Dagur - 26.10.2000, Side 10

Dagur - 26.10.2000, Side 10
10- FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 FRÉTTASKÝRING L. Thyftr GUÐMUNDIJK RÚNAR HEEDARSSON SKRIFAR Þmgmenn óttast að til verkfalls komi í fram- haldsskólum. Samúð með keimnrimi og kjaraharáttu þeirra. Gæði kenuslu og kjara kennara fer saman Tæpur hálfur mánuður er þar til boðað verkfall framhaldsskóla- kennara kemur til framkvæmda hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Miðað við stöðu samningaviðræðna virðist enn bera töluvert mikið á milli deilu- aðila. Ef eitthvað er þá hefur deil- an harnað eftir að ríkið tilkynnti þá ákvörðun sina að greiða kenn- urum ekki laun nema til boðaðs verkfallsdags. Skiptar skoðanir eru um ágæti þessarar tímasetn- ingar hjá ríkinu og telja sumir að það bendi til þess að ríkið sé búið að ákveða að láta deiluna fara í verkfall. Stjórnmálamenn sem og aðrir hafa miklar áhyggjur af stöðu þessara mála og viðbúið að einhverjir muni taka málið upp í utandagskrárumræðu áður en langt um líður. Hins vegar eru skiptar skoðanir um það meðal stjórnmálamanna hvort þeir eigi yfirhöfuð eitthvað að vera að tjá sig mikið um deiluna á meðan hún sé á viðkvæmu stigi hjá ríkis- sáttasemjara. í því sambandi er m.a. bent á að framhaldsskóla- kennarar séu aðeins einn hópur af mörgum sem eiga eftir gerð nýrra kjarasamninga. Bæta þarf kjör kennara Hjálmar W. Arnason þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjanes- kjördæmi og fyrrverandi skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- nesja segir að sér lítist „bölvan- lega“ á stöðuna í kjaradeilu fram- haldsskólakennara og ríkisins. Hann segir að það sé „þjóðar- skömrn" fyrir Islendinga hvernig menn hafa látið málefni kennara þróast á sama tíma og stöðugt sé verið að varpa fleiri verkum á kennara og auka ábyrgð þeirra. Samhliða þessu ræða nánast allir á hátíðis- og tyllidögum um gildi og mikilvægi menntunar. Samt sem áður virðast þeir sömu ekki vera tilbúnir til að fylgja jiví eftir í verki. Hjálmar segir að það eigi ekki síður við þann tón sem oft má heyra í fjölmiðlum og meðal almennings í garð kennarastétt- arinnar. Hann segir að þennan tón megi líka heyra frá forustu- mönnum annarra verkalýðsfé- laga. I því sambandi minnir hann á að þeir hafa látið svo ummælt að ef kennarar fái meiri hækkun en umbjóðendur þeirra, þá fari öll „skriðan" af stað. Hann telur að með þessu séu rnenn hrein- lega að segja að þeir meti mennt- unina einskis. Þingmaðurinn segir að tak- marka greiðslu launa til boðaðs verkfallsdag sé sá háttur sem rík- Stjórnmátamenn sem og aðrír hafa míklar áhyggjur af yfirvofandi verkfalli framhaldsskólakennara og viðbúið að einhverjir muni taka málið upp í utandagskrárumræðu áður en langt um líður. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík létu verkfallsdraugínn þó ekki trufla störfsín í gær. ið hefur alltaf haft og m.a. hafa slík mál farið fyrir Félagsdóm. 1 þeim málum hefur Félagsdómur úrskurðað ríkinu í vil. Hins vegar má segja að með þessu sé verið að skerpa andstæðurnar í Jtessari kjaradeilu. Hann áréttar þá skoð- un sína með tilliti til langtíma hagsmuna jjjóðarinnar þurfi að bæta kjör kennara. Síðast en ekki síst ef menn meina eitthvað með því að menntun hafi eitthvað gildi um framfarir og hagsæld í landinu. I því sambandi sé það grundvallaratriði að það skapist friður um skólana og þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Jafnframt þarf líka að ráðast í grundvallarat- hugun á heildarskipulaginu. Hjálmar segist vera handviss um það að deila framhaldsskóla við ríkið stefni í verkfall, ef engin breyting verður á stöðu mála frá því sem nú sé. Hann telur einnig að eins og tónninn sé frá öðrum hópum í garð kennara þá séu þeir í raun og veru að halda jressu máli í sjálfheldu. Miðað við reynslu hans \rá telur hann að áhrif verkfalls á skólastarfið í framhaldsskólum verði alveg skelfilegt og það taki mörg ár að vinna það upp. Það muni hafa slæm áhrif á áhuga nemenda og margir þeirra munu bíða skip- brot. Þá sé einsýnt að verkfall muni hafa áhrif á vinnugleði kennara. Alið á væntingum Ossur