Dagur - 16.12.2000, Síða 8

Dagur - 16.12.2000, Síða 8
Vm- LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 B^ur KIRKJUS TARF Sunnudagur 17. desember - 3. sunnudag- ur í aðventu ÁSKIRKJA Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA Barnamessa kl. 11:00. Sýnt verður leikritið „Ósýnilegi vinurinn" með Stoppleikhópnum. Skemmtileg sýning fyrir alla fjölskylduna. Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14:00. Börn úr Fossvogsskóla sýna helgileik. Barna- og stúlknakórar syngja. Syngjum saman og undirbúum komu jólanna. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN Messa kl. 11:00. Sr. JakobÁgúst Hjálmars- son. Kór aldraðra syngur undir stjórn Sigur- bjargar Hólmgrímsdóttur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Jólahátíð barnanna kl. 14:00 í umsjá Bolla P. Bollasonar og sr. Jakobs Ág. Hjálmarssonar. Skólahljómsveit Vesturbæjar leikur jólalög. Flutt veðrur leikritið „Leitin að Jesú“. 'Æðruleysismessa kl. 20:30. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Jakob Ág. Hjálmars- son flytja samtalsprédikun. Bræðrabandið og Anna S. Helgadóttir sjá um tónlist og Bjarni Arason og Grétar Örvarsson taka lagið. ELLIHEIMILIÐ GRUND Messa kl. 14:00. Prestur sr. Ólafur Skúlason biskup. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA Jólaskemmtun barnanna kl. 11:00. Tónleikar Kirkjukórs Grensáskirkju kl. 17:00. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Barna- og unglingakór Hallgrimskirkju syng- ur og flytur helgileik undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur og Magneu Sverrisdóttur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Ensk jólamessa fyrir enskumælandi fólk, fjölskyldur þeirra og vini verður kl. 14.00. Mótettukór Hallgrims- kirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn org- anistans Harðar Áskelssonar, Bernharður Wilkinson leikur einleik á flautu og séra Sig- urður Pálsson prestur i Hallgrímskirkju stjórnar athöfninni. Eftir guðsþjónustuna býður breska sendiráðið kirkjugestum að þiggja kaffi í kirkjunni. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10:00. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirs- dóttir. HÁTEIGSKIRKJA Kirkjudagur Háteigssafnaðar. Barnaguðs- þjónusta kl. 11:00. Sr. Carlos A. Ferrer, Pétur Björgvin Þorsteinsson, fræðslufulltúi, Sólveig Halla Kristjánsdóttir, guðfræðinemi og Guð- rún Helga Harðardóttir, djáknanemi. Messa kl. 14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. Aðventusöngvar við kertaljós kl. 20:00. Ræðumaður biskup ís- lands hr. Karl Sigurbjörnsson. Kór kirkjunnar, Hulda Guðrún Geirsdóttir, sópran, Peter Tompkins, óbóleikari og Douglas A. Brotchie, organisti og kórstjóri, flytja tónlist eftir Albinoni, Bach, Distler, Dvorák, Vedonck og Vivaldi. LANGHOLTSKIRKJA Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11:00. Jólasöngvar við kertaljós. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kakó í safnaðarheimilinu á eftir. Komið með sýnishorn af smáköku- bakstrinum. LAUGARNESKIRKJA Sunnudagaskóli og ekta jólaball kl. 11:00 í umsjá Mömmumorgna. Athugið að eiginlegt messuhald fellur niður og börnin eiga kirkj- una að þessu sinni. Prestur, djákni, organisti og Kór Laugarneskirkju þjóna ásamt öðrum starfsmönnum safnaðarins og her Mömmumorgnakvenna sem bjóða uppá smákökur og drykki í safnaðarheimilinu. Samveran hefst á helgistund í kirkjunni, þar sem brúðustelpan Dúlla lætur í Ijós sitt skína uns leikurinn berst yfir í safnaðarheimilið, þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng og stjórnar dansi með óvæntri aðstoð ofan úr fjöllum. NESKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur sr. Halldór Reynisson. Organisti Reynir Jónasson. Sunnudagaskólinn og 8-9 ára starfið á sama tíma. Kirkjubíllinn ekur um hverfið á undan og eftir eins og venjulega. Safnaðarheimilið er opið frá kl. 10:00. Kaffisopi eftir guðs- þjónustu. í safnaðarheimilinu er sýning á nokkrum verkum, sem börn í Mela- og Grandaskóla unnu i tengslum við kristni- tökuhátíð.Jólatónleikar sinfóníuhljómsveitar áhugamanna kl. 17:00.Einleikari Ári Þór Vil- hjálmsson. Einsöngur Inga J. Backman. SELTJARNARNESKIRKJA Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Starfsfólk sunnudagaskólans leiðir stundina. Jólalögin verða sungin, helgileikur sýndur og óvæntir gestir koma í heimsókn. Barnakór Seltjarn- arness syngur. Notaleg stund fyrir alla fjöl- skylduna. Verið öll hjartanlega velkomin. Starfsfólk Seltjarnarneskirkju. ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11 fellur niður. Jólastund sunnudagaskólans og Fylkis kl. 13:00-15:00. Byrjað verður í kirkjunni með jólasöngvum barnakórs kirkjunnar. Jólaguðspjallið og jólasöngvar. Þá liggur leið niður í safnaðar- heimilið á jólastrésskemmtun. Kátir sveinar mæta með góðgæti í poka. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA Jólasöngva- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnakórinn syngur. Tekið er við söfn- unarbaukum til Hjálparstarfs kirkjunnar. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA Aðventuhátíð. Kór Snælandsskóla undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Tekið á móti söfnunabaukunum „Brauð handa hungruðum heimi“ og seld friðarkerti Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Kaffisala til styrktar hjálparstarfinu. Stjórnun og undirbúninur: Kór Digraneskirkju og starfsfólk hjálpar- starfsins. Hugvekju flytur Kristín Bögeskov, djákni frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Aðventu- hátíðin hefst kl. 20:30. FELLA- OG HÓLAKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11. Jólaskemmtun á _ eftir í safnaðarheimilinu. Umsjón: Margrét Ó. Magnúsdóttir. Guðsþjónusta tileinkuð eldri borgurum kl. 14:00. Ritningarlestrar og bænagjörð: Sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sr. Hreinn Hjartarson og Lilja G. Haligríms- dóttir, djákni. Hr. Sigurbjörn Einarsson bisk- up prédikar. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Organisti. Lenka Mátéová. Einsöngur: Lovísa Sigfúsdóttir. Kaffiveitingar í safnaðarheimili eftir guðs- þjónustuna. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11:00 í Grafarvogskirkju. Sunnudagaskóli kl. 13:00 i Engjaskóla. Út- varpsguðsþjónusta kl. 11:00. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. ein- söngur Valdimar Haukur Hilmarsson. Org- anisti: Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. íris Krist- jánsdóttir þjónar. Kór Snælandsskóla syng- ur jólalög og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Heiðrúnar Hákonardóttur. Undirleikari Lóa Björk Jóelsdóttir. Barnaguðsþjónusta í Lindaskóla kl. 11 og i kirkjunni kl. 13. Geng- ið í kringum jólatréð. Aðventusöngvar kl. 20.30. Kammerkór Hjallakirkju syngur jóla- sálma og söngva. Upplestur milli sálma. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðju- dag kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA Barnastarf i safnaðarheimilinu Borgum kl. 11:00. Jólastund. Messa kl. 11:00. Kór Kópavogskirkju syngur, organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Söngur, frá- sögn. Foreldrar velkomnir með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir prédikar. Stúlknakór Selfosskirkju syngur í guðsþjónustunni undir stjórn Mar- grétar Bóasdóttur. Kl. 20. Aðventutónar. Gróa Hreinsdóttir og Margrét Bóasdóttir flyt- ja Ijófa aðventutónlist við kertaljós. Sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK Jólatrésskemmtun barnastarfs Fríkirkjunnar í •Reykjavík verður haldin næstkomandi sunnudag 17. des kl. 11:00 og hefst hún með stuttri jólastund i kirkjunni. Síðan verð- ur farið upp í safnaðarheimili og dansað í kringum jólatréð. Líklegt þykir að sveinninn jóla komi í heimsókn með smá nammi í poka. LANDIÐ AKUREYRARKIRKJA Jólafagnaður sunnudagaskólans í Safnaðar- heimilinu kl. 11. Guðsþjónusta kl. 17 með þátttöku frímúrara. Séra Svavar A. Jónsson. Forsöngvari Óskar Pétursson, Barnakór Lundarskóla syngur undir stjórn Elínborgar Loftsdóttur. Ath. messutímann! Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 17 í kapellu. Jóla- söngvar Kórs Akureyrarkirkju kl. 20. Syngj- um jólin inn! GLERÁRKIRKJA Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Sara og Ósk ræða við börnin. Barnakór Brekkuskóla syngur og leiðir söng undir stjórn Arnórs Vil- bergssonar. Jólatónleikar kórs Glerárkirkju kl. 17.00. PÉTURSKIRKJA Messa laugardaginn 16. desember kl. 18.00. Messa sunnudaginn 17. desember kl. 11.