Dagur - 11.11.2000, Qupperneq 4

Dagur - 11.11.2000, Qupperneq 4
28-laugardagur 11. nóvember 2000 FRÉTTIR Um 3/4 kvenna vill í krabba-erfðapróf Konurnar töldu helstu kosti erfðaprófa að þau gæfu vísbendingar um hvort fara ætti oftar I brjóstamyndatöku, að vita hvort börn þeirra væru I aukinni áhættu og auknar líkur á h'kur á lækningu. Mjög stórt hlutfaU ís- lenskra kvenna hefur áhuga á að fara í erfða- próf til leitar að arfgengu brjóstakrabbameini sam- kvæmt nýrri rannsókn Um 3 af hverjum 4 konum (40-70 ára) hafa áhuga á að fara í erfðapróf þar sem leitað yrði að krabbameinserfða- efnum samkvæmt niðurstöðum rann- sókna sem greint er frá í Læknablað- inu (11/2000). Þátttakendur voru úr- tak 530 kvenna, á aldrinum 40-70 ára, sem ekki höfðu greinst með brjóstakrabbamein, en 40% áttu ætt- ingja sem fengið hafði brjóstakrabba. Ahugi á erfðaprófinu reyndist ekki tengjast slíkum fjölskyldusögum. Hins vegar voru konur sem töldu líklegt að þær hefðu krabbameinserfðaefni mun áhugasamari fyrir erfðaprófi, sömu- leiðis yngri konur og þær konur sem óttuðust brjóstakrabbamein. Ótti við brjóstakrabba Konurnar töldu belstu kosti erfðaprófa að þau gæfu vísbendingar um hvort fara ætti oftar í brjóstamyndatöku, að vita hvort börn þeirra væru í aukinni áhættu og auknar Iíkur á Iíkur á lækn- ingu. Helstu ókostina hins vegar ótt- ann við að greinast með arfgengar stökkbreytingar á erfðaefnum og ábyggjur af ónógri persónuvernd. Yfir 40% svarenda taldi rírfðapróf ekki hafa neina ókosti í för með sér. I Alyktunum segja læknarnir: „Þess- ar niðurstöður gefa til kynna að kröfur íslenskra kvenna um að fá að fara í erfðapróf, þegar þau eru orðin almenn hér á landi, verði miklar, jafnvel hjá konum sem ekki hafa ættarsögu um brjóstakrabbamein." Niðurstöðurnar gefi líka til kynna að erfðaráðgjöf þurfi að taka mið af ótta kvenna við brjóstakrabbamein því það gæti aukið líkur á að þær taki upplýsta ákvörðun um að mæta í erfðapróf fremur en að hvatinn að því byggðist fremur á ótta við brjóstakrabba. Almennt ofmat Almennt ofmat kvennanna á að þær FR É T TA VIÐTALIÐ væru með brjóstakrabbameinserfða- efnið sögðu læknarnir einkar athyglis- vert. En 37% töldu a.m.k. helmings líkur á að þær væru arfberar. I raun segja læknarnir mjög litlar líkur á að konurnar f rannsóknarhópnum séu með erfðaefni. I rauninni sé BRCAI erfðaefnið talið orsaka aðeins 5% allra brjóstakrabbameina. Flest tilfelli brjóstakrabbameins verði hjá konum sem ekki hafi erfðafræðilega stökk- breytingu. Mjög mikilvægt sé því að upplýsa konur um raunverulegar líkur þeirra á að stökkbreyting sé til staðar og að brjóstakrabbi geti þróast án stökkbreytingar, þannig að þær þurfi eltir sem áður að huga að forvörnum. Tæp 16% ættlæg Ut frá Krabbameinsskrá hefur verið áætlað að tæp 16% greindra brjóstakrabbameina á Islandi megi flokka sem ættlæg. Og rannsóknir hafi leitt í Ijós að konur með fjölskyldu- sögu, jafnvel þótt aðeins sé um að ræða cinn ættingja í fyrsta ættlið (móður/systur/dóttur) séu allt að þris- var sinnum líklegri en aðrar konur að fá brjóstakrabba. Greinarhöfundar eru læknarnir: Guðrún Arnadóttir, Val- gerður Sigurðardóttir, Friðrik H. Jóns- son og Heiödís B. Valdimarsdóttir. - HEI þóttl forvitnllegt að vita Magnús Gunnars- hvers vegna allur þessi ij öl- son di fór einmitt til Amster- dam en ekki eittlivað annað og höfðu áhangend ur minnihlutans í bæjarstjóm svör við því á reiðum höndum. Þeir benu á að í Amsterdam er mikið af síkjum og skurðum fullum af vatni rétt eins og í Hafnarfirði, þar sem er lækurL. Pottverjar virðast ekki vera þeir einu sem skemmta sér yfir bandarísku forsetakosnhigun- um og býsnast yfir framgangi þeirra. Á Nettnu gengur nú nýr endurbættur kjörseðill íyrir Flór- ídafylki sem gárungamir hafa hamiað og sagður er vera mun skýrari en sá gamli. Nýi seðillinn er svona: Fátt hefur vaMð meiri athygli í fréttum RíMs- sjónvaipsins síðustu vikur og mánuði en tíðar bilanir í textavél. í pottinum heyrist að imian- hússskýiingar í Sjónvarpinu á vandanum hljó- mi á þá leið að nýju tæMn sem keypt