Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 28.10.2000, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MINNINGARGREINAR Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup rifjar upp minningar frá fyrstu starfsárum sínum í Hallgrímssókn í tilefni af 60 ára afmæli safnaðarins. Sigurbjöm biskup líturumöxl Á frœðslumorgni í Hallgríms- kirkju á morgun, sunnudaginn 29. okt., kl. 10:00 mun dr. Sigur- björn Einarsson biskup rifja upp minningar frá fyrstu starfsárum sínum í Hallgrímssókn í tilefni af 60 ára afmæli safnaðarins. Dr. Sigurbjörn var skipaður sóknar- prestur í Hallgrímssókn í janúar 1941, ásamt dr. Jakobi Jónssyni. Á þeim árum var ísland hersetið og setulið Breta hafði byggt braggaþyrpingu á Skólavörðu- holti. Ibúum borgarinnar fjölg- aði ört, þannig að hver kytra í borginni var setin. Söfnuðurinn, sem taldi um 12.000 manns, var heimilislaus og starfsaðstaða engin. Nú er öðruvísi um að lit- ast í sókninni og á Skólavörðu- holti. Hvað beið þessara ungu presta? Hvaða vonir batt séra Sigurbjörn við Hallgrímssókn? Að fræðslumorgninum loknum, kl. 11:00 hefst síðan hátíðar- guðsþjónusta í kirkjunni, þar sem séra Sigurður Pálsson mun prédika og þjóna fyrir altari ásamt séra Jóni Dalbú Hróbjarts- syni og nýstofnaður „af- mæliskór" Hallgrímskirkju mun syngja undir stjórn Harðar Ás- keissonar kantors. Sunnudagur 29. október ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Vænst er þátt- töku fermingarbarna og foreldra þeirra í guðsþjónustunni. Barnasamkoma kl. 13.00. Barnakór kirkjunnar syngur. Stjórnandi: Margrét Dannheim. Bænir-fræðsla-söngur- sögur. Skemmtilegt, lifandi starf. Foreldrar, afar og ömmur eru boðin velkomin með börnunum. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa á sama tíma. Tómasarmessa kl. 20 í samvinnu við félag guðfræðinema og kristilegu skóla- hreyfinguna. Fyrirbænir, máltíð Drottins og fjölbreytt tónlist. Kaffisopi í safnaðarheimil- inu að messu lokinni. Organisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA Messa kl.11. Prestur sr. Gunnar Sigurjóns- son. Organisti: Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón: Þórunn Arnardóttir. Léttur málsverður að lokinni messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Umsjón: Margrét Ó. Magnúsdóttir. Organisti Lenka Mátéová. Barna og unglingakórar Fella- og Hólakirkju og Grafarvogskirkju syngja. Unglingar lesa ritningartexta. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Anna Sigriður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Esther Ólafsdóttir. Fermd verður: Loriana Benetof, Bakkastöðum 159. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 á neðri hæð. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Umsjón: Helga Sturlaugsdóttir. Barnaguðsþjónusta i Engjaskóla kl. 13:00. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason. Umsjón: Helga Sturlaugsdóttir. Prestarnir. HJALLAKIRKJA Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. íris Krist- jánsdóttir þjónar. Krakkar úr barnakór Hjalla- skóla koma i heimsókn. Stjórnandi: Guðrún Magnúsdóttir. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta í Linda- skóla kl. 11 og í kirkjunni kl. 13. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Kór Kópavogs- kirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Org- anisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA Krakkaguðsþjónusta kl. 11.00. Fræðslafyrir krakka og mikill söngur. Guðsþjónusta kl. 14.00 Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Altaris- ganga. Kvennakórinn Seljur leiðir söng. Organisti er Lenka Mátéová. