Dagur - 26.10.2000, Page 8

Dagur - 26.10.2000, Page 8
8- FIMMTUDAGUR 26. OKTÚBER 2000 VagnhÖfða I 7 * 110 Reykjavík Sínii 587 2222 • Fax 587 2223 www.hellusteypa.is Ttoptr Fylkingar kjósenda eru svipaðar þrátt fyrir umrót einstakra flokka. Fylgi hægri og vuistri óhreytt Þegar úrslit Alþingis- kosninga eru skoðuð aítur í tímann kemur í ljós að fylgi fylking- anna til hægri og vinstri hefur lítið hreyst. Allt frá kosningunum í fyrra vor hefur VG verið að bæta fylgi sitt í skoðanakönnunum en Samfylk- ingin hefur verið nokkuð frá kjörfylgi sínu. Þá hefur Fram- sóknarflokkurinn verið nokkuð frá kjörfylgi sínu í síðustu skoð- anakönnunum og því hefur verið haldið fram að VG hafi verið að reyta fylgi af honum í skoðana- könnunum. Ef skoðuð eru kosn- ingaúrslit í þingkosningum 1991, 1995 og 1999 og skoðana- könnunum undanfarið virðist Vinstrihreyfingin-grænt framboð einfaldlega hafa náð til sín mest öllu fylgi gamla Alþýðubanda- lagsins og einhverju af fylgi Framsóknarflokksins. í Alþingiskosningunum 1991 fengu A-flokkarnir og Kvenna- listinn, sem nú mynda Samfylk- inguna, 38,2% íylgi. Þá fékk Framsóknarflokkurinn 18,9% fylgi. I kosningunum 1995 fengu A-flokkarnir og Kvennalisti 30,7%, en þá tapaði Alþýðuflokk- urinn rúmum 4%. I þessum kosningum fékk Framsóknar- flokkurinn 23,3% og hefur þar tekið fylgi frá Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki sem tapaði 1,5% í þeim kosningum miðað við 1991. Svipað fylgi fylMnga Síðan gerist það að Alþýðu- bandalagið Idofnar. Meirihlutinn sameinaðist Alþýðuflokki og Kvennalista og úr varð Samfylk- ingin en Steingrímur J. Sigfús- son og fleiri stofnuðu VG. I kosningunum í fyrra fékk Sam- fylkingin 26,8% en VG 9,1%. Samtals er þetta 35,9%. I skoðanakönnun DV síðast- liðinn þriðjudag fékk Samfylk- ingin 18,8% en VG 20,1%. Þetta bendir til þess að VG hafi náð til sín stórum hluta gamla Alþýðu- bandalagsíylgisins frá Samfylk- ingunni. Samtals er þetta 38,9% eða nokkurn veginn alveg það sama og A-flokkarnir og Kvenna- Iistinn fengu í kosningunum 1991, en 8,2% meira en í kosn- ingunum 1995 þegar Framsókn gekk sem best. Samkvæmt þessu virðast VG og Samfylkingin hafa skipt með sér sameiginlegu íylgi A-flokk- anna og Kvennalista og VG tekið eitthvað frá Framsóknarflokkn- um í skoðanakönnunum að und- anförnu. Ef litið er á útkomu Sjálfstæð- isflokksins í Alþingiskosningum allt frá árinu 1963 til 1999 hefur fylgi hans verið frá 27,2% árið 1987, sem er það minnsta, og upp í 40,7% í fyrra, sem er það mesta. En flokkurinn hefur yfir- leitt mælst með meira fylgi í skoðanakönnunum en í kosning- um. Þannig var hann með 44,2% í skoðanakönnun DV á þriðju- daginn. - S.DÓR Skraðu þig i sima 570 4000 eða á www.redcross.is Landssofnun/ a , f . . 'Rauða kross Islands gegn alnæmi í Afríku 28. október 2000 Alnæmi er alvarlegasta heilbrígðisvandamál sem Afríkubúar standa frammi fyrir. Reynslan sýnir að með markvissrí fræðslu er hægt að draga verulega úr smiti og bjarga fólki þannig frá bráðum dauða. Rauði kross íslands gengst fyrir landssöfnun 28. október til að berjast á móti þessum mikla vágesti. Þetta góða fólk ætlar að ganga í hús og safna framlögum meðal landsmanna. Okkur vantar fleiri sjalfboðaliða. Átt þú stund aflögu? Tólf milljonir barna i Afríku hafa misst foretdra sina í helgreipar alnæmis. Með tveggja tíma göngu á taugardaginn 28. október bjargar þú mannstífum! Rauði kross íslands www.redcfoss.is

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.