Dagur - 11.11.2000, Síða 8
32- LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 - 33
FRÉTTASKÝRING
Díyptr
Manunon reynis niörgum erfiöur
SIGURDÓR
SIGURDÖRS
SON
SKRIFAR
Heilbrigöisstofnanir
fara lun 1,5 miUjarð
fram úr fjárlögum.
Stjórnendur segja rétt-
mætar skýringar á
því. Fjárlaganefndar-
menn ætlast til að
ekki sé farið fram úr
fjárlögnm.
Ríkisendurskoðun hefur staðfest
að heilbrigðisstofnanir í landinu
muni fara um 1,5 milljarð króna
fram úr fjárlögum þessa árs. Þar
af sé 1,1 milljarður vegna launa-
skriðs og um 400 milljónir vegna
annarra útgjalda. Það er í sjálfu
sér ekkert nýtt að heilbrigðis-
stofnanir fari fram úr fjárlögum.
Hins vegar þykir mörgum þetta
einkennilegt nú vegna þess að í
fyrra var veitt nokkrum milljörð-
um króna til að hreinsa upp
skuldir heilbrigðisstofnana. Að
auki voru skildir eftir dálitlir sjóð-
ir hér og þar sem áttu að duga
þessum stofnunum til að geta
staðið við fjárlög á þessu ári. Það
er því ekki nema von að fjárlaga-
nefndarmenn séu allt annað en
kátir með þessa niðurstöðu Ríkis-
endurskoðunar á stöðunni.
Miklir fjármunir í fyrra
„Það voru settir í þetta mál mikl-
ir fjármunir í fyrra sem hefur orð-
ið til þess að vandinn er minni nú
en hann hefði orðið. Ljóst er að
þarna eru inni launahækkanir
sem hafa farið fram úr forsend-
um Ijárlaga, sem skýra hluta af
þessari stöðu. Þarna virðist hafa
orðið eitthvert launaskrið inn í
heilbrigðiskerfinu. Einhverjir
hópar hafa staðið útaf og fengið
meiri hækkanir heldur en launa-
forsendur fjárlaga gerðu ráð fyr-
ir,“ segir Jón Kristjánsson, for-
maður fjárlaganefndar.
Hann segir þó að þessi auka-
fjárveiting í fyrra hafi ekki dugað
til að leysa vanda allra stofnan-
anna. Þar hafi staðið útaf nokkr-
ar stofnanir, sem hafi svo verið í
skoðun á þessu ári. Nú eftir að
Ríkisendurskoðun hefur farið yfir
málið og gert fjárlaganefnd grein
fyrir niðurstöðunni muni nefndin
fara yfir málið á næstunni.
Jón segir hitt alveg ljóst að fjár-
laganefnd taldi sig hafa komið til
móts við vanda allflestra sjúkra-
stofnana.
Aldrei áhyggjulausir
Hann var spurður til hvaða ráða
yrði gripið, hvort heilbrigðisstofn-
unum yrði þá gert að hagræða og
spara eða hvort um fjárveitingu til
stofnananna yrði að ræða?
„Forsendur fjárlaga liggja Ijósar
fyrir. Eg vil ekkert segja um það á
þessu stigi til hvaða ráða verður
gripið. Umfangið í heilbrigðis-
geiranum hefur aukist mikið á
undanförnum árum. Allt tal um
niðurskurð í honum er aiveg út í
hött. Menn hafa alltaf verið að
auka starfsemina ár frá ári. En
hvað gert verður núna vil ég engu
spá um.“
- Ef litið er ntörg ár aftur í tím-
ann virðist alltaf koma upp fjár-
skortur hjá heilbrigðisstofnunm á
hverju ári. Er þetta ólæknandi?
„I þessum geira eru menn
aldrei áhyggjulausir í fjármálum.
Hér er um afar váðkvæma starf-
semi að ræða og þess vegna er
umræðan um hana alltaf meiri en
um aðra flokka. En því verður
seint þannig fyrir komið að menn
þurfi ekki að hafa áhyggjur af
fjármálum opinberra stofnana,
hvort sem er í heilbrigðisgeiran-
um eða annars staðar," segir Jón
Kristjánsson.
