Dagur - 23.11.2000, Page 2

Dagur - 23.11.2000, Page 2
2- FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 FRÉTTIR 40 milljóna króna tap á Eyj afLuginu Jón Karl Úlafsson framkvæmdastjóri Flugfélags íslands segir að það stefni í fækkun fjögurra áfangastaða í innanlandsflugi. Ef svo fer sem horfir verða aðeins fjórar áætlimarleiðir í iirnan- landsfLugi FÍ iiman skauuns. Akureyrar flugið er eini legguriun sem skilar hagnaði. Jón Karl Olafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, vísar því á bug að FI hafi nokkru sinni með yfirlýsingum sínum reynt að gren- ja út ríkisstyrki eins og til að mynda formaður samgöngunefnd- ar, Arni Johnsen, hélt fram í Degi i gær. Hann bendir á að FI sé ekki ríkisrekið flugfélag en hitt sé óhagganleg staðreynd að flugrekst- ur innanlands sé mjög erfiður nú um stundir. Talsmenn annarra flugfélaga hafa velt vöngum yfir því hvort flugleið með um 100.000 farþega á ári eins og Vestmannaeyjaflugið, hljóti ekki að geta skilað hagnaði. Véfengt hefur verið að orð Sigurð- ar Helgasonar, stjórnarformanns FI, standist um tap á Eyjafluginu en framkvæmdastjóri FI staðfestir að mikill hallarekstur hafi verið staðreynd. „í fyrra rákum við þessa flugleið með 30-40 milljóna króna tapi,“ segir Jón Karl um Eyjaflugið. Kunna skýringar þess ekki m.a. að liggja í óhagstæðum flugvéla- kosti, það er að segja of stórum vélum? Því hafnar framkvæmda- stjórinn. ,Af hverju halda menn að Islandsflug hafi hætt að fljúga til Vestmanneyja? Var það vegna þess að þeir græddu svo mikla peninga á því? Nei, þetta hefur ekkert með vélakostinn að gera. Helsta vanda- málið er að margir hópar ferðast til Vestmannaeyja og það er farið að morgni með 40-50 manns en vél- arnar koma nánast tómar til baka. Meðalnýtingin á Vestmannaeyja- leiðinni er 50-52% á ári en sem dæmi er meðalnvtingin á Akureyri 65-68%.“ Nánast tap á öllu Jón Karl segir hetur horfa með af- komu Vestmannaeyjaflugsins í ár en í fyrra en samt sem áður séu að- stæður mjög erfíðar. „Þessi yfírlýs- ing kemur fram vegna þess að við erum að tapa á öllum rekstri inn- anlands nema Akureyrarfluginu og það þarf að finna leiðir til að bregðast við því. Það fljúga um 200.000 farþegar árlega milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur en allur annar rekstur er í besta falli að skríða á núllinu eða niður fyrir það. Þessar eru því miður stað- reyndir málsins," segir fram- kvæmdastjóri FÍ. Ef að líkum lætur mun áfanga- stöðum í flugsamgöngum fækka innan skamms ef marka má orð framkvæmdastjóra FÍ. „Ég hef sagt að það stefni í það að hér verði bara flogið til fjögurra stórra staða. Þar erum við að tala um Akureyri, Egilsstaði, Isaljörð og Vestmanna- eyjar. Markaðurinn er nægilega stór til að hægt sé að sjá fyrir að svoleiðis áætlunarnet beri sig.“ - BÞ -Ð^ur Þyrla Landhelgisgæslunnar nýtir sér nýja áfyllingarmöguleika. Blað brotið hjá Gæslimni Blað var brotið í öryggismálum í gær þegar eldsneytistaka úr dön- sku varöskipi fór fram í þyrluna TF-LíF í fyrsta skipti. Elds- neytistakan heppnaðist vel en unnið hefur verið að þessu verk- efni um nokkurt skeið. Hægt er að auka langdrægni þyrlunnar og aflíastagetu til muna ef hægt verður að nýta þennan möguleika í framtíðinni að taka eldsneyti úr skipum. Dönsku varðskipin eru iðulega við Islands- strendur á leið sinni til og frá gæslustörfum við Grænland og getur þetta skipt sköpum við björgun. Samningur er nú í gildi milli Landhelgisgæslu íslands og danska sjóhersins um eldsneytis- töku og einnig ýmsar aðrar æfing- ar. Hönnun á nýju varðskipi Gæsl- unnar er Iokið og er gert ráð fýrir uppsetningu búnaðar til eldsneyt- ismiðlunar í því. Einnig er í athug- un að setja slíkan búnað í varð- skipin Tý og Ægi. — BÞ Ráðherra vill fækka hrossum Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra vill fækka hrossnm um tugi þúsunda. „í ís- lenskum landbúnaði gildir ekkert annað en ræktunarbúskapur og gæóastýring.