Dagur - 08.12.2000, Page 10
10 - FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2000
JÓLAGJA FA HANDBÓK
Jósef smiður
Vitringarnir veita barninu lotningu sína. Eftir Jan Gossaert (MabuseJ.
J.R.Porter
Jesús Kristur
Jesús sögunnar - Kristur trúarinnar
Ingunn Asdísardóttir þýddi
Mál og nienning gefúr út
Jesús frá Nasaret - fáir hafa haft slík áhrif á
andlegt líf og siðferði vestrænna manna
með hoðskap sínum. En hver var hann í
raun og veru? Hvernig má greina á milli
Jesú sögunnar - mannsins sem lifði og
starfaði í Palestínu íyrir tvö þúsund árum
og Krists trúarinnar?
I þessari bók er fjallað um ýmsar kcnn-
ingar um líf og starf Jesú og reynt að graf-
ast fyrir um það hver hann var „í raun og
veru“. Raddir þeirra sem reynt hafa að
túlka vitnisburði Nýja testamentisins eru
að sönnu ólíkar: Heimsslitaspámaður,
töfralæknir, félagslegur umbótamaður eða
pólitfskur byltingarsinni? Hér er fjallað um
gyðinglegar rætur Jesú og hið palestínska
samfélag sem hann lifði og hrærðist í.
Greint er frá ævi hans, boðskap og kenni-
tíð samkvæmt frásögnum guðspjallamann-
anna fjögurra, og í því sambandier einnig
vísað til merkra heimilda í sagnfræði og
fornleifafræði. Loks er fjallað um túlkunar-
leiðir: Hvaða augum Ieit Jesús sjálfan sig
samkvæmt þeim heimildum sem fyrir
hendi eru og hvernig hafa menn kosið að
nálgast og skilja persónu hans og boðskap?
Höfundurinn, J.R. Porter, er prófessor í
guðfræði við háskólann í Exeter á Englandi
og hefur sent frá sér fjölmargar bækur um
trúfræði og trúarbragðasögu. Einnig ritar
Jennifer Speake listfræðingur sérstakan
kafla um þá auðugu og margbreytilegu list-
hefð sem tengist Jesú í sögu kristinnar
myndlistar. Bókina prýða rúmlega 180 lit-
myndir og nokkur Iandakort af sögustöðum
guðspjallanna á tímum Jesú. Einnig er í
bókarlok ítarleg ritaskrá handa þeim les-
endum sem fræðast vilja um manninn sem
í tvö þúsund ár hefur gagntekið heiminn
með boðskap sínum.
Hér á eftir fer kafli úr bókinni.
Bæði í Matteusar- og Lúkasarguðspjöllum
er ætt Jesú til Davíðs konungs rakin í gegn-
um Jósef og það vekur þá spurningu hvort
Jósef hafi almennt verið álitinn faðir Jesú
að holdi og blóði. I guðspjöllunum er vísað
til Maríu og Jósefs sem foreldra Jesú og
Matteus kallar hann „son smiðsins" og
Lúkas vísar til hans sem „sonar Jósefs".
En ættartölur Jesú í núverandi mynd (sjá
bls. 62-63) virðast hrekja þetta viðhorf.
Matteus tekur aðeins fram að María haB
alið Jesú (Matt. 1.16); vers í einu sýrlensku
handriti segir Jósef föðurinn, en mjög er
ólíklegt að það endurspegli upprunalegan
texta Matteusar. Þegar Lúkas kallar Jesú
„son Jósefs" segir hann einnig „eftir því
sem haldið var“ og ekkert bendir til þess að
þessi orð séu síðari tíma viðbót við guð-
spjallið.
Fyrstu kristnu mennirnir, svo sem Páll,
vildu árétta það að Jesús væri afkomandi
Davíðs konungs og þvf Messías sá scm svo
lengi hafði verið vænst. Vitað var að Jósef
var af ætt Davíðs og það er líkiega ekki
óskynsamlegt að álykta að Matteus og Lúk-
as tali um Jósef sem Iögmætan föður Jesú -
svo sem var við hæfi samkvæmt lögmáli
Gyðinga - til þess að gera hann að lögmæt-
um afkomanda Davíðs.
Fjölskyldubönd Jósefs voru greinilega í
Betlehem, ættborg Davíðs, að því er sag-
an segir. Matteus lýsir Jósef sem „grand-
vörum“ manni sem hlýðir lögmáli Gyð-
inga í einu og öllu. Hann var því sérstak-
lega hæfur til að meðtaka boðskap engla í
gegnum drauma eins og Matteus segir frá
(Matt. 1.20-23, 2.13, 2.19). Það er hugs-
anlegt að guðspjallamaðurinn hafi orðið
fyrir áhrifum af sögninni um Jósef, ætt-
föður Israelsmanna, en sá var mjög
draumspakur eins og kemur fram í 1.
Mósebók.
