Dagur - 22.12.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 22.12.2000, Blaðsíða 7
X^HT^ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 - 7 STJÓRNMÁL Á NETINU Borðleggj andi ddmsmál Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis- maður, fjallar á vefsíðu sinni um skattlagningu húsaleigubóta sem sé ekki sfður lögbrot en tekju- tengingin sem Hœstiréttur hefur nú dæmt ólöglega. Hún segir m.a.: „Dómur Hæstaréttar um ólög- mæti þess að tengja tekjutrygg- ingu við tekjur maka markar tímamót og mun hafa víðtæk áhrif. Jafnræðisregla stjórnar- skrárinnar er líka brotin með því að skattleggja húsaleigubætur á sama tíma og vaxtabætur eru skattfrjálsar. Nefnd á vegum fé- lagsmálaráðherra hefur sett fram að skattlagning húsaleigubóta sé gróft brot á grundvallarreglu skattaréttar, jafnræðisreglunni. Skattlagning húsaleigubóta skerðir líka barnabætur og námslán, sem vaxtabætur gera ekki þar sem þær eru ekki skatt- lagðar. Borðliggjandi er fyrir leigjendasamtökin að láta nú reyna á þetta mál fvrir dómsstól- unum. Margsinnis var bent á það á Alþingi að ríkisstjórnin væri að fara fram á að Alþingi staðfesti mannréttindabrot, þegar farið var fram á lögfestingu á fram- kvæmd sem gilt hafði með reglu- gerð um að tengja tekjutryggingu við tekjur maka. Brotin væri jafnréttisregla stjórnsýslulaga, ákvæði stjórnarskrár, mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóð- anna og mannréttindasáttmáli Evrópu. Málið fyrir dómsstóla Allar h'kur eru á að það sé einnig mannréttindabrot og brot á ákvæðum jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar að skattleggja húsa- leigubætur á sama tíma og vaxta- bætur eru undanþegnar skatti. Vaxtabætur og húsaleigubætur er komið á í sama tilgangi, þ.e. að auövelda fólki með niður- greiðslu að koma sér þaki yfir höfuðið. Það getur ekki verið annað en brot á grundvallarreglu skattaréttar, jafnræðisreglunni að þessar niðurgreiðslur fái ekki sambærilega skattalega meðferð í skattkerfinu. Dómur Hæsta- réttar felur í sér að í mannrétt- indaákvæðum stjórnarskrárinnar er litið til félagslegra mannrétt- inda. Skattlagning húsaleigubóta er brot á lélagslegum mannrétt- indum og framfærslumöguleik- „Hér er Jjví aHt í senn mn að ræda brot á fé- lagslegum réttmdum og þar meö mannrétt- indaákvæðiim stjórn- arskrárfnnar, jafn- ræöisreglu stjómar- skrárinnar og jafn- ræðisreglu skatta- laga.“ um fólks, en þeir sem fá húsa- leigubætur tilheyra að öllu jöfnu lang tekjulægsta hópi þjóðfélags- ins. Þessi skattlagning bcinist að tiltölulega fámennum hópu en útgjöld hins opinbera vegna húsaleigubóta er um 500-600 milljónir cn útgjöld vegna vaxta- bóta er yfir 4 milljarðar króna, en vaxtabætur cr niðurgreiðsla á húsnæðiskostnaði með sama hætti og húsaleigubætur Hér er því allt í senn um að ræða brot á félagslegum réttindum og þar með mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, jafnræðis- reglu stjórnarskrárinnar og jafn- ræðisreglu skattalaga. Það liggur því beint við að lcigjendasamtök- in höfði mál á hendur stjórnvöld- um, eða styðji til þess í prófmáli leigjenda sem beittur hefur verið þessu misrétti af hálfu stjórn- valda. Gróft brot á j afnræðisregluimi Um það segir í skýrslu nefndar sem fjallaði um reynsluna af húsaleigubótum: „Nefndin leggur til að skatt- lagningu húsaleigubóta verði aflétt. Markmið laga um húsa- leigubætur er að niðurgreiða húsnæðiskostnað hjá tekjulágum einstaklingum til samræmis við vaxtabbætur sem greiddar eru íbúðareigendum. Húsaleigubót- um er ætlað að jafna húsnæðis- kostnað leigjenda og draga úr þeim aðstöðumun sem ríkt hefur með tilliti til þess hvort um er að ræða eigendur eða leigjendur að íbúðarhúsnæði. Nefndin telur skattlagningu húsaleigubóta, því vera gróft brot á þeirri grundvall- arreglu skattaréttar, jafnræðis- reglunni, að skattleggja húsa- leigubætur á sama tíma og vaxta- bætur eru skattfrjálsar." Síðan sagði að í reglunni fælist gróf mismunum sem ekki verði rétt- lætt á nokkurn hátt og verið væri að viðhalda mismunun sem ríkt hafi um langt skeið á húsnæðis- markaðnum. Auk þess felst