Dagur


Dagur - 05.12.2000, Qupperneq 7

Dagur - 05.12.2000, Qupperneq 7
ÞRIDJVDAGU R S. DESEMBER 2 0 0 0 -7 ÞJÓÐMÁL Opið bréf til þingmaima Samfylkmganimar „Ekki væri úr vegi að þið senduð einhvern úr ykkar hópi þarna niður eftir til að kynnast lítillega af eigin raun þeim hörmungum sem Palestínufólkið býr við, “ segir greinarhöfundur. GUÐJÓN V. GUÐMUNDS _ -J SON " >- } ELLILÍFEYRISÞEGl SKRIFAR Jafnaðarstefnan er sú stjórn- málastefna sem ber höfuð og herðar yfir allar aðrar, þannig að enginn samanburður kemur til greina. Er nokkuð göfugra en jafnrétti og bræðralag? Allir geti fengið að njóta sín, engum leyf- ist að troða annan niður, eins og stórskáldið segir meðal annars í einu af snilldarljóðum sínum: Allt skal frjálst, allt skal jafnt, réttan skerf sinn og skammt á hvert skaparans barn. Allt frá vöggu að gröf. Þetta boðorð knýr fram, knýr menn brautina fram. Undir blikandi mcrkjum um lönd og um höf. Þess vegna er það heilög skyl- da þeirra sem aðhyllast hinar göfugu hugsjónir jafnaðarstefn- unnar, og þá auðvitað fyrst og fremst þeirra er hafa valist til forystu á þeim vettvangi, að vera sífellt á varðbergi og ráðast með öllum tiltækum ráðum gegn óréttlætinu og illskunni hvar og hvenær og í hvaða mynd sem þessi ófögnuður skýtur upp koll- inum. Skiptir þá vitanlega engu máli þó að við ofurefli sé að etja. og litlar sem engar líkur virðist á því að hægt sé opnað augu nógu margra til þess að aðstæður skapist sem síðan myndu leiða til aðgerða gegn ofheldis- og kúg- unaröflum. Þó að maður sé al- einn eins og rödd hrópandans í eyðimörkinni þá lætur maður samt í sér heyra, samviska manns krefst þess, svo einfalt er það. Ótrúleg grimind Því miður cr það staðreynd að enn í dag á þessu herrans ári 2000 viðgcngst ótrúleg grimmd. Þegar seinni heimsstyrjöldinni Iauk þá vonuðu flestir og trúðu vafalaust margir að eftir þá ógn og skelfingu befðu menn loksins lært sína lexíu, nú væri nóg kom- ið af þessari vitfirringu og framundan væri tími sátta og samlyndis á jörðinni og bún yrði okkur sú paradís sem skaparinn ætlaði. „Þrátt fyrir allt trúi ég því enn að innst inni sé maðurinn raun- verulega góður“. Þetta skrifaði gyðingastúlkan Anna Frank með- al annars í dagbók sína skömmu áður cn hún og fjölskylda henn- ar var handtekin og flutt í útrým- ingarbúðir nasista. Margir muna eflaust eftir þeirri sorgarsögu. Varla hefði hún getað ímyndað sér hvílíkum þjáningum Gyðing- ar sjálfir ættu eftir að valda annarri þjóð að ósekju og kem ég að því seinna. Jæja kæru þingmenn, þá er nú tími til kominn að ég snúi mér beint að ykkur og beri upp erind- ið, ekki er það nú svo að það sem komið er á blað sé erindinu óvið- komandi, þetta hangir jú allt saman. Hversu göfugar hugsjón- ir sem menn bera í brjósti þá skila þær ekki árangri nema þeim sé komið á framfæri í ræðu og riti og síðan að taka til að hrinda þeim í framkvæmd þegar nógu margir bafa sannfærst um að hér séu góðir hlutir á ferð- inni. Það heitir á mannamáli að fá afgerandi fylgi í almennum kosningum. Nú dugar ekki held- ur að skrifa góðar greinar og halda kraftmiklar ræður - það fólk sem stcndur í þessari bar- átttu verður vitanlega að vera stálheiðarlegt i alla staði og lifa þannig lífi að allur almenningur skynji að þarna ler fólk sem hægt er að treysta. Það er enn allt of mikið um að fólk seni valist hef- ur til ábyrgðarstarfa í þjóðfélag- inu falli í þá freistni að hygla sér og sínum. Það er alveg ótrúlegt sukk og svínarí sem þrífst í kring- um þetta allt saman. „Austui í Palestínu viögengst fádæma ranglæti og hefur svo verið iiin langa hrið. Það er alveg óskiljan- legt að þjóðir heims- ins skuli ekki grípa í taumana þama.