Dagur - 26.10.2000, Síða 14

Dagur - 26.10.2000, Síða 14
14 - FIMMTUDAGUR 2 6. OKTÓBER 2000 (ANPlWM Þau gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir Ijós- myndarann, kvennalid Skautafélags Akureyrar ásamt þjálfara sínum Paul Strople, þegar Dagur leit inn á æfingu í Skautahöll- inni á Akureyri. ■ Imdéfattmjar / fcAMUKti' mihan ; Tæknival I ^ íigtj ■j r mmm V,-//r pggjjplyGpil jMlipf a-LiStes Ivh m. áísnum Paul segir að stelpurnar eigi mikla möguleika, þær séu baráttuglaðar og mjög efnilegar og setji þær markið nógu hátt, eigi þær alla möguleika á þvi að komast á ólympíuleika i framtíðinni. SkautafélagAkureyrar hefiir nú yfir að ráða efnilegu og baráttu- glöðu ishokkíliði kvenna, sem þráttfyrir ungan aldur seturmark- ið hátt og stefniráís- landsmeistaratitilinn. Skautavertíðin er hafin af full- um krafti á þessum vetri sem hóf göngu sína um síðustu helgi. Það er víst óhætt að segja að Skautahöllin á Akureyri sem vígð var síðastliðinn vetur sé vel nýtt til margs konar skauta- íþróttaiðkana, bæði fyrir al- menning og og þá sem stunda æfingar. Daglega er stundað listhlaup og íshokkí, en einnig er þar stunduð svokölluð krulla eða curling, sem er orðið geysi- vinsælt og er hægt að leigja sér staka tíma ef vill. Íshokkí hefur lengst verið stundað af karlmönnum á Akur- eyri, eða allar götur frá 1937, en annað er að segja um akur- eyrska kvenfólkið, sem fór ekki að láta taka til sín taka á svell- inu fyrr en eftir opnun Skauta- hallarinnar í fyrra. í dag eru tuttugu og fimm efnilegar stúlk- ur í kveníshokkíliði Skautafé- lags Akureyrar og lofa góðu að sögn þjálfara þeirra, hinum kanadíska Paul Strople. Dagur leit við á æfingu í Skautahöllinni síðastliðið mánu- dagskvöld og við blasti hópur af hressum stelpum á aldrinum 15 til 25 ára tilbúnar í slaginn á svellinu. Skortur á búningimi Blaðamaður tók eftir því að engin stúlknanna var í full- komnum íshokkíbúningi, allar voru þær þó með hjálma og kylfur, en nokkrar voru í allt of stórum treyjum eða með hanska sem voru mörgum núm- erum of stórir og aðeins örfáar voru með hnéhlífar. Petta var nú frekar skondin sjón þegar á heildina var litið, en hefur þó sína skýringu, þar sem búning- arnir eru nú fyrir það fyrsta alls ekkert ódýrir, liðið ekki nema eins árs og svo tekur það tíma að koma sér upp öllum bún- ingnum, sem þar til nýlega fékkst ekki í verslunum á Akur- eyri. Nú hefur hins vegar verið opnuð verslun sem selur ís- hokkíbúninga, en eins og við- mælendurnir þær Guðrún Arn- grímsdóttir og Jóhanna Sigur- björg Ólafsdóttir nemendur í þriðja bekk MA og liðsmenn SA frá því í fyrra sögðu, er mest af þeim vörum ætlað strákunum, en þó sé þar ýmislegt sem þær geti notað. Pess utan sé að fara af stað til reynslu skiptimarkað- ur í Skautahöllinni, þar sem hægt verður að koma með til dæmis það sem er orðið of lítið og fá stærra, en það er rétt að byrja svo ekki er vitað hvernig það kemur til með að skila sér. - En hvernig er að œfa svona óvarin, ísinn er nú ekkert mjúk- ur viðkomu, fáið þið ekki mar- bletti út um allt? „Nei, nei, bara svona smá hér og þar, enda er æíingunum háttað þannig að tekið er tillit til þess að við erum ekki í full- komnum búningum.“ Setja markið nógu hátt Paul Strople þjálfari stúlkn- anna, segir að síðar meir þeg- ar stúlkurnar séu allar komnar í réttu búningana, verði kraft- urinn aukinn á æfingum, enda gefi það aukið sjálfsöryggi að vera vel varin. „Þessa dagana legg ég hins vegar áherslu á að kenna þeim reglurnar, því þó margar af stúlkunum séu bún- ar að vera að æfa frá því í fyrra, eru margar nýjar komn- ar í hópinn." Paul sem er fyrrverandi at- vinnumaður í íshokkí er fædd- ur og uppalinn í Kanada, en hefur búið og starfað í Hollandi seinni árin, þar sem hann á konu og þrjú börn. Hann kom hingað til lands í september síðastliðnum til þess að þjálfa íshokkí í Skauta- höllinni á Akureyri, þar með talið meistarflokk SA. Að- spurður um það hvers vegna hann hafi valið að koma til ís- lands, segir hann að sér hafi fundist það vera gott tækifæri til að byrja að þjálfa meistara- lið í íshokkí, en hann stefni að því í framtíðinni, hingað til hafi hann aðeins þjálfað í yngri flokkum samhliða atvinnu- mennskunni. Og hvernig lýst honum svo á liðin? „Íshokkí á sér langa sögu hér á Akureyri og ég hef heyrt, að ef akur- eyrskir íshokkíkappar hefðu ekki flutt áhugann með sér til Reykjavíkur væri sjálfsagt ekk- ert íshokkílið til þar. Og jú, hér er mjög efnilegt og framsækið lið, en því miður þá höfum við lítið fjármagn og getum því ekki keypt liðsmenn, eins og þeir í Reykjavík geta, þar sem þeir hafa mun fleiri stuðnings- aðila.“ Paul segir að stelpurn- ar eigi einnig mikla möguleika, þær séu baráttuglaðar og mjög efnilegar og setji þær markið bara nógu hátt, eigi þær alla möguleika á því að komast á ólympíuleika í framtíðinni. Stefna á íslands- meistartitilinn „Við erum mjög ánægðar með nýja þjálfarann okkar,“ segja þær Guðrún og Jóhanna „og erum alveg sáttar við að fara í gegnum allar reglurnar aftur. í fyrra þegar við byrjuðum höfð- um við ekki nema tvo mánuði til að æfa fyrir íslandsmeist- aramótið, svo við höfðum ekki mikinn tíma til undirbúnings." Aðeins tvö kvennaíshokkílið eru í landinu, Skautafélag Ak- ureyrar og Björninn. Björninn hafði þegar íslandsmeistara- mótið var haldið í fyrra verið búinn að æfa í ein tvö ár, en SA eins og áður segir í aðeins tvo mánuði. - Það hefur þurft mikinn kjark til að keppa um íslands- meistartitilinn eftir svo skamman œjlngatíma? „Já, við vorum auðvitað svoh't- ið smeykar eins og gefur að skilja, en samt, það var svo mikill baráttuhugur í okkur og er enn. Og þó svo við séum ekki allar búnar að fá fullkomna búninga þegar að íslandsmeistarmótinu kemur, þá fáum við þá bara lán- aða eins og í fyrra, en eitt er víst að við stefnum á íslandsmeist- aratitilinn.“ -w

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.