Dagur - 08.12.2000, Side 2
2-FÖSTUDAGUR 8 . DESEMBER 2000
JÓLAGJAFAHANDBÓK
Dísgttr
Um síðustu helgi var
kveikt á spádómskert-
inu, enda varþáfyrsti
í aðventu og þar með
hófst undirbúningur
fyrirjólin. Undirbún-
ingursem í koþólskum
sið þýddiföstu og
bann við kjötáti.
Desemberfastan er í kristnum sið
hugsuð sem undirbúningstími
Ivrir fæðingarhátíð frelsarann.
„Hún heitir á latínu adventus
sem merkir „tilkoma" eins og sagt
er í Sögu dagana eftir Arna
Björnsson.
„Jólaföstu verður fyrst vart um
iniðja 5. öld í Antfokkíu á Sýr-
landi og á Norður-ltalíu en öld
seinna í Rómaborg," segir Arni og
tiltekur einnig að þótt ekki liggi í
augum uppi að draga við sig kjöt-
meti á föstunni megi benda á að
haustslátrun var víðast lokið fyrir
nokkru. „ Þá höfðu menn belgt
sig upp af alls kyns nvjum slátur-
mat, svo að tímabært var að hvíla
meltingarfærin og spara kjöt-
birgðir áður en vetrarveislur
hófust. Um þetta leyti stóð fengi-
tími sauðfjár einnig mjög víða
yfir, en skiljanlega vildu hjarð-
þjóðir ekki slátra úr bústofninum
frá sláturtíð fram að sauðburði
nema brýna nauðsyn bæri til."
Hvaö heita kertin ljögur?
í dag þýðir aðventan eitthvað
Aðventukransinn byggir á gamalli norður-evrópskri hefð. Grenið er tákn um hið eilífa líf enda sígrænt og hringur-
inn er tákn um eilífðina, án upphafs og endi.
allt annað en aðhald í mat eða
öðru. Kertin fjögur sem prýða
aðventukransa heimilanna
minna menn heldur á að nú fari
tími til gjafakaupa að styttast.
„Aðventukransar þeir sem marg-
ir útbúa til heimilisskrauts á
jólaföstu eru tiltölulega ungt fyr-
irbæri.“ Arni bendir á að al-
mennt hafi þessir kransar ekki
farið að sjást á íslandi fyrr en
eftir seinni heimsstyrjöld og þá
fyrst sem skraut í einstaka húð-
argluggum eða veitingahúsum.
„Þeir breiddust mjög hægt út og
urðu ekki umtalsverð söluvara
fyrr en milli 1960-70. Samtímis
því færðist í vöxt að fólk byggi til
sína eigin aðventukransa."
Litur kirkjunnar á aðventunni
er fjólu- eða lillablár og stendur
fýrir iðrun og undirbúníng.
Þessi sami litur er notaður á
löngu föstu, fyrir páskana. Kert-
in á kransinum eiga því að vcra
lillablá en sumir kransar hafa
fimm kerti, þá er eitt hvítt kerti,
svokallað Kristskerti, í miðjunni.
Kertin fjögur eiga sér öll nöfn.
Þann fyrsta í aðventu á spádóm-
skertið að loga en þann dag eru
lesnir upp spádómar úr Gamla
testamentinu um frelsarann.
Síðan kemur Betlehemskertið,
þá hirðakertið og loks englakert-
ið. Aðventukransinn byggir á
gamalli norður-evrópskri hefð.
Grenið er tákn um hið eilífa líf
enda sígrænt og hringurinn er
tákn um eilífðina, án upphafs og
endi.
Hefðin fyrir rauða litnum þó
ríka á jólunum eins og við
þekkjum. „Rauði liturinn er í
sjálfu sér hátíðarlitur en í kirkj-
unni er hann notaður á annan f
jólun þcgar píslarvotta er
minnst og síðan er hann notað-
ur á hvítasunnu sem tákn um
eldinn eða heilagan anda sem
settist á hvern og einn eins og
tungur af eldi væru. En ef fólk
vill halda kirkjulegu hefðina þá
eiga kertin að vera lillablá eða
fjólublá.“
Aöventuálag
Samkvæmt Sögu dagana hefur
eitt einkenni aðventu haldið sér:
„Það sem íslendingum virtist
löngunt minnisstæðast við jóla-
föstuna var hið mikla vinnuálag
sem fólk mátti þola, einkum við
tóskapinn. Af kappsemi og lang-
vökum við smáband og aðra tó-
vinnu fékk síðasta vika jólaföstu
nöfn eins og augnvika, staurvika
og vitlausa vika. Þaðan er
einnig runnin hin lífsseiga sögn
um augteprur eða vökustaura
sem spennt væru á augu fólks til
að halda því vakandi við tó-
vinnu."
-MAR
Spádómskertið logar -
Betiehemskerið næst
LyMLróman rnn bamaníðing
Prinsessur er heiti á
nýútkominni bók eft-
irLeó E. Löve. Bókin
erbyggð á reynslu
höfundar, enhann
var dómarofulltrúi á
sínum tíma ogfjall-
aði þá um mál
manns, sem nú á tím-
um værí kallaður
barnaníðingur.