voru séu öll bresk, og í Bretlandi séu aldrei notaðar textavél- ar. Því þurfti að „finna upp hjólið" þegar kom að því að setja upp tækin fýrir RÚV og eins og allir vita þá hefur gengið misjafnlega aö fá þetta ValgeióurH. Bjamadóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu Jafnréttisnefndir sveitarfé- laga hófu landsfundáAkur- eyri ígær, oghonum lýkurí dag. Jafnréttisstofa skipulegg- urfundinn. Góðir straumar í jafnréttismáliun Valgerður H. Bjarnadóttir segir að á fundinum verði aðaláhersla lögð á að kynna og ræða nýja skipan jafnréttismála á Islandi, ný lög, nýtt Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu. Samkvæmt lög- unum er sveitarfélögum skylt að skipa jafn- réttisnefndir og gera áætlun um jafnréttismál. í dag er athyglinni beint að því að ræða hlutverk jafnréttisnefnda, og stöðu þeirra og áhrif á sveitarstjórnarstiginu, m.a. þegar upp koma dómar og kærunefndarálit í málum þar sem sveitarstjórnir teljast hafa brotið gegn jafnrétt- islögum. - Er ústæða til þess að halda svonafundi? „Það er mikil ástæða til þess vegna þess að það er ennþá svo að staða jafnréttismálanna er þannig að jafnréttisnefndir í minni sveitarfélög- um hafa oftast ekki aðgang að starfsmanni og þær eiga oft með að finna sér starfsgrundvöll innan sveitarfélagsins. Þó það sé ýmsir góðir straumar í jafnréttismálum núna þá er það svo að sveitarstjórnir eru oft í svolítilli vörn í jafn- réttismálunum, m.a. vegna þess að sem at- vinnurekendur eru þau olt undir smásjá, og stór hluli kærumála beinast að sveitarstjórnum og opinberum stofnunum." - Eru sveitarstjórnir „hræddar" við þennan mdlaflokk? „Það er erfitt að alhæfa í þessu, en margar sveitarstjórnir hafa staðið sig með miklum ágætum og hafa frumkvæði í jafnréttismálum. Það er nokkur vankunnátta ríkjandi um |>að hvaða mál llokkast undir jafnrétti og hvaða mál ekki. Bæði meðal sveitarstjórnarmanna og al- mennings er þaö nokkuð útbreidd skoðun að jafnréttismál séu íyrst og fremst kærumál." - A Alþingi var sagl fyrir nokkrum drum að konur þyrftu tímabundin forréttindi til að nú fram jafnrétti. Ertu summúla þvt? „Til að jafna metin þarf að einstökum sviðum jákvæða mismunum, þ.e. sérstakar aðgerðir annars vegar og hins vegar stöðuga árvekni. Fólk er að vakna til meðvitundar um að jafn- réttismál tengjast nánast öllum sviðum þjóðfé- Iagsins. Það þarf að tileinka sér þann hugsunar- hátt að mismuna ekki og ekki sfður að rugla ekki saman ólíkri meðhöndlun." - Á íðstefnunni er d dagskrá kærumál gegn sveitarstjómum og staða jafnréttisnefnda. Er þetta kynning á kærumálum eða til að brýna jafnréttisnefndir sveitarfélaganna? „Margoft hefur sú staða komið upp að úr- skuröur hefur komið frá kærunefnd jafnréttis- mála um að sveitarstjórnir hafi brotið lög. 1 frægu máli á Akureyri fór málið alla leið til Hæstaréttar og í slíkum málum eru jafnréttis- nefndir oft mjög óöruggar um sína stöðu. Kær- andi fer oft fram á stuðning nefndarinnar og samkvæmt lögum eiga þær að gæta þess að jafnrétti sé fylgt í þeirra sveitarfélagi, en á sama tíma eru þær undirnefndir í sveitarstjórn og þeirra ákvarðanir háðar samþykki sveitarstjórn- ar. Vilji hún leysa málið áður en til kæru kemur er hún háð því að svcitarstjórn samþykki það. Það getur því myndast ákveðin togstreita ef sveitarstjórn vinnur gegn vilja nefndarinnar til að gæta sinna hagsmuna." - Hefur jafnrétti farið vaxandi á íslandi á sið- asta áratug? „Það hefur mildð áunnist en það er enn Iangt í Iand. Ekki síst eru stjórnvöld og almenningur, bæði konur og karlar, miklu meðvitaðri um þessi mál og áhugasamari. Það kann hins vegar að vera að það gæti meira óþols gagnvart jafn- réttisumræðunni, en það eru miklu fleiri sem telja það sjálfsagt mál að meðhöndla kynin á jafnan hátt. Þá vakna spurningar um hvað er jafnrétti og hvað er misrétti, t.d. í launamálum. Ákveðnir þættir í samfélaginu eru neikvæðir, s.s. aukin hlutgerling kvenna með tilvist nektar- dansstaðanna og með auknu vændi og aukinni firringu í samskiptum kynjanna." — GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.