Dagur - 25.01.2001, Blaðsíða 6

Dagur - 25.01.2001, Blaðsíða 6
6 - FIMMTUDAGVR 2S. J A N Ú A R 2001 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöiuverð: Grænt númer: Netföng auglýsingadei/dar: Simar auglýsingadeildar: Simbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 valdemar@dagur.is- augl@dagur.is-gestur@ff.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Valdemar Valdemarsson 460 6161 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVlK) Staða Hæstaréttar í fyrsta lagi Sú ákvörðun forseta Hæstaréttar að blanda sér í pólitískar deilur alþingismanna um lagasetningu í öryrkjamálinu, er ein- stæð í íslenskri réttarsögu. I fyrsta sinn hefur forseti æðsta dómstóls þjóðarinnar talið það hlutverk sitt að gefa þingmönn- um eins konar syndakvittun fyrirfram vegna lagafrumvarps sem er í meðförum þingsins. Það er ekki efni bréfsins sem hér sætir tíðindum, heldur sú staðreynd að það skuli yfirleitt vera sent. Með því er stefnt í hættu þeirri meginforsendu þrískipt- ingar valdsins í íslensku samfélagi að í störfum sínum sé dóm- stólinn sjálfstæður og óháður framkvæmda- og löggjafarvald- mu. í öðru lagi Það er réttmæt ábending sem fram hefur komið meðal annars frá Eiríki Tómassyni, lagaprófessor, að dómar Hæstaréttar eiga að vera svo skýrir og afdráttarlausir að þeir ljúki málum. Það er afar óheppilegt ef æðsti dómstóll þjóðarinnar sendir frá sér þannig skrifaða dóma að færustu lögfræðingar geti fundið þar tilefni til andstæðra túlkana á niðurstöðunni. En það er auð- vitað út í hött að forseti Hæstaréttar reyni að bæta úr því sem kann að vera óskýrt í dómum réttarins með sérstakri bréfa- þjónustu. Ekki bætir úr skák að í þessu tilviki er forseti réttar- ins að reyna að útskýra með bréfi dóm sem hann var sjálfur andvígur. Trúverðugleikinn er því í lágmarki. í þriðjalagi Það er afar mikilvægt íyrir friðsamlega sambúð í samfélaginu að almenningur, einstaklingar jafnt sem félagasamtök og fyrir- tæki, geti treyst því að fá sanngjarna og réttláta niðurstöðu í Hæstarétti, ekki síst þegar þeir sem minna mega sxn eru að takast á við hið ofursterka ríkisvald. A liðnum áratugum hefur nokkuð skort á að Hæstiréttur sýndi slíkt sjálfstæði. Þess vegna hafa mikilvægustu réttarbæturnar komið að utan. Allra síðustu misseri hefur örlað á því að dómstóllinn væri að taka sig á í þessu efni. Meðal annars þess vegna vekur frumhlaup forseta Hæstaréttar ugg hjá mörgum. Elías Snæland Jónsson Bréf til Hæstaréttar Kæri Hæstiréttur! Það er sérstakt fagnaðar- efni að frétta af því að Hæsti- réttur Islands hefur nú ákveð- ið að auka við þjónustu sína og víkka út starfssvið sitt með því að taka að sér að gefa út lögfræðiálit og túlkanir á dómum réttarins. Er óhætt að segja að mikil þörf var á slíku, ekki sist eftir að Lagastofnun Háskólans hætti að gefa út lögfræðiálit vegna peninga- skorts. Þá hef- ur verið stöðug og vaxandi eft- irspurn eftir túlkunum á hæstaréttar- dómum sem mörgum lög- fræðingnum mun eflaust þykja gott að geta fengið beint frá réttin- um. I ljósi þessarar auknu þjónustu verða því í þessu bréfi borin upp nokkur erindi sem Garra þætti vænt um að fá tekin fyrir hjá dómnum. Nágraimaerjur Þannig er mál með vexti að undirritaður, Garri á Degi, hefur átt í talsverðum illdeil- um við nágranna sinn sem sí- fellt