Bókin er skáldsaga en söguefn-
ið er sótt í rannsókn á sakamáli
og er saga ógæfumanns sem
ekki hlýtir siðalögmálum sam-
félagsins.
Fósturmold gefur bókina út.
Saga samtíðar
Rannveig Liive var elst fimmt-
án systra og af þeirri kynslóð
sem berklar lögðust þungt á.
Fósturmold hefur gefið út
æviminningar hennar, IVlyndir
úr hugskoti.
Þar segir frá uppvexti og erf-
iðum kjörum því Rannveig fékk
berkla á ungum aldri, dvaldi á
Vífilsstöðum og var með fyrstu
sjúklingum sem vistuðust á
Reykjalundi, en þar var hún
samtímis manni sínum Guð-
mundi Löve. Segir Rannveig
frá starfi SÍBS og hvaða þýð-
ingu það hafði fyrir langveika
sjúklinga. Bókin er þjóðlífslýs-
ing 20. aldar.
Kveðskapur Egils og Völuspá
Völuspá Sonatorrek og 12
lausavísur Egils nefnist bók
eftir Þráinn Löve. Hann hefur
sökkt sér niður í þann kveð-
skap sem frá greinir í bókinni
og skýrir þar meðal annars
margt það sem áður var talið
óútskýranlegt.
IVIargt er torráðið í kveðskap
Egils, og er þesari bók ætlað að
bæta þar nokkuð úr. Þráinn
telur Egíl Skalla-Grímsson vera
höfund Völuspár og færir að
því nokkur rök. Fósturmold
gefur út.
SteHa flækist
í bókmenntaheiminn
Stella Blómkvist, lögfræðingur-
inn sem lætur sér fátt fyrir
hrjósti brenna, er mætt á jóla-
bókamarkaðinn.
Nú er framið morð í beinni
útsendingu og landskunn
þáttagerðarkona er myrt. Fyrr
en varir er Stella hin frækna
flækt í m ál sem tengjast bók-
menntaheiminum, sjónvarpinu,
nýbúum, kynlífsþrældómi og
valdamönnum. Mál og menn-
ing gefur Stellubækurnar út.
Frásagnir Jóns Norömanns
Út er kominm bókin Sk)'ggni - úr
fórum Jóns Norðmanns f umsjá
Þorsteins Antonssonar.
1 bókinni eru frásagnir af og
eftir Jón, sem var kennari í
Reykjavík og bóndi í Selnesi á
Skaga. Hann var uppi 1898-
1976. Ævi Jóns er rakin og finna
má ágrip af byggða- og þjóðar-
sögu. Skaglirskt mannlíf er
einnig uppistaðan í frásögnunum.
Muninn gefur út.
Prinsessan í Níl
Út er komin bókin Nílarprinsess-
an eftir Guðjón Sveinsson, mynd-
skreytt af Erlu Sigurðardóttur.
Prinsessan er flóðhestur sem
heitir Flóðhildur og býr í Nfl.
Hestur úr stóði Ingólfs Arnarson-
ar í Reykjavík tengir menningar-
svæðin við Faxaflóa og í Nílardal.
Muninn gefur bókina út.
Skrýtinn skapnaður
Mál og menning gefur út
barnabókina Hlunkur eftir Bri-
an Pilkington, sem teiknaði
myndir við texta sinn eða
samdi texta við myndir sínar.
Röðin er valin eftir því hvort
bókinenntafræðingur eða list-
fræðingur láta ljós sín skína á
verkið.
Dimma vetrarnótt vaknar
skrýtinn skapnaður úti á víða-
vangi af löngum svefni. Hann
veit hvorki í þennan heiin né
annan. Tveir hrafnar veita hon-
um athygli og hann fylgir þeim.
Smám saman fer að rofa til og
Hlunkur kemst að því að allir
eiga einhvers staðar heima.
Jafnvel tröllin. Silja Aðal-
steinsdóttir þýddi textann.
Ábendingar
um heimilisstörf
Heimilishandbókina, sem er
uppsláttarbók um felst sem við-
kemur heimilishaldi. 1 bókinni
eru 2000 ráð og leiðbeiningar,
svo sem um þrif, þvotta,
viðhald og viðgerðir, matseld
og fleira.
Fjöldi skýringarmynda eiga
að auðvelda skilning á efninu.
Karlar biðja
45 íslenskir karlar biðja í bók
sem Skálholtsútgáfna gefur út.
Heiti bókarinnar er Bænir
karla.
Séra Hreinn S. Halldórsson
ritstýrir bænabókinni. í til-
kynningu segir aö bænirnar
veiti innsýn í hugarheim karla.
Djöflaeyjan á ensku
Fyndinn og gáfuleg segir á
kápu enskrar útgáfu á Þar sem
djöflaeyjan rís eftir Einar Kára-
son.
Devils’ island er enska heitið
á bókinni en þýðinguna gerðu
David MacDuff og Magnús
Magnússon. Canongate gefur
út.
Vaka-Helgafell hefur géfið út
* * >, p.t t íjí i í-í'í‘ííí*í.í:í í *:1.1titttt **tjttttí>»%t*tt ^ítftít *.. tíwzv, 4'*.vá^í ít■