Dagur - 05.12.2000, Page 21
ÞRIDJVDAGVR S. NÓVEMBER 2000 - 21
Tindastóll í 2. sæti
úrvalsdeildartnnar
Shawn Myers bestur
Stólanna, lék stórkost-
lega gegn ísfirðingiun.
KFÍ lá heima gegn Tindastól um
helgina, 88-98, þar sem fimm leik-
menn Isfirðinga skoruðu yfir 20 stig.
Ales Zianovic var með 27 stig og 12
fráköst, en hann er Slóveni og var
þetta hans fyrsti leikur fyrir KFI,
Dwayne Fontana skoraði 22 stig og
Sveinn Blöndal var með 19 stig og
11 fráköst. Hjá Tindastóli var Svavar
Birgisson stigahæstur með 28 stig
sem hann skoraði á aðeins 27 mín-
útum, Kristinn Friðriksson kom
næstur með 24 stig og Shawn Myers
var með 21 stig, 1 5 fráköst, sex stol-
na bolta og fimm varin skot. Þetta
var 4. sigur Tindastóls í röð í deild-
inni.
Tindastóll hafði frumkvæðið í
leiknum, voru með eins stig forystu
eftir fyrsta leikhluta, 20-21, staðan
var 39-48 eftir 2. leikhluta, 60-73
eftir 3. leikhluta og lokatölur 88-
98. Liðsheild Tindastóls var mjög
góð í þessum leik en sem fyrr var
það Shawn Myers sem var bestur
Skagfirðinga, lék oft alveg stórkost-
lega vel í sókn og vörn og varði
m.a. 8 skot lsfirðinga. Tindastóll er
í 2. sæti deildarinnar eftir 9 um-
ferðir með 14 stig, tveimur stigum
á eftir Keflvíkingum sem eru í efsta
sæti með 16 stig. TindastóII fær
Hauka í heimsókn í „Krókódílasýk-
JrMm
ið" á Sauðárkróki næsta fimmtu-
dag en Haukar unnu Grindvíkinga
á sunnudag og eru því ekki auð-
unnir.
Þór tapaði fyrir Keflavík í
Iþróttahöllinni á Akureyri á
sunnudagskvöld. Þórsarar voru
yfir eftir fyrsta leikhluta, 29-27, og
virtust til alls líklegir. Keflavík
hafði yfir eitt stig eftir 2. leikhluta,
51-50, og þá fór að draga í sundur
með liðunum. Staðan eftir 3. leik-
hluta var 85-70 fyrir Keflavík og
lokatölur 104-98 fyrir Keflavík.
Þrátt fyrir tapið var Þórsliðið að
leika vel, þeir einfaldlega mættu
sínuni ofjörlum, efsta Iiðinu í úr-
valsdeildinni. Clifton Bush var
stigahæstur Þórsara með 29 stig,
Sigurður Sigurðsson setti niður
17, Magnús Helgason 15, Oðinn
Asgeirsson 14, Hermann Her-
mannsson 11, Einar Aðalsteinsson
8 og Hafsteinn Lúðvíksson, fyrir-
liði, 4 stig. Calvin Davis var stiga-
hæstur Keflvíkinga með 30 stig, en
„gamla hrýnið" Guðjón Skúlason
sýndi mikla keppnishörku og skor-
aði 24 stig, aðrir minna. Þór leikur
á fimmtudag í Hveragerði gegn
Hamri. GG
Clifton Bush, Þór, skorar í leik gegn
Njarðvík fyrr í vetur.
KA tapaði
í sveita-
keppni
fyrir JR
KA- A, KA-B, Júdófélag
Reykjavíkur (JR) og Júdódeild
Armanns kepptu um helgina í
sveitakeppni Júdósambands
Islands en mótið fór fram í
húsnæði JR. KA vann
Júdódcild Armanns 4-3 en
tapaði síðan óvænt fvrir Júdó-
félagi Reykjavíkur.
Júdófélag Reykjavíkur vann
svo Júdódeild Amanns og þar
með sigur í þessari sveita-
keppni, og er það fyrsti sigur
Júdófélags Reykjavíkur í
sveitakeppni í 20 ár.
Júdódeild KA varð í 2. sæti,
en KA hefur unnið sveita-
keppnina undanfarin ár. Ljóst
er að þjálfari JR, Bjarni Frið-
riksson, er að gera góða hluti
hjá JR sem bar höfuð og herð-
ar yfir sína andstæðinga og
sigraði í öllum flokkum karla
og kvenna nema 19 ára og
yngri karla þar sem Judodeild
KA Akurevri bar sigur úr být-
um.
GG
S A komst á topiim
í ísknattleiknum
Leikmenn Skautafélags Akureyrar hafa oft haft ástæðu tii þess að fagna i vetur.