Fjármunir verða að fylgja
„Við höfum kynnt stjórnvöldum
fjárhagsvanda upp á 350-400
milljónir. Það væri sú upphæð
sem spítalinn þvrfti til að komast
í gengum árið í ár með eðlilegum
hætti. Þau atriði sem skýra vand-
ann eru meðal annars slysaaldan
á árinu. Við höfum skýrt frá hvað
þurfti að kalla út af fólki vegna
þessa á aukavaktir og fleira. Þetta
nemur uni 40 milljónum. Við
höfum í annan stað bcnt á að það
voru flutt verkefni frá Trygginga-
stofnun ríkisins til Landsspítal-
ans - háskólasjúkrahúss, sem er
ávísun á lyf. Við teljum að það sé
eðlilegt að fjármunir fylgi því sem
þarna er flutt til. Það teljum viö
réttmæta beiðni. Þriðja atriðið
sem við nefnum er að verðlags-
þróun í landinu hefur sannanlega
orðið önnur en forsendur fjárlaga
gerðu ráð fyrir. Þar var talað um
3% verðbreytingu en raunin hef-
ur orðið önnur eða um 5%,“ segir
Magnús Pétursson, forstjóri
Landsspítalans-háskólasjúkra-
húss, um framúr keyrsluna.
Hann segir að þungu Iiðirnir
hjá spítalanum séu lyfjakostnað-
ur og allt honum tengt, sem hef-
ur hækkað um 8% milli áranna
1999 og 2000. Þar sé bæði um að
ræða hækkandi verðlag og ný og
dýrari lyf. Hann segir að verðlag
varðandi spítalann sem hækkar
umfram 3% á þessu ári verði að
vandamáli. Síðan segir hann
ýmsa aðra liði koma til að þeir
séu mun minni vandi en allt varð-
andi lyljakostnaðinn. Þar nefnir
hann sem dæmi að ekki hafi ver-
ið búið að lenda öllum launaað-
Iögunar samningum í fyrra. Það
hafi dregist fram eftir þessu ári.
Sé margt öðruvísi
„Starfsmenn spítalans hafa lagt
sig mjög fram um að reyna að
halda kostnaði innan marka. Það
var farið í ýmis konar niðurskurð
eða sparnað í ársbyrjun. Margt af
því hefur gengið eftir en það er þá
bara eitthvað annað sem bólgnar
upp,“ segir Magnús.
- Þú varst um langt árabil ráðu-
neytisstjóri i fjármálaráðuneytinu
og hefur eflaust ekki tekið þvt
fagnandi þegar heilbrigðisstofnan-
ir voru að keyrafram úr fjárhagsá-
ætlun. Nú ert þú hinu megin við
borðið. Líturðu vandann öðrum
augum nú en þegar þú varst ráðu-
neytisstjóri?
„Hlutverkin eru vissulega ólík.
Mig langar að hafa örlítinn for-
mála að svarinu. Hér er um að
ræða starfsemi sem er ekki alveg
stjórnað eftir peningunum ein-
um. Við erum með starfsemi þess
eölis að allir geta komið hingað
og fengið þjónustu. Eg hef hverki
Ríkisendurskoðun hefur staðfest að heilbrigðisstofnanir í landinu muni fara um 1,5 milljarð króna fram úr fjárlögum þessa árs. Þar af sé 1,1 milljarður vegna
launaskriðs og um 400 milljónir vegna annarra útgjalda
heimild né löngun til að tak-
marka það. Ef innkomur vaxa hjá
mér á bráða- og slysamóttöku
um 1 5% á ári, þá verð ég að fá við-
urkenningu á því. Ibúum fjöigar
hér um 2% á ári. A því þarf ég líka
að fá viðurkenningu.
Jón Kristjánsson: Þvi verður seint
þannig fyrir komið að menn þurfi
ekki að hafa áhyggjur af fjármálum
opinberra stofnanna, hvort sem er i
heilbrigðisgeiranum eða annars
staðar.
Hitt er svo rétt sem þú sagðir
að ég djöflaðist á stjórnendum
heilbrigðisstofnana hér áður fyrr
ef þeir fóru fram úr og þá þótti
þeim skilningur minn knappur
þegar ég sagði þeim að láta þetta
stemma. Eg verð að viðurkenna
Magnús Pétursson:
Það gengur ekki að eiga að
framleiða endalaust lækningar
og að það sé ekkert samhengi
á milli framleiðslu og
peningainnkomu.
að vissulega hefur maður Iært dá-
lítið og skilið starfsemina betur
en áður. En kjarni málsins er sá
að Ijármögnunarkerfinu á þessu
verður að brcyta. Það gengur ekki
að eiga að framleiða endalaust
lækningar og að það sé ekkert
Einar Oddur Kristjánsson:
Ef einhverjir forstjórar
stofnana vilja hækka laun þá
verður það að leiða til þeirrar
hagræðingar að það
borgi sig.
samhengi á milli framleiðslu og
peningainnkomu," sagði Magnús
Pétursson.
