Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 6
30 - LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2 00 0
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórí: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstoðarrítstjórí: birgir guðmundsson
Skrífstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVIK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang rítstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgárblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: karen@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is
Sirnar auglýsingadeildar: (REYKJAVfK)563-1615 Ámundi Ámundason
(REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss.
(AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir
Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
RíMsútvarpið
í fyrsta lagi
Það eru viðtekin sannindi að vald spilli. Mikil völd spilla mikið.
bar eru pólitísk völd að sjálfsögðu engin undantekning. Þetta
virðist vera að sannast í sjórnun og starfsmannamálum á Ríkis-
útvarpinu þar sem ástandið er orðið svo slæmt að starfsmanna-
félagið sér sig knúið til að samþykkja sérstaka ályktun þar sem
krafist er hlutlausrar úttektar á starfsmannamálum! Haft er eft-
ir formanni félagsins í Degi í gær að starfsfólk sé verulega ugg-
andi um framtíðina, og ein af undirliggjandi ástæðunum sé
krefisbundin misbeiting pólitísks valds og áhrifa Sjálfstæðis-
flokksins og menntamálaráðherra yfir stofnuninni.
í öðru lagi
Raunar hafa umkvartanir í þessum dúr heyrst áður frá forustu
Starfsmannafélags RUV án þess að mikið hafi verið gert með
þær, en látið svona í veðrinu vaka að þarna væru á ferðinni ör-
fáir blóðrauðir bolsar og hatursmenn Sjálfstæðisflokks. Nú hins
vegar duga ekki einu sinni slíkar viðbárur, því niðurstaðan úr
könnun Ijármálaráðuneytis meðal ríkisstarfsmanna sýnir að
starfsmenn RUV skera sig verulega frá öðrum ríkisstarfsmönn-
um og um 80% þeirra telur að óþolandi pólitískar ráðningar við-
gangist.
f þriója lagi
Þeja;ar svo er komið að fjórum af hverjum fimm starfsmönnum
RUV finnst þeir starfa í pólitískri herkví Sjálfstæðisflokksins er
augljóst að flokkurinn hefur bæði verið of lengi í mennamála-
ráðuneytinu og farið illa með það vald sem hann hefur haft.
Það segir enda allt sem segja þarf, að þrátt fyrir glymjandi vdð-
vörunarbjöllur, virðist menntamálaráðherra ekki telja raun-
verlulegan vanda á ferðum og snýr bara út úr fyrir starfsmanna-
félaginu. Það er alkunna að þeir sem misnota áfengi og vímu-
efni og eru í.bullandi neyslu átta sig oft ekki sjálfir á ástandi
sínu og þurfa á utanaðkomandi hjálp að halda. Svipað gæti átt
vað um langvinna misnotkun á valdi, utanaðkomandi aðstoð -
t.d. sú endurskoðun hlutlausra aðila sem talað er um í ályktun
starfsmanna - gæti orðið ágætis byrjun.
Birgir Guðmundsson.
Hið svíiifeita músli
Garri er einn af þcim örfáu sem
hefur látið helstu tískustrauma
heilsufæðugeirans sem vind
um eyrun þjóta. Hann hefur
haldið sig við þær fæðuvenjur
sem hann tamdi sér í æsku og
borðað sitt ófituskerta lamba-
kjöt með brúnuðum kartöílum,
sósu, rauðkáli og rabbabara-
sultu, ennfremurýsu með ham-
satólg og soðnum rauðuni ís-
lenskum, ásamt og
með skyri, rjóma-
tertum á sunnu-
dögum og fleira
gúmmólaði góðu.
Grunnþáttur
fæðuinntökunnar,
eins og það heitir
víst í matarvísind-
um, hefur sem sé
alltaf verið kjöt, fiskur og kart-
öflur í ýmsum útgáfum.
Þetta þykir ýmsum ekki nógu
gott og þaðan af síður hollt.
Enda hafa á síðustu árum verið
gríðarlegar tískusveiflur í
mataræði sem yfirleitt eiga að
sögn seljenda og annarra hags-
munaaðila, að tryggja öllum
lengra og betra líf. En Garri
hefur samt haldið sínu striki og
er enn á dögum.
Kartöfluætur
Arum saman var haldið úti
harðvítugum áróðri fyrir neyslu
á ílölsku hveitigumsi á borð við
pasta og lasagna og nánast full-
yrt að þeir sem ekki hökkuðu
þetta jukk í sig í öll mál væru
fyrirfram dauðadæmdir, (sem
við erurn auðvitað öll á endan-
um, hvað svo sem \dð étum).
