Dagur - 05.12.2000, Síða 1
j
MikUl léttir fyrir
sj ávarútveginn
S j ávarát vegsráðherra
segir ad þegar biíiö sé
að breyta banni gagn-
vart öðrum dýrum en
jórturdýrum þá halda
eftirlitsrökin ekki
lengur. Hann skilji þá
ekki af hverju verið sé
að banna notkun
fiskimjöls í jórturdýr.
Sjávarútvegsráðherra, Árni M.
Mathiesen, segir að ákvörðun
fundar landbúnaðarráðherra
Evrópusambandsins í gær um að
heimila notkun fiskimjöls í svína-
og alifuglafóðri og fiskeldi en
banna fiskimjöl eins og annað
kjöt- og beinamjöl í fóðri fyrir
nautgripi, sauðfé og geitur, mik-
inn létti og góða niðurstöðu fyrir
Islendinga. Þjóðverjar og Finnar
voru á móti samþykktinni en
hörð orðaskipti áttu sér stað á
fundinum. Ársframleiðsla Is-
lendinga nemur um 240 þúsund
tonnum á ári, þar af fara um 140
þúsund tonn til landa Evrópu-
sambandsins.
„Eg verð þó að
segja að ef búið er
að breyta þessu
banni gagnvart öðr-
um dýrum en jórt-
urdýrum þá halda
eftirlitsrökin ekki
lengur og þá skil ég
ekki af hverju það
er bannað að nota
fiskimjöl í jórtur-
dýrin. Samkvæmt
þeirra eigin skýrsl-
um hefur fiskimjöl
ekkert að gera með
kúariðu, en það
virðist sem stjórn-
völd séu alltaf of sein að grípa til
einhverra aðgerða og þegar svo
gripið er inn í, eru aðgerðirnar
allt of umfangsmiklar miðað við
það sem nauðsynlegt er til þess
að vinna traust neytenda. Þá
verður skaði atvinnugreinarinnar
óþarllega mikill og skaði almenn-
ings jafnvel mun meiri. Lærdóm-
urinn sem þarf að draga af þessu
er að reynt verði að vera meira
____________ vakandi og grípa
fyrr til aðgerða.
Bann hefði leitt til
þess að meira hefði
verið reynt að
vinna til manneldis
og að öðrum mörk-
uðum, en það
hefði ekki verið
þægileg staða,“
sagði sjávarútvegs-
ráðherra í gær-
kvöld.
Árni Mathiesen: Góð niður-
staða en vekur spurningar.
Hefði þýtt verð-
hrun
Teitur Stefánsson,
framkvæmdastjóri
Félags íslenskra fiskimjölsfram-
leiðenda, sagði að fiskimjöl hefði
verið notað í allt fóður, og fram-
leiðendur þess teldu það heil-
næmt til þeirra nota. „Við höfum
mótmælt því harðlega að banna
það í kúafóður og jórturdýrafóð-
Fralddandi. Þessi ákvörðun
er viss léttir, því er ekki að neita.
En við hefðum viljað sjá betri
niðurstöðu, að það væru engar
takmarkanir af neinu tagi og
erum afar ósáttir við þessar tak-
markanir sem nú hafa verið sam-
þykktar. Þótt litlar séu hafa tak-
markanirnar þó áhrif. Á síðasta
ári voru flutt inn ein milljón
tonna af fiskimjöli til Evrópu-
sambandsins og frá okkur hefur
komið allt að 160 þúsund tonn.
Leit að nýjum mörkuðum sem til
hefði komið við algjört bann
hefði þýtt verðhrun á fiskimjöli
frá Islandi," sagði Teitur Stefáns-
son.
„Það er alveg ljóst að við höf-
um haft þungar áhyggjur þessa
daga af þessu hugsanlega hanni á
sölu á fiskimjöli frá landinu. Það
hefði getað haft skelfilegar af-
leiðingar fyrir alla, ekki bara sjó-
menn sem eru á nótaskipunum,
heldur alla landsmenn og þar
með þjóðarbúið," sagði Sævar
Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands íslands. - GG
Hættulegar
vegabætur?
Kristján Pálsson,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, telur
að allt hálfkák í
tengslum við
framkvæmdir á
Reykj anesbrau t-
inni sé varasamt.
Hann er ekki hrif-
inn af þeim vega-
bótum sem gerðar hafa verið á
akbrautinni undanfarið.
„Þannig er búið að breikka
axlirnar þarna en sú aðgerð hef-
ur skapað aukna hættu. Menn
freistast til að nýta þessar axlir
til að fara framúr öfugu megin,“
segir Kristján. Þingmaðurinn
telur að flýta eigi tvöföldun
Reykjanesbrautar um sjö ár og
miða að lokum framkvæmdar-
innar árið 2003 í stað 2010 eins
og áætlanir gera núna ráð fyrir.
- BÞ
Sjá miðopnu bls. 8-9
Það hefur viðrað vel til gönguferða undanfarið hvort sem um tví- eða ferfætta einstaklinga er að ræða. Þessi
rólyndislegi hópur varð a vegi Ijósmyndara Dags um helgina. mynd brink
1
1
Enga ketti
í fuglabúr
Dýraverndunarráð kom í veg fyr-
ir að fjórir kettlingar yrðu settir í
stórt búr með fjórum fuglum á
sýningu Gjörningaklúbbsins í
Listasafni Kópavogs, en gjörn-
ingurinn skyldi heita „Skjól fyrir
jól“. Hins vegar var böðun á
s\4ni í beinni útsendingu í þætt-
inum „Milli himins og jarðar“
ekki stöðvuð, þótt lögformlegt
leyfi skorti fyrir því.
Sigríður Ásgeirsdóttir, for-
maður Dýraverndunarsamtaka
Islands, lagðist gegn gjörningn-
um með fuglana og kettlingana.
„Við gátum ekki samþykkt að
fuglarnir og kettlingarnir yrðu
hafðir saman í húri í mánuð.
Bæði er að fuglarnir eru vanir
litlum búrum og hefðu örmagn-
ast af að fljúga f búrinu með
ketti fyrir neðan sig. Eins voru
kettlingarnir vart nógu gamlir til
að yfirgefa móður sína. Þeir
vildu kalla þennan gjörning list,
en ég kalla þetta bara rugl,“ seg-
ir Sigríður.
„Eg vil ekki beinlínis tala um
vonbrigði, en þetta hefði orðið
mjög sætt. Búrið er mjög stórt
og allt gert til að hafa þctta sem
þægilegast fyrir fuglana og þeim
gert kleift að halda sér langt fyr-
ir ofan kattahæð,“ segir Dóra ís-
leifsdóttir, einn af listamönnum
Gjörningsklúbbsins sem að
gjörningnum hugðust standa.
Varðandi svínið í laugardags-
þættinum segir Sigríður. „Þetta
er tamið svfn sem farið var með
nákvæmlega eins og hund.“
- FÞG
1 0 dagar
til Jóla
.