Dagur - 23.11.2000, Blaðsíða 1
Tekst að hemj a
“Stdra bróður“?
Persónuvemdarlögin
taka gildi iiin áramót-
in. Ráðherra fær á
næstunni ólíkar til-
lögur frá tölvunefnd
og lögregluyfirvöld-
um. Tekist á um hvað
megi skrá og hvað
megi geyma það lengi.
Lögregluyfirvöld og tölvunefnd
munu á næstunni senda dóms-
málaráðuneytinu umsögn og til-
lögur um efni reglugerðar, þar
sem nánar verður kveðið á um þá
stefnu persónuverndarlaga að
ekki skuli skrá meira af persónu-
upplýsingum en þörf er á og ekki
geyma slíkar upplýsingar, þar
með talið rafrænar, lengur en
þörf er á. Miðað við reynsluna er-
lendis má búast við því að tillög-
ur lögreglu og tölvunefndar verði
ærið ólíkar.
Sú er að minnsta kosti reynslan
víða í Evrópu og í Noregi fer nú
fram heit umræða um skráningu
og geymslu rafrænna persónu-
upplýsinga. Lögregla þar vill fá að
geyma allar rafrænar upplýsingar,
svo sem um flugferð-
ir einstaklinga, ferju-
ferðir, farsímanotk-
un og rafpóstsend-
ingar (e-mail) í heilt
ár. Deilan nær ein-
nig til geymslu á
gögnum úr umferð-
armyndavélum.
Leitað að guUniun
meðalvegi
„Persónuverndarlög-
in taka gíldi nú um
áramótin, en þar er
gert ráð fyrir því að dómsmála-
ráðherra skuli mæla nánar fyrir
um vinnslu persónuupplýsinga
hjá lögreglu, þ.e. um öryggi per-
sónuupplýsinga, innra eftirlit
með vinnslu þeirra og svo um
tímalengd á varðveislu slíkra upp-
lýsinga. Vinna að reglugerð er í
gangi í ráðuneytinu og við erum
því á leiðinni með að fá botn í
þetta. En ég kannast ekki við að
upp hafi komið formleg ágrein-
ingsmál til tölvunefndar er lúta
nákvæmlega að þessu,“ segir Páll
Hreinsson dósent,
formaður tölvu-
nefndar í samtali við
Dag. „A hinn bóginn
eru til allnokkur er-
lend dæmi þess að
gömlum persónu-
upplýsingum úr
skrám lögreglu um
stjórnmálamenn hafi
ólöglega verið veittar
til fjölmiðla til þess
eins að koma höggi á
þá í kosningabar-
áttu,“ bætir Páll við.
Hann kannast vel við umræðu
erlendis um geymslu og tíma-
lengd varðveislu ýmiss konar per-
sónuupplýsinga í rafrænu formi.
„Það er og hefur verið mikil tog-
streita um þetta. Persónuvernd-
arstofnanir í Evrópu vilja tak-
marka þetta, en á móti sækja lög-
regla og leyniþjónustur fram og
vilja fá að skrá og varðveita gífur-
legt magn upplýsinga. Þarna tog-
ast á tvenns konar sjónarmið,
annars vegar að hafa upp á af-
brotamönnum í gegnum nýja
tækni og hins vegar að ekki verði
skráð og geymt meira af persónu-
upplýsingum en þörf er á - og
menn hafa nokkuð ólíkar skoðan-
ir á því hvar hinn gullni meðal-
vegur Iiggur," segir Páll.
Ekki ttmabært
Hann segir að stefna tölvunefnd-
ar byggist á sjöundu grein per-
sónuverndarlaga, þar sem segir
meðal annars að ekki skuli skrá
meira en þörf er á eða geyma
lengur en þörf er á.