Garri trúði reyndar lengi eins
og aðrir þessum boðskap tals-
manna pastainnflytjenda. Eða
allt þar til hann rakst á viðtal
við næringarfræðing í Mogga
sem lullyrti að það gerði alveg
sama gagn að éta kartöflur eins
og að slafra í sig ítalskar
hveitiskrúfur. ()g á dögunum
kom svo frani annar fræðingur
sem hélt því fram að kartöflur
væru einkar óhollar vcgna
óæskilegra próteina eða hvað
það nú var, þannig að þetta er
nú allt saman eitthvað á reiki
eins og fleira í hollustugeiran-
Góinur vill ráda
Staðreyndin er auðvitað sú, eða
hefur verið undan-
farin ár, að það
sem hollustupost-
ular telja meinhollt
í dag, er orðið
frámunalega óhollt
daginn eftir. Nýjar
rannsóknir leiða
alltaf eitt og annað
í Ijós sem gert hef-
ur fæðutískuna síbreytilega. I
mörg ár Jjótti t.d. skyrið aðeins
henta digrurn sveitajússum en
nú vinnur engin horrengla svo
fegurðarsamkeppni að hún
þakki það ckki uppstyttulausu
skyráti.
Og það nýjasta er svo að
toppurinn í hollustufæðinu,
hið ómissandi músli í morgun-
matinn, er í raun hið versta
feitmeti og líkast til bráðdrep-
andi. Að þessu komust danskir
næringarfræðingar á dögunum.
Og auðvitað eins víst að á næst-
unni komist sænskir næringar-
fræðingar að hinu gagnstæða.
Er ekki hugsanlegt að það sé
kominn tími til að huga að dýr-
um merkurinnar í tengslum við
fæð u val ni a n nskep n u n na r?
Dýrin þekkja enga næringar-
fræðinga og hafa ekki hugmynd
um próteininnihald og kaloríu-
magn þess sem þau éta. Þau
bara éta rnest af því sem þeím
þykir best og síðan hey í harð-
indum og þcssi aðferð hefur
reynst þeim vel. Eins og Garra.
Enn sem komið er.
- GARRl
Verkfall framhaldsskólakennara
dregur stóra hjörð af dilkurn á eftir
sér. Afleiðingarnar konia víða frani
og eiga eftir að setja mark sitt á
þjóðlífið ef marka má viðbrögð úr
ýmsum áttum. En þótt deilan setji
efnahagslífð á hvolf og splundri
allri menntunarviðleitni þeirra seni
bera ábyrgð á uppfíæðslunni er
það lítilvægt miðað við þær aðvar-
anir sem fram koma um áhrifin á
vesalings nemendurna, sem nú
verða allir sem einn dópi og brenni-
víni að bráð.
Staðhæft er að iðjuleysið sé und-
irrrót allra lasta og þegar ungling-
arnir í framhaldsskólunum eru
neyddir út úr kennslustofunum
hafa þeir ekki í önnur hús að venda
en glaumstaðina og verða þar um-
svifalaust fórnarlömb alkóhóls og
annarra eiturnautna. Eða svo segja
þeir sem bera hag ungmennanna
öðrum fremur fyrir brjósti.
Mjög áhyggjufullur blaðaskrifari
kom því á framfæri, að unigmenn-
Glötun eða gagnlegt nám
unum væri meira að
segja boðið upp á að
horfa á stúlkur bera sig
í kringum súlu. Og á
sama stað er hægt að
kaupa áfengi. Engin
von er til þess að nokk-
ur strákur, varla kom-
inn af gelgjuskeiði, nái
sér nokkru sinni eftir
svo svakalega lífs-
reynslu. Hans lífsbraut
er bein og stutt. Sið-
gæðið hrynur og eiturnautnin setur
hann í gröfina, segja siðgæðiseig-
endur samfélagsins.
Skarð í meimtabrauttna
Svona geta kennarar skorið á sjálfa
menntabrautina með því einu að
standa við kröfugerð sína um líf-
vænlegri laun en þeir njóta nú. Svo
er það líka álitamál hvort verkfallið
er ekki menntamálaráðherra ein-
hliða að kenna, sem neyðir kenn-
ara út í verkfall og nýtur fulltingis
fjármálaráðherra við að
reka nemendur út úr
skólunum á miðri nám-
sönn.