Jósef er svo til eingöngu nefndur í frá-
sögnunum af fæðingu Jesú og það hve lít-
ið er um hann fjallað í öðrum frásögnum
Nýja testamentisins gæti gefið til kynna
að hann hafi verið fallinn frá þegar Jesús
hóf boðun sína.
MEYFÆÐINGIN: HEIÐH) IIUGTAK?
Hugmyndin um meyjargetnað er óþekkt í
gyðingdómi. Hvergi í hinum mörgu sögn-
um Biblíunnar um undursamlega þung-
un óbyrja er ýjað að því að slíkt kraftaverk
sé mögulegt - þótt þessar sögur hafi
vissulega áhrif á guðspjallafrásagnirnar af
fæðingu Jesú. Né heldur er hægt að líta á
spádóm Jesaja (Jes. 7.14) sem Matteus
vitnar til (sjá myndatexta á hægri síðu)
sem skýran vitnisburð um gyðinglega trú
á að getnaður geti hugsast án holdlegs
föður.
En hugmyndin um meygetnað var þrátt
fyrir þetta vel þekkt um allan hinn grísk-
rómverska heim. Frægir konungar eins og
Alexander mikli og Agústus keisari voru
gjarnan sagðir ávöxtur sameiningar
mæðra þeirra og einhvers guðanna, og
svipaðar hugmyndir voru algengar um
ástsælar trúarlegar persónur. Samkvæmt
yngri ritum hélt Símon töframaður, sem
sagt er frá í Postulasögunni (8), því fram
að móðir hans hefði verið mey þótt hún
væri þunguð.
Af þessu leiðir að margir telja hugmynd-
ina um meygetnað Jesú orðna til fyrir
áhrif úr heiðni. Það er þó óljóst að hve
miklu leyti frumkristnir söfnuðir á I. öld
sem byggðu á gyðinglegri eingyðistrú hafa
getað viðurkennt slíkar hugmyndir. Þá
eru heiðnar arfsagnir nokkuð frábrugðnar
því sem segir í Nýja testamentinu. Þær
greina frá samræði á venjubundinn
mannlegan máta milli konu og guðs sem
tekur á sig mannsmynd. En guðspjöllin
útiloka allar hugmyndir um mennska
mynd Guðs og tala um að „heilagur andi
muni koma yfir“ Maríu og „yfirskyggja”
hana með málfari sem minnir á helgirit
Gyðinga. Slíkt orðalag endurspeglar hina
gyðinglegu hugmynd um shekina, návist
guðs á jörðu, en sú hugmynd er sérstak-
Iega til þess ætluð að útiloka manngerv-
ingu guðs.
FJARHIRDARMR
Frásögn Lúkasar af fjárhirðunum sem vitja
Jesúbarnsins er að sumu leyti hliðstæð
sögu Matteusar um vitringana þrjá. Báðar
koma beint á eftir frásögninni um fæðingu
Jesú og báðar segja frá yfirnáttúrlegri opin-
berun. I Lúkasarguðspjalli (2) berst þessi
vitrun Ijárhirðum í haga, en þeir eru dæmi
um þá einföldu múgamenn sem þetta guð-
spjall Iætur sér sérstaklega annt um.
Engillinn boðar Ijárhirðunum „mikinn
fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum"
(Lúk. 2.10-11) við fæðingu Jesú og „frið á
jörðu með mönnum, sem [guð] hefur vel-
þóknun á“ (Lúk. 2.14) - en hér er líklega
átt við fylgismenn Jesú á komandi tímum.
Frelsarinn (Messías, Kristur) Jesús fæðist í
borg Davíðs (Lúk. 2.11). Orðalag Lúkasar,
„boða yður mikinn fögnuð" og „frelsari" -
virðast enduróma nokkrar áletranir frá
Litlu-Asíu þar sem minnst er fæðingardags
Ágústusar keisara.
Svo segir að fjárhirðarnir séu um nóttina
úti í haga að gæta hjarðar sinnar (Lúk.
2.8). Algengt var { Palestínu að beita fé á
akra eftir að hveitiuppskeru lauk í júní. Sé
frásögn Lúkasar byggð á einhverjum sögu-
legum staðreyndum virðist Iíklegast að
Jesús hafi fæðst að sumarlagi.
Frásögn Lúkasar er afar Ijóðræn og fal-
leg, hugsanlega undir áhrifum frá heiðnum
sögnum þar sem fjárhirðar tengjast fæð-
ingu frægra manna eins og Rómúlusar og
Remusar. Þó stendur Betlehem, borg Dav-
íðs, framarlega í frásögninni. I upphafi
sögu sinnar var Davíð fjárhirðir. I Míka
(4.8) er talað um stað nærrí borginni sem
kallaður er „hjarðarturn" og þar scgja sögur
Gyöinga að Messías muni dag einn koma
fram.
