Dagur - 05.12.2000, Síða 19

Dagur - 05.12.2000, Síða 19
Útsvarsprósenta í Skagafirðií 12,7% Byggðarád heiur sam- þykkt drög að sam- komulagi við Flugu ehf. um uppbyggingu og rekstur reiðhallar á Sauðárkróki. Sam- kvæmt því á að skulda- jafna 12 milljónir á móti gatnagerðar- og tengigjöldum og leggja til rekstrarstyrk auk gerðar hílastæða. Unnið er að því að fýrri umræða um fjárhagsáætlun sveitarfélags- ins Skagafjarðar fýrir árið 2001 komi til fyrri umræðu fyrir jól. Einstaka málaflokkar fara til nefnda í vikunni. A fundi byggða- ráðs sl. miðvikudag var samþykkt að útsvarsprósentan yrði 12,70% árið 2001, með fyrirvara um sam- þykkt á breytingu laga um tekju- stofna sveitarfélaga. A fundinum lét Ingibjörg Hafstað, Skagaljarð- arlista, bóka: „Eg undirrituð óska að það sé bókað að ég set mig ekki á móti tillögu að hækkun útsvarspró- sentu í 12,70% sem er það há- mark sem sveitarfélögum er heim- ilt að nota, en vek á því athygli að þessi hækkun er að stærstum hluta tilkomin vegna þeirra út- gjalda sem ríkisvaldið hefur velt yfir á sveitarfélögin. Sveitarfélag- inu Skagafirði er auk þess, fjár- hagsstöðu sinnar vegna, nauðsyn að hafa prósentuna í hámarki. En þar sem ég geri ekki ráð fyrir að hafa mikið um það að segja hvernig þessu fé verði varið, þá sit ég hjá við afgreiðslu." Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri, segist ekki vita við hvað sé miðað þegar talað sé um slæma stöðu sveitarfélagsins Skagafjarð- ar, þó allir séu sammála um að skuldirnar séu miklar. „Sam- kvæmt árbók sveitarfélaga erum við hvorki skuldugasta sveitarfé- lagið á Islandi né á Norðurlandi, og töluvert langt frá því sé miðað við íbúatölu. Eg bendi á að orku- fyrirtækin hér eru vel stæð þó sveitarsjóður skuldi mikið og við eigum hlutafé í fyrirtækjum sem eru gulls ígildi. Eg á fastlega von á því að eignir verði seldar, en eign- irnar eru hærra metnar en skuld- irnar, s.s. hlutur sveitarsjóðs í Steinullarverksmiðjunni. Sveitar- sjóður á fasteignir sem eru alfarið nýttar af öðrum aðilum en okkur. Það er oft ekki horft á það að fast- eignir sem skuldir hvíla á gefa líka af sér leigutekjur," segir Snorri Björn Sigurðsson. Umdeilt samkomulag um reiðhöll Lögð voru fram drög að sam- komulagi við Flugu ehf. um upp- byggingu og rekstur reiðhallar á Sauðárkróki. Samkvæmt því á að Snorrí Björn Sigurðsson, bæjarstjóri. skuldajafna 12 milljónir á móti gatnagerðar- og tengigjöldum og Ieggja til rckstrarstyrk auk gerðar bílastæða. Byggðarráð samþykkti samkomulagið með fjórum at- kvæðum gegn atkvæði Ingibjargar Hafstað. „Það er mjög alvarlegt mál að leggja í ljósi bágrar stöðu sveitar- sjóðs til þetta áhættuljármagn. Vinnulag Flugu, sem stendur að byggingu reiðhallarinnar sem tengist rekstri Hestamiðstöðvar Islands, er forkastanlegt. Söfnun almenningshlutafjár gekk ekki nógu vel í sumar og þá koma for- svarsmenn Flugu á hnjánum til sveitarfélagsins, þó það hafi aldrei verið hugmyndin í upphafi. Þetta gerist æ ofan í æ. Alls konar þrýstihópar bvrja á framkvæmd- um og koma svo til sveitarfélags- ins þegar allt er stopp og stelnir í óefni. Eg vil að þessu linni," segir Ingibjörg Hafstað. Skipulag Faxatorgs til endurskoðunar lngibjörg Hafstað lét einnig bóka: „Við undirritaðir fulltrúar S-lista áteljum þann drátt sem orðið hef- ur á afgreiðslu á erindi Eikar hf. frá 8. júní s.l. og vísum í því sam- bandi til Stjórnsý'slulaga nr. 37 frá 1993.“ Eik er byggingaverktaki sem sótti um Ióð við Faxatorg þar sem bæjarskrifstofurnar og Bún- aðarbankinn eru. Sveitarstjóri segir að Eik haff viljað byggja skrifstofuhúsnæði fyrir sunnan torgið en umhverfis- og tækni- nefnd hafi ekki treyst sér til þess að verða við óskum Eikar þar sem skipulagið geri ekki ráð lýrir svona byggingu. Svæðið kringum Faxa- torgið hefur verið tekið til endur- skipulagningar og sú vinna er að hefjast. Því hafi ekki verið hægt að verða við erindi Eikar, en vissu- Iega hefði verið hægt að svara Eik- armönnum fyrr.