Dagur - 08.12.2000, Qupperneq 4

Dagur - 08.12.2000, Qupperneq 4
4 -FÖSTUDAGUR 8 . DESEMB E II 2 00 0 JÓLAGJA FA HANDBÓK Hvemig væri nú að prófa eitthvað nýtt? Hver og einn á sína uppáhaldsuppskrift sem hann vill fá til að kalla fram jóHn en margir vilja h'ka breyta aðeins til. Nú eru jnargirfamir að spá og spekúlerafyrír jólin. Hvað eigi að baka, hversu margar tegundir afsmákök- um, hvortprófa eigi eitthvað nýtt. Eins og allirvita þá eru upp- skríftimar óteljandi. Hver og einn á sína uppáhaldsuppskríft sem hann villfá til að kalla framjólin en margirvilja líka breyta aðeins til. Ef leita skal að einhverju spenn- andi þá getur farið í það mikill tími enda ekki af fáum bókum, blöðum og bæklingum að taka þegar kemur að jólauppskrift- um. Það er ekki tími til að skoða allt það sem áhugavert er og þá er alltaf gott að fá smá bjálp og innsýn í það sem t.d. erlend matreiðslutímarit bjóða upp á. Hér á eftir eru nokkrar upp- skriftir sem bandarísk mat- reiðslutímarit mæla með fyrir jólin. Mjög er vandað til verks- ins og af mörgu spennandi að taka. Einnig er greinilegt að í hinni stóru Ameríku er margt annað bakað en smákökur því mildð er um glæsilegar og spari- legar uppskriftir af ostakökum, kanilsnúðum og öðru álíka góð- gæti. Tiramisú-ostakaka 3/4 bolli mulið súkkulaðikex, um 1 5 stk. 2 msk. bráðið smjör 12 fingurkex, „ladyfingers" 2 tsk. espresso kalfiduft 2 msk. brandy eða mjólk 250 g mjúkur mascarpone rjómaostur 1 bolli sykur 1 tsk. kornsterkja 1 tsk. vanilludropar __________3 egg 250 g sýrður rjómi 1/2 tsk. kakóduft Það þarf að byrja á því að mylja súkkulaðikexið og bráðið smjörið og blanda því vel sarnan. Setja það í hringlaga form og þrýsta blöndunni vel niður og út með köntunum. Fingurkexið er þá tekið og skorið í tvennt, þvert, og því raðað hringinn með sléttu hliðina niður. Kaffiduftið er leyst upp í brandí eða mjólk. Osturinn er hrærður þar til hann er vel mjúkur. Þá er sykri bætt saman við hann og áfram hrært vel. Kornsterkju og vanilludropum er hellt í osta- blönduna, þá eggjunum einu í einu. Allt saman hrært vel sam- an. Helmingnum af þessari blöndu er hellt ofan á botninn í hringforminu en í hinn helm- inginn er kaffiduftinu hrært saman við. Þeirri blöndu er þá helt yfir hina fyrri í form- inu.Kakan er bökuð í ofni á 175°C hita í 45 mínútur eða þar til miðja kökunnar er orðin frek- ar stinn. Þá er kakan tekin úr ofninum og sýrða rjómanum smurt ofan á hana miðja. Kakan er tekin úr forminu og látin kólna í klukkustund. Súkkulaði stráð yfir hana til skrcytingar. Kanilhringur meö appelsínukeim 4 1/2 bolli hveiti 2 pakkar þurrger 1/2 bolli volg mjólk 1/3 bolli sykur 1/3 bolli mjúkt smjör 1 tsk. salt ___________2 egg__________ 1/2 bolli appelsfnusafi 2 msk. rifinn appelsínubörkur 3 msk. bráðið smjör 1/2 bolli sykur 1/2 bolli kókos 2 tsk. kanill Tveir bollar af hveiti og gerinu er blandað saman í skál og geymt. Mjólkin er hituð örh'tið í potti og sykri, mjúku smjöri og salti bland- að saman við í pottinn. Smjörið látið bráðna. Hveitinu blandað saman við og hrært vel, þá er eggjum og appelsínusala hnoðað saman við og hrært með hand- þeytara í 3 mínútur. Appelsínu- berkinum er blandað saman við með sleif og örlitlu hveiti ef þarf til að deigið verði mjúkt. Deigið er sett í skál sem hefur verið smurð að innan með smjöri og látið hefa síg þar und- ir viskastykki í 90 mínútur. Að því loknu er það hnoðað varlega og því skipt í tvennt. Það flatt út með kökukefli þannig að passi á ofnplötu. Smurt með bráðnu smjörinu og sykri, kanil og kókos blandað sarnan og stráð yfir, einungis helmingi blöndunnar. Þá er deiginu rúll- að upp og það lagt saman í miðjunni þannig að það iiggi frekar þétt, tveir vænir bitar ofan á hvor öðrum. Skorið því næst langsum í deigið, ekki al- veg í endann og það opnað þannig að úr verði n.k. hjarta. Þctta kanilhjarta er síðan bakað á 225°C hita í 20 mínútur. Skreytt með appelsínuglassúr (flórsykri og appelsínusafa). Súkkulaði- kanilhringur 3 bollar hveiti 1/3 bolli kakóduft 1 pakki þurrger 2/3 bolli mjólk 1/3 bolli smjör 1/3 bolli sykur 3/4 tsk. salt ________2 egg________ 2 msk. bráðið smjör 1/4 bolli sykur 2 tsk. kanill 3/4 bolli súkkulaðispænir 1/4 bolli möndlur 1 1/4 bolla hveiti, kakó og geri er blandað saman í skál. Geymt. Mjólkin, smjörið, sykurinn og saltið er sett í pott og hitað þar til smjörið bráðnar. Blöndunni er hellt saman við hveitiblönduna í skálinni og eggjunum bætt við. Hrært með handþeytara í 3 