Skarphéðinsson formaður Samfylkingar segir að það sé skelfileg tilhugsun ef til verkfalls kemur og því þarf að gera allt sem hægt sé til að afstýra jrví. Hann segist þó vona í lengstu lög að ekki komi til verkfalls. Ef á hinn bóginn kcmur til verkfalls þá von- ast til að það semjist sem fyrst. Hann segir að jtað sé ljóst að Is- lendingar hafa dregist aftur úr nágrannajijóðum í framlögum til menntamála. Það kcmur m.a. fram í því að framleiðni hefur snarminnkað hér á Iandi og sé minni en víða annars staðar. Ef ekkert verður að gert muni það leiða til Jress að íslendingar muni ekki geta haldið uppi jafnóðum lífskjörum og annars staðar. Oss- ur segir að það þurfi því að auka framlög til menntamála og meta störf kennara betur til launa. Þá sé Ijóst að það þarf að gera átak til að gera menntakerfiö sambæri- legt við jiað sem jrekkist í ná- grannalöndunum. í því felst m.a. að það þarf að reyna að hífa upp laun kennara Jjannig að þau verði sambærileg við þær þjóðir. Formaður Samfylkingar segir að ]>að sé ákaflega merkilcgt að ríkisstjórnin skuli telja að |>að sé ekkert svigrúm til að hækka laun kennara á sama tíma og hún sé að Ieggja til í frumvarpi til fjárlaga að eyða á annað hundrað milljónum króna í einkarekinn framhalds- skóla. Með því sé ríkisstjórnin einungis að fullnægja gæluverk- efni sínu á sviði einkavæðingar. Síðast en ckki síst hefur ríkis- stjórnin alið á væntingum kenn- ara með þeim samningum sem hún hefur gert við samanburðar- hópa kennara og líka með eilífu tali sínu um hið mikla góðæri. Það sé því ekki nema von að FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 - 11 í málum keimara Hjálmar: Líst bölvanlega á þetta. Ússur: Skrýtinn forgangur. Sigríður Anna: Hryllingur. Steingrímur: Skylda að ræða málin strax. Sverrir: Skelfileg kjör. kennarar spyiji eiginlega hvar sé þeirra góðæri. Dagvmna stærri hluti heiíilarlauiia Sigríður Anna Þórðardóttir for- maður menntamálanefndar Al- þingis segir að staðan í kjaramál- um framhaldsskólakennara sé eitthvað sem menn gátu búist við vegna þess að kjarasamningar þeírra eru lausir. Hún segist þó vona að samningar náist fyrir boð- að verkfall kennara. 7. nóvember n.k. Hún segist horfa með „hryll- ingi“ til þess ef það tekst ekki og m.a. vegna fyrri reynslu af kenn- araverkföllum. Þingmaðurinn segir að fólk þurfi ekki annað en að rifja það upp til að sjá hvað þetta getur verið erfitt. Formaður menntamálanefndar segir að það sé alveg fráleit túlkun að halda því fram að ríkið sé búið að ákveða að fara með þessa deilu í verkfall með því að ákveða á jiessum tímapunkti að greiða kennurum ckki laun nema til boð- aðs verkfallsdags. Hún segir að bæði kennarar og ríkið hljóti að Ieggja alla áherslu á að ná samn- ingum svo ekki komi til verkfalls. Enda sé það skylda þeirra beggja og ekkert einhliða í þeim efnum. Þá sé það einnig skylda deiluaðila að hafa fyrst og fremst hagsmuni nemenda og skóla í fyrirrúmi. Sigríður segist hafa ákveðna af- stöðu til kröfugerðar kennara en segist þó ekki vilja tjá sig um það á þessari stundu. Hún telur að í þeim efnum verða menn að vera raunsæir því það sé ekki hægt að tefla öllum vinnumarkaðnum í uppnám vegna komandi samninga við kennara. Hún segir að það sé alveg nauðsynlegt að menn skoði nánar skilgreiningu á vinnu kenn- ara og vinnutíma þeirra. Enda segist henni lítast vel á fram- komnar hugmyndir hjá samninga- nefnd ríkisins um að dagvinnan verði stærri hluti af heildarlaun- um kennara. Það sé mjög skyn- samleg leið. Hún segist ekki verða undrandi þótt menn færu eitthvað í þá átt við samningaborðið. Að öðru leyti telur hún að fólk verði að bara að bíða og vona það besta. Enda sé ekkert hægt að segja til um það á þessu stigi hvort deilan sé komin á það stig að verkfall sé óumflýjanlegt. Hún áréttar þá skoðun sína að það sé heilmikið hægt að gera á þeim tíma sem enn sé til stefnu. I því sambandi bend- ir hún á að það hafa mörg deilu- málin leyst á skemmri tfma en jrað ef \4lji sé til þess af beggja hálfu. Samúð með kennunim Steingrímur J. Sigfússon formað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs segir