Dagur - 11.11.2000, Qupperneq 11

Dagur - 11.11.2000, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 - 35 Dí&ur. ERLENDAR FRÉTTIR GagnslitUr íimdir áhrifalítilla leiðtoga Palentínskir róttæklingar brenna ísralelska fánann við jarðarför Abayat, leiðtoga Fatahsamtakanna, sem feiidur var s.i. þriðjudag. í ísrael berjast menn og hafa í hótimion og sér ekki fyrir endann á stríösástandinu þar Svartsýni gætir hvað varðar frið- arhorfur í Miðausturlöndum. Átökin milli ísraela og Palestínu- manna magnast heldur en hitt og friðarviljinn er af skornum skammti. Clinton Bandaríkjafor- seti reynir að miðla málum en hvorki gengur né rekur í þcirri viðleitni. Arafat er nú í Washington en kom við í New York og reyndi að telja Orj'ggisráð Sameinuðu þjóðanna á að senda friðar- gæsluliö til sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna á Vesturbakk- anum og Gaza, en varð Iítið ágengt. Á fundinum með Clint- on lagði Ieiðtoginn áherslu á stuðning við hugmyndina um friðargæsluliðið, en Bandaríkja- forseti tók dauflega í þá mála- leitan, enda hafa Israelsmenn lagst gegn henni og segja að ekki beri að verðlauna Palistínumenn fyrir að standa að óeirðum. Barak forsætisráðherra Israels fer til Bandaríkjanna á morgun, sunnudag, til viðræðna við Clinton. Hann sagðist í gær vera svartsýnn á að þær viðræður hæru árangur og kennir Palest- ínumönnum einhliða um hvern- ig komið sé fyrir friðarferlinu. Fatahleiðtoginn Hussein Abayat, sem fórst er ísraelsk þyrla skaut flugskeyti á bíl hans var jarðsettur í gær. Róttækir Palestínumenn hóta að hefna hans grimmilega og sama dag og jarðarförin fór fram sprakk spengja við Musterishæðina í miðborg Jerúsalem. Israelskur lögreglumaður særðist. Víðar kom til átaka og særðust um 20 Palestínumenn og nokkir ísra- elskir lögreglumenn meiddust einnig. Yfir 200 manna hafa fallið síð- an óeiröirnar hófust fyrir sex vik- um, þar af 18 ísraelar, hinir eru allir Palestínumcnn eða Arabar búsettir í Israel. Þúsundir manna hafa særst. Embættismenn í Washington telja að meira beri á milli deilu- aðila en svo, að Clinton geti miðlað málum á þessu stigi, og fara ekki í launkofa með að þeir sem deila skorti þann friðarvilja sem þarf til að eiginlegar samn- ingaviðræður geti hafist. Arafat og Barak eru báðir her- skáir í viðtölum við fjölmiðla, enda er vafasamt að semja um vopnahlé og einhverja skilmála sem geta orðið grundvöllur frið- arviðræðna eins og á stendur. Barak hefur ekki þingmeirihluta á bak við stjórn sína og Likudbandalagið undir stjórn Ariel Sharon setur óásættanleg skilyrði fyrir þátttöku í neyðar- stjórn. I hinum herhúðunum er vafasamt hvort Arafat hefur þau v'öld og áhrif, að honum yrði hlýtt þótt hann næði einhvers konar friðarsamkomulagi við Israela. Hatur Palestínumanna á Isra- elum og fyrirlitning Gyðinga á Aröbum fær útrás í þeim átökum sem nú eiga sér stað, þar sem palestínskir unglingar leika Dav- íð með slöngvivöðum sínum en vel vopnum búnir Israelar eru í hlutverki Golíats. Hvorug þjóðin Iýtur styrkri stjórn, sem getur tekið af skarið og samið um vopnahlésskilmála eða frið. Því eru þær friðarum- leitanir sem Clinton reynir að leiða máttvana fæddar. Þrátt fyr- ir hinn mikla stvrk Bandaríkj- anna á alþjóðavettvangi er þeim um megn að sætta hið ósættan- lega. Það er satt bcst að segja held- ur nöturlegt, eins og nú stendur á, fyrir Bandaríkjaforseta að hafa larið í árangurslausa friðarferð til Egyptalands til að reyna að korna vitinu fyrir stríðandi þjóð- arleiðtoga og að kalla þá síðan á sinn fund, sem er gagns- og áhrifaleysið uppmálað. En Bandaríkjamenn verða að sætta sig við sitthvað þessa dag- anna og hafa líklegast meiri áhyggjur af cigin stjórnsýslu en óróaseggjunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. - OÓ Búist við rigningu í Bretlandi LONDON - Búist er við að flóðin í Bretlandi, þau verstu í hálfa öld, gætu enn versnað um helgina en spáð er mik- illi úrkomu. Embættis- menn vöruðu í gær við aukinni hættu og óttast er að enn fleiri þurfi nú að yfirgefa heimili sín. Talsmaður hreskrar veð- urstofu sagði í gær að ár bæði í norð-austur Englandi og í suð-aust- ur Englandi væru í sér- ______________________ stakri hættu hvað flóð varðaði og húast niætti við að fólk á þessum svæðum yrði að yfirgefa hús sín. manna hafa orðiö að vfirgefa heimili sín vegna flóðanna i að undanförnu. Ferðamenn á Bretlandi hafa líka lent Þúsundir manna hafa orðið fyrir barðinu á flóðum i Bretlandi