Bætum ekki launaskrið
„Við hreinsuðum upp allar þessar
stofnanir á sfðasta ári og skildum
Guðný Sverrisdóttir:
Ef einhver ætlar að halda því
fram að það kosti ekki neitt
að sameina svona stofnanir,
þá veður sá hinn sami í villu
og svima.
eftir potta lýrir ráðherrann til að
jafna ef eitthvað vantaði upp á.
Við bættum launabreytingum
samkvæmt samningum og sam-
kvæmt taxtabreytingum við, en
það er alveg ljóst, hvaða stofnun
scm í hlul á, við bætum ekki
launaskrið. Það á öllum að vera
dagljóst. Ef einhverjir forstjórar
stofnana vilja hækka laun þá
verður það að leiða til þeirrar
hagræðingar að það borgi sig,"
segir Einar Oddur Kristjánsson,
varaformaður fjárlaganefndar.
Hann segir að menn gætu rétt
ímyndað sér í hvaða stöðu Alþingi
væri ef forstjórar stofnana hefðu
sína hentisemi með það hver
Iaunin væru og svo kæmi ríkið
um hver áramót borgaði.
Einar var spurður hvort hann
væri með þessu að segja að heil-
brigðisstofnanir yrðu að taka
þennan 1,5 milljarð króna á sig
og leysa vandann með hagræð-
ingu eða niðurskurði?
Taki á sig laimabreytingar
„Við gerðum öllum stofnunum
ríkisins, bæði hjúkrunarstofnun-
um og öðrum, nákvæma grein
fyrir því við fjárlagaumræðuna
haustið 1999 að mjög hart yrði
gengið eftir því að menn fylgdu
fjárlögum. Fjármálaráðuneytið
gaf út sérstakar leiðbeiningar og
starfsreglur um hvernig skyldi
eftir þessu farið og með því fý'lgst.
Þess vegna er ætlast til þess að
þessar stofnanir taki þetta á sig ef
hér er fyrst og fremst um breyt-
ingar á launum að ræða, eins og
Ríkisendurskoðun lætur liggja
að,“ segir Einar Oddur.
Hann segir að það séu ýmis
vandamál í gangi hjá ríkisstofn-
unum sem þurfi að skoða. Þar sé
um óleyst má að ræða sem þurfi
aö leysa. Hann nefnir í því sam-
bandi daggjaldastofnanir. Þær
þurfi að skoða gaumgæfilega og
þá sérstaklega greiðsluflæði til
þeirra. Hann segir að það starf sé
þegar byrjað.
Margir glíma við vandann
„Annars er það ekki sér íslenskt
að heilbrigðisstofnanir fari fram
úr fjárhagsáætlunum. Allar þjóðir
Evrópu glíma við þann vanda
hvernig hemja eigi kostnaðar-
aukningu í heilbrigðismálum.
Hann kemur til af ýmsu en mestu
veldur að það er alltaf að koma ný
og meiri tækni í lækningum og
hún er dýr. Við Islendingar, eins
og aðrar þjóðir V-Evrópu, viljum
hafa mjög góða heilbrigðisþjón-
ustu. Það er enginn vafi á því að
samkvæmt erlendu mati er ís-
lensk heilbrigðisþjónusta mjög
Gísli S. Einarsson: Gera verður
kröfu til þess, hvort sem um er að
ræða heilbrigðisstofnanir eða ein-
hverjar aðrar stofnanir, að menn
haldi sig við þau fjárlög sem þeim
eru sett.
Laimakostnaðumm
22% hærri en 1998
Ríkisendurskoðim
grunar að heilbrigðis-
stofnanir landsins fari
1,5 miUjarða framúr
fjárlögum í ár, nær
tvöfalt meira en í ný-
legum áætlunum
þeirra sjálfra.
A grundvelli mats á afkomuhorf-
um heilbrigðisstofnana telur Rík-
isendurskoðun að fjárþörf þeirra
stefni allt að 1,5 milljarða um-
fram fjárheimildir fjárlaga 2000.
