Dagur - 22.12.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 22.12.2000, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 - 11 T>™ptr. ERLENDAR FRETTIR Flokksveldið í Beijing er i hættu ef ekki tekst að sporna gegn fjármálaspillingunni. Spilling molar km- verskt efnahagslíf Dauðadómar hafa ver- ið kveðnir upp yfir gráðugum embættis- mönnnm öðrum til viðvöruuar Á þessu ári hafa háttsettir emb- ættismenn og llokksgæðingar í Kína verið dregnir fyrir dóm og dæmdir til dauða. Sakargiftir voru spilling. Fyrir aðeins örfá- um árum hefðu brot þeirra ekki verið talin eins alvarleg og dóm- ar hljóðað upp á sektir eða fang- elsisvist eða jafnvel látið duga að reka þá úr embættum. En fjár- málaspilling hefur grafið svo um sig innan embættismannakerfa og Kommúnistaflokksins, að lit- ið er á þessa hörðu dóma sem viðvörun til valdamanna og flokksfélaga. Á undanförnum tuttugu árum hafa Kínverjar verið hvattir ákaft til að efnast. Þeir hafa verið að opna hagkerfi sitt og leyfa einka- rekstur. Bændur fengu að rækta sína skika til að auka uppsker- una og kaupmenn og iðnaðar- menn fengu frelsi til að versla og reka eigin fyrirtæki. Nýsköpun efnahagslífsins byggðist á því að menn græddu og ríkidæmi varð undirstaða framfara og fram- kvæmda. Frumstæður kapítal- ismi hélt innreið sína í áður strangtrúðað kommúnistaríki. Margt gekk á afturfótunum því þegar nýsköpunin hófst voru engir efnaðir og framkvæmda- samir einstaklingar til eftir ára- tuga stjórn kommúnista. Svo fór að rofa til og atvinnuvegir og efnahagur að glæðast. En hinir nýju framkvæmdamenn voru eftir sem áður háðir flokki og op- inberum ákvörðunum. Embættismenn og flokksgæð- ingar sáu um hverjir fengu fjár- inagn og atvinnutæki. Kerfið gekk meira og minna fyrir mút- um. Og þeir sem komu undir sig fótunum urðu að greiða embætt- ismönnum flokks og héraða fyrir að fá að reka fyrirtækin. Oft stofnuðu líka sjálfir valdamenn- irnir fyrirtæki og lögðu til fjár- magn og annað það sem til þurfti, en ættingjar og vinir voru skráðir eigendur. Spillingin í kínverska valda- kerfinu er opinbert leyndarmál og er orðið flokknum og ríkinu skeinuhætt. Því er farið að taka strangara á efnahagsbrotum en áður þegar verið var að hvetja landsmenn til einkareksturs. Zhu Rongji forsætisráðherra var- aði nýlega alvarlega við ástand- inu. Hann sagði að Kína gæti á næstu fimm árum unnið efna- hagslega stórsigra, en aðeins ef tækist að vinna stríðið gegn spill- ingunni. Enginn efast um heiðarleika forsætisráðherrans, né að hann er studdur af Jiang Zemin for- seta í viðleitninni til að berjast við spillingaröflin. Talið er næsta víst að þeir félagar hafi verið með í ráðum þegar nokkrir hátt- settir héraðsstjórar voru dæmdir til dauða fyrr á árinu. Að því er dagblað í Kína sagði, leikur eng- inn vafi á því að dauðadómarnir hafi verið kveðnir upp til að vara aðra háttsetta flokksmenn og embættismenn við og sína fram á að ekki verið liðið að þeir mis- noti aðstöðu sína til að hygla sér og sínum og auðgast á spilling- unni. Á mörgum sviðum hafa orðið efnahagslegar framfarir í Kína en auðurinn hefur tilhneigingu til að safnast á fárra hendur. Til dæmis eru bændur fátækir sem fyrr því matvælaverði er haldið niðri til að bæta lífskjörin í borg- unum. En haldi áfram sem horf- ir og Ijármálaspillingin fái að grafa enn meira um sig verður erfitt að halda Kommúnista- flokknum saman og embættis- menn fara sínu fram. Því er mikið í húfi fyrir æðstu valdhafa þessa mikla ríkis, að þeir nái tökum á flokki sínum og embættismönnum og það verður ekki gert með silkihönskum úr því sem komið er. - OÓ Bush gagnrýudur Washington - George W Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna sætir nú mikilli gangrýni ýmissa emb- ættismanna úr forsetaliði Clintons fyrir að vera að tala niður hagkerfið. Bush er þessa dagana að undir- búa sig undir forsetaskiptin og hefur það nú m.a. ver- ið tilkynnt að hann hætti sem ríkisstjóri í Texas við sérstaka athöfn og að við embættinu taki vararíkis- stjórinn Rick Pern. En það sem