Jón Snorrason, yfirmaður efna-
hagsbrotadeildar Ríkislögreglu-
stjóra, segir að innan embættisins
sé enn verið að vinna að umsögn
og tillögugerð og því ekki tíma-
bært að greina frá stefnu embætt-
isins í þessum efnum. Ekki tókst
að afla upplýsinga um gang reglu-
gerðarsmíðarinnar frá dómsmála-
ráðuneytinu í gær. - FÞG
Deilan nær einnig tii
geymslu á gögnum úr
umferðarmynda vélum.
Góðærið
sett í sjóð
Hagfræðistofnun Háskóla ís-
lands leggur m.a. til í haust-
skýrslu sinni að rekstrarafgangur
á ríkissjóði verði lagður í sérstak-
an sjóð í stað þess að nýta hann
til að greiða upp erlendar skuld-
ir. Sjóðurinn verði síðan notaður
til að fjárfesta erlendis. Eftir sem
áður haldi ríkisjóður áfram að
gefa út skuldabréf. Bent er á að
sambærileg leið hefur verið farin
í Noregi með góðum árangri.
Vinna við skýrsluna sem ber heit-
ið „Velferð og viðskipti: Um eðli
og orsakir viðskiptahalla" var
m.a. styrkt með rúmum 4 miljón-
um króna frá forsætisráðuneyt-
inu.
Stofnunin telur að á þennan
hátt sé þekking á lánaumsýslu og
áhættustjórnun með lántökum
hins opinbera haldið við auk þess
sem fjármálamarkaðurinn hefði
nauðsynlega viðmiðunarvexti.
Sjfl ttarlega umfjöllun «' bls. 13
Ússur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar og Margrét Frímannsdóttir varaformaður skoðuðu í gær
starfsemina hjá Ako-Plastos á Akureyri. Þau ræddu m.a. við starfsmenn og skoðuðu plastpokagerð. mynd: brink
Hvar er Davíð í kennaradeilunni?
spyr formaður Samfylkingar.
Lýsir eftir
Davíð
Ossur Skarphéðinsson, formað-
ur Samfylkingarinnar, lýsir eftir
afskiptum Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra af kennaraverk-
fallinu. Össur sat í gær fund
með framhaldsskólakennurum á
Akureyri og kom fram á fundin-
um að áfram verði barist. Össur
segir að afleiðingar verkfallsins
fari að verða mjög alvarlegar
hvað úr hverju og brýnt sé að rík-
isstjórnin taki almennilega á
þessum vanda.
„Verkstjóri ríkisstjórnarinnar
er forsætisráðherra og þegar mál
eru komin í hnút og þjóðarhags-
munir í húfi, er það skylda for-
sætisráðherra að miðla málum
þannig að lausn finnist. Nú
mæla um 20.000 námsmenn
göturnar og margir þeirra munu
tapa önninni, það er jafnvel
mögulegt að heill vetur glatist.
Ætlar forsætisráðherrann ekki
að gera neitt í málinu heldur
standa bara álengdar og fylgjast
með?“ spyr Össur.
Formaður Samfylkingarinnar
bendir á að samninganefnd rík-
isins komi tómhent á hvern
fundinn á fætur öðrum og ríkis-
stjórnin tali um að kröfur kenn-
ara séu skýjum ofar. Hann spyr
hvort menn geri sér ekki grein
fyrir því að ef verkfallið dragist
enn frekar á langinn, komi upp
öngþveiti næsta haust í fram-
haldsskólunum.
Bjöm og Geir burt
Össur segir að ef hann væri sjálf-
ur í sporum forsætisráðherra,
myndi hann stfga fram og taka
málið úr höndum fjármála- og
menntamálaráðhera. En er Öss-
ur sjálfur tilbúinn að hækka
laun kennara um 70%? „Hvenær
hefur það gerst að gengið væri
að öllum kröfum annars við-
semjanda? Aldrei. Málið snýst
ekki um að ganga að öllum kröf-
um kennara. Það snýst um
lendingu og samningsvilja.“ - BÞ
Qclslagfitu 14 • Slml 462 1300
-taktu þær allar
og sparaðu krónurnar
www.ormsson.is