Dagur - 26.10.2000, Side 15

Dagur - 26.10.2000, Side 15
FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 2000 - 1S JJML (ANDlHM ■uhh Grmmbók í stærðfræöi Stærðfræði 3000 er ný grunn- bók í stærðfræði fyrir fram- haldsskóla sem Mál og menn- ing gefur út. Tekð er mið af þeim markmiðum sem sett eru í nýrri námsskrá mennta- málaráðuneytisins. Efni bók- arinnar er ætlað að þjálfa færni, skilning og öguð vinnu- brögð. Kennisetningar og að- ferðir eru settar fram með það í huga að nemendurnir geti tileinkað sér efnið á sem auð- veldastan hátt. Tölfræði Tölfræði með tölvum er ný kennslubók í tölfræði sem hentar nemendum á æðri skólastigum sem ekki hafa nægan undirbúning í tölfræði. Höfundarnir, Asrún Matthías- dóttir, Stefán Árnason og Sveinn Sveinsson, hafa kapp- kostað að gera efnið aðgengi- legt og skýrt. Mikill fjöldi verkefna og dæma eru í bók- inni. Mikil landafræðibók Mál og menning hefur gefið út kennslubókina Landafræði - maðurinn, auðlindirnar og umhverfið eftir Peter Ostman, sem er aðalhöfundur, en aðrir hafa einnig Iangt hönd að verki. Jónas Helgason þýddi og staðfærði. Bókin er yfir- gripsmikil og skiptist í tólf kafla. Þeir fjalla m.a. um kortagerð, lýðfræði, herggrunn jarðar, vatnshú- skap, loftslag, gróðurfar, land- húnað, þéttbýlisskipulag og þróunarlönd. Lýst er hvernig ólík svæði heims eru háð hvert öðru í viðskiptum, sam- göngum og öðrum samskipt- um. I hókinni eru fjölmargar : myndir, kort og skýringar- I myndir. Við lok hvers kafla er umfjöllun um íslenska hlið | viðkomandi efnis. i „Dómkirkjan er orðin mjög gott tónlistarhús eftir endurbæturnar sem gerðar voru á henni og þar er miklu meira gam- an að syngja og spila en áður“ segir Marteinn H. Dómkórinn og Mart- einnH. Friðriksson organisti og stjómandi efna nú til tónlistar- daga í Dómkirkjunni í nítjánda sinn. Fyrstu tónleikamir em á sunnudag og þarverð- urmeðal annarsjrum- flutt nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjömsson við sálm eftirföður hans, SigurbjömEin- arsson. „Við báðum Þorkel að semja fyrir okkur verk og hann brást vel við,“ segir Marteinn H. Frið- riksson og heldur áfram: „Verk- ið heitir Undir aldamót og er mjög áhrifamikið. Við óskuðum eftir að það yrði fyrir marga fiytjendur, í tÚefni kristnitöku- árs og Undir aldamót er því fyr- ir kirkjukór, barnakór, blásara og orgel. Skólakór Kársness syngur með okkur auk þess sem við erum með Qóra málm- blásara úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Verkið verður flutt á mörgum stöðum í kirkjunni og það verður örugglega gaman að sitja þar inn á milli og fá tón- ana úr öllum áttum.“ Marteinn nefnir líka að stórt og þekkt verk eftir Jón Norðdal sem heiti Aldasöngur verði flutt á þessum fyrstu tónleikum og sjálfur muni hann leika stórt orgelverk eftir J.S. Bach. Sérstök verk samin árlega Eins og fram kemur hér að ofan er þetta í nítjánda sinn sem tónlistardagar eru haldnir. Marteinn fræðir okkur um sög- una: „Árið 1982 fannst okkur í Dómkirkjunni nauðsynlegt að vekja athygli á kirkjutónhst og gera það með þeim hætti að halda litla Ustahátíð með röð af tónleikum. Kirkjuvígsludagur- inn er síðasti sunnudagur í október og í kring um þann há- tíðisdag höfum við haldið okkar stærstu tónleika. í ár verður tónverkið Undir aldamót endur- flutt í tilefni dagsins. Markmið okkar og stefna hefur verið að biðja tónskáld að semja fyrir okkur nýtt verk og oftast hafa það verið íslensk tónskáld sem við þekkjum öll en af og til höfum við fengið er- lend verk, frá viðurkenndum tónskáldum og við höfum líka reynt að fá gesti víða að og greiða veg þeirra hingað. Það hafa verið organistar, kórstjór- ar, einsöngvarar eða tónskáld sem hafa fylgt sínum verkum eftir.“ Síðrómatík og sérfræðmgux í Wagner Á tónlistardagana sem í hönd fara koma góðir gestir sem fyrr. Gefum Marteini orðið: „Stein- grímur Þórhallsson, ungur ís- lenskur organisti sem er í fram- haldsnámi í Róm kemur til að spila fyrir okkur. Þeir tónleikar verða þann 11. nóvember. Einnig koma mjög þekkt hjón frá Bretlandi, Deborah Calland og Barry Milhngton trompet- leikari og organisti, sem ferðast hafa víða um Evrópu og haldið tónleika. Þau eru hér líka í boði Wagnerfélagsins því organist- inn er sérfræðingur í Wagner og mun halda erindi í norræna húsinu um sérstakt atriði í Wagner tónlist. I þetta skipti vildum við hafa fleiri kóra sem kæmu fram. Því fengum við unglingakór Selfoss- kirkju og drengjakór Laugar- neskirkju og