Dagur - 23.11.2000, Page 10

Dagur - 23.11.2000, Page 10
10 — FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 ERLENDAR FRÉTTIR Indverskur hermaður fylgist með liðssafnaði Pakistana við iandamærin. Stríðsástand á viðkvæmu svæði Á Kashmír að hljóta sjáifstæði, tilheyra Indlandi áfram eða sameinast Pakistan? Það sem af er þessa mánaðar hafa 60 manns fallið í Kashmír í átökum milli indverskra her- manna og múslima. Síðan deil- urnar um yfirráð þessar héraðs við rætur Himalajafjallgarðsins hófust yfir alvöru íyrir áratug hafa um 50 þúsund manns látið Iífið. Kahsmír er á yfirráðasvæði Indlands, en margir íbúanna eru múslimar og greinir þá um hvort Jandið á að tilheyra Pakistan, vera sjálfstætt eða jafnvel undir indverskri vernd. Indverjar gera lítið úr sjálfstæðiskröfum múslimana, en telja að undirróð- ursmenn og óróaseggir komi frá Pakistan og að skæruliðar séu ckki annað en pakistanskir her- menn. Víst er um það, að í Kashmír og á landamærunum við Pakist- an eru stöðugar skærur milli indverskra og pakistanskra her- manna. Deilurnar um Kasmír eiga sér bæðir trúarlegar og þjóðernissinnaðar orsakir. Þegar yfirráðum Breta lauk var landinu skipt í tvennt og síðar í þrennt. Hindúar ráða Indlandi en múslimir Pakistan, sem fyrst skiptist í austur og vestur hluta með Indland á milli. Síðar varð austurhlutinn að Bangladesh og er sjálfstætt ríki, fátækt og van- burðugt. Um Kashmír náðist ekki samkomulag þar sem íbú- arnir eru bæði múslimir og hindúar. Málin í þessum heimshluta eru flókin og sjónarmiðin ósætt- anleg og hefur engum tekist að koma af stað neins konar friðar- ferli. Það sem einkum vekur ugg vegna vondrar sambúðar ná- grannaþjóðanna er, að bæði Ind- verjar og Pakistanar hafa komið sér upp kjarnorkuherafla og sýna styrk sinn með raðsprenginum í tilraunaskyni. Herdeildir nágrannanna eru gráar fyrir járnum sitt hvoru megin landamæranna og ekki líöur svo dagur, að ekki sé dúnd- rað úr fallstykkjum yfir landa- mærin úr báðum áttum. Sú skot- hríð hefur ágerst mjög á haust- mánuðum. Alitið er að í Kashmír séu á milli 200 þúsund og 500 þúsund manna indverskur her. Er þetta mesti liðssafnaður á óróasvæði sem nú er vitað um. Er ekki árennilegt fyrir Pakistana að gera innrás í Kashmír þótt þeirra her sé einnig öflugur. Múslimar í Kashmír krefjast sjálfstjórnar og sjálfstæðis hér- aðsins, en Pakistanar fara eldd dult með, að þeir álíta héraðið hluta af sfnu landi. Vopnaðar sveitir múslima í Kashmír hafa lengi gert indversku hersveitun- um skráveifur. I júlí s.l. samdi stærsti hópurinn sem berst gegn indverskum yfirráðum, Hizbul Mojahedin, um vopnahlé. En þeir samningar enduðu með ósköpum, sprengjuárásum og skothríð þegar Indverjar neituðu að Pakistanar ættu nokkra aðild að friðarsamkomulagi. Nú eru samningaumleitanir enn í uppsiglingu og Indverjar segja sig fúsa að ræða við full- trúa múslima, sem þeir eru ný- búnir að sleppa úr fangelsum, um framtíð Kashmír. Sem fyrr er Pakistönum meinað að eiga hlutdeild að samningaviðræðun- um, en vonir standa til að þeir geti tekið þátt í þeim á síðari stigum. Enda verður ekki samin friður á þessum slóðum, nema að allir deiluaðilar hafi þar hönd í bagga, því allir verða að gefa eftir af sínum kröfum ef einhver von á að verða um árangur. — OÓ Cheney fær aðkenningu TALLAHASSEE, Florída - Embættismenn kjör- stjórna stóðu í ströngu í gær við handtalningu at- kvæða í forsetakosningunum í gær eftir að hæsti- réttur hafði heimilað slíka talningu og gefið frest til að skila inn niðurstöðum fram á helgina. En inn í þessa dramtísku atburðarás bárust síðan fréttir af því að Dick Cheney, varaforsetaefni Repúblikana hefði verið fluttur á sjúkrahús í hasti með verki fyr- ir brjóstinu. Þetta er algjörlega ný vending í hinni æsilegu framvindu sem forsetakosningarnar, eða Dick Cheney talningin öllu heldur hefur tekið á sig, því Dick með aðkenningu Cheney hefur sjúkdómssögu varðandi hjartaveik- að hjartaáfalli. leika. Fjórir Palestínumenn drepnir GAZA - ísraelskir hermenn skutu fjölmörgum skotum á bifreið sem Palestínumenn voru í í gær við vegartálma á Gazasvæðinu og drápu með því fjóra Palestínumenn. Þessi átök eru hluti af vaxandi óróa á svæðinu og ofbeldið er þar að stigmagnast. Israelski