Dagur - 21.02.2001, Side 1

Dagur - 21.02.2001, Side 1
Spáir endalokum Alþýöus amb ands Ilaröar ásakanir RSÍ á hendur TR og VR. Eng- in framtíðarsýn sögð í Ara innan ASÍ. Hættir og fer til AQvaka. Óvíst um eftirmaim Guðmundur Gunnarsson for- maður Rafiðnaðarsamband Is- lands sakar forystumenn Verslun- armannafélags Reykjavíkur og Trésmiðafélags Reykjavíkur um að hafa nánast hrakið Ara Skúla- son fráfarandi framkvæmdastjóra ASÍ úr starfi. Hann segir að ef fram fer sem horfir í yfirgangi VR ogTR innan sambandsins sé ljóst að endalok-ASÍ séu framundan. Finnbjörn A. Hermannsson for- maður TR og Pétur Maack vara- formaður VR vísa þessum fullyrð- ingum formanns RSÍ á bug. Til Aílvaka Ari Skúlason fráfarandi fram- kvæmdastjóri ASÍ vildi ekki tjá sig um starfslok sín hjá ASf í gær að öðru leyti en því að þau væru af- leiðing af niðurstöðu ASÍ-þings sl. haust. Þar tapaði hann fyrir Grétari Þorsteinssyni forseta ASI í forseta- kjöri. Ari tekur í næsta mánuði við starfi sem framkvæmdastjóri at- vinnu- og þróunarsviðs hjá Aflavaka hjá borg- inni en hann sótti um starfið sem auglýst var í sl. mánuði. Ari segir að á þessum tímamót- um séu tilfinningar sínar blendar eftir að hafa starfað hjá ASÍ í 13 ár. Áhyggjur af stöðunni Ein af ástæðunum fyrir harka- legri gagnrýni formanns RSÍ á hendur VR og TR má rekja til miðstjórnarfundar ASÍ fyrir hálf- um mánuði. Þess utan hafa þess- ar fylkingar eldað grátt silfur sín í milli innan ASÍ og er skemmst að minnast ásakana á báða bóga um óheiðarleg vinnuhrögð og flokkspólitískan leðjuslag frá síð- asta ASI - þingi. Það leiddi m.a. til þess að RSÍ bauð ekki fram fulltrúa í miðstjórn ASÍ. Pétur Maack vara- formaður VR segir að á þessum