Dagur - 16.12.2000, Side 6

Dagur - 16.12.2000, Side 6
VI- LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MINNINGARGREINAR Sigrnn Guðmundsdóttir Laugarvatni Látin cr frú Sigrún Guðmunds- dóttir, sem í áratugi bjó bér í Ey á Laugarvatni með eiginmanni sínum og fimm börnum þeirra. Sigrún átti síðustu æviárin við heilsuleysi að stríða, sjúkdóm þann, sem slæ\dr minnið og fjar- lægir umhverfið, þótt væri lík- amlega braust. Þegar ég hevrði lát hennar fann ég glöggt hvað okkur hjónum hefur lengi þótt vænt um hana og fjölskylduna alla. Því er mér ljúft og skylt að minnast hennar nokkrum orð- um. Sigrún var Skagfirðingur að ætt, frá Steinholti í Staðar- hreppnum, en sá bær stóð ofan vegar á móts við Hafsteinsstaði, nú löngu kominn í eyði. Það var löngum kunnugt á máli Sigrún- ar, hve hún unni Skagafirði, þótt hún yndi glöð við sitt með ást- vinum sínum í Laugardal. Hitt- umst við Sigrún á förnum vegi, bar við að ég segði henni frá síð- ustu ferð minni norður í land, einkum ef Skagafjörður hafði Ijlasað við. Fylgdi þ\á gjarnan lít- il ferðasaga, eða ég minnti á hvassbrýndan Glóðafeyki, eða útvörðinn Tindastól. -Sástu sól- ina fljóta á sænum, sigla bak Drangey?- Það leyndi sér ekki að hún geymdi, frá æskuárunum, margar myndir í hugskoti sínu um fjörðinn sinn fríða og brosti sínu hægláta, hlýja brosi, sem varð ei lítiö fjarrænt. - Já, var veðrið svona gott? Ekki spyr ég að!- Fyrir mig er ckki hægt að velta vöngun yfir samverunni með fjöl- skyldu Sigrúnar Guðmundsdótt- ur hér á Laugarvatni án þess að geta eiginmanns hennar, Berg- steins Kristjónsson, kennara og Iengi oddvita sveitarinnar, sem látinn er lyrir nokkrum árum. Hann var sá frjói andans maður og dugnaðarforkur, til orðs og æðis að fáu var líkt. Dugar sem dæmi að nefna frístundastarf, sem unnið var í húsgarðinum við Ey. Það er listigarður, sem ber vott um kunnáttu og mikla elju, mun lengi enn bera högum höndum fagurt vitni. Hið forn- kveðna sannast, „það skal vanda er Iengi á að standa." Það var að vísu ekki vani að tala mikið um frændsemi en ótal góða og mér hagkvæma hluti á ég Bcrgsteini upp að unna, allt frá frum- bernsku til fullorðinsára. Sigrún var myndarlcg búsmóð- ir, heimilið og heimilishaldið bar því ljósan vott, þótt efnahagur væri nú ekki ríkidæmi og aðgátar þörf. Fallegt heimili og vel klætt fólkið hennar sönnuðu hve hög hún var í höndum og snyrtileg. Börnin urðu fimm, döfnuðu vel, skemmtileg. Og hér í Þröm óx upp ámóta hópur frændfólks þeirra, en vinfengi okkar allra blýjar djúpt um hjartarætur og við þökkum það. 1 hugann skýst upp minning um unga stúlku, sem kom hér eitt haustið að norðan, vann hylli skólasystkinanna og eignaðist að eiginmanni fágaðan og heillandi kennara sinn. Það er gott að minnast Sigrún- ar Guðmundsdóttur, hún var hófstillt og tíguleg, bar ástríki og tryggð í fari sínu. Fjölskylda okkar sendir ástvin- um hinnar látnu heiðurskonu hjartanlegar samúðarkveðjur og biður þeim allrar blessunar. Ester og Þorkell iijarnason. Elín Margrét Pétursdóttir Elín Margrét Pétursdóttir fæddist á Hallgilsstöðum á Langanesi 28.11. 1909 Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 28.11. s.l. Foreldrar hennar voru Pétur Albert Metúsalemsson f. 16.8.1871 d. 24.3.1935 og kona hans Sigríður Friðriks- dóttir f. 29.6.1885 d. 5.2.1976 Elín Margrét var næst elst 7 systkina sem nú eru öll látin nema Oddgeir Friðrik f. 5.7.1915 Hin voru: Pétur Marinó f. 21.2.1908, Valgerður Guð- björg Sverresen f. 7.6.1912, Björn ÓIi f. 17.10.1916, Ágúst Metúsalem f. 29.6.1921 og Garðar f. 31.3.1931. Elín Margrét ólst upp á Hallgils- stöðum, í Vestmannaeyjum og á Höfnum í Skeggjastaða- hreppi. Hún giftist 25.12.1942 Egg- ert Ólafssvni bónda í Laxárdal í Þistilfirði f. 28.10.1909 d. 3.2.1998. Þá átti hún eina dóttur Petru Sigríði Sverresen Jónsdóttur, Gunnarssonar f. 31.1.1941 en Eggert einn son, Braga f. 26.4.1931. Móðir hans var Soffía Ingimarsdóttir. Saman eignuðust þau átta börn: Ólaf f. 8.11.1943, Stef- án f. 16.1.1945, Marinó Pétur f. 11.1.1946, Guðrúnu Guð- mundu f. 15.9.1947, Þórarinn f. 16.12.1946, andvana fæddar tvíburastúlkur f. 11.1. 