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 16. Sr. Ágúst Einarsson pré- dikar. Organisti: Peter Mate. Sóknarprest- ur. ÁSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Fermd verður Guðbjörg Tómas- dóttir, Lundi, Svíþjóð, p.t. Grenimel 41. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA Barnamessa kl. 11:00. Foreldrar, ömmur og afar eru hvött til þátttöku með börnunum. Ungmennahljómsveit undir stjórn Pálma J. Sigurhjartarsonar. Guðsþjónusta kl. 14:00. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. DÓMKIRKJAN: Há- tíðarguðsþjónusta kl. 11:00 á Tónlistardög- um Dómkirkjunnar. Sr. Hjalti Guðmundsson prédikar. Flutt verður kórverkið „Undir alda- mót" eftir Þorkel Sigurbjörnsson við kvæði dr. Sigurbjörns Einarssonar, biskups. Flytj- endur eru Dómkórinn, Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, Guðný Einarsdóttir orgelleikari, málmblásarar úr Sinfóníuhljómsveit (slands og Marteinn H. Friðriksson sem stjórnar flutningi. Einnig flytur Dómkórinn Laudate Pueri eftir Mist Þorkelsdóttur. ELLIHEIMILIÐ GRUND Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafsson. Prestur sr. Ólafur Jens Sigurðs- son. GRENSÁSKIRKJA Barnastarf kl. 11:00. Sýnt verður leikritið iósýnilegi vinurinni. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Lokadagur sýningarinn- ar „Tíminn og trúin" sem er myndlistarsýn- ing sjö kvenna. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA Fræðslumorgunn kl. 10:00. Hallgrímssöfnuð- ur 60 ára. Minningarbrot frá upphafi starfs: Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup. Messa og barnastarf kl. 11:00. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. „Afmæliskór helgarinnar syngur í messunni. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10:00. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirs- dóttir. HÁTEIGSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Pétur Björgvin Þorsteinsson, Sólveig Halla Kristjánsdóttir og Guðrún Helga Harðardóttir. Messa kl. 14:00. Organisti Sigrún Magna Þorsteins- dóttir. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Stefán Már Gunlaugsson, guðfræðingur, prédikar. Graduale Nobili syngja kórvek eftir Ruth Watson Henderson. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefáns- son. Barnastarfið í safnaðarheimilinu kl. 11:00. Umsjón hefur Lena Rós Matthias- dóttir. Kaffisopi eftir messu. Um helgina verður opnuð listsýning í kirkjunni undir heit- inu „Kaleikar og krossar". Átta listakonur eiga verk á sýningunni sem stendur til 19. nóvember. LAUGARNESKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Þess er minnst að söfnuðurinn er sextugur á þessu hausti. Kór Laugarneskirkju syngur. Org- anisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir annast sunnudagaskólann í fjarveru æskulýðsdjákn- ans ásamt hópi annarra. í messukaffi verður opnuð myndlistarsýning í tilefni afmælisins. Það er Inga Rósa Loftsdóttir sem sýnir ýmis verk sem öll fjalla um trúna og lífið. Messa kl. 13:00 í dagvistarsalnum að Hátúni 12. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Guðninu K. Þórsdóttur, djákna, en Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. NESKIRKJA Hátíðarmessa kl. 11:00. Nessöfnuður sextíu ára. Biskup (slands herra Karl Sigurbjörns- son prédikar. Sr. Frank M. Halldórsson, sóknarprestur og sr. Halldór Reynisson þjóna fyrir altari. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson les ritningarlestra. Organisti Reynir Jónasson. Eftir guðsþjónustuna er afmælis- kaffi i safnaðarheimilinu. Sunnudagaskólinn og 8-9 ára starfið á sama tíma. Kirkjubíllinn ekur um hverfið á undan og eftir eins og venjulega. Safnaðarheimilið er opið frá kl. 10:00. SELTJARNARNESKIRKJA Messa kl. 11:00. Altarisganga. Sunnudaga- skóli á sama tima. Prestur sr. Sigurður Grét- ar Helgason. Organisti Viera Manasek. Verið öll hjartanlega velkomin. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN Opið hús fyrir aldraða kl. 14:00. FRÍKIRKJAN l' REYKJAVÍK Almenn guðsþjónusta kl. 11:00. Barnastarf á sama tíma i kirkjunni og safnaðarheimilinu. Eftir messu er heitt á könnunni í safnaðar- heimilinu. Eftir kaffisopann förum við öll saman og gefum öndunum brauð. Allir vel- komnir. Safnaðarstarf Frikirkjunnar í Reykja- vik. AKUREYRARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Séra Jóna Lisa Þor- steinsdóttir. Sunnudagaskólinn kl 11, fyrst i kirkjunni en siðan í Safnaðarheimilinu. Guðsþjónusta á Hlíð kl. 16. Séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 17 í kapellu. Æðruleysismessa kl. 20.30. Séra Jóna Lisa Þorsteinsdóttir. Krossbandið sér um tónlistina. Kaffisopi í Safnaðarheimil- inu á eftir. GLÆSIBÆJARKIRKJA Guðþjónusta kl. 14:00. Barn verður borið til skírnar. Komum öll og njótum samveru í húsi Guðs. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11:00. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA I EYJUM Siðbótardagurinn. Kl. 11:00. Barnaguðs- þjónusta. Sunnudagaskóli með spjalli, sögu, leik og lofgjörð. Kl. 14:00. Messa með altar- isgöngu. Yfirskriftin er „Borgin mín, Eyjar 2010" í tilefni siðbótardagsins. Kaffisopi og spjall á eftir í Safnaðarheimilinu. Kl. 20:30. Æskulýðsfundur fellur niður vegna hópferðar á æskulýðsmót í Hlíðardalsskóla. Elskuleg móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR frá Ytri-Vík sem lést á Kristnesspítala 21. október, veröur jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 31. október, kl. 13.30 Frímann Hauksson Porbjörg Elfasdóttir Anna Hauksdóttir Ingvar Níelsson Jóhann Hauksson Kolbrún Geirsdóttir Barnabörn og barnabarnabörn ---------------^ ORÐ DAGSINS 462 1840 S______________r Nessókn 60 ára Nessókn í Reykjavík er 60 ára um þessar mundir. Sóknin var formiega stofnuð 21. október 1940 í skugga seinni heimsstyrj- aldarinnar og hersetu Breta. Að þessu tilefni verður hátíðarmessa í Neskirkju n.k. sunnudag 29. október kl. 1 I þar sem sóknar- börn yngri sem eldri minnast þessara tímamóta. Þar mun hisk- up Íslands herra Karl Sigur- björnsson predika, en prestar kirkjunnar þjóna. Þá verða hátíðartónleikar sunnudaginn 5. nóvember n.k. kl.17, þar sem kirkjukór Nes- kirkju flytur þætti úr fjórum messum eftir Haydn. Að auki flytur Reynir Jónasson organisti orgelvcrk eftir Bach. Einnig stendur til seinna í vetur að halda málþing um starf og stöðu „borgarkirkjunnar" í Reykjavík. Þess má geta til fróðleiks að fram að þcssum tíma áttu aliir Reykvíkingar sókn í Dómkirkj- una utan þeirra sem tilheyrðu frfkirkjum. Við þessa breytingu var Reykjavíkursókn skipt upp í fjórar sóknir; auk hinnar upp- runalegu voru stofnaðar Nes-, i lallgríms- og Laugarnessöknir. Borgarkirkjan var orðin til. Svæði það sem Nessókn náði til í upphafi var vestan og sunn- an Hringhrautar og vestan Reykjanesbrautar, ásamt Engcy (!) að undantckinni Háskólalóð- inni. Sókninni tilheyrði Seltjarn- arnes og Kópavogur í fyrstu, en nú tilheyrir sókninni Vesturbær- inn sunnan Hringbrautar allt að mörkum Seltjarnarness.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.