leggur bíl sínum fyrir utan eldhúsglugga Garra og skilur hann jafnvel eftir í gangi þar. Eins og gefur að skilja veldur þetta Garra veru- legum óþægindum og þá ekki síður eiginkonu Garra og börnum sem öll eru afskap- lega meðvitaðir umhverfis- sinnar. En þar sem upp hafa komið miklar deilur um það hvort framkoma af þessu tagi sé heimil og eflaust hafa fall- ið dómar í Hæstarétti um Hæstiréttur Islands. mengunarmál, þá óskar Garri eftir því að fá Hæstaréttarsvar við því hvor hefur rétt fyrir sér, Garri eða nágranninn? Aukatímar? Jafnframt langar Garra að spyrja Hæstarétt hvort hann sé ekki reiðubúinn að taka að sér jafnvel enn víðtækari þjónustu en þegar hefur verið tilkynnt um. Uppáhalds- frændi Garra skráði sig í lög- fræðina í Há- skólanum í fyrrahaust, en hann stefnir einmitt á að verða hæsta- réttardómari, þegar fram í sækir. Ekki er að efa að hann hefur eflst í þeim ásetningi sínum við það að dómurinn hefur tekið upp aukna þjónustu og er að mörgu leyti kominn nær fólk- inu, þar með töldum stjórn- málamönnunum, en áður. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að frændinn féll í almennu lög- fræðinni hjá honum Sigurði Líndal. Spurning Garra til réttarins er því þessi: er nokk- ur leið að fá einn eða fleiri dómara til að taka strákinn í aukatíma fyrir upptökuprófið þannig að tryggt sé að hann fái bestu hugsanlegu kennslu í faginu? Garri myndi að sjálfsögðu greiða fyrir uppsett verð. Með von um góðar undir- tektir, ykkar einlægur, GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Grikkir til forna voru miklir pæl- ingamenn og lögðust gjarnan í vangaveltur um margs konar spursmál sem fyrir þeim vöfðust. Þegar mikið lá við fóru þeir til Delfí og spurðu véfréttina þar spjörunum úr og fengu jafnan nokkra úrlausn sinna mála. Og kannski ekki síst vegna þess að véfréttin, eða hver sem þar um vélaði, hafði vit á aö gefa svo loð- in svör og víðfeðm að hægt var að túlka þau á hvern þann veg sem viðkomandi kaus og undr- uðust því margir hve véfréttin reyndist oft sannspá. Af þessu hafa ýmsir lært, ekki síst stjórn- inálamenn. Um aldir hafa kristnir menn leitað svara við helstu spurning- um sem á þeim brenna í Biblí- unni. Og sú ágæta bók á svör við flestum spurningum og svör sem henta öllum, því þar er sömu- Ieiðis hægt að toga og teygja fles- ta texta og aðlaga að hverjum Dómarar frá Delfí? jieim hagsmunum, hugsjónum og málstaö sem fyrirspyrjendur eru of’tar en ekki að leita eftir stuðningi við. Og þetta er ein- mitt eðli flestra trúarbragða. Klippt eða skorið? Hins vegar er hinn almenna regla í samfélögum nú- tímans sú, að ef menn vilja fá svar við samfélagslegum spurningum eða úrskurð í ágrein- ingsefnum, þá er jafnan leitað til dómstóla. Og þar þykir ekki góð Íatína að sveipa úrskurði dulúð véfrétt- arínnar í Delff eða fjiilbreytileg- um túlkunarmöguleikum Biblí- unnar, því með því er ekkert unnið í þá veru að uppræta mis- klíð og leysa ágreining. Það hlýtur því að vera helsta keppikefli allra dómara að dómar þeirra séu annaðhvort klipptir eða skornir, en ekki hvort tvegg- ja, þannig að ágreiningsefni séu enn jafnóútkljáð eftir að dómar falla eins áður. Úlfúðarfram- leiðendur? Dómarar við Hæstarétt íslands hafa heldur betur skriplað á skötu hvað þetta varðar í úrskurði sínum um makatekjur