Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 2
U-LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 HÚSIN í BÆNUM FREYJA JÓNSDÓTTIR skrífar Fratnhald afforsíöu Árið 1878 létu þau Páll og Þóra rífa húsið og reistu á lóð- inni annað hús sem enn stendur. Það hús er tvílyft timburhús á hlöðnum steinkjallara. Það var byggt af timbri og hraunhellum og holtagrjóti hlaðið í grindina, ldætt að utan með listasúð og með helluþaki. í fyrstu bruna- virðingunni er þess getið að í húsinu hafi verið átján íbúðar- herbergi. Á framhlið hússins voru útskornar flatsúlur og miðjukvistur á þaki. Glugginn á kvistinum var hringlaga með krosspósti, eins gluggar voru á stöfnum hússins. Flatsúlurnar náðu frá kjallara upp að þak- skeggi og námu sín hvorum megin við kvistinn. Fyrir ofan glugga neðri hæðar og yfir inn- gangi á suðurgafli voru bjórar, en útskornar vindskeiðar á kvisti og göflum. Helgi Helgason teiknaði húsið og sá um smíði þess. Helgi átti drjúgan þátt í að móta gerð ís- Ienskra timburhúsa sem var ráð- andi fram yfir aldamót. Talið er að viðirnir í húsinu hafi verið frá Svíþjóð, en kalkið var tekið í Esj- unni. I þessu húsi var Kvenna- skólinn rekinn til ársins 1908 en eftir það flutti hann í nýtt hús við Þegar Sjálfstæðishúsið var upp á sitt besta var þar eftirsóttur veitinga- og skemmtistaður. Þar var meðal annars Bláa stjarnan til húsa þar sem snillingar sýndu eftirminnilegar revíur. Tré ársins 2000 Skógræktarfélag íslands hefur valið „Tré ársins" árið 2000 en það er voldugur hlynur við húsið Sólheima á Bíldudal í Arnarfirðí. Að þessu tilefni er boðað til sérstakrar athafnar við Sólheima á Bíldudal undir limum hlynsins í dag laugar- daginn 28. október kl. 16: 00. Þar mun m.a. formaður Skógræktarfélags Islands, Magnús Jóhannesson, af- henda viöurkenningar er tengjast hinum glæsilega hlyn. Utnefningunni er ætlað að beina sjónum almenn- ings að því gróskumikla starfi sem unnið er um Iand allt í trjá- og skógrækt. í___M.ljit i-i.-if Oli .Ififjf' l:i; Hlynurinn við Sólheima á Bíldudal. Fríkirkjuveg. Hvert skólatímabil var frá 1. október til 14. maí. Skólinn var rekinn af miklum myndarskap. Fyrstu árin kenndi Þóra dönsku, reikning og skrift en Páll maður hennar kenndi ís- lensku, sögu og landafræði. Á hverju ári voru teknar myndir af nemendum skólans þar sem þær setja fyrir prúðbúnar í íslenskum búningum. Páll Melsted lést 9. febrúar 1910. Þóra lifði mann sinn, hún lést 22. apríl 1919. Hallgrímur Benediktsson kaupmaður varð eigandi hússins árið 1915. Hann bjó á efri hæð- inni ogý hafði skrifstofur Hall- gríms, H. Benediktssonar & Co. á neðri hæðinni. Hallgrímur lét reisa viðbyggingu sunnan við húsið árið 1927. I brunavirðingu frá árinu 1915 er góð lýsing á húsinu. Þar kem- ur fram að utan sé húsið óbreytt frá fyrsta brunamati. Á neðri hæð eru fimm herbergi, öll með brjóstþiljum, striga og pappír á veggjum og í fjórum þeirra eru loftin kalksléttuð en eitt herberg- ið með spjaldalofti. Þar eru ein- nig tveir gangar og tveir fastir skápar. Allt málað. Á efri hæð- inni eru fimm herbergi, eldhús, búr, bað og tveir gangar. Allt með sams konar frágangi og á neðri hæðinni, nema í öllum herbergj- um eru spjaldaloft og betrekk á veggjum. Á rishæðinni eru tvö geymsluherbergi, þiljuð og mál- uð, hliðarskonsur og þurrkloft. Kjallari er undir öllu húsinu 3 1/2 alin á hæð með steinsteypu- gólfi. I honum eru fimm geymsluherbergi, gangur og eld- hús. Allt kalksléttað. Þar er ein eldavél og innmúraður vatnspott- ur. Grunnflötur hússins er 13,8 X 8,8 m. Við vesturhlið hússins er inn og uppgönguskúr, byggður eins og húsið með risi og kjallara, þilj- aður og málaður að innan. Þá var FYRSTUR WIEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.