1950 og Garðar f. 26.5.1954. Elín var starfssöm og velvirk húsmóðir og uppalandi á stóru heimili og auk þess tók hún virkan þátt í félags- og tónlistar- lífi sveitar sinnar. Utför hennar var gerð frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði þann 9. desember. Elsku Elín mín Nú hefur þú kvatt okkur að sinni og mig langar til að minnast þín í nokkrum orðum. Þú varst sérstök manneskja í öllum sam- skiptum og ef á þurfti að halda þá leystir þú úr málum á besta veg. Það var mikiö lán fyrir pabba þegar hann fann þig og þú komst svo elskuleg inn á heimilið í Lax- árdal. Eg var að nálgast ferming- araldur um þetta leyti, en þú átt- ir heima á Þórshöfn. Fyrstu kynni ykkar pabba voru þegar hann bankaði uppá hjá þér og sagðist eiga strák sem þyrfti fermingarföt, hann hefði heyrt að þú væri hagleikskona góð, þar á meðal í fatasaumi. Svo varð að fötin fékk hann. Þessi kynni urðu til þess að þið genguð í hjóna- band sem varð sérstaklega hamingjuríkt og þú Ilytur heim til okkar með Petru dóttur þína, þriggja ára. Heima í Dal voru þá afi og amma, þau Ólafur Þórarinsson og Guðrún Guðmunda Þorláks- dóttir. Ekki leið langur tími þar til all- ir á bænum virtu þig og dáðu. Svo kom að því að fjölgaði í Laxárdal og linnti ekki þeim lát- um fyrr en börnin voru oröin sex, að vísu kom í minn hlut að taka þátt í uppeldinu sem tókst ágæt- lega. Eg fór að heiman 21 árs í iðnnám til Reykjavíkur og ílend- ist fyrir sunnan, en á hverju ári og stundum tvisvar hef ég komið heim og alltaf var jafngott að fá góða matinn þinn og njóta um- hyggju þinnar og hlýju. Innst inni hcf ég alltaf átt heima hjá þér og pabba inn í Dal. Ég þakka þann tíma sem við áttum saman og minninguna um þig mun ég geyma um ókomna tíð. Bragi Eggerlsson. (Þessi minningargrein er endur- birt vegna prentvillna sem slædd- ust inn í hana við vinnslu Islcnd- ingaþátta um síðustu helgi. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þeim villum. -ritstj) ÍSLENDIN GAÞÆTTIR Mér varð að ósk minni BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFS- SON skrífar Þann 14. október birtist í Degi greinarstubbur eftir mig undir fyrirsögninni „Hún vissi ekki bet- ur“. Fyrirsögnin var tilvitnun í svar ungrar konu við spurning- unni um hvenær þessi hundateg- und hefði verið fyrst flutt til landsins. Hún hélt að það væru sjö ár síðan. Þar sem að ég vissi betur skrifaði ég greinina og til- greindi hundinn og eigendur hans. Eg lét í lok greinarinnar í Ijós löngun til að fá mynd af hundinum til sönnunar máli mínu. Svo gerðist það fyrir nokkrum kvöldum að í mig hring- di kona til þess að þakka mér fyr- ir hvað ég hefði skrifað fallega um foreldra sína. Sigríður Lúth- ersdóttir heitir þessi kona. Hún er fædd í Hafnarfirði en býr í Reykjavík. Dóttir hennar býr f Vopnafirði og er áskrifandi að Degi. Hún hringdi að sjálfsögðu í móður sína þegar hún sá Dag til þess að vekja athygli hennar á skrifunum. Þannig fór grunnur- inn að því sem ég nú skrifa af stað. Þar sem Sigríður er fædd í Hafnarfirði eins og ég þá tókum \iö l.ingt _taj.sdin.in l’ell.i varA mjög ánægjulegt samtal og varð til upprifjunar á athyglisverðum atburðum. En nú er ég kominn fram úr sjálfum mér. Sigriður sagði að til væru myndir af hund- inum og bauðst til þess að senda mér rnargar myndir til þess að velja úr. Eg þáði það og Iét endur- gera mynd þar sem Lúther er með hundinn í fanginu. Mér fannst hún eiga best við því hún sýnir Manninn og hundinn sem ég skrifaði um og hún sýnir líka mjög vel við hvaða atlæti hann bjó hjá eigendum sínum. Það mun hafa verið um 1935 til 36 sem hjónin eignuðust hundinn og var hann mjög vel passaður og aldrei á neinum flækingi. Svo gerðist það einn dag að hundur- inn hvarf af lóð heimilisins og