Dagur - 23.11.2000, Side 4
4 - FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000
FRÉTTIR
Það kostar sitt að vista börn á leikskólum, en nokkuð er mismunandi eftir sveitarfélögum hve mikill sá kostnaður er.
36% verðmimur á
leíkskólaplássiun
Ekkert eitt sveitarfélag
sker sig úr. Þó virðast
leikskólapláss í dreifbýli
gjarnan vera ódýrari en á
höfuðborgarsvæðinu.
Alls 35,8% verðmunur er milli sveitar-
félaga á fimm tíma leikskólavistun með
hressingu og hádegisverði. Þessi þjón-
usta er dýrust hjá Reykjavíkurborg,
Bessastaðahreppi, Austur-Héraði,
Kópavogsbæ, Stykkishólmsbæ og
Dalabyggð og kostar frá 14.100 til
14.800 kr. Odýrust er þessi þjónusta
hjá Gerðahreppi, Vatnsleysustrandar-
hreppi, á Seyðisfirði, í Mýrdal og Vest-
urbyggð og kostar þar á bilinu 10.900
til í 1.700 kr.
Skrifstofa Neytendasamtakanna á
Akureyri kannaði gjaldskrár leikskóla á
vegum sveitarfélaga í október sl. og má
Iesa þessar niðurstöður úr könnuninni.
Svör bárust frá fjörutíu og tveimur
sveitarfélögum af 49 sem fengu fyrir-
spurn og er verðmunur mestur hvað
varðar forgangshópa eða 43,7%. Hæst
eru gjöldin í Dalabyggð, Olafsfirði,
Stykkishólmi, Húnaþingi-Vestra eða á
bilinu 11.100 til 11.800 kr. Ódýrust er
dagvistun fýrir þessa hópa í Bolungar-
vík, Hafnarfirði, Akureyri og Snæfells-
nesbæ það er að segja 8.200 til 8.500
kr.
Atta tíma vistun með fullu fæði er
dýrust á Seltjarnarnesi, Bessastaða-
hreppi og Austur-Héraði og kostar
22.000 til 23.200 kr. en ódýrust er hún
hjá Fjarðarbyggð, Gerðahreppi og
Búðahreppi, kostar 17.000 til 17.800
kr. og munar þar 37% á hæsta og
lægsta verði. Mesti verðmunur í könn-
uninni eða 55% er á sama dæmi fyrir
forgangshópa sem er dýrast í Ólafs-
firði, Stykkishólmi og Dalabyggð, kost-
ar tæplega 17.000, en ódýrast á Akur-
eyri 10.900 kr., í Reykjavík 1 1.300 kr.
og í Hafnarfjarðarbæ 12.000 kr.
Misiiiunanili aðstæður
Ekkert eitt sveitarfélag sker sig úr í
þessum dæmum en hæstu gjöldin eru
hjá Reykjanesbæ, Stykkishólmsbæ,
Dalabyggð og Ólafsfjarðarkaupstað, en
þau lægstu hjá Bolungarvíkurkaup-
stað, Fjarðarbyggð, Hafnarfjarðarbæ
og Snæfellsnesbæ. Aðstæður eru um
margt ólíkar hjá sveitarfélögunum og
hefur það áhrif á útkomuna. Til dæm-
is var ekki spurt um hlutfall leikskóla-
kennara í starfsliði leikskólanna og
ekki athugað hvernig húsnæði eða að-
búnaður skólanna er. Ekki var lagt mat
á gæði fæðis, systkinafsláttur er mjög
mismunandi og svo framvegis. — Bt>
JDí&ftr
Eins og áður hefur kom-
ið fram í heita pottinum
er mikið spáö í næsta for-
stjóra Byggðastofnunar.
Nú heyrist að Valgerður
Sverrisdóttir hafi mikinn
áhuga á að ráða í starfið
Valtý Sigurbjamarson ráð-
gjafa á Akureyri, en Valtýr
var hér á árum áður
forstöðumaöur útibús
Byggðastofnunar á Akur-
eyri. Er Valtý m.a. talið það
til tekna - auk þess að vera
almemit vel hæfur í starfið
- að hann var kosningastjóri Frainsóknarflokks-
ins á Norðurlandi eystra í síðustu kosiúngum, en
Valgerður er sem kuimugt er kjörin í þvi kjör-
dæmi. Innan úr Framsóknarflokknum liafa lúns
Valgerður Sverris-
dóttir.
vegar lieyrst hávær viðbröð við þessum sögu-
sögnum, enda telja gamalgrónir flokksmemi að
það væri glapræði iyrir Valgerði að ráða fymim
kosmngastjóra sinn, slík ráðning beinlhús liróp-
aði á gagnrýni um pólitíska spillingu og gerði af-
mælisveisluna góðu að smámáli. Einn gamall
frammari orðaði það svo að það væri sama liver-
su hæfir menn væm að öðm leyti, en það að hafa
verið kosiúngastjóri ráðherra gerði þá sjálfkrafa
óhæfa í öll ráðherraskipuð embætti...