Nú í scptember námu fjárheim-
ildir 87 heilbrigðisstofnana tæp-
um 36 milljörðum króna, sem er
1,8 milljarða (5%) hækkun frá
síðasta ári. I júlí sl. óskaði Ríkis-
endurskoöun eftir upplýsingum
þessara stofnana, annars vegar
um ai’komuna á fyrri hluta ársins
og hins vegar um áætlaða afkomu
þeirra í árslok 2000.
IIin 7% lunfram heimildir
Ársáætlun þeirra hljóðaði upp á
880 milljónir umfram fjárheim-
ildir ársins, eða rúmlega 36,8
milljarða - sem er 2,5% umfram
heimildir og 5% umfram rekstrar-
koslnað síðasta árs. Landsspítal-
inn er með sléttan helming þcssa
kostnaðar, 18,4 milljarða. Ríkis-
endurskoðun gerir aftur á móti
ráð fyrir að stofnanirnar vanmeti
útgjöldin, þau muni hækka um
7% milli ára, í 37,5 milljarða.
Launin 77%
Launaútgjöld eru langsamlega
stærsti kostnaðarliðurinn
(77,5%). Sjálfar áætla stofnanirn-
ar að launaútgjöldin verði 28,5
milljarðar á árinu, sem er 1,8
milljarða og tæplega 7% hækkun
frá 1999, eða kringum tvöfalt
meiri hækkun en fjárlög gerðu
ráð fyrir. Samkvæmt því hcfur
launakostnaðurinn hækkað 22%
að meðaltali frá 1998. Ríkisend-
urskoðun telur að launaútgjöldin
hækki ennþá meira, eða um 1%
til viðbótar áætlun stofnananna
sjálfra.
En þessi 22% mcöalhækkun
skiptist mjög misjafnlega: Mesta
hækkunin er tæp 33% á heilsu-
gæslustofnunum, rúm 30% á
daggjaldastofnunum og tæp 27%
á hjúkrunarheimilum. Á stóru
(deildskiptu) sjúkrahúsunum er
hækkunin hins vegar 19% og inn-
an við 18% á öðrum sjúkra- og
heilsugæslustofnunum.
Óraunhæfar áætlanir
Á móti umframhækkun launa
ætla sjúkrahúsin og heilsugæslan
að spara á öðrum sviðum. Annan
kostnað en laun áætla stofnanirn-
ar aðeins 8,3 milljarða í ár -
snöktum minna en 1999. Ríkis-
endurskoðun finnst þetta nokkuð
óraunhæfar áætlanir - líklegra að
þessi kostnaður verið allt að 8,7
milljarðar, eða 4% hærri en í
lýrra.
Um 700 m framúr á fyrra
misseri
Á fyrri helmingi ársins 2000 áætl-
uðu stofnanirnar að þær mundu
eyða 17,7 milljörðum (umfram
sértekjur), eða um 48% af því sem
þær gerðu ráð fyrir á árinu öllu. 1
revnd urðu útgjöldin hins vegar
18,4 milljarðar, eða um 700 millj-
ónir umfram hinar nýlegu áætl-
anir heilbrigðisstofnanna sjálfra.
Hlutfallslega fóru heilsugæslu-
stöðvarnar langlengst fram úr
áærlunum sínum, hátt í 9%, en
daggjaldastofnanirnar minnst að-
eins 1%. Á sjúkrahúsunum virð-
ast menn hafa feilreiknað sig um
3-4% að jafnaði.
525.000 krónurá
fjölskyldu
Þótt áætlanir heilbrigðisstofn-
anna um 36,8 milljarða útgjöld á
árinu stæðust, samsvara þau uni
525.000 kr. á hverja fjögurra
manna fjölskyldu í landinu. Sem
fyrr segir er helmingur þess
kostnaðar á Landsspítalanum
einum og samtals 23 milljarðar
(62%) á deildaskiptu sjúkrahús-
unum sex. Hin sjúkrahúsin tólf
áætla útgjöld sín 3,5 milljarða.
Heilsugæslan áætlar 2,5 milljarða
kostnað. Hjúkrunarheimilin 4,1
milljarð og daggjaldastofnanirnar
(dvalarheimilin) 3,8 miiljarða. -
hei
77 milljóna hækkun
hjá SÁA
Áætluð hæld<un milli ára er hlut-
fallslega langmest hjá: Fellaskjóli
í Grundarfirði (57%), Dvalar-
heimilinu í Borgarnesi (29%),
SÁÁ (28%), Heilsug. í Garðabæ
(22%), Hrafnistu í Hafnarfirði
(19%), Heilsug. í Reykjavík og
Hveragerði (17%), Hraunbúðum
í VE (16%), Heilsug. í Kópavogi,
Þorlákshöfn og Eir (15%). - HEI
góð,“ segir Einar Oddur.