“ Þorkell Bjarnason fv. hrossarækt- arráðunautur sagði á dögunum að hann teldi að fækka mætti hross- um á íslandi um allt að 40 þús- und. Flann sagði að stór hluti hrossa í Iandinu væru ekki þess virði að þeim væri haldið Iifandi. Þessi hross bæði skaða hrossa- rækt í landinu og eins er talað um að landið sé ofbeitt af hrossum „Ég tek heilshugar undir orð Þorkels Bjarnasonar enda hef ég sjálfur bent á þetta oftar en einu sinni. I íslenskum landbúnaði gildir ekkert annað en ræktunar- húskapur og gæðastýring. Menn Guðni vill fækka hrossum. eiga ekki að haida ónýtum hryss- um og þeir eiga heldur ekki að halda í hross sem eru einskisvirði frá ræktunarsjónarmiði. Besti vin- ur hins góða bónda með hvað sem hann býr í ræktunarbúskap er hnífurinn. Það þarf alltaf að vera að skera," sagði Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra um þetta mál. í von um skyndigróða Landbúnaðarráðherra segir að menn hafi verið of kærulausir í hrossaræktinni. Eins hafí allt of margir haldið að þeir gætu stokk- ið inn í hrossaræktina og orðið ríkir á skömmum tíma. Þeir hinir sömu hafi haldið að nóg væri að koma sér upp nógu stóru stóði og taka til við að selja hross. Þar með væri allt komið. Þetta hefði að sjálfsögðu verið firra sem nú væri að koma mörgum í koli. „Nú er það komið í Ijós að þeim scm gengur vel í hrossarækt eru að sjálfsögðu þeir sem eru snjallir fagmenn. Menn sem gefa sér langan tíma í ræktunarstarfið og eru strangir við sjálfan sig. Þeir hugsa frekar um að eiga færri hross og góð heldur en eiga eitt- hvert stóð sem þeir ráða ekkert við og setur þá á hausinn á stutt- um tíma,“ sagði Guðní Agústsson landbúnaðarráðherra. Því má bæta hér við að áður en efnahagskreppan skall yfir í Japan var mikið selt þangað af hrossa- kjöti héðan. Það mun nú hafa tekið fyrir þann útflutning að mestu eða öllu leyti, sem er ekki til að bæta ástandiö hjá stóð eig- endum. — S.DÓB Samþykkti Eyvindarárbní Bæjarstjóm Austur-FIéraðs sam- þvkkti á fundi sínum í fyrradag að veita framkvæmdaleyfi til smíði nýrrar hrúar yfir Eyvindará, skammt frá núverandi hrúar- stæði. Brúin sem verður yfir Ey- vindarárgil verður um 90 metra löng, uni 50 mctrum neðan við núverandi brú. Hún er bvggð samkvæmt staðfestu aðalskipu- lagi. Síðasta þriðjudag voru bæjar- stjórn afhentar áskoranir 333ja íhúa Austur-Héraðs, til viðbótar þeim I 25 sem höfðu borist á lýrri stigum, um að bæjaryfirvöld veit- tu ekki leyfi til framkvæmda fyrr en íbúar hefðu fengið tækifæri til að gera athugasemdir við nýtt að- alskipulag lýrir Egilsstaði, en hrú- in cr verður byggð samkvæmt því. Þá lá fyrir áskorun frá 26 atvinnu- rekendum í sveitarfélaginu, sem hvatt var til leýfisveitingarinnar. A bæjarstjórnarfundinum lagði Katrín Asgrímsdóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokks og forseti hæj- arstjórnar fram tillögu meirihlut- ans um að framkvæmdaleyfi yrði veitt og fylgdi því greinargerð sem vísaði til mótvægisaðgerða vegna hrúarsmíðinnar. Fulltrúi minni- hlutans benti hinsvegar á að þótt rnálið hefði lengi verið í farvatn- inu væru komin Iram ný viðhorl í málinu. Jólabæriiui Akureyri Jólabærinn Akureyri verður formlega opnaður næsta laugardag, 25. nóvember, kl. 16.00 við tröppurnar neðan Akur- eyrarkirkju. KEA mun sjá til þess að jólaljósin verða kveikt á ljósaseríu í kirkjutröppunum og á jólatré við kirkjuna. Karlakór Akureyrar- Geysir mun syngja nokk- ur jólalög við upphaf opnunarinnar sem og ung söngkona, Erna Unnarsdóttir. Prestur Akureyrarkirkju mun flytja hugvekju og fulltrúi Akureyrar- bæjar mun lýsa jólabæinn opinn. Síðan koma einhverjir af jólasveinun- um, a.m.k. þeir sem eru búnir að fá bæjarleyfið, og þeir munu sviklaust glettast við þá sem yngri eru. Vonast er til að nemendur 1. til 7. hekkj- ar grunnskólanna mæti ásamt foreldrum sínum, stilli sér upp í kirkju- tröppunum með aðstoð skáta og taki undir söng Karlakórs Akureyrar- Geysis, en flest lögin eiga börnin að þekkja. - gg Áfram verður Akureyrijólabær. Kópavogsbúar verði með í ráðum Skipidagsnefnd Kópavogs hefur samþykkt tillögu um að bæjaryfirvöld í Kópavogi fari fram á viðræður við Reykjavíkurhrog og Flugmálastjórn um hugmyndir um skipulag á flugvallarsvæðinu. I tillögunni segir að fíugvöllurinn sé við bæjardyr Kópavogs og því sé Ijóst að hagsmunir íhúa hæjarins, einkum á Kársnesi óg í norðurhlíðum Fossvogsdals, séu miklir hvað varðar framtíð og skipulag flugvallarins. - bþ Níu sækja um Akranes AIIs níu manns sækja um starf framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnun- arinnar á Akranesi, cn umsóknarfrestur um það rann út þann I 5. nóv- ember sl. Þeir sem sækja um eru; Ásgeir Ásgeirsson, skrifstofustjóri, Birgir Guðjónsson, viðskiptafræðingur, Björn Baldursson. lögfræðing- ur, Björn S. Lárusson, rekstrarráðgjafi, Guðjón S. Brjánsson, fram- kvæmdastjóri, Hallur Magnússon, rekstfárfræðingur, Hjördís Steláns- dóttir, lögfræðingur, Ragnheiður Rfkharðsdóttir, skólastjóri, Siguröur H. Engilhertsson, framkvæmdastjóri. Sérstök þriggja manna nefnd metur hæfni umsækjenda, en heilhrigðisráðherra skipar í stöðuna.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.