mín- útur og afgangnum af hveitinu blandað saman við. Deigið er hnoðað og látið hef- ast í smjörborinni skál þar til það hefur tvöfaldast. Slegið örlítið niður og hnoðað létt, flatt út með jafnar hliðar og smurt með bráðnu smjöri. Sykri, kanil og súkkulaðispæni blandað saman og stráð yfir deigið, þá möndlun- um. Rúllað upp. Þarna þarf að skera í deigið, passa að það sé bara ysta lagið. Þetta er gert til að hægt sé að búa til fallegan hring. Skurðirnir eiga að vera með um 3 cm millibili. Þá opnast kringl- an fallega sbr. á myndinni. Hringurinn er bakaður á 225°C hita í I 5-18 mínútur, eft- ir 10 mínútur þarf að hylja hringinn með álpappír í ofnin- um. Skreytt með glassúr, sem cr búinn til úr 1 bolla af flórsykri, 1 msk. af Kahlúa líkjör, 3 tsk. af rjóma (getur þurft meiri rjóma). Fróðleíksmolar um græmneti Nú þegarein mesta át- veisla ársinsferí hönd finnst mér rétt aðfjalla aðeins umgrænmeti, þá aðallegagrænmeti sem við notum ekki oft, en sjáumiðulegaí grænmetisborði stór- markaðanna. Vonandi verður þessi fróðleikur þess valdandi að fleiri sjái sér fært að elda þetta grænmeti og njóti þess, og um leið vil ég minna á áramótaheitin sem tengjast mataræði, eða á ég að segja þyngdarlögmálinu. Taki þeir til sín sem eiga. SeUerírót (Celeriac) Er rót selleríjurtarinnar sem flest- ir þekkja, sem eitt mesta megrun- arfóður sem til er. Sumir segja að það eyðist fleiri hitaeiningar við að tyggja það en seleríið sjálft inniheldur. Rótin er mun bragð- minni en stilkarnir og er með- höndluð á svipaðan hátt og annaö rótargrænmeti. Þegar þykkt hýðið hefur verið skorið utan af er nauðsynlegt að geyma grænmetið í sítrónuvatni. Sellerírótina þarf að sjóða vel áður en hún er borð- uð, cinnig er gott að skera hana í þunnar sneiðar og djúpsteikja. Hún hentar vel í súpur og með kartöflum í kartöflusalat. Dvergbítur Er af „squas“-ætt og er oft kall- að zucchini eða kúrbítur, líkist óneitanlega agúrku þrátt fyrir að vera alls óskild. Dvergbítur- inn er bæði til grænn og gulur og er yfirleitt ekki borðaður hrár; hentar ekki sérlega vel til suðu vega þess hversu bragðlít- ill hann er en hentar því betur til steikingar, ofnbökunar og á grillið bæði heill, saxaður og í sneiðum. Timjan og svartur pipar eiga mjög vel við kúrbítinn. Kínabreðka (Mooli radishesss) Er náskyld litlu rauðu radísun- um sem við þekkjum þrátt fyrir allt annað útlit. Bragðið er sambærilegt en þó ekki eins beiskt, líklega af því að það mildast fljótt við geymslu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er sterkur jripar- keimur af hreökunni ef hún er borðuð beint upp úr garðinum. I austurlöndum er hún oft borðuð hrá en í vestrænum heimi oftast súrsuð eðd snögg- steikt í blandaða rétti, einnig góð ný, soðin og í súpur. Það er eins með kfnahreðk- una og sellerírótina að þegar búið er að skræla hana veröu-r að geyma hana í sítrónuvatni. Sykurbaunir (sugarpeas) Belgbaunir eiga sér langa sögu allt aftur til 5700 f.kr. Þær inni- halda mikið af próteinum og kol- vetni og eru orðin fastur þáttur í evrópskri matargerð. Frakkar eiga frumkvæðið í eldun þeirra eins og í svo mörgu öðru en Englending- ar hafa tamið sér að nota þær og teljast þær nær ómissandi með svínakjöti í Norður Englandi. Þrátt fyrir þetta eru sykurbaun- ir ekki mikið matreiddar á heimil- um hér á landi, en þó noldtuð á veitingahúsum. Gott er að skola baunirnar vel í köldu vatni og Ijarlægja endana. Bragðið af þeim líkist belgbaunum eða snittu- baunum en er með sætum keim. Sykurbaunir henta vel í snögg- steikta rétti, nýsoðnar og einnig pönnusteiktar upp úr smjöri eða olífuolíu kryddaðar með salti og pipar. Salatblöð Hér á ég við t.d. eikarlauf, lollo rosso, radicchio og lambhagasal- at svo eitthvað sé nefnt. Fjöldinn allur er til af salati sem hentar vel í hina Ijölbreyti- Icgustu salatrétti með mat eða sem sjálfstæð máltíð. Eitt er sameiginlegt með þeim öllum og það er meðhöndlunin sem öllu máli skiptir. Leysið salathausinn í sundur og fjarlægið öll óhrein- indi og skemmd blöð, skolið sal- atið vel undir köldu vatni og þerrið vel, helst með salatvindu. Rífið blöðin í hæfilega stóra bita án þess að kremja þau. Eg mæli ekki með því að salatið sé saxað með hníf. Rífið salatið niður eins stuttu fyrir neyslu og mögulegt er og munið að salat er alltaf best sem ferskast og best er að geyma það á köldum dimmum stað þar sem loftar vel um það. Gleðilegl jól og verði ykkur að góðu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.