“ Lagt var fram bréf á byggða- ráðsfundinum frá Sambandi sveitarfélagi á Norðurlandi vestra, SSNV, þar sem óskað var eftir svörum við því hvort sveitarfélagið gæti tekið þátt í kaupum eða Ieigu og rekstri skólaskips. Einnig var Iagt fram afrit af bréfi Sjávarút- vegsráðuneytisins frá þvf í sept- ember um sama máleliii. Byggð- arráð samþykkti að hafna erind- inu. GG Valþór Hlöðversson, framkvæmda- stjóri Athygli, og Jóhann Úlafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Áforma, handsala samkomulag um sameiningu fyrirtækjanna. ÁformogAthygli sameinast Fjölmiðlabræðurnir Jóhann Ólaf- ur og Atli Rúnar Halldórssynir hafa gengið til samstarfs með sameininingu Aforma á Akureyri og Athygli í Reykjavík. Hið nýja almannatengsla og kynningarfyr- irtæki mun bera nafn Athygli og verður starfsstöðin á Akureyri stækkuð. Eftir sameinihguna munu starfsrrienn Athygli verða 12 talsins. Jóhann Ólafur var eigandi og framkvæmdastjóri Aforma en hann er nú kominn í hóp eigenda Athygli eftir breytinguna. Asamt honum eiga V'alþór Hlöðversson, \tli Rúnar Halldörsson, Kristinn Gylli Jónsson og Arni Þórður Jónsson lýrirtældð. / tilefni af opnun nýrrar verslunar Bónuss á Akureyri sl. laugardag gaf verslunin barnadeild FSA eina milljón króna til tækjakaupa. Bónus hefur nú verið starfandi í á tólfta ár og með pokakaupum á þessum árum hafa viðskiptavinir fyrir- tækisins gert Bónus kleift að styrkja Barnaspítala Hringsins um 25 milljónir króna. Frá fyrsta degi starfsemi Bónuss hefur það verið eigendum fyrirtækisins mikið keppikefli að geta látið fé afhendi rakna til tækjakaupa fyrir veik börn. Er það von Bónuss að þessi peningagjöf til barnadeildar FSA nú megi verða til að stuðla að bættri heilsu barna á Norðurlandi. Á myndinni afhendir Jóhannes Jónsson Magnúsi Stefánssyni, yfirlækni barnade/ldar FSA, gjöfina. Eignasala kom í veg fyrir stórfellt tap á rekstrarárinu en bjartara er framundan. Vonbrigði hjá Skúma- iðnaði Skinnaiðnaður hf. á Akureyri var rekinn með tæplega tveggja millj- óna króna hagnaði á liðnu rekstr- arári en því lauk þann 31. ágúst sl. Rekstrarárið 1998-1999 var félagið rekið með 134,4 milljóna króna tapi en meginskýringin á viðsnúningnum er sala eigna í ár. Mestur hluti húseignanna á Gler- áreyrum hefur verið seldur og var bókfærður söluhagnaður 145 milljónir vegna þessa. Markmið brugðust „Þessi niðurstaða veldur okkur vonbrigðum, enda er hún mun lakari en við gerðum ráð fýrir í áætlunum okkar,“ segir Bjami Jónasson, framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar. Hann segir eink- um tvo þætti ráða mestu um að afkoman er ekki betri en raun ber vitni. „Annars vegar var gengis- þróunin félaginu óhagstæð en um 60% af tekjum félagsins eru í e\Tu eða mynt tengdri þeim gjald- miðli. Þá seldum við minna magn en við gerðum ráð f\TÍr inn á þá markaði sem borga hæsta verðið. Þessir þættir gerðu það að verk- um að markmið okkar náðust ekki.“ Hinn meginþátturinn, sem hafði áhrif á afkomuna, seg- ir Bjarni vera hærri framleiðslu- kostnað en ráð var fýrir gert og loks að óhagræði vegna flutnings á starfseminni yfir í nýtt húsnæði hafi haft nokkurn kostnað í för með sér. Betri horfiir A síðustu mánuðum hefur eftir- spurn eftir mokkaskinnum, sem cr meginframleiðsluvara Skinna- iðnaðar, farið vaxandi og verð hækkað. Bjarni segir að margt bendi lil að þessi þróun muni halda áfram. Hann segir að jafn- framt sé unnið markvisst að því að ná kostnaði við framleiðsluna niður. Því standi vonir til að salan á yfirstandandi rekstrarári verði meiri en í lýrra og að framlegðin aukist á milli ára. BÞ Bamadeild í nýtt húsnæði Bamadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri flytur væntanlega á föstudag í nýtt húsnæði sem ver- ið hefur í byggingu undanfarin misseri. Unnið hefur verið að því af verktakanum, H\Tnu, að hrein- sa deildina og hefur það verið fjáröflunarverkefni íþróttafélags- ins Þórs. Einnig stendur fýrir dyrum að taka formlega í notkun nýja end- urhæfingarsundlaug að Kristnesi, og verður það gert sama dag og barnadeild FS.A af' heilbrigðisráð- herra, lngibjörgu Pálmadóttur. GC

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.