I gegnum tíðina hef-
ur því verið haldið að
vinnulýð, að láti hann
verk úr hendi falla
nokkra stund blasi glöt-
unin við. Nú er kenn-
ingin uppfærð á ung-
menni á framhalds-
skólaaldri, sem verða
umsvifalaust að drykkjuræflum eða
einhverju ennþá verra, ef þeir njóta
ekki nauðsynlegs aðhalds í
kennslustofnununi.
Þessi áróður er svo magnaður að
stundum læðist að manni grunur
uni hvort dagvist og skólakerfi cru
ekki fremur staðir til að forða
heimilum frá uppeldi og daglegri
umönnun barna og unglinga en
kröfuharðar menntastofnanir. Að
minnsta kosti skín svona álit út úr
kröfum og aðfinnslum margra for-
eldra, sem stundum eru aö tjá sig
um efnið.
Hrakspár oj* von
Það eru ekki beysnar bugmyndir
um þá kynslóð unglinga sem nú
eru að vaxa úr grasi, sem frarn
koma í nöldrinu um að þeir lendi
allir á glapstigum ef kennararnir
sleppa hendi af þeim einhvern vetr-
arpart.
Hrakspárnar eru tíundaðar í fjöl-
miðlum og hnykkt á þeim vitlaus-
ustu. Krakkarnir eiga að hrökklast
frá námi í stórum flokkum, þeir
sem fara að vinna bera af því ævi-
langan skaða og svo er það fíknin
sem þruniar undir iðjuleysinu með
tilheyrandi lífsleiða.
Við þessu er ráð sem enginn
mun hlíta. Það er að ungmennin
tald að sér heimilisstörfin lýrir úti-
vinnandi niæður og tveggjavinnu-
staðafeður. Sú skólun kann jafnvel
að vera enn gagnlegri en sú sem
farið erá mis við í kennaraverkfalli.
Námsefni kann að
leynast víðar en í
kennslustofum.
Er augýsingum beint
með óeðlilegum hættiað
bömum?
(Umboðsmaður bama telur
brýnt að setja reglur um aug-
lýsingar og böm)
EinarBárðarson
markadsstjóri Vísis.is
„Hægt að finna
dæmi sem stutt
geta svona kenn-
ingar, en stað-
reyndin er hins
vegar sú að þeir
sem hugsa af al-
vöru um ímynd sinnar vöru fara
varlega þegar kemur að yngstu
aldurshópunum. Það er vegna
þess að þrátt fyrir ungan aldur
eru krakkar neytendur og sjá
hvað er falskt. Markaðssetning
gagnvart yngsta aldurshópnum
er vandasöm. Og ef menn mis-
bjóða t.d. foreldrum með auglýs-
ingum þá eiga menn það á hættu
að hafa misst velvild þeirra fjöl-
skyldna gagnvart vörunni um
ókomna tíð. Og slfku vill enginn
Ienda í. Vegurinn er vandratað-
ur.“
Aðalheiður Hreiðardóttir
leikskólastjóri á Akureyri.
„I morgunsjón-
varpi Stöðvar 2
sjáum við gjarn-
an auglýsingar
um leikföng og
morgunkorn og á
öllum sjónvarps-
stöðvum sjást - á sama tíma og
barnaefni er sýnt - auglýsingar
um kvikmyndir bannaðar börn-
um. I þessu er ekkert samræmi
og Ijóst er að auglýsingum er
beint með óeðlilegum hætti að
börnum. Auglýsingar liafa mikil
áhrif á bcirn, þau vita alveg hvað
cr í tísku og hér í Ieikskólanum
syngja þau slagara úr vinsælustu
auglýsingunum.“
Sigurikir Jónsson
framkv.stj. fonnaóiirS\l>, Samtaka
verslunar og þjónustu.
„Ég efast ekki
um að svo sé í
einhverjum til-
vika, en hér á
landi liggja þó
ekki fyrir dæmi
um slíkt. Hér hjá
SVÞ hefur þetta ekki verið skoð-
að sérstaklega, og ég á ekki von á
því að það verði gert nema sér-
stakt tilefni gefist."
Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir
þingmaðurSamjylkingar.
„Ég er hrædd um
það. Meðal ann-
ars kom fram í
um fjöllun hjá
einni af nefnd-
um Alþingis að
verið væri að
beina auglýsingum að barnaefni
í fjölmiðlum. Töldu fagmenn að
slíkar auglýsingar hefðu áhrií á
matarræði barna og að í vissum
tilvikum gæti þessi áróður Ieitt
til anorexíu. Því verðum við að
vera á varðbergi gagnvart þvi sem
auglýst er, þegar búast má við að
börn séu við sjónvarpið. Hér þarí
að setja reglur."