Dagur - 08.12.2000, Page 7

Dagur - 08.12.2000, Page 7
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000 - 7 JÓLAGJAHANDBÓK Eftirréttir á jólum Það erorðið tímabært að huga að liátíðar- matnum og ekki má vanmeta mikilvægi eftirréttanna. Héreru fjórir eftirréttir sem henta vel við hátíðleg tækifæri. Einnigfylgir uppskriftaf eggjapúnsi sem er partur afjólahaldinu á Bretlandseyjum og í Norður-Ameríku en ekki mikið brúkað hér á landi að mérvitandi. Þá má spyrja, ef jólaglöggið erkomið til að vera, því ekki eggjapúnsið? Charlotteterta „Malakoff" 20-25 fingrakökur (lady fingers) 175 g ósaltað smjör (lint) 175 g flórsykur 1 tsk. vanillusykur 225 g möndlur (smátt saxaðar) 4 1/2 dl rjómi, þeyttur 2-3 msk. romm sítrónusneið til skreytingar Raðið puttakökunum innan í 18 cm springform sem klætt er með smjörpappír, gott er að skera endann af og snúa skurð- inum niður og sykruðu Iiliðinni út, þannig standa kökurnar betur. Þeytið smjörið, flórsyk- urinn og vanillusykurinn vel saman þar til blandan verður froðukennd, blandið möndlun- um og þremur fjórðu af þeytta rjómanum saman við og að lok- um romminu. Hellið blönd- unni í formið og kælið vcl í 3-4 klukkustundir, skerið ofan af puttakökunum ef þær standa upp úr forminu áður en því er hvolft á fat og það losað utan af kökunni. Skreytið kökuna með þeytta rjómanum sem eftir er og sítrónusneið. Charlotteterta „Royale“rúlluterta með jarðaberjasultu ____________4 egg___________ 2 dl sykur 1 dl hveiti 3/4 dl kartöflunrjöl 1/2 tsk. vanillusykur 1/2 tsk. lyftiduft 1 dl jarðaberjasulta Þeytið eggin og sykurinn vel saman, bætið hinum þurrefn- unum saman við og blandið með sleif, hellið í ofnskúffu með bökunarpappír og bakið við 200°C í 12-15 mín. eða þar til kakan er gullinbrún. Veítið kökunni á taustykki sem sykri hefur verið stráð á, snyrtið endana og smyrjið sultunni vel yfir kökuna áður en henni er rúllað upp innan í stykkið. Þeg- ar kakan er orðin köld er hún skorin í sneiðar og raðað innan í skál sem er klædd með smjör- pappír. Royale fylling: 4 1/2 dl mjólk 1 vanillustöng 5 eggjarauður 25 g matarlím (u.þ.b. 8 matarlímsbiöð) 75 g flórsykur 3-4 msk. kirsuberjalíkjör „Kirsch" (má vera safi af kirsuberjum) 2 dl rjómi, þeyttur Hitið mjólkina að suðu ásamt vanillustönginni, takið af hita og látið standa í 1 5-20 mínút- ur. Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman. Skafið kjarn- ann innan úr vanillustönginni, setjið út í mjólkina, hitið aftur að suðu og hellið í rnjórri bunu út í eggjablönduna og þeytið á meðan. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið varlega aftur þar til blandan fer að þykkna, hrærið stöðugt í á meðan með trésleif. Hellið blöndunni í skál, Ieysið matarlímið upp í heitum líkjörnum og hellið saman við eggjamjólkurblönd- una, setjið skálina í kæliskáp og hrærið í með sleifinni annað slagið. Þegar blandan er farin að þykkna er þeytta rjómanum blandað saman við og blönd- unni hellt í formið með rúllutertusneiðunum. Kælið vel yfir nótt áður en tertunni er velt á fat og hún skreytt með þeyttum rjóma. ___________Eggjapúns 6 eggjarauður 1 bolli sykur 1 dl romm (ljóst) 2 I rjómi 6 eggjahvítur 2 bollar flórsykur a.t.h. allt hráefni þarf að vera kalt Eggjarauðurnar og sykurinn er stífþeytt, romminu er bætt saman við í smá slöttum og þeytt vel í á meðan. Þá er 1 1/2 1 af rjóma blandað út í og 3 eggjahvítum, blandan þeytt létt. Hinar eggjahvíturnar eru stífþeyttar ásamt flórsykrinum og blandað út f með sleikju ásamt afganginum af rjóman- um. Geymið blönduna í kæli þar til hún er borin fram, gott er að strá örlitlu af möluðu múskati yfir púnsið. Jóladrumbur Botn: ____________3 egg__________ 75 g flórsykur 1/2 tsk. vanillusykur 75 g hveiti 25 g kókó 1 tsk. heitt vatn Eggin, sykurinn og vanillu- sykurinn eru þeytt vel saman þar til blandan Ioðir vel við þeytara. Blandið kókó og hveiti varlega saman við með sleif og að lokum vatninu. Hellið deig- inu í vel smurða ofnskúffu og bakið í 10-12 mín. við 200°C. Sláið botninn á taustykki og setjið á hann krem og rúllið upp. I kökuna þarf tvær rúllutertur (tvöfalda uppskrift af deigi og kremi). Krem: 100 g smjör (lint) 1 50-225 g flórsykur 4 msk. sjóðandi vatn 1/2 tsk. vanillusykur Allt þeytt saman þar til kremið er létt og Ioftkcnnt. Krem utan á drumbinn: 100 g smjör (lint) 200 g flórsykur 1 tsk. Neskaffi 1 msk. sjóðándi vatn 80-100 g suðusúkkulaði (bráðið) Smjör og flórsykur þeytt sam- an, kaffið leyst upp í vatninu og blandað út í ásamt súkkulaðinu, þeytið vel saman og smyrjið á tertuna áður en kremið fer að storkna. Komið tertunni fyrir á hæfilega stóru tertufati og smyrjið kreminu utan á þannig að hún líti út eins og trjádrumbur. Kælið vel áður en borið er fram og nú er um að gera að gefa sköpunar- gleðinni lausan tauminn við skreytingarnar. Pönnukökuterta Pönnukökur: 100 g hveiti 1 egg 1 msk. bráðið smjör örlítið salt olía til steikingar Öllu blandað saman og pönnukökur bakaðar úr deiginu (u.þ.b. 10 stk.) Fylling: 5 epli afhýdd, kjörnuð og skorin í þunnar sneiðar 50 g ósaltað smjör 75 g púðursykur 1 tsk. kanill börkur af einni sítrónu Brúníð eplin í smjörinu þar til þau eru meyr, bætið kanil og sítrónuberki saman við og takið af hita. Setjið pönnuköku á ofnplötu og setjið eplablöndu ofan á og síðan aðra pönnu- köku og svo koll af kolli þar til pönnukökurnar eru búnar þá er hjúpnum hellt yfir. Hjúpur: 6 msk. apríkósumarmelaði 2 msk. romm safi og börkur af einni sítrónu 50 g möndluflögur Hitið marmelaði, romm, börk og sítrónusafa í potti þar til það hefur blandast vel saman, hellið yfir pönnukökustaflann og stráið möndlunum yfir og bakið í ofni við 170°C í tíu mínútur. Berið fram heitt með rjóma og afganginum af hjúpn- um. Gangi ykkur vel og verði ykk- ur að góðu. 3 dl mjólk ciz'ceA'/o/* -leikur i þínum höndum! harmóníku I 1 I mfA ■m hljóðfæraversliin_________ Leifs Magnússonar ehf. GULLTEIGI 6. 105 REYKJAVÍK, SÍMI 568 8611 www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.