að undnanförnu m.a. þessi kona í Schrewsberry. Þúsundir Bretlandi í miklum vandræðum, einkum eftir að flóðin rufu í sundur mikilvægar lestar- leiðir og hafa auk þess gert váðgerðarmönnum erfitt fyrirf Frönskum kúm ekki slátrað PARIS - Jean Galvany landbúnaðarráðherra Frakka hafnaði í gær til- lögu um að slátrað vrði milljónum nautgripa í því skyni að útrýma kúariðu í landinu. Hann sagði að slíkur allsherjar niðurskurður myndi einungis valda enn meiri ruglingi og óróa meðal neytenda en orðið væri. „Þessi tillaga byggir ekki á neinum skynsamlegum grun- ni,“ sagði Galvany í viðtali við Liberation. „ Þetta myndi einungis auka á grunsemdir manna um að það væri í raun eitthvað að franska kúastofninum sem slíkum," bætti hann við. Tillagan er komin frá einum helstu samtökum kúabænda í Frakklandi sem eru að reyna að sporna við þeim skaða sem þessi veiki hefur þegar valdið, en talið er að áætlunin myndi kosta um 20 milljarða franka. I Iandbúnaðargeira Evrópusambandsins mun hins vegar vera nokkur hljómgrunnur fyrir þessari tillögu og þar er kostnaðurinn ekki sagður vaxa mönnum í augum. Vilja banna NPD BERLIN (Reuters) - Efri deild þýska þingsins hefur samþykkt átak til að banna NPD, öfgaflokk til hægri sem þingdeildin segir að stefni að því að stofna Fjórða ríkið í Þýskalandi og spilla lýð- ræðislegum gildum í land- inu. Samþykkt þingdeild- arinnar fylgir í kjölfar fjöldamótmæla í Berlín þar sem um 200 þúsund Kerti sem kveikt var á fyrir utan óperuna i manns gengu til að mót- Dresden í mótmæiagöngunni þar á mæla uppsveiflu „kristaisnótt" gegn nýnazisma. nýnazista, á afmælisdegi ------------1------------- kristalnæturinnar ill- ræmdu, sem oft er sögð marka upphaf skipulegra ofsókna nazista gegn Gyðingum. ■ FRÁ DEGI TIL DflGS LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 3 16. dagur ársins, 50 dagar eftir. Sólris kl. 9.44, sólarlag kl. 16.39. Þau fæddust 11. nóv- ember • 1835 Matthías Jochumsson, skáld og prestur. • 1882 Gustav Adolf, konungur Svíþjóðar 1950 til 1973. • 1885 George Patton, bandarískur hers- höfðingi. • 1896 Lucky Luciano, bandarískur glæpaforingi. • 1922 Kurt Vonnegut yngri, bandarískur rithöfundur. • 1928 Carlos Fuentes, mexíkóskur rit- höfundur. • 1928 Ólafur Ólafsson fyrrum landlækn- ir. • 1935 Bibi Anderson, sænsk leikkona. • 1945 Edda Þórarinsdóttir leildvona. Þetta gerðist 11. nóv- ember • 1887 voru fjórir verkalýðsfrömuðir hengdir í Illinois í Bandaríkjunum. • 1918 lauk fyrri heimsstyrjöldinni, nánar tiltekið á elleftu stund ellefta dags ell- efta mánaðar ársins. • 1931 var Nat Turner hengdur í bænum Jerúsalem í Virginíu, Bandaríkjunum, en hann hafði þrernur mánuðum áður verið leiðtogi þrælauppreisnar. • 1943 barðist Pétur Hoffmann Salómonsson einn frækilega við breska hermenn í Selsvör í Reykjavík, að eigin sögn. • 1965 lýsti minnihlutastjórn hvftra í Ródesíu einhliða yfir sjálfstæði landsins. Bretar viðurkenndu ekki sjálfstæðið lyrr en 1980, ári eftir að aðskilnaðarstefnan þar leið undjr lok og nafni landsins var breytt í Simbabve. Afmælisbam dagsins Leonardo DiCaprio, hinn vinsæli leik- ari, er 26 ára í dag. Hann er fæddur í Los Angeles - hvar annars staðar? - árið 1974. Móðir hans er þýsk en faðirinn ítalskur, en þau skildu árið eftir að Le- onardo fæddist. Hann hóf leikferilinn aðeins fimm ára gamall í sjónvarpsþátt- um, og lék í fjölmörgum þáttum og aug- lýsingum næstu árin. Fyrst sást hann í híómynd sextán ára gamall, og þaö hef- ur þróast í það að hann er orðinn einn af allra stærstu stjörnunum í kvik- myndaheiminum. Vísa dagsins Stajiuns geng ég, styður enginn stirðan fótinn, húm er kotnið, hál er gatan, heimurinn vill mig leggja flatan. Páll Ólafsson Tölvur gera okkur auðveldara að gera ljöldamargt, en flest af því sem þær gera auðveldara er óþarfi að gera. Andy Rooncy, bandariskur sjónvarpspistlahöfundur. Heilabrot Maður nokkur átti tvær veggklukkur. Önn- ur þeirra flýtti sér um eina mínútu á klukkustund, en hin seinkaði sér um tvær mínútur á klukkustund. Hann stillti þær báðar réttar samtímis, en næst þegar hann leit á þær var önnur þeirra nákvæmlega klukkustund á undan hinni. Hve langur tími hafði þá Iiöið frá þvf hann stillti þær? Lausn á síðustu gátu: Eldast. Veffang dagsins Sýnishorn af hinni nýju íslensku orðabók frá Eddu hf. er hægt að skoða á Netinu, en hún er að uppistöðu hin klassíska Qrðabók Árna Böðvarssonar: www.ord.is

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.