að það sé slæmt ef til verkfalls kemur hjá kennurum í framhaldsskólum með tilheyrandi röskun á skólastarfinu. Á hinn bóginn segist hann hafa mikla samúð með kennurum og eðlilegt að þeir vilji fá leiðréttingu á laun- um sínum, án þess að þó að taka í sjálfu sér afstöðu til kröfugerðar þeirra. Enda séu framhaldsskóla- kennarar einn hópur af mörgum sem eiga eftir að gera nýja samn- inga. Steingrímur vekur athygli á því að það sé eins og allir séu bún- ir að ákveða það fyrirfram að það verði verkfall þótt nokkrar vikur séu enn til stefnu áður en boðað verkfall á að koma til fram- kvæmda hafi ekki samist áður. Það sé mjög ógæfulegt og mjög miður ef stjórnvöld séu farin að gefa sér það að til verkfalls komi og engar líkur séu á því að hægt sé að nota Jiann tíma en enn sé fyrir hendi til að ná landi. Þess í stað telur hann að deilu- aðilum beri skylda til að setjast niður til alvörusamningavið- ræðna. Á mcðan ekki sé útséð um að samningar takist telur hann að aðrir eins og t.d. stjórnmálaflokk- arnir eigi að halda sig til hlés í þessu máli. Allavega stjórnarand- staðan og aðrir sem séu áhorfend- ur að því á þessu stigi málsins. Hann segist auðvitað vona í lengstu lög að málin leysist við samningaborðið. Það sé ekki fyrr en menn standa frammi fyrir ein- hverju verulegu „neyðarástandi" þar sem stefnir í að skólaárið sé að verða ónýtt að þá komi til kasta annarra að blanda sér í málið. Hann áéttar þó að hvað sem mönnum kann að finnast um kröfugerð kennara þá séu þeir einungis að nýta sinn rétt með verkfallsboðun. Þá sé það væntan- lega skylda ríkisins að reyna að ná samningum við sína starfsmenn. Formaður Vinstrihreyfingarinn- ar-græns framboðs segist jafn- framt halda að flestir viðurkenni það og hafi samúð með því að það hefur verið flótti úr kennarastétt- inni vegna kjara þeirra. Séu kjör þeirra borin saman við starfs- bræður þeirra í nágrannalöndun- um munar miklu fslenskum kenn- urum í óhag. Slíkar staðreyndir liggja fyrir. Þess utan gera allir sér grein fyrir því að það verður ekki haldið uppi metnaðarfullu skóla- starfi nema með góðum kennur- um. Til að svo geti verið þarf að borga j>eim sæmileg laun. Hálfgerður hýrudráttur Sverrir Hermansson formaður Frjálslynda flokksins og fyrrver- andi menntamálaráðherra segist lítast mjög dapurlega á kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkis- ins. í það minnsta sé útlitið hörmulegt þar sem verkfall virðist blasa við. Hann tekur þó fram að hann jiekki það ekki nógu vel til að geta dæmt um jrað að öðru leyti en því að ]>að sé lífsnauðsyn á að bæta kjör kennara verulega. Því sé ekki hægt að fresta. Hann telur að sérstaða kennara sé slík að j>að eigi að vera hægt án þess að aðrir geti tekið sér það til fyrir- myndar. Sverrir gagnrýnir fjármálaráð- herra fyrir taka ákvörðun á þess- um tímapunkti á meðan deilan sé á viðkvæmu stigi að stöðva launa- greiðslur til kennara frá og með 7. nóvember n.k. eða þegar boðað verkfall á að koma til fram- kvæmda hafi samningar ekki tek- ist áður. Sjálfur segist hann ekki hafa gert það ef hann hefði vald til vegna þess að með þessu sé ráðherra einungis að „loka á and- litið“ á kennurum með því að framkvæma þennan hálfgerða „hýrudrátt". Hann segir að kjör kennara séu skelfileg. I jrví sambandi bendir hann á að þegar hann var í skóla á sínum tíma hefðu kennarar verið með þeim betur settu af opinber- um starfsmönnum. Síðan þá hef- ur kjörum kennara hrakað og samhliða J>ví einnig kennslunni, enda segir hann að þetta fari sam- an. Sverrir segist hafa verið ráð- herra menntamála í 21 mánuð. Þótt hann hefði afrekað ýmislegt f sinni ráðherratíð þá minnist hann þess )>ó ekki að hafa haft tök á því að stórbæta kjör kennara. Hins vegar væri hann ekki mjög ánægð- ur í Jreirri ráðherrastöðu um þess- ar mundir eins og útlitið sé í kjaradeilu kennara. Sverrir áréttar þó að það sé hægara um að tala en í að komast. - GRH FERSKVA.RA Svínalundir kr. 1299,- kg Kindabjúgu kr. 398,- kg. MS Hrísmjólk 4 gerð ir kr. 64,- kg. Hrisaiundí, Akursyri . Garðarsbrau! , Húsavík þitt uulic

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.