KA hefndl hik;
artapstns gegn ÍR
SA komið í efsta sætið
með 7 stig. Leika gegn
Biminum í Skauta-
höllinni í Reykjavík
næsta laugardag
Sl. laugardagskvöldið, 2. desem-
ber, fór fram þriðja viðureign
Skautafélags Akureyrar og Skauta-
félags Reykjavíkur á Islandsmót-
inu í ísknattleik. Leikið var í
Skautahöllinni á Akurc\ri. Leikur-
inn var jafn og spennandi og skipt-
ust liðin á að skora fyrri hluta
leiksins. SA skoraði fyrsta markið
á fimmtu mínútu en SR jafnaði
aðeins tæpri mínútu síðar. Stuttu
síðar komust SA-ingar aftur yfir en
sem fyrr jöfnuðu SR-ingar tæpri
mínútu síðar, staðráðnir í að hley-
pa Norðlendingunum ekki fram
úr. Akureyringar bættu svo við
einu marki fyrir lok lotunnar og
staðan því orðin 3-2 eftir fyrstu
lotu.
í annarri lotu voru Akureyringar
aðeins sterkari og skoruðu tvö
mörk á móti einu ffá Islandsmeist-
urunum og staðan þá orðin 5-3
þegar þriðja lotan hófst. Síðustu
20 mínúturnar var barist til síð-
asta blóðdropa og þess má geta að
SR-ingar fengu 14 af 16 mínútum
sínum í boxinu, þ.e. útafrekstur,
þarna í síðustu lotunni og SA-ing-
ar 14 mínútur af sínum 22. Jafn
var á með liðunum þessar síðustu
mínútur og Iotunni lauk með einu
marki gegn einu; lokastaðan 6-4.
Með sigrinum komst SA á topp
deildarinnar með 7 stig. Björninn
er í öðru sæti með 6 stig og Is-
Iandsmeistararnir frá því í fyrra,
Skautafélag Reykjavíkur, er ein-
ungis með 1 stig og því ljóst að
ekkert minna en kraftavcrk getur
koinið þeim f úrslit í ár. A botnin-
um er svo lið GuIIdrengjanna,
stigalaust. Mörk / stoðsendingar
SA gerðu Clark McCormick 3/0,
Eggert Hannesson 1/1, Björn
Jakobsson 0/2, Rúnar Rúnarsson
1/0, Sigurður Sigurðsson 1/0 og
Ingvar Jónsson 0/1. Hjá SR voru
það James Devine 2/1, Snorri
Rafnsson 1/1, Vladimir Baranov
1/0, Elvar Jónsteinsson 0/1 og
Hallur Arnason 0/1. Aðaldómari
var Símon Sigurðsson, en línu-
dómarar Arni Arason og Steinar
Sigurðsson.
Síðustu leikirnir á þessu ári í
ísknattleiknum verða um næstu
helgi. Björninn tekur á móti SA í
Reykjavík á laugardag og á
sunnudag leika Gulldrengirnir
gegn SR.
GG
Stelmokas fór hamför-
um gegn ÍR var bestur
KA-manna
KA hefndi tapsins í bikarkeppni
karla í handknattleik gegn 1R er
liðin mættust í Seljaskóla á
sunnudag í Nissan-deildinni.
KA vann 23-21. KA leiddi í
hálfleik, 13-12, en seinni hálf-
eikur var geysispennandi og
mátti sjá jafnt á markatölunum
hvað eftir annað. Andreas
Stelmakas var bestur leik-
rnanna KA og átti stórleik á lín-
unni hjá KA og skoraði 9 mörk,
var hreint óstöðvandi. KA liðið
var út af í 12 mínútur en IR-
ingar aldrei. Vörn KA réði lítt
við Ingimund lngimundarson,
og voru flestir brottrekstranna
eftir brot á honum en þeir Iéku
Þórsarar, sem leika í 2. deild
handboltans, komu niður á jörð-
ina með braki og brestum á Sel-
fossi í síðustu viku er þeir töp-
uðu fyrir Selfyssingum 33-29.
Eftir góðan leik gegn Víkingum í
íþróttahöllinni á Akureyri mátti
búast við því að sigur gegn Sel-
fyssingum væri ekki svo fjarlæg-
ur draumur, en því fór því miður
fjarri og að sama skapi minnka
annars mjög harðan varnarleik
sem skilaði þeim stigunum
öðru fremur.
Cuðjón Valur Sigurðsson átti
góðan leik og skoraði 6 mörk,
Giedrius Cserniaukskas gerði
3, Halldór Sigfússon 3, og eitt
mark Jónatan Magnússon og
Sævar Arnason. Hörður Flóki
Olafsson varði 13 skot. Ingi-
mundur lngimundarson var
markahæstur lR-inga með 7
mörk. Haukar leiða enn mótið
þegar það er hálfnað, eru með
20 stig, en Framarar fylgja þeim
eins og skugginn með 18 stig.
I<A er í 7. sæti með 12 stig og
mundu mæta Fram í úrslita-
keppninni ef þetta yrði röð lið-
anna í úrslitakeppninni. KA
leikur næst gegn Vestmannaey-
ingum í KA-heimilinu næsta
föstudag. GG
vonirnar um að hreppa annað af
tveimur efstu sætum deildarinn-
ar og þar með sæti í 1. deild að
ári.
Þór er með 9 stig eftir 8 leikir,
þremur stigum á eftir toppliðinu
Víkingi, en hefur leikið fleiri
leiki. Næsti leikur liðsins er gegn
ÍR-b 12. janúar 2001 í íþrótta-
höllinni á Akureyri.
GG
Þórsarar töpuðu