Dagur - 17.02.2001, Blaðsíða 1
Húsið sem áður var Laugavegur 13 er nú við Efstasund. Verið er að gera það upp. Mynd. £ Ól.
Laugavegur fluttnr
í Kleppsholtið
Húsið að Laugavegi
13 í Reykjavík á sér
langa sögu.
Árið 1871 fær Pétur Valgarðsson
útmælda lóð, 33 x 31 álnir á
horni Laugavcgar og Smiðju-
stígs. Hann fær leyfi til að byggja
hús á suðvestur horni lóðarinnar.
Ekki er getið um stærð hússins
en það mun þó hafa verið reist.
Fjórum árum síðar fær Pétur
leyli lil þess að bvggja hjall á lóð-
inni, 6x6 álnir að flatarmáli.
D.Thomsen kaupir eignina í
ágúst árið 1900. Ári síðar selur
hann Siggeiri Torfasyni eignina.
Tvílyft hús
Haustið 1901, þremur mánuð-
um eftir aö Siggeir kaupir Lauga-
veg I 3, rífur hann byggingarnar
sem á Ióðinni standa og byggir
þar tvílyft verslunar- og íhúðar-
hús, 15 x 12 álnir að flatarmáli
með risi og kjallara að viðbættum
skúr, 3x4 álnir að grunnfleti.
Húsið var tekið til virðingar f
júní 1902. Þar segir að það sé
byggt úr bindingi, klætt utan
með gólfborðúm, pappa og list-
um og járni yfir. Þak er á lang-
böndum, klætt járni með pappa í
milli. Fyllt er í binding með mar-
hálmi. 1 neðri hæðinni er sölu-
búð, tvö herbergi og gangur. Allt
þiljað innan, strigalagt, veggfóðr-
að og málað.
1 sölubúðinni eru hillur og
skápar á veggjum.og búðarborö
með skúffum. Á hæðinni eru
tveir ofnar.
Á efri hæðinni eru sex íbúðar-
herbergi, eldhús, búr og tveir
gangar. Allt þiljað og málað. Þar
eru þrír ofnar og ein eldavél.
Þegar þessi virðing var gerð var
ekki búið að innrétta risið en þar
voru síðan gerð fjögur íbúðarher-
bergi, eldhús, tveir fastir skápar
og gangur, með sama frágangi og
á hæðinni. Undir húsinu er kjall-
ari með steinstejpugólfi. Þar eru
þrjár geymslur, þvottahús og
gangur.
lnn- og uppgönguskúr er við
norðurhlið hússins byggður eins
og það. Við austurhlið hússins er
skúr, byggöur af bindingi, klædd-
ur með járni á langböndum með
járnþaki á langböndum. I skúrn-
um er trégólf.
Samkvæmt íbúaskrá frá árinu
1906 eiga hcima í húsinu: Sig-
geir Torfason kaupmaöur, fædd-
ur 1862, Helga Vigfúsdóttir kona
hans, fædd 1859 og börn þeirra
Ásgeir Tryggvi, Sigurður, Krist-
ján, Lára, Guðmunda Sylvia og
Siggeir. Auk þeirra voru á heimil-
inu. Þuríður Sæmundsdóttir
vetrarstúlka, Halldóra Jónsdóttir
sem einnig er skráð vetrarstúlka
og Oddur Sveinsson vikapiltur á
fimmtánda ári. Sjd bls. 2.