Dagur - 08.12.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 08.12.2000, Blaðsíða 6
I Afgangar af j ólamatmnn Það er ekki ólíklegt að afgangur verði af jólamatnum hjá ein- hveijum þvi gjaman er Iagt mikið í hann hvort sem um er að ræða ijúpur, hangikjöt, gæs- ir, hamborgarhrygg, kalkún, lambahrygg, svínasteik eða eitt- hvað allt annað. Þegar verða af- gangar er um að gera að nýta þá vel, gera vel við jólasteikina. Rjúpur Það er frábært að brytja rjúpurnar eða gæsirnar í sósuna og hita mjög, mjög hægt. Helst skal hita blönduna í tvöföldum potti þannig að gufan af vatninu sjái um hitunina. Þá er engin hætta á að brenni við. Síðan er upplagt að setja heitar kartöflur út í og bera fram rauðkál með. Ekki er verra að hafa heitar tartalettur til að setja sósublönduna í. Hangikjötið Það er alltaf gott kalt en það er líka gott í eggjakökur. Slá saman eggjum og ijóma, 1 msk. rjómi á móti hveiju eggi, setja smátt brytjað hangikjötið út í eggja- blönduna og fylla tartalettur að 2/3. Síðan skal baka þetta í ofni á vægum hita þar til eggin stífna. Hamborgarhryggurmn Afgangana af honum má nýta á marga vegu. Það er t.d. sniðugt að sjóða pasta, helst grænt, bræða þá rjómaost og setja brytj- að kjötið út í. Setja skal álíka mik- ið af osti og kjöti. Gott er að setja smá pipar út í ostinn og nokkrar skeiðar af parmesanosti yfir. Kalkúnniun Við afgangana af kalkúninum er um að gera að búa til kalkúnapæ. Þá er keypt frosið smjördeig, það flatt út og sett í eldfast mót. Brytjuðu kalkúnakjöti er stráð yfir deigið og þá sósunni þar á eftir. Síðan má setja deiglok yfir en þá þarf að klippa gat í miðjuna svo að gufan komist út án þess að gera deigið rakt. Gott er að pensla yfír pæið með slegnu eggi og það þarf að bakast við 200°C hita þar til kakan verður gullinbrún. Nýja svinasteikin Hana er frábært að nýta ofan á brauð. Það er um að gera að smyrja stóra brauðsneið og mælt er með óseyddu rúgbrauði. Yfir sneiðina er gott að setja vænar flísar af steik og þá góða hrúgu af rifnu rauðkáli, niðursoðnum per- um fínt sneiddum, sýrðunt gúrk- urn og soðnum sveskjum. Ekki má gleyma að setja svolítið af ný- möluðum, svörtum pipar yfir steikina. Svona sneið er heil mál- tíð út af fýrir sig. Allra best er að setja stökka puru með en ólíklegt að hún sé til svona daginn eftir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.