Það vakti nokkra athygli í
pottmum að Björn Bjama-
son, meimtamálaráðherra,
snuprar Steingrím Her-
mannsson tyrir þau um-
mæli í nýútkominni ævi-
sögu aö Bandaríkjamenn
hefðuhrotið margítrekaðar
yíirlýsingar sínar um að
kjamorkuvopn hefðu ekki
verið á íslandi. Telur Bjöm þessar yfirlýsingar
fyrrverandi forsætisráðherra landsins „með
ólíkindum" en fhmur um leið þá skýringu á
þeim að hér sé um að ræða „viðleitni til að skapa
vanda fyrir núverandi iitanríkisráöherra" Hall-
dór Ásgrhnsson sem tók viö af Steingrhni sem
fonnaður Framsóknarílokksins. Já, þær ganga
vlða ljósum logum samsæriskenningamar!...
Biörn Bjarnason.
FRÉ T TA VIÐTALIÐ
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
alþingismaður Samjylkingarinnar og
tiefndamiaður ífélagsmálanefndAl-
þittgis
Öryrkjabandalag íslands
hefur lagstgegn því að mál-
efni skjólstæðinga þeirrafær-
istyfir til sveitarfélaganna.
Yfirfærsla málefna öryrkja í uppnámi
Páíí Pétursson, félagstnálaróðherra, hefur
fltttt á Alþingi lagafrutnvarp utn félags-
þjónustu sveitarfélaga sem tn.a. jjallar
um yfirfærsltt málefna öryrkja til sveitar-
félaganna. Umræðttnni lauk á þriðjudag
og það er til timræðu í félagsmálanefnd á
þessum morgni. Er lagafrumvarpið t ttpp-
námi?
„Svo mikið er víst að það eru blikur á lofti
vegna þess að Öryrkjabandalagið hefur sent
inn nýja umsögn þar sem bandalagið lýsir
þvf yfir að það hafi miklar og vaxandi efa-
semdir um réttmæti þess að flytja málefni
fatlaðra f’rá ríki til sveitarfélaga. Örykja-
bandalagið hvetur stjórnvöld til að falla frá
frumvarpi þar um, þótt í því og fylgifrum-
vörpum þess sé margt jákvætt sem með góð-
um vilja má fella að gildandi lögum um mál-
efni fatlaðra og tengdum lögum, enda mikil
og um margt afar gagnleg vinna að baki. Ör-
yrkjabandalagið telur að hjá því verði vart
horft að aðstæður fatlaðra gefa því miður
ekki tilefni til að afnema lögin um málefni
þeirra. Þvert á móti sé það eindregin skoð-
un Öryrkjabandalagsins að í þeim efnum
megi færa margt til bctri vegar með því að
auka við og efla lögin um málefni fatlaðra."
- Liggttr þát ekki Jyrir að frumvarpið
verði þá ekki dregið til haka?
„Félagsmálaráðherra sagði aðspurður í
umræðunni hvað verða mundi um málið ef
að heildarsamtök fatlaðra væru andsnúin
því að það yrði aldrei gert að lögum ef það
væri í andstöðu við afstöðu þeirra og skoð-
anir. Eg er sammála honum að ekki gangi að
gera þetta í andstöðu við heildarsamtök fatl-
aðra. Örykjabandalagið og Þroskahjálp voru
á sínum tíma sammála þessari yfirfærslu og
það kemur fram í frumvarpinu. Áður en
frumvarpið var lagt fram í september kom
bréf frá Öryrkjabandalaginu og þar segir að
bandalagið hafi miklar og vaxandi efasemd-
ir um réttmæti þess að flytja málefni fatl-
aðra frá ríki til sveitarfélaga. Þá hvatti Ör-
yrkj' bandalagið stjórnvöld til þess að falla
frá frumvarpi þar um þótt í því og fylgifrum-
varpi þess sé margt jákvætt sem með góöum
vilja megi fella að gildandi lögum um mál-
efni fatlaðra. Eg hef áhyggjur af því að þessi
staða sé komin upp í málinu og e.t.v. hafi
það siglt í strand."
- Telurðu að þetta riðli gerð fjárhagsáætl-
unar sveiUtrfélaga sem ntí er unnið að?
„Það breytir kannski litlu hjá sveitarfélög-
um sem eru reynslusveitarfélög, eins og t.d.
Akureyri, en það hefur hins vegar farið fram
mjög mikil vinna við undirbúning að laga-
frumvarpinu og hjá sveitarfélögunum sem
eru að undirbúa þessa yfirtöku, sem var
frestað fyrir 2 árum. Öll sú vinna er unnin
fyrir gýg ef málið verður ekki að lögum. Yf-
irfærslunni átti að lylgja fjármagn en hún
átti ekki að taka gildi fyrr en að ári svo það
kemur ekki núverandi Ijárlagagerð þeirra
við.“
- Það er kannski ekki rétt að leita að
sökttdólg, en var sambandinu við Oryrkja-
battdalagið eitthvað ábótavant?
„Þeir áttu fulltrúa í nefndinni. En þeir
hafa greinilega verið að skoða þessi mál í
nágrannalöndunum og telja að þar sé veriö
að hverfa frá því að hafa þennan málaflokk
hjá sveitarfélögunum og því hafa þeir fullar
efasemdir um að stjórnvöld séu á réttri leið
ef marka má nýjustu umsögn þeirra um
málið.“ — GG