fannst hann aldrei eftir það þrátt fyrir mikla leit. Þarna voru liðin ein átta ár frá því að þau eignuð- ust hundinn. Sigríður sagði að helst hefði verið hallast að því að hundinum hefði verið rænt en komið var hernám og höfðu margir bandarískir hermenn sýnt hundinum mikinn áhuga. Ekkert sannaðist samt í þessa átt en mik- il eftirsjá var að hundinum í fjöl- skyldunni og er um hann rætt enn þann dag í dag við barnabörn í fjölskyldunni. Sagan í sögimni Þegar ég var að skrifa um Lúther þa wldi '\'liastJvrirÆý^^ui:( Lúther Sigurðsson faðir Sigríðar, með hundinn Baby í fanginu en hann er af Tibet- Spaníel tegund. minningunni að mér fannst Lúthcr hafa tengst Kassagerð Reykjavíkur en ég vissi ekki hvers vegna. Þegar ég nefndi það við Sigríði þá sagði hún mér að Lúth- er faðir sinn hefði greinst með berkla og orðið að hætta til sjós en hann var í föstu skiprúmi á togaranum Sviöa. Berklarnir björguðu honum frá því að farast með togaranum en Sviði fórst einmitt í næsta túr með allri áhöfn. Af þeirri ástæðu leitaði Lúther að íéttara starfi og varð Kassagerð Reykjavfkur hans vinnustaður eftir þetta. Þegar Sigríður sagði mér frá þessu þá rifjaðist upp fyrir mér að Reynir Guðmundsson vélstjóri, varð líka að hætta til sjós af sömu ástæðu og á sama tíma. Hann var einmitt í föstu plássi á Sviða. A þessum árum voru í gildi mjög ströng til að öll áhöfn togarans Sviða hafi farið í skoðun en hún var framkvæmd með gegnumlýsingu og var þessi skoðun framkvæmd á öllum landsmönnum. Þessir tveir menn sem ég nefni hérna báru engin sjúkdómseinkenni heldur litu þeir mjög hraustlega út og er það til marks um hvað berkla- bakterían er lúmsk. Fleira rifjað- ist upp fyrir mér í sambandi við síðustu veiðiferð Sviða. Jóngeir D. Eirbekk getur þess í ævisögu sinni að hann hafi verið búinn að ráða sig í skipsrúm á Sviða. Hann hafði verið í grjótvinnu og hélt henni áfram á meðan hann beiö eftir að togarinn kæmi úr veiði- ferðinni. Þannig fór að Jóngeir, bilaðist í baki svo að hann varð um tíma óvinnufær. Hann gat því ekki farið út með togaranum. Magnús Sigfússon, togarasjó- maður í Hafnarfirði var búinn að vera í mörg ár í föstu plássi á tog- aranum Sviða og fór því út í þennan síðasta túr togarans. Hann veiktist út í sjó og var farið inná einhverja kúvík fyrir vestan til Iæknis. Læknirinn gaf það ráð að Magnús færi með fyrstu flug- ferð til Reykjavíkur. Hann var því ekki um borð í Sviða þegar hann fórst. Þórður Sigurðsson, ekki skyldur Lúther, var búinn að vera í mörg ár á togaranum Sviða. Hann átti foreldra sem höfðu af honum miklar áhyggjur eftir að st\ rjöJdin hófst <>g loeðu þau Jijirl að honum að fara í land og vinna þar. Þórður varð við ósk foreldra sinna og fór í land en svo sorglega vildi til að hann lést af slysförum í landi þar sem hann ætlaði að Ieita örj'ggis til þess að létta áhyggjum af foreldrum sínum. Einn sjómann enn veit ég um í viðbót sem var búinn að ráða sig á Sviða en hann fékk sig lausan frá þeirri ráðningu og fór í skip- rúm á togarann Júní frá Hafnar- firði. Allir þessir menn scm ég hefi hér nefnt í sambandi við Sviða og hvernig þeir björguðust frá því að vera á skipinu þegar það fórst náðu góðri heilsu og háum aldri. Þessi skrif mín eru gotl dæmi um það hvað gerist ef eitthvað verður til þess að hræra upp í skjóðu minninganna. Ekkert af þessu er úr lausu lofti gripið heldur eru þetta atvik sem ég veit um. Að auki urðu þessi skrif öll til af því að ung kona í Reykjavík vissi ekki betur þegar hún svaraði spurningu fréttamans. Eg læt les- endum eftir að hugleiða hvaða öfl réðu allri þessari framvindu at- vika. Það er til íhugunar að minnsta kosti voru þrír nýir áhafnarmeðlimir um borð í Sviða þegar hann fórst. Mér er í fersku minni bvað það voru dimmir dagar í Hafiiarfirði þegar fréttist af slysinu á Sviða, því bæjarbúar þekktu Ilesta þessa merrn. sem.þama, fórust. , ..

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.