herinn segir að hinir dauðu hafi verið hryðjuverkamenn í Fatah samtökunum sem Yasser Arafat stýrir og að á meðal þeirra hafí verið hátt settir skæru- liðaforingjar. Fatah hins vegar segir að Iraelar haldi sig við sama hey- garðshornið og drepi miskunnarlaust saklausa borgara og segja að í þessum bíl hafi einungis verið saklausir borgarar og einn hinna látnu hafi verið kona. Birgðasöfnun hiá hílaverksmiðjum DETROIT - DaimlerChrysler AG’s Chrysler group, sem er undir þýskri stjórn tilkynnti í gær að starfsemi í þremur Bandarískum sam- setningarverksmiðjum yrði hætt í eina viku í næstu viku til að koma í veg fyrir enn frekari birgðasöfnun hjá fyrirtækinu. Lokunin á hins vegar einungis að vera tímabundin og er gagnaðgerð af hálfu stjórn- enda til að mæta því áfalli sem varð í afkomu á þriðja ársfjórðungi. Þessar lokanir í næstu viku koma í kjölfar þess að fyrirtækið lokaði um vikutíma sjö af 13 samsetningarverksmiðjum íyrirtækisins fý'rír um það bil mánuði síðan. Stjórumálasamhaud á Balkanskaga SARAJEVO - Háttsettir bosnískir og júgóslavneskir embættismenn % tilkynntu í gær að þessi nágrannaríki myndu taka upp á ný stjórn- 9 málasamband eftir eina til tvær vikur. Atta ár eru síðan þau slitu stjórnmálasambandi. Hinn nýju utanríkisráðherra Júgóslavíu Goran Svilanovic sagði í gær að hann vonaðist til að ríkisstjórn sín tæki ákvöðrun um stjórnmálasambandið fljótlega en enn væri ekki búið að taka þessa ákvörðun endanlega. Madoima giftist Guy LONDON - Bandaríska popp- stjarnan Madonna og kærastinn hennar, hinn breski Guy Ritchie munu ganga í hjónaband í næstu viku og setjast að í London. Þetta kemur fram í síðdegisblaðinu Sun í gær. Þau skötuhjú eiga saman Ijögurra mánaða gamlan son og eru sögð bæði ástfangin og hamingjusöm. Skötuhjúin Guy Ritchie og Madonna. ■ FRÁ DEGI FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 328. dagur ársins, 34 dagar eftir. Sólris kl. 10.22, sólarlag kl. 16.05. Þau fæddust 23. nóv. • 1859 Billy the Kid, bandarískur byssu- bófi, sem myrti a.m.k. 27 manns áður en hann var sjálfur skotinn 21 árs að aldri. • 1887 Boris Karloff, enskur hrollvekju- leikari sem frægastur var fyrir hlutverk sitt sem Frankenstein. • 1919 Peter F. Strawson, breskur heim- spekingur. • 1933 Krzysztof Penderecki, pólskt tón- skáld. • 1940 Svanhildur Jakobsdóttir söngkona. • 1953 Hlfn Agnarsdóttir leikstjóri. Þetta gerðist 23. nóv. • 1499 var maður, sem kallaði sig Perkin Warbeck, tekinn af Iífi í Englandi fyrir TIL DAGS að þykjast vera erfingi ensku krúnunnar. • 1838 var kirkjugarðurinn við Suðurgötu í Reykjavík tekinn f notkun. • 1947 kom bandaríski kvikmyndaleikar- inn Tyrone Power til Islands og vakti heimsókn hans mikla athygli á sínum tíma. • 1973 gerðist það í fyrsta sinn í Banda- ríkjunum að þingkona eignaðist barn meðan hún átti sæti á þingi, en hún var Yvonne Watson Braithwaite Burke, demókrati frá Kaliforníu. • 1995 samþykktu serbar f Bosníu friðar- samkomulagið sem gert var í Daytona í Bandaríkjunum. Vísa dagsins Þegar runninn er af þér ídealski sviminn, neðst við askbotn undu þér með asklokfyrir himinn. Steingrímur Thorsteinsson Afmælisham dagsins Ljóðskáldið Paul Celan var fæddur árið 1920 í bæ sem hét Cernauti og tilheyrði þá Rúmeníu en heitir nú Chernovtsy og tilheyrir Úkraínu. Réttu nafni hét hann Paul Antschel. Hann var Gyðingur og bjó aldrei í Þýskalandi, en var engu að síður eitt helsta ljóðskáld á þýska tungu næstu áratugina eftir seinni heimsstyrj- öldina. Meðan stríðið stóð yfir fór hann í einangrunarbúðir og foreldrar hans voru myrtir. Paul Celan lést 20. apríl árið 1970. Það er betra að halda kjafti og virðast vera heimskur heldur en að opna hann og taka af allan vafa. Mark Twain Heilahrot Maður nokkur liggur Iátinn úti á víðavangi. Hann heldur fast um hring, og það er greinilegt á öllu að þessi hringur átti þátt í dauða hans. Hvernig dó þessi maður? Lausn á sfðustu gátu: Næsti stafur er P. Hér er um að ræða stafi f efstu bók- stafaröðinni á íslensku lyklaborði. Vefur dagsins Tónskáldafélag Islands er með gagnagrunn íslenskrar tónlistar á vefnum, þar sem hægt er að finna jafnt tónskáld sem tónverk: www.teymi.is/tonis I

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.