BARNAMORDIN
Heródes mildi er líklega frægastur fyrir frá-
sögn Matteusarguðspjalls af því þegar
hann lét taka af lífi öll sveinbörn í Bet-
lehem, tveggja ára og yngri, til þess að
reyna að losa sig við barnið sem þar fædd-
ist og vitringarnir lofsungu sem Messías og
konung Gyðinga (Matt. 2.16). Sumir
fræðimenn hafa viljað halda því fram að
þessi atburður geti verið sögulega sannur
enda hafi fórnarlömbin varla verið mörg.
Betlehem var lítill bær og atburður sem
þessi hefði ekki vakið sérstaka athygli í þvi'
andrúmslofti blóðugra átaka sem ríkti á
síðustu stjórnarárum Heródesar.
Atburðir á borð við þennan voru ekki
heldur óþekktir á þessum tímum. Sam-
kvæmt sagnaritaranum Svetóniusi, sem var
uppi á I. öld, boðaði himneskt tákn fæð-
ingu konungs Rómaveldis svo að öldunga-
ráðið tók það til bragðs að öll sveinbörn
fædd það ár skyldu Iíflátin. En þessi sögn
getur allt eins verið þjóðsaga eins og svip-
aðar gyðinglegar sagnir. Engin önnur heim-
ild nefnir fjöldamorð Heródesar á börnum.
Aðrir fræðimenn álíta að hér, eins og í öll-
um frásögnum Matteusar af því scm gerð-
ist eftir fæðingu Jesú, hafi hann búið til
sögu sem byggð var á biblíusögn; í þessu
tilviki versi í Jeremíabók sem vísar til staðar
í grennd við Betlehem (Jer. 31.15) sem
Matteus vísar til (Matt. 2.18). Erfitt er að
sjá hvernig hann ætti að hafa getað hyggt
frásögn sfna einungis á þessum kafla í Jer-
emía. Líklegra er að hann byggi á mörgum
frásögnum og setji inn í þær tilvísanir til
sérstakra kafla Gamla testamentisins í því
skyni að sýna að atburðirnir sem hann segi
frá séu hluti af guðlegri ráðstöfun.
JESÚS OG LÆRIFEÐIIRNIR
iMUSTERINU
Munurinn á öðrum kafla Matteusarguð-
spjalls og Lúkasarguðspjalls gefur til
kynna að ólíkar sögur um æskuár Jesú
hafi gengið meðal manna fyrstu árin
eftir dauða hans. Lúkas hefur valið eina
sögn - þá einu í regluritaguðspjöllunum
frá æskuárum Jesú - þar sem drengur-
inn, tólf ára, hverfur foreldrum sínum f
Jerúsalem á páskum og þau finna hann
síðan í musterinu í rökræðum við Iæri-
feðurna (Lúk. 2.41- 49).
Þessi saga tengir Jesú og musterið, en
þeim tengslum sýnir Lúkas sérstakan
áhuga í öllu guðspjalli sínu. Onnur lyk-
ilþemu í frásögninni af því þegar Jesús
er færður drottni (sjá meginmál) endur-
taka sig hér aftur, svo sem guðhræðsla
foreldra hans, María í forgrunni frá-
sagnarinnar og viðurkenning þeirra
manna sem töldust fulltrúar gyðing-
dóms á sérstöku eðli Jesú. Þessi atburð-
ur er Iátinn gerast í musterinu þar sem
rabbínarnir eða lærifeðurnir komu sam-
an til að kenna eins og Jesús sjálfur
gerði síðar á ferli sínum.
I gyðingdómi eru drengir teknir í full-
orðinna manna tölu við trúarathöfn, bar
mitsvah (“sonur lögmálsins11), þegar þeir
eru þrettán ára og taka þeir þá við öll-
um þeim skyldum og ábyrgð sem lög-
málið krefst. Hugsanlega var það ætlun
Lúkasar að sýna hér að þrátt fyrir ungan
aldur byggi Jesús yfir svo mikilli þekk-
ingu og skilningi á trúarlegum málefn-
um að furðu vekti meðal fullorðinna
(Lúk. 2.47).
Merking sögunnar kemur fram í sam-
tali Jesú og Maríu (Lúk. 2.48- 49), þeg-
ar drengurinn kallar guð föður sinn í
fyrsta skipti í frásögnum guðspjallanna.
Mcðvitund hans um sérstakt samband
sitt við guð er þungamiðja sjálfsvitundar
hans (sjá bls. 166 -167). Að foreldrar
Jesú skuli ekki skilja orð hans á þessu
stigi málsins endurspeglar annað guð-
spjallaþema - skilningsleysi fjölskyldu
hans meðan kennitíð hans stendur yfir.
Foreldrar Jesú verða hræddir um
hann þegar hann týnist. Lúkas bætir
fyrir óhlýðni sonarins með yfirlýsingu
um að hann hafi að öðru leyti verið fyr-
irmyndarsonur. (2.48; 2.51).