gróf mismunun í því að skattlagning húsaleigubóta skerðir barnabæt- ur og námslán og getur leitt til þess að skerða lánamöguleika í íbúðalánakerfinu, þar sem húsa- leigubætur teljast til tekna en ekki vaxtabætur." Heilbrigðisþjónusta í skugga Kára „Þeir sem keyptu hlutinn á gráa markaönum fyrir ígiidi 50 - 60 dala hafa síðustu vikur mátt horfa á hann rýrna ferfalt eða meira. Nokkrir hafa þannig tapað aleigunni, “ segir Hjörleifur Guttormsson á vefsíðu sinni. Hjörleifur Guttormsson, fyrrver- andi ráðherra, fjallar á vefsíðu sinni um heilbrigðiskerfið og Is- Ienska erfðagreiningu. Hann segir m.a.: „Líftækni hefur sem annað margar hliðar, sumar jákvæðar en aðrar varhugaverðar eða nei- kvæðar. Islensk erfðagreining og DeCodc cru einn angi þróunar á þessum meiði og hafa komið inn í íslenskt samfélag eins og storm- sveipur. Margt jákvætt má sjá við nýsköpun sém fylgir fyrirtækjum þessum en skuggahliðarnar eru líka margar og verður hér horft til þeirra og líklegrar framvindu. Með tilkomu Islenskrar erfða- greiningar er allt í einu komið fjármagn í áður óþekktum mæli í hendur einkaaðila á tslandi. Fyr- irtækið lýtur einum vilja, fer mikinn og sáldrar fé á báðar hendur. Allt er það hugsað út frá hagsmunum eigandans sem kaupir opinbera aðila, rann- sókna- og sjúkrastofnanir, ein- staklinga og fjölmiðla til að þjóna lyrirtæki sínu. Ráðherrar upp á punt Hugmynd Kára Stefánssonar unt einkaleyfi á heilbrigðis- og erfða- upplýsingum Islendinga var djörf og um leið ófyrirleitin á viðtek- inn mælikvarða um persónu- vernd og mannréttindi. Til að þoka henni áfram þurfti hann stuðning ríkisstjórnar og meiri- hluta Alþingis og fékk hann, þrátt fyrir mikla andstöðu í vís- indasamfélaginu og sterkar að- varanir, m.a. erlcndis frá. I þessu efni lagði Davíð Oddsson sig að veði og Framsóknarráðherrarnir sem stjórnarfarslega ábyrgð bera á heilbrigðismálum gerðu ekki annað en hneigja sig. Niðurstað- an ergrímulaus samþætting yfir- stjórnar heilbrigðismála í land- inu og einkafyrirtækisins ís- lenskrar erfðagreiningar. Eí’tir þetta er nánast formsatriði hver „Niðurstaðan er grimulaus samþætt- ing yfirstjómar heil- brigðismála í landinu og eihkafyrirtækisins íslenskrar erfðagrein- ingar.“ situr í stóli heilbrigðisráöherra. Háskólasamfélagið er á sama hátt beygt undir hagsmuni fyrir- tækisins og þess iðnaðar sem það ætlar aö reka. Hvergi í nálægum liindum myndi stjórnvöldum líð- ast að standa þannig að verki. Margur rúiim að skinni Auglýsing stjórnvalda á gull- greftri íslenskrar erfðagreiningar og bandaríska móðurfélagsins DeCode hefur þegar haft víð- tækar afleiðingar. Fyrirtækinu tókst, áður en það fór í skrán- ingu á hlutabréfamarkaði, að sækja ómældar upphæðir í vasa einstaklinga og sjóða með sölu hlutafjár. Verðbréfasalar trúðu á kraftaverk og lögðust á sveif með ráðherrunum að hækka pundið í Kára. Þeir sem keyptu hlutinn á gráa markaðnum fyrir ígildi 50 - 60 dala hafa síðustu vikur mátt horfa á hann rýrna ferfalt eða meira. Nokkrir hafa þannig tap- að aleigunni. Af þessum brunni eys nú íslensk erfðagreining til beggja handa og ráðherrar sem aðrir mæna á kraftaverkamann- inn sem lætur penihgana vaxa á trjánum. Enginn veit hins vegar hvort þessi fengur ásamt aurun- um frá Hoffmann la Roche dug- ar til að fleyta DeCode vfir tap- rekstur árum saman. Langt í gagnagruimiim I þessu samhengi skiptir gagna- grunnurinn litlu máli, bara að fjárfestar telji að hann verði ein- hvern tíma til. Einnig hann er hluti af trúnni á DeCodc og Kára. Aðalatriðið er að menn haldi að með slíku veiðarfæri fiskist betur í genamengi Islend- inga en hjá keppinautunum. I þessu grugguga vatni sér hvergi til botns. Læknar eru tvístígandi og eiga í stríði við samvisku sína og eiðstafi. Lagaumhverfið er ráðamönnum mótdrægt, m.a. um samtengingu sjúkraskráa og réttindi sjúklinga. Tölvunefnd hefur ekki sagt sitt og við henni blasa margar grundvallarspurn- ingar. Eflaust reyna óprúttin stjórnvöld að brjóta niður slíkar hindranir jafnhliða því sem Kári lætur glitta í gullið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.