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN Á AKUREYRI Aðventustund kl. 16.30. Krakkakirkjan sýnir leikrit, mikill söngur og stutt hugleiðing. HJÁLPRÆÐISHERINN Á AKUREYRI Kl. 11.00 „Við syngjum jólin inn“. Börn og unglingar sýna helgileik og syngja. Kveikt verður á jólatrénu. ATH. engin samkoma verður kl. 20.00. BÆGISÁRKIRKJA Aðventukvöld verður fyrir Bakka- og Bægis- ársóknir í Bægisárkirkju sunnudaginn 17. desember kl. 20:30. Helgileikur fermingar- barna og kirkjukórs í samstarfi við Leikfélag Hörgdæla undir stjórn Aðalsteins Bergdal. Kórsöngur kirkjukórs Möðruvallaklausturs- prestakalls. Lúsíusöngur nemenda Þela- merkurskóla undir stjórn Guðmundar Engil- bertssonar og mikill almennur söngur. Ræðumaður verður Halldór Gunnarsson frá Búðarnesi. mætum öll og njótum sannrar jólastemmningar í húsi Guðs.Sóknarprestur og sóknarnefnd. GRENIVÍKURKIRKJA Aðventukvöld kl. 20.30. Kór kirkjunnar syng- ur undir stjórn organistans Petru Björk Páls- dóttur. Kveik verður á aðventukransinum og lesin jólasaga. Söngkvartettin Ómur syngur og nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri undir stjórn Bjargar Sigur- björgnsdóttur. Sr. Guðmundur Guðmunds- son héraðsprestur flytur aðventuhugleiðingu. Börnin úr kirkjuskólanum taka lagið og loks sýna fermingarbörnin jólahelgileik. LÁGAFELLSKIRKJA Aðventustund barnastarfsins kl. 11.15. Börn úr TTT kirkjustarfinu og úr sunnudagaskól- anum flytja dagskráratriði. Skólakór Mos- fellsbæjar syngur undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Nemendur úr tónlistar- skólanum leika á hljóðfæri. Mýsla, músapési og Konni koma í heimsókn. Tekið verður á móti söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunn- ar og líklegt er talið að jólasveinn eigi leið hjá í lok stundarinnar. Þórdís djákni, Sylvía og Hreiðar stjórna dagskránni. Organisti: Jónas Þórir. Athugið að aðventustundin kemur í stað hinnar almennu guðsþjónustu safnaðarins þennan dag. Jón Þorsteinsson. LANDAKIRKJA Kl. 11:00. Barna- og fjölskylduguðsþjónusta. Helgileikur nemenda í 6. bekk SF í Hamars- skóla. Kennari þeirra, Svanhvít Friðþjófs- dóttir, stjórnar hópnum og Bára Grímsdóttir stýrir söng. Kveikt verður á hirðakertinu á aðventukransi kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Tekið verður á móti söfnunar- baukum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Kl. 20:30. Jólafundur Æskulýðsfélags Landa- kirkju. Æskilegt að foreldrar mæti enda eru þeir sérstaklega velkomnir á þennan fund. Pakkaskipti, kökuhlaðborð og helgistund. HVERAGERÐISKIRKJA Kl. 17:00 Orgelstund - Tónlist aðventu og jóla HÓLMAVÍKURKIRKJA Á JÓLUM Aftansöngur verður í Hólmavíkurkirkju á að- fangadagskvöld kl. 18.00 og í Drangs- neskapellu ki. 21.00. Helgistund í sjúkrahúsi Hólmavíkur jóladag kl 11.00 fh. Messa á Kollafjarðarnesi, jóladag kl. 14.00 og á Óspakseyri sama dag kl. 16.00. Messa á Prestbakka annan dag jóla kl. 14.00 og á Stað i Hrútafirði á gamlársdag kl. 14.00. Oganistar verða Ólavía Jónsdóttir og Pálína Fanney Skúladóttir. Ágúst Sigurðsson Þökkum sýnda vináttu og virðingu við andlát ÁSMUNDAR STEINSRS JÓHANNSSONAR, lögfræðings. Ólöf Snorradóttir, Ásta Margrét Ásmundsdóttir, Snorri Ásmundsson, Jóhann Ásmundsson, Ásmundur Ásmundsson, Valur Ásmundsson, Margrét Jóhannsdóttir og fjölskyldur. AÐVENTUSÖNGVAR VIÐ KERTALJÓS Aðventusöngvar við kertaljós verða í Háteigskirkju sunnudaginn 17. des- ember kl. 20:00. Biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, verður ræðu- maður kvöldsins. Kór Háteigskirkju, Hulda Guðrún Geirsdóttir, sópran, Peter Tompkins, óbóleikari og Douglas A. Brotchie, organsti og kórstjóri, flytja tónlist eftir Albinoni, Bach, Distler, Verdonck og Vivaldi. Að þessu sinni verða aðventusöngvarnir helgaðir þrjátíu og fimm ára vígsluafmæli kirkjunnar. Á undanförnum árum hefur mörgum þótt Ijúft að koma í kirkj- una á aðventusöngvana, hátíðleiki og fegurð hafa einkennt þessar stundir, sem eru eins og kærkomið hlé i miklu annriki aðventunnar og endurskin þess Ijóss, sem kemur. Það eru allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.