örorkubótaþega. Eftir að úskurður Hæstaréttar Iá fyrir hefur þingheimur og raunar þjóðfélag- ið allt logað í illdeilum um túlk- un hæstaréttardómsins. Sem segir okkur aðeins það að dóms- orð hafa verið í anda véfréttar- innar í Delfí og Biblíunnar, sem sé Ioðin og teygjanleg. Nú er það auðvitað svo að það er hægt að túlka flesta texta á mismunandi vegu og er gert. En þeir textar sem Hæstiréttur sendir frá sér ætlu að vera skýr- ari og afdráttarlausari en allt annað sem sett cr á blað í þessu landi. Það er krafan sem samfé- lagið gerir til dómaranna og ef þeir þurfa að senda frá sér neð- anmálsgreinar og skýringar við dóma sína og í raun að leggja dóm á eigin dóma, þá standa þessir menn sig einfaldlega ekki í stykkinu. Hlutverk Hæstaréttar hlýtur að vera það helst að setja niður deilur með afdráttarlausri túlkun á lögunum og því er það óviðun- andi að lagatúlkun og úrskurðir réttarins séu með þeim hætti að sundrung og úlfúð eykst í samfé- laginu. Hver eru þín fyrstu við- brögð við skýrslu Evrópu- nefndar Frnmsóknm- flokksins? Stemgrímiur J. Sigfússon þ ingmaður vinstri grænna. „Það var nú eigin- lega óþarfi að merkja skýrsluna Framsóknar- l lokknlim, því hún er svo opin í báða enda að hún þekk- ist hvar sem er ófeðruð. I raun var sjálfsagt ekki við öðru að búast þegar haft er í huga að flokkurinn virðist vera sundurtættur í mál- inu. Og það eina sem Halldór Ás- grímsson hefur haft upp úr krafs- inu er að ýfa þetta mál upp og lenda svo á maganuni með það aftur. Spenntastur er ég að bíða eftir framhaldinu, hvort formaður Framsóknarflokksins. lítur á þetta sem lið í lengra ferli, að venja Framsóknarflokkinn við þá hugs- un að aðild að Evrópusamband- inu komi til greina og telji sig þarna vera að þreyta fisk í vatni." Guðjón A. Kristjánsson þingmaðtirFrjálslynda flolihsins. „Eg tek það fram að ég hef ekki kynnt mér þessa skýrslu til hlítar og er því varla dómbær á þetta. En það litla sem ég hef litið á hana, þá sýnist mér að Framsóknarflokkurinn haldi, eins og jafnan áður, öllum dyrum opnum, bæði inn og út. Og hann geri því bara skóna, eins og segir einhvers staðar í þessu plaggi, að ef upp komi sú staða að EES samningurinn dugi okkur ekki, þá beri að skoða aðild að Evrópu- sambandinu. Það er svo sem ekk- ert nýtt í þessu. Við stöndum alltaf frammi fyrir því að ef ein- hverjir viðskiptasamningar duga okkur eldd, þá leitum við eftir breytingum." Vilhjálmux Egilsson þingmaðurSjálfstæðisflokhsins. „Mér finnst þetta ágætis skýrsla og mjög athyglisvert að flokkurinn styður núna EES samkomulagið heilshugar, að því er virðist, og vill vinna að því að láta samninginn virka eins vel og mögulegt er. Síðan finnst mér mjög rökrétt, það sem sagt er um hvað þurli að gera ef samningur- inn hættir að virka. Þannig að ég hef ekki nema allt gott um þessa skýrslu að segja." Svanfrídur Jónasdóttir þingmaðurSamjylkingarinnar. „Mér finnst að framsóknarmenn hafi þarna komist að mjög skynsam- legri niðurstöðu og kannsld raunar einu niðurstöð- unni scm hægt var að komast að. Þ.e.a.s. að tvíhliða samningur kæmi ekki til greina og menn ættu að nýta sér EES samninginn til hins ítrasta. Og ef að menn sjá hagsmunum okkar betur varið með því að ganga inn í bandalag- ið, þá gerum við það. Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.