Hann segir að við séum að eyða
í hærri kantinum til heilbrigðis-
mála, sem hlutfall af þjóðartekj-
um, en erum þó ekki hæstir.
Hann segir líka að þótt margir
segi að föst fjárlög gagnvart heil-
brigðisstofnun séu oft grimm, þá
eigi menn ekki aðra völ en að
krefjast þess að farið sé eftir fjar-
lögunum.
Sameiningin kostar sitt
Guðný Svcrrisdóttir er stjórnar-
formaður Ríkisspítalanna. Hún
bendir á að ef Landsspítalinn-há-
skólasjúkrahús fer um 400 millj-
ónum fram úr fjárhagsáætlun þá
séu það 2% af heildarkostnaði.
Það sé í sjálfu sér ekki há pró-
senta en aftur á móti margar
krónur.
„Það eru til skýr rök fyrir þess-
ari fram úr keyrslu á fjárlögum.
Ekki minna en 130 milljónir
króna eru vegna verðlagsbreyt-
inga. 1 fjárlögum var gengið út frá
3% verðlagsbreytingum en þær
urðu 5%. Þetta sá enginn fyrir og
fullkomin skýring er á öllu öðru.
Inn í þetta kemur launaskrið
vegna kjarasamninga en ekki það
að verið sé að laða fólk að með vf-
irborgunum.
Loks má ekki gleyma því að við
erum að sameina þarna tvær stór-
ar stofnanir, Landsspítalsnn og
Sjúkrahús Reykjavíkur f Lands-
spítala-háskólasjúkrahús, sem
eru með veltu upp á 20 milljarða
króna á ári. Ef einhver ætlar að
halda því fram að það kosti ekki
neitt að sameina svona stofnanir,
þá veður sá hinn sami í villu og
svima," segir Guðný.
- Hvemig verður þessu mætt hjá
ykkur?
„Auðvitað ber okkur að reyna
að reka sjúkrahúsin innan ramma
fjárlaga og ef við fáum ekki leið-
réttingu okkar mála þá verðum
við að hagræða og spara með ein-
hverjum hætti. En ég spyr á móti,
hvað vill þjóðin? Vill hún að við
lengjum biðlistana eða hvað?“
segir Guðný Sverrisdóttir.
Geta ekki skorist imdan
ábyrgð
Gísli S. Einarsson er fulltrúi
Samfylkingarinnar í ljárlaga-
nefnd. Hann var spurður hvernig
hann vildi mæta þessum vanda
heilbrigðisstofnana?
„Eins og þetta blasir við mér
verða menn að taka tillit til þeirra
lyfja hækkana sem hafa orðið.
Menn verða líka að taka tillit til
skekkju í restrargrunni ef um
hana er að ræða. Eg þvkist viss
um að iint skekkju er að ræða í
einhverjum tilvikum. Síðan verð-
ur að gera kröfu til þess, hvort
sem um er að ræða heilbrigðis-
stofnanir eða einhverjar aðrar
stofnanir, að menn haldi sig við
þau fjárlög sem þeim eru sett. En
auðvitað geta komið upp á tilvik
sem menn verða að mæta. Þar
má nefna sem dæmi þá miklu
slysaöldu sem varð í sumar. Slíku
verða menn að mæta,“ segir Gísli.
Hann hendir á að vegna henn-
ar hafi verið um mikla yfirvinnu
að ræða enda stóðu yfir sumarfrí
starfsfólks spítalans þegar þetta
gerðist. Gísli segir að fram hjá því
verði ekki vikist að bæta spítalan-
um þetta upp.
„Aftur á móti tel ég að launa-
skrið sem slíkt eigi ekki að eiga
sér stað eftir að búið er að gera
kjarasamninga. Við í fjárlaga-
nefnd gengum út frá ákveðnum
grunni í fjárlagagerð lýrir árið
2000. Ég hef því varið fjárlaga-
nefnd í þessu máli vegna þess að
ég taldi að allt lægi á borðinu. En
ef það er að koma í ljós nú að svo
var ekki, þá vil ég að menn standi
ábyrgir fyrir mistökunum, svo ég
tali nú ekki um ef ekki hafa verið
gefnar upp allar upplýsingar sem
þurfti. Menn geta ekki skorast
undan slíkri ábyrgð," segir Gísli
S. Einarsson.