aðalefríahagsráðgjafi Clintons, Gene Sperling, var að saka Bush um í gær var að hann væri að valda skaða á uppbyggingu og hagvexti í efnahagskerfinu með tali um samdrátt sem ætti að legga grunninn að einhverri skammtímaáætlun repúblikana varðandi skattalækkanir. Clinton með áætlun JERUSALEM - Stjórnvöld í ísrael sögðu í gær að Clinton Bandaríkjaforseti hefði lagt fyrir sendimenn Israel og Palestínu í Washington í fyrradag, útlínur að áætlun um það hvemig hægt væri að koma friðar- samningunum af stað að nýju. Samkvæmt áætlun Clintons yrði ekki um vopnahlé að ræða heldur var- anlegan frið eftir 52ja ára deilur. „Við höfum átt við- ræður við Clinton um þessar útlínur og þær er hægt g/// Clinton. að flokka sem hugsanlegan grundvöll, og hvað Israel — varðar þá gætum við vel búið við megnið af því sem Clinton er þarna að tala um „ sagði Shlomo Ben Ami í sjónvarpsvið- tali í gær. Faugauppreisnir kveðnar niður ISTANBUL - Vopnaðir vinstrisinnaðir fangar gáfust upp fyrir vopn- uðum öryggissveitum í um 20 fangelsum gær og þar með lauk fanga- uppreisninni á þeim stöðum. Þá er aðeins eitt fangelsi sem enn er í höndum uppreisnarmanna, fangelsi með 400 föngum í Istanbul, en í Tyrklandi hefur upp á síðkastið geisað keðja fangauppreisna. Að minnsta kosti 21 maður, þar af 19 fangar, hafa látið lífið í þessari uppreisnar - og mótmælaöldu í Iandinu. Mótmælin beinast fyrst og fremst að fyrirhuguðum umbótum sem fangelsisyfirvöld í landinu hyggjast hrinda í framkvæmd. Sonur Mitterand í smygli? PARIS - Lögreglan handtók í gær son Francois Mitterand heitins, fyrrum forseta Frakk- lands, vegna gruns um að hann tengdist ólöglegri vopnasölu til Angóla. Jean - Christophe Mitterand, sem var sérstakur Afríkumálaráðunautur hjá föð- ur sínum verður yfirheyrður um tengsl hans við þekktan vopna- smyglara sem heitir Paul - Loup Sulitzer. Þetta nýja hneyksli uppgötvaðist við rannsókn á fjármálum flokksins sem eru vopnasmyglinu að öðru leyti ótengd. En eftir því sem mcira er grafið í málinu virðist sem fleiri þekktir framámenn í frönsku þjóð- félagi - sérstaklega þeir sem hafa haft góð Afríkutengsl - blandist í það. Bush. ■ FRÁ DEGI TIL DAGS FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 357. dagur ársins, 9 dagar efdr. Sólris kl. 11.22, sólarlag kl. 15.31. Þau fæddust 22. des- ember • 1858 Giacomo Puccini, ítalskt tónskáld. • 1876 Filippo Tommaso Marinetti, ítalskur rithöfundur. • 1883 Edgard Varese, franskt tónskáld. • 1887 Srinivasa Ramanujan, indverskur stærðfræðingur. • 1905 Stefán Jónsson rithöfundur. • 1907 Peggy Ashcroft, bresk leikkona. • 1964 Martha Ernstdóttir langhlaupari. Þetta gerðist 22. des- ember • 1894 var franski herforinginn Alfred Dreyfus ákærður íyrir landráð. • 1919 voru dómar kveðnir upp í Landsyf- irrétti í síðasta sinn, en Hæstiréttur ís- lands tók við hlutverki hans árið eftir. • 1941 hittust Franklin D. Roosevelt og Winston Churchill í Washington, tveim- ur vikum eftir að Bandaríkin gengu til liðs við Bandamenn í seinni heimsstyrj- öldinni. • 1977 stökk maður í sjálfsmorðshugleiö- ingum, Thomas Helms að nafni, ofan af 86. hæð í Empire State byggingunni í NewYorkborg, og lifði fallið af án meiri- húttar meiðsla. Vísa dagsins Sunnudagar detla í poll, drukkna prestar allir, hver ein kirkja fer um koll, fjúka í loft upp hallir. Ofugmælavísa eignuð Bjarna Jónssyni Borgfirðingaskáldi. Tíminn stendur í stað og ég Iíka. AHar áætlanir sem ég geri fljúga rakleitt aftur í fang mér. Soren Kierkegaard Heilabrot Þrír menn voru saman á bát að veiða Bátnum hvolfdi og þeir fóru allir þrír a bólakaf. Hárið á höfði tveggja þeirra varð rennblautt, en á þriðja manninum ekki. Hvernig má það vera? Allir voru þeir ber höfðaðir. Lausn á síðustu gátu: Þrír rnenn sem eru í þann veginn að verða étnir af ægileg- um dreka. Vefur dagsins Jólin eru hættulegur tími Fyrir geðheilsu býsna margra. Það væri því e.t.v. ekki svo vitlaust að skoöa þann fróöleik sem er að finna á síðum samtakanna Ceðræktar: www.ged.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.