þeir verða saman með tónleika þann 12. nóvem- ber. Okkar stærstu kórtónleikar verða svo þann 18. nóvember. Þá munum við flytja síðróman- tíska tónlist, Requim eftir Fauré sem er yndislega ljúft og fallegt tónverk og fleir kór- lög frá sama tímabili. Þá höf- um við sem einsöngvara með okkur þau Margréti Bóasdótt- ur og Bergþór Pálsson og njót- um líka undirleiks Önnu Guð- nýjar Guðmundsdóttur. Við endum okkar tónlistar- daga 22. nóvember með tón- leikum í minningu tveggja kvenna sem tengjast Dóm- kirkjunni mikið. Það gerum við að ósk kvenfélags Dóm- kirkjunnar sem styrkir tón- leikana. Þessar tvær konur hétu Guðfinna Vigfúsdóttir og Hólmfríður Sigurjónsdóttir störfuðu mikið í kirkjunni. Dóttirin, Ilólmfríður var þekktur tónlistarmaður, kenndi í Tónskóla Reykjavíkur og var þar aðstoðarskólastjóri í átta ár.“ Betra tónlistarhús eftir endurbætumar Dómirkjan er orðin mjög gott tónlistarhús eftir endurbæturn- ar sem gerðar voru á henni og þar er miklu meira gaman að syngja og spila en áður. Sætin eru líka betri. Stundum höfum við þjappað tónleikunum saman á stuttan tíma en nú teygjum við meira á þeim og tónlistar- dagarnir standa því núna í rúmar þrjár vikur eða frá 28. október til 22. nóvember. Ég þori að lofa að það er mikil Qöl- breytni í þessum tónverkum sem við erum að flytja og að enginn verður verður svikinn af því að koma og hlusta." gun. Svlplítill Bangsímon Loftkastalinn Bangsímon. Leikgerð og leikstjórn: Guð- mundur Jónas Haraldsson Leikmynd og búningar: María Ólafsdóttir Tónlist og textar: Magnús Ei- ríksson Tónlistarstjórn: Karl Olgeir 01- geirsson Hljóðheimur: Hilmar Örn Hilm- arsson Guðsteinn Bjarnason skrifar Sögurnar af Bangsímon eftir breska rithöfundinn Alan Alexander Mil- ne eru fágætar perlur sem llest börn og í'oreldrar kannast við. reyndar ílestir kannski úr útgáfu Disney-fyrirtækisins. Það var þvf með vissri tilhiökkun sem ntaður fór á frumsýningu í Loftkastalan- um síðastliðinn laugardag þar sem sýnt var nýtt íslenskt leikrit uniúð upp úr nokkrum af þessum sögum. Einhvern veg- inn Jiélt maður að cfniviöurinn, sem þar er úr að moða, væri það kjarnmikill að leikuppfærsla úr honum geti varla brugðist. Og vissulega skemmtu krakk- arnir sér konunglega, og ekki var annað að sjá en að hinir fullorðnu hafi sömuleiðis skemmt sér hið besta. Samt var það nú svo, að þau Bangsímon, Grislingur, Kaninka og félagar voru býsna fól og svip- lítil í Loftkastalanum. Það vantaði eitthvað upp á til þess að ævintýr- um þeirra væru gerð þau skil, sem manni finnst þessir bestu vinir barnanna eiga skilið. Að minnsta kosti var það svo á frum- sýningunni, þótt eílaust megi gera ráð fyr- ir að sýningin eigi eftir að shpast og lagast með tímanum. Stærsti veikleikinn er persónusköpun- in, sem er ómarkviss, og söguþráðurinn raunar líka. Aðall bókanna urn Bangsím- on er ekki síst hve persónurnar þar eru allar svipsterkar, og þess vegna saknar - maður þess mest hvað þær skila sér illa á leiksviðið. Persónurnar verða flestar svo- litið tættar í meðforum leikaranna, og svo virðist sem það megi að stórum hluta skrifast á reikning leikgerðarinnar. Einna verst þótti mér reyndar röddin í Grislingi, sem er svo rám og litlaus að hún minnir einna helst á Gunnsa hinn ógur- lega úr Prúðuleikurunum. Og þá verður að teljast illa komið fyrir Grislingi greyinu, þótt hann hafi að öðru leyti verið óhemju skemmtilegur í sýningunni. Möguleika til þess að virkja krakkana í áhorfendahópnum heíði einnig mátt nýta mun meira en gert var. Sjálfir hrópuðu krakkarnir á athygli og reyndu að taka þátt í leikritinu hvenær sem minnsta til- efni gaf'. En allt slíkt virtist koma leikend- um hálfpartinn á óvart, og yfirleitt létu þeir atliugasemdir og innskot ki-akkanna bara sem vind um evrun jijóta. Lögin í leikritinu eru eftir Magnús Ei- ríksson, og aldrei þessu vant voru þau Ðest ekkerl sérstaklega eftirminnileg, Ómarkviss persónu- sköpun. a.m.k. ekki við fyrslu hevrn. Iliimar Örn Hilmarsson hei'ur hins veg- ar búið til hljóðmynd i bakgrunninn af mikilli snilld, eins og hans var von og vísa, sem gaf skóginum ævintýralegan og stundum allt að því óhugnaniegan blæ. Leikmvndin er sömuleiðis vel heppnuð og hæfir efninu vel. Allt gekk þetta raunar býsna vel ofan í áhorfendur, og undirritaðan með, þrátt fyr- ir annmarkana. Og þess vegna er kannski óþarfi að vera með eitthvert nöidur .1 VI I >1X l l J, hfi gí » ):>

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.