Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 3
t^MT
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 -III
HÚSIN í BÆNUM
geymsluhús á lóðinni vestan við
íbúðarhúsið. (Það hús er nú
löngu horfið og hefur að öllum
líkindum verið rifið þegar við-
bygging var gerð sem nú hýsir
samkomusal Landsímans.) Inn-
gönguskúr er við suðurgafl húss-
ins, byggður úr steinsteypu á þrjá
vegu, með járnþaki á borðasúð
með pappa í milli. A neðri hæð-
inni eru tveir gangar og snyrti-
herbergi. Innan á útveggjum eru
lagðar korkplötur með vfrneti
innan á. Gólf og loft eru úr járn-
bentri steinsteypu, allt sements-
sléttað og málað. A efri hæðinni
er gangur, fataskápur og snyrt-
ing, með sama frágangi og á
neðri hæðinni. A hæðinni eru
dyr að veggsvölum. Geymslu-
kjallari er undir skúrnum.
í maí 1941 keypti Sjálfstæðis-
flokkurinn gamla Kvennaskóla-
húsið. Þá voru gerðar umtals-
verðar breytingar á því, sem ekki
fóru húsinu vel. Má með sanni
segja að eftir þær hafi húsið ver-
ið óþekkjanlegt a.m. að utan.
Arkitektarnir Hörður Bjarnason
og Gunnlaugur Pálsson gerðu
teikningarnar. Vestan við húsið
var gerð einnar hæðar viðbygging
fyrir veitingasal. Síðan var húsið
múrhúðað að utan og öllum
gluggum breytt. Flatsúlur og út-
skornu vindskeiðarnar voru tekn-
ar í burtu.
Arið 1945, eftir breytingarnar
var húsið tekið til brunavirðingar.
Þar segir að eldra húsinu hafi
mikið verið breytt bæði að utan
og innan frá síðasta mati, auk
þess hafi það verið stækkað mik-
ið. Þá er húsið nefnt samkomu -
og veitingahús.
A neðri hæðinni sem áður voru
skrifstofur, er nú eldhús, búr,
stigagangur, útskot úr sal viðbót-
arbyggingarinnar, innri gangur,
stigagangur í kjallara, ytra and-
dyri, aðgöngumiðasala, sælgæt-
issala og þrjár snyrtingar. Uppi
eru átta skrifstofuherbergi, þijár
geymslukompur, myndasýninga-
herbergi, stigagangur og snyrt-
ing. Ailt klætt trétexi yfir timbur,
sem áður var pappírslagt og mál-
að, en sýningarklefinn er múr-
húðaður. I kjallara þessa hluta er
fatageymsla og eldhús í sam-
bandi við kjallara nýja hlutans.
Viðbyggingin ( veitingasalurinn)
er byggð úr járnbentri stein-
steypu stoðum og hlaðið á milli
með steyptum steinum og ein-
angrað með vikurplötum, múr-
húðað og málað. Ofan á stein-
gólfið er lagt eikarkubbaparket.
Þak útbyggingarinnar er úr
timbri, pappa og asbesti. Þessi
hluti er samkomusalurinn. I öðr-
um enda hans er upphækkað
leiksvið og til beggja hliða í saln-
um eru hækkaðir pallar með
glerskilrúmi sem ætlaðir eru fyrir
veitingaborð. I salnum er hvolf-
þak sem er klætt hljóðeinangr-
uðu efni. Kjallari er undir hækk-
uninni beggja vegna í salnum og
leiksviðinu og er notaður til
geymslu. Grunnflötur viðbygg-
ingarinnar er 20,8 X 18,0 m.
Þann 6. maí 1946 hóf Sjálf-
stæðisflokkurinn starfsemi sína í
húsinu. Fyrir tuttugu og fimm
árum byggði flokkurinn húsið
Valhöll við Háaleitisbraut og flut-
ti starfsemi sína þangað. I sept-
ember 1963 var gerður leigu-
samningur við Sigmar Pétursson
veitingamann og hóf hann þá
rekstur veitingahússins Sigtúns í
húsinu.
Húsrö er núna í eigu Pósts og
síma. Arið 1997 sótti stjórn
Landsímans um að endurgera
gamla húsið í sína upphaflegu
mynd. Eftir að verkinu var lokið
tók húsið miklum stakkaskiptum
og er eitt fallegasta húsið í mið-
bænum. Að utan hefur það verið
fært f upphaflegt útlit og svo
sannarlega geta þeir sem stóðu
fýrir gjörningunum verið stoltir
af. Salurinn sem byggður var við
húsið er vel við haldið og er í
sinni upprunalegu mynd. Gler-
skilrúmin eru myndskreytt og
gefa salnum sérstakt yfirbragð.
íslensk fyndni
Fyndni og orðheppni er tfmalaus
og lifa tilsvör og meinlegar at-
hugasemdir úr Islendingasögum
og öðrum fornum textum enn
góðu lífi. Hér á eftir verða til-
færðar nokkrar sagnir, að vísu
ekki ýkja gamlar, en munu flestar
eiga upptök sín á síðustu áratug-
um 19. aldar eða fyrstu árum
hinnar 20. Sögurnar eru skráðar
af Jóni Pálssyni aðalféhirði
Landsbankans, sem einnig var
merkur fræðimaður.
SýsU og vi iiii ii-
maðurinn
Gamli sýslumaðurinn tók
óvenjulega mikið í nefið. Hann
átti son sem einnig var sýslumað-
ur um eitt skeið og tók hann líka
mikið í nefið. Hann bilaðist á
geðsmunum og varð mjög þung-
lyndur. Einhvern tíma sendi
hann vinnumann sinn í langferð
og Iá Ieið hans hjá heimili föður
hans (gamla sýslumannsins).
Hann spyr vinnumann um líðan
sonar síns: „Hvernig líður honum
Vigfúsi mínurn?"
Vinnumaðurinn:,/Ei-ja, hann
er skrambi slæmur með köflum,
íjandi duttlungafullur og erfið-
Ur.“
Gamli sýslumaðurinn: „ Svo? -
Hvað tekur hann ekki í nefið?"
Vinnumaðurinn: „Jú, mikil
ósköp, jú!“
Gamli sýslumaðurinn:,, Nu-ú,
hver andskotinn getur þá gengið
að honum?"
Letingjar í stjóm-
arráði
Bjarni hittir Gísla sem var mikill
stjórnmálavindbelgur og hefur
miklar mætur á ráðherra þeim, er
þá var við völd, og er Gísli ný-
kominn heim úr Reykjvíkurferð.
Bjami:„Þú hefur víst talað við
ráðherrann okkar í ferðinni, Gísli
minn“.
GísZi:„Já, það gerði ég.“
Bjanii: „Þú hefur auðvitað hitt
hann í stjórnarráðinu?"
Gísli: „I stjórnarráðinu? Nei,
þangað koma ekki slíkir menn.
Hann er of góður ráðherrann
okkar til þess, að vera að flækjast
í annarri eins Ietimagaþvögu og
þar er.“
Tortryggni
Nokkru seinna hittust þessir
sömu menn að máli og spyr
Bjarni Gísla: „Heyrðurðu ekki
talað um það í Reykjavík, Gísli
minn, að kóngurinn okkar mundi
koma upp í sumar og sitja á þing-
inu allt þingið út?“
Gísli: „Hú, það heyrði ég og
það er víst alveg satt“.
Bjami; “Nú jæja, en hvað ætli
það eigi nú að þýða hjá honum
blessuðum?“
Gísli:,, Je, veit ekki! sitja yfir
þeim eins og rollum. Nú, það er
svo sem auðskilið. Hann trúir
þeim ekki betur en að tarna.“
Óheppni
Gísli hafði róið hjá heppnasta
formanninum í veiðistöðinni og
átti hlut sinn sjálfur, en svo
komu mörg veiðileysisár í röð,
hvert á eftir öðru og aflinn hrökk
ekki til fyrir beitu- og veiðarfæra-
kostnaði. Gíslil tók því upp á því
eitt árið, að ráðast hjá þessum
sama formanni sínum, sem út-
gerðarmaður, fyrir nokkur krónur
í kaup fyrir vertíðina. Formaður-
inn átti því allan afla Gísla, hvort
sem hann var mikill eða lítill.
En þá brá svo við þessa vertíð-
ina, að óvenjumikið aflaðist, svo
að hlutur Gísla hljóp á þúsund-
um í stað hundruðum áður. Gár-
ungarnir vissu að Gísla var fyrir
löngu farið að svíða undan óhep-
pni sinni, að eiga ekki JiJut sinn
sjálfur. Þeir sættu því lagi að
ganga í veg fyrir Gísla, er hann
gekk af skipsfjöl og hafði fengið
hlaðafla dag eftir dag, og spurðu
hann: „Voruð þið ekki að fiska
einhver ósköp í dag, Gísli minn?“
Gísli Ieit ekki við þeim en svar-
aði ávallt: „Það gerir ekkert til,
það gerir ekkert til!“
Hættulegt stríð
I byrjun stríðsins 1914 kom mað-
ur frá Reykjavík og sagði þær
fréttir í fjölmenni miklu, af her-
gagnaflutningi Þjóðverja um
borgir í Belgíu, að þeir flyttu alls
konar morðvopn um göturnar í
hundruðum gufuvagna, hlöðn-
um alls konar sprengivélum,
eyðilegðu bryggur og bæi og hvað
annað er fyrir þeim yrði og Iétu
yfir höfuð mjög dólgslega. Gísli
hlustar þegandi á frásögnina og
sagði síðan upphátt: „Skárri er
það nú andskotans ógangurinn á
þeim. Það skal lukku til, ef það
ekki hlýst slys af því arna.“
Bjargast brókin?
Gísli missti bróður sinn í sjóinn,
ungan og efnilegan mann. Sjó-
dauða menn rekur venjulega upp
eftjr nokkrar vikur. Þegar Gísla
virtist tími til kominn, að bróður
hans færi að reka upp, spurði
hann: „Eru ekki farnar að reka
upp brækurnar af þeim enn?
Hann bróðir minn sálugi var í
spánnýrri leðurbrók."
Stöð stytta
Gísli hafði lengi átt heima í
Reykjavík. Eitt sinn gekk hann
upp Bankastræti [svo] ásamt
sveitamanni, sem ekki hafði
komið til bæjarins fyrr. Þegar
sveitamaðurinn kemur auga á
myndastyttu Jóns Sigurðssonar,
segir hann við Gísla. „Hvaða
maður stendur þarna?"
„Það veit ég ekki: „Hann er bú-
inn að standa þarna lengi", segir
Gísli og héldu þeir svo leiðar
sinnar eftir götunni.
í alfaraleið
Betlarinn:„....Já, en Páil post-
uli sagði. Gefið klæðlitlum föt,
mat hinum svöngu og þyrstum að
drekka".
Prófasturinn: „Já, þetta hefði
Páll ekki sagt, ef hann hefði búið
eins nærri alfaraveginum og ég.“