Dagur - 11.11.2000, Síða 5
LAUGARDAGUR 11. NÓVF.MBER 2000 - 29
Tfc^ur.
FRÉTTIR
gagnvart fjölmiölum
og láti í sér heyra.
Konur fjölmiölafæln-
ari en karlar.
Dr. Sigrún Stefánsdóttir, fjöl-
miðlafræðingur, er einn kennara
á námskeiði sem nefnd um auk-
in hlut kvenna í stjórnmálum
stendur fyrir á Akureyri nú um
helgina. I gær var upphafsfund-
ur námskeiðsins og þá var jafn-
framt kynntur bæklingur um
samskipti stjórnmálakvenna við
fjölmiðla. Sigrún Stefánsdóttir
var innt eftir því hvort dræm
þátttaka kvenna væri þjóðfélag-
inu að kenna eða hvort konur
ættu sjálfar sök á.
„Þátttaka kvenna er smám
saman að aukast, en það er enn
langur vegur í land. Onnur
Norðurlönd standa sig mun bet-
ur, t.d. Svíar, svo betur má ef
Frá fundi nefndar um aukinn htut kvenna í stjórnmálum á Akureyri í gær.
duga skal. Ég hef tröllatrú á því
að fjölmiðlar hafi mjög mikil
áhrif þar á til góðs eða ills. Ef
konur fara að vera sýnilegri í fjöl-
miðlum þá styrkir það konur sem
vilja fara í stjórnmál. Það er því
verkefni þjóðfélagsins alls og
sameiginlegt hagsmunamál að
efla hlut kvenna,“ segir Sigrún.
Hún telur að í ljósi þátttöku
kvenna í háskólanámi, ætti auk-
in þátttaka ekki að vera þeim
fjötur um fót. En það að fara í
stjórnmál sé þó meira en að
segja það, t.d. fyrir konu sem er
með stóra fjölskyldu.
„Ég finn það á þessum nám-
skeiðum að konur vita voðalega
lítið um fjölmiðla. Mín reynsla
sem fjölmiðlamanneskja var sú
að það var miklu algengara að
karlar hefðu frumkvæðið og létu
í sér heyra. Það vefst enn fyrir
konum að þær geti átt frum-
kvæðið og að málið sé svolítið í
þeirra eigin höndum. Það þýðir
ekki að sitja úti í horni í fýlu og
segja: „ég sést aldrei, það taiar
Konur fjölmiðlafælnari en
karlar
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmað-
ur á Austurlandi, segir að því fari
fjarri að búið sé að finna „patent-
lausn" til að auka þátttöku kven-
na í stjórnmálum. En verið sé að
reyna að breyta hugarfarinu og
því sé m.a. leitað til fjölmiðl-
anna.
„Við höfum verið að búa til
lista yfir konur sem hafa vit á
ákveðnum þáttum, hæði í við-
skiptum, stjórnmálum, íþróttalífi
o.fl. og fjölmiðlarnir geti gengið
að þessum upplýsingum og nýtt
betur þekkingu kvenna á tiltekn-
um þáttum. Konur eru fjölmiðla-
fælnari en karlar, þó kannski síð-
ur konur sem eru í stjórnmálum,
en við erum ekki duglegar að
ásækja fjölmiðla með okkar
efni,“ sagði Arnbjörg Sveinsdótt-
ir. - GG
Segir konur vita
lítið um íj ölmiðla
A námskeiði um efl-
ingu stjómmála-
kvenna kemur fram
að konur vita lítið
um fjölmiðla. Miklu
algengara að karlar
hafi frumkvæðið
enginn við mig.“ En Ijölmiðlar
þurfa að fá að vita hvað konur
eru að bjástra við til þess að geta
fjallað um það. En fjölmiðlafólk
er oft í tímaþröng og má ekkert
vera að því að dekstra konur til
þess að koma í viðtal. Þannig
verða karlar stundum hefð en
konur falla út,“ sagði Sigrún
Stefánsdóttir.
Íslandssími ætlar að hasia sér völl í
heimilissímum.
Samkejjpiri í
lieimasmium
Islandssími er kominn í sam-
keppni við Landssímann um alla
almenna símaþjónustu heimil-
anna. Talsmenn Islandssíma
staðhæfa að neytendur geti
sparað um 11% frá núverandi
gjaldskrá, hvar sem er á landinu.
Er þá ónefnd lækkun íslands-
síma á sfmagjöldum vegna net-
notkunar heimilanna en hún er
frá 20%-60% að sögn Péturs
Péturssonar, upplýsingafulltrúa
Islandssíma.
Pétur segir að samkvæmt
gögnum frá vísitöludeild Hag-
stofunnar hafi símakostnaður
fjölskyldna hérlendis numið um
6 milljörðum á síðasta ári. Ný
gjaldskrá Islandssíma gæti því
sparað fjölskyldum í landinu allt
að 500 milljónum króna á ári,
kjósi þær að hefja viðskipti við
Islandssíma. Við þessa útreikn-
inga hafi verið tekið tillit til far-
símanotkunar heimilanna og
millilandasímtala, sem Islands-
sími hóf að bjóða í marsmánuði.
Rflásstjómm viil
fá ÞmgvaUabæiim
Forsætisráðherra sagði að Þingvallabærinn væri ekki heppilegur sem
sumarhús fyrir forsætisráðherra.
Davíð Oddsson sagði
Þingvallahæinn
óheppilegan sem sum-
arhústað fyrir forsæt-
isráðherra. Rflds-
stjómin vill fá hæinn
sem móttökustað fyr-
ir tigna gesti.
Rannveig Guðmundsdóttir gerði
Þingvallabæinn að umræðuefni á
Alþingi í vikunni þegar hún
spurði forsætisráðherra bver færi
með eignar- og yfirráð yfir bæn-
um og hins vegar hvaða áform
ríkisstjórnin hafi um nýtingu
Þingvallabæjarins í framtíðinni.
Hún sagði fimm hursta Þing-
vallabæinn vera eins og tákn
Þingvalla innan lands og utan.
Hún sagði að svo virtist sem
ágreiningur væri kominn upp um
hvernig nýta skuli bæinn í fram-
tíðinni.
Rannveig minnti á að í gegn-
um tíðina hafi húið prestur í
Þingvallabænum, sem lengi var
jafnframt staðarhaldari og þjóð-
garðsvörður. Þetta væri nú breytt
og komin ný lög um þessi mál-
efni. Þá hafi hluti hússins verið
notaður af ríkisstjórninni til mót-
töku tiginna gesta og sem sumar-
bústaður fyrir forsætisráðherra.
Ónæði yfir sumarið
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði að samkvæmt lögfræðilegu
áliti sem Þingvallanefnd hefði
kallað eftir hefði ríkið fullt eign-
arhald á Þingvallabænum. Hann
rakti hvernig húsið hefði verið
nýtt sem opinber bústaður for-
sætisráðherra og sem hústaður
prests og þjóðgarðsvarðar þegar
þau störf hafi farið saman. Hins
vegar hafi Þingvallabærinn aldrei
verið prestssetur sem slíkt og all-
ur kostnaður af húsinu í heild
verið greiddur af ríkinu.
Hann sagði þarfir þjóðgarðsins
varðandi starfsmannahald aðrar
en áður. Hann sagði að hug-
myndir um nýtingu hússins væru
ekki full mótaðar. Ríkisstjórnin
hefði hug á að fá meiri og betri
aðstöðu til að taka þar á móti
gestum cn þjóðgarðsvörður,
Þingvallanefnd og prestur yrðu
að hafa ákveðna aðstöðu. Hins
vegar eru í sókninni um 50
manns og svo lftil sókn ber ekki
sóknarprest með sama hætti og
verið hefur.
Forsætisráðherra sagði að
Þingvallabærinn væri ekki heppi-
legur sem sumarhús fýrir forsæt-
isráðherra eins og hann hefur átt
að vera. Yfir sumarið væri þar
ekkert næði til hvíldar. Hann
sagðist sjálfur hafa notað hann á
haustin og vorin og dálítið yfir
veturinn. Það væri meiri hvíld að
því að vera í „sínum eigin kofa,“
eins og Davíð Oddsson tók til
orða. - s.DÓR
Reynt að a£La
gagna um hvarf
Einars Arnar
Lögreglan í Kópavogi reyndi í
gær með skipulögðum hætti að
afla gagna um ferðir Einars
Arnar Rirgissonar, 27 ára gam-
als íhúa í Kópavogi. Skipulegri
leit var hætt í fyrrakvöld en til
hans hefur ekkert spurst í 3
sólarhringa.
Einar Arnar Birgisson er iengst til
vinstri á myndinni
Tryggt gegn mengandi förmum
Drög að nýjuTagarrumvarpi gera ráð fyrir að skipafélögum sem flytja
mengunarfarma til landsins, verði skylt að tryggja sig gagnvart hugs-
anlegum skaða. Tryggja á að fyrirtækin geti greitt þann kostnað sem
hlýst af viðbúnaði vegna mengunarslysa og geta stjórnvöld þá hlutast
til um hverjir geti siglt. Benda má á að siglingaleiðir olíuskipa liggja
um mikilvægustu hrygningarslóðir þorsks hér við land.
10 sementspokar gerðn gæfumuninn
Hjálparstarf kirkjunnar styrkti tæplega 100 indverskar fjölskyldur lil
að eignast steinhús eftir að flóð höfðu sópað burt strákofum þeirra og
yrirleitt aleigunni. Styrkurinn fólst ýmist í 1.000 múrsteinum eða 10
sekkjum af sementi. Andhra Pradesh fy'lki lagði til stóran hluta
heildarkostnaðarins, en með því skilyrði að hver fjölskylda legði sjálf
fram svolítinn skerf. Það tilboð gátu fátækir daglaunamenn á akri,
með 25-80 kr. laun á dag, ekki þegið án aðstoðar. Þeir sem nutu að-
stoðar H.k. voru hins vegar hólpnir og eiga nú væntanlega ný stein-
hús. - HEl
26 veiðileyfasviptingar
Fiskistofa svipti í október alls 26 skip veiðileyfum. Þar af voru fjögur
skip svipt leyfum vegna afla umfram aflaheimildir og 22 sldp vegna
veiða án aflaheimilda.
Tvö skip voru svipt leyfum vegna brota í báðum flokkum, Jói Bjarna
frá Höfn og Tjaldur frá Selfossi. Sviptingarnar voru annars vegna
skipa úr öllum landshlutum. - fþg