstöðumögu-
leika fyrir heimildarmyndir, stuttmyndir og
annað. Sjónvarpsstöðvar þurfa ekM lengur
að borga 10% af auglýsingatekjum sínum f
menningarsjóð, enda er búið að leggja hann
niður. Það þýðir að þær munu hafa meira fé
til ráðstöfunar og svo mun endurgreiðslufyr-
irkomulagið bæta hag bæði innlendrar og er-
lendrar kvikmyndaframleiðslu hér á landi.
Það er sem sagt ákveðin heildarstefna í
gangi og jregar hún fer saman við myndirnar
sem eru að koma fram núna og njóta mikill-
ar velgengni, gerast merkir hlutir." - BÞ