“ Gegn spillingu og óráttlæti Því segi ég við ykkur samfylking- arþingmenn hér og nú: Hefjist þegar handa fyrst hjá ykkur sjálf- um, þannig að það sé alveg krist- altært að þið gerið rétt og þolið ei órétt. Segið stríði á hendur spillingaröflunum sem tröllríða íslensku samfélagi. Oráðsían, óheiðarleikinn og draugarnir sem f\'lgja þessum ófögnuði æpa á mann úr öllum áttum. Skerið ykkur algerlega frá íhaldspostul- unum á öllum sviðum mannlífs- ins. Þeim mun fleiri svona pistlar til ykkar frá hinum almcnna kjósenda, þ\a betra. Ekki að hér Ég þarf varla að fara að rekja sorgarsögu Palestínuarabauua, þið hljótið að þekkja hana. Ef ekki þá ætt- uð þið að flétta upp í sögubókunum og hæta úr þekkingar- skortinum. komi fram ný speki, því siður einhver ný sannindi, en þið þurf- ið stöðugt á því að halda að vera hvött til dáða og sjá og finna að hinn almenni maður út í bæ fyl- gist með og hefur brennandi ábuga á því sem þið eruð að gera. Eins og ég legg áherslu á fyrr í þessum pistli þá verður að berj- ast gegn óréttlætinu alls staðar. Austur í Palestínu viðgengst fá- dæma ranglæti og hefur svo ver- ið um langa hríð. Það er alveg óskiljanlegt að þjóðir heimsins skuli ekki grípa í taumana þarna. Meðferð Gyðinganna á Palest- ínuþjóðinni er í einu orði sagt skelfileg. Það er engu líkara en þarna séu á ferðinni dyggir Iæri- sveinar þýsku nasistana - þeir eru meira að segja komnir fram úr lærifeðrunum á mörgum svið- um. Eg þarf varla að fara að rekja sorgarsögu Palestínuarabanna, þið hljótið að þekkja hana. Ef ekki þá ættuð þið að flétta upp í sögubókunum og bæta úr þekk- ingarskortinum. Einnig ættuð þið að glugga f bækur nokkurra framamanna Gyðinga. Josef Wait/, sem var stjórnarformaður svokallaðs þjóðarsjóðs Gyðinga á sínum tíma, skrifar dagbækur árið 1940 sem voru gefnar lit í lsrael árið 1967 að mig minnir. Hann segir þar: „Það verður að vera Ijóst að það er ekki pláss fyrir báðar þjóð- irnar í þessu landi, flytja verður alla Araba burt“. Begín sem var forsætisráð- herra Israels hælir sér og sínum af einu af mörgum ódæðisverk- um í bók sinni La revolte d/Isra- el 1953: „Sókn herja Gyðinga gekk eins og hnífur í smjör. Ara- barnir flúðu í skelfingu hrópandi DeirYassin. Það v'ar nauðsynlegt að herja miskunnarlaust á fólkið til að reka á eftir þvf að það flýði“. í þorpinu er hann nefnir þarna voru nótt eina drepnir 254 Palestínumenn, karlar, konur og börn. Moshe Dayan fvrrum varnar- málaráðherra Gyðingaríkisins gaf út ævááögu sína fyrir all Það er sorglegt að sjá hve margar þjóðir drattast á eftir þess- inii kómun. Þær eru alveg eins og vilja- laus verkfæri í hönd- imuiii á þessnm ve- sælu mönnum. mörgum árum. Hann sagði mcð- al annars þegar hann ávarpaði nemendur í tækniháskólanum í Haifa á sínum tíma: „Gyðinga- þorp voru byggð í stað arabískra þorpa. Þið v'itið ekki einu sinni hvað þessi þorp hétu og ég lái ykkur ekki þekkingarskortinn, af því að landabækurnar eru ekki lengur til, ekki bara að bækurnar séu horfnar, heldur eru þorpin sjálf ekki lengur til". Siðferðileg ábyrgð Ekki væri úr vegi að þið senduð einhvern úr ykkar hópi þarna niður eftir til að kynnast lítillega af eigin raun þeim börmungum sem Palestínufólkið býr við. Is- lendingar bera mikla siðferðilega ábyrgð á þessum grimmilegu ör- lögum. Þeir studdu þegar í upp- hafi hina óréttlátu skiptingu Palestínu milli aðfluttra Gvðinga og hinna arabísku íbúa landsins. A þingum Sameinuðu þjóðanna hafa íslensk stjórnvöld sýnt Palestínumönnum fjandskap. Það var dapurleg stund í sögu Islands fv'rir um tólf árum þegar íslenski fulltrúinn var ekki látinn greiða atkvæði með fordæmingu á Israelsmenn. A þessum tíma var Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra íslands. Þar varð sá maður sér til ævarandi skammar og svívirti jafnaðar- stefnuna. Fyrir nokkrum vikum var at- kvæðagreiðsla um sama efni og enn sáu íslensk stjórnvöld ekki ástæðu til þess að fordæma grimmdarverk hernámsliðsins. Ekki minnist ég þess að nein at- hugasemd hafi komið frá ykkur í þessu sambandi. Ekki síður er ábyrgð okkar ís- lendinga mikil vegna mjög ná- inna tengsla okkar við Banda- ríkjamenn, en eins og flestir hljóta að vita halda þeir Israel gangandi í bókstaflegri merk- ingu, ausa í þá stjarnfræðilegum fjárfúlgum ár eftir ár sem og drápstækjum af fullkomnustu gerð, styðja þá sem sagt með ráð- um og dáð alveg sarna á hverju gengur. Þeir koma í veg fyrir að Oryggisráðið samþvkki fordæm- ingar á Israel hvað þá að gripið verði til einhverra aðgerða gegn þeim. Sprengjum var látið rigna vfir Serbíu dögum saman, einnig var sett á landið viðskiptabann og samskifti nær öll rofin við landið eftir að yfirvöldin í Belgrad reyndu að bæla niður upprcisn meirihluta íbúa Kósovo héraðs. Irakar tóku Kúveit en voru rekn- ir þaðan eftir stuttan tíma. Þeim er enn refsað grimmilega áratug eftir. Einnig er ástæðan sögð sú að Írakar fari illa með Kúrda þá er búa í landinu. Tyrkir fara reglulega inn í írak og herja á þessa sömu Kúrda. Einnig sæta Kúrdar í Tyrklandi Iinnulausum ofsóknum af hendi yfirvalda. Bandaríkjamenn sjá náttúrlega ekkert athugavert við það enda Tyrkir tryggir bandamenn. Bandaríkjamenn settu við- skiptabann á Kúbu f\'rir áralug- um vegna kommúnistans Castros sem þar ræður ríkjum. Komniúnistarnir í Kína njóta bestu viðskiptakjara í Bandaríkj- unum. Svona gæti ég vitanlega haldið lengi áfram. Siðblinda þeirra Hvítahússmanna er alger. Það er sorglegt að sjá hve margar þjóðir drattast á eftir þessum kónum. Þær eru alveg eins og Gljalaus verkfæri í hönd- unum á þessum vesælu mönn- um. Og það er alveg sama hvern- ig Israelsmenn haga sér - enginn hreyfir í reynd legg né lið til að stöðva djöfulæði þeirra og koma Palestínuþjóðinni til hjálpar. Hvað segið þið samfylkingar- þingmenn, er ekki kominn tími til að breyting verði hér á? Er að lurða þó að spurt sé. Eg læt hér staðar numið, að minnsta kosti í bili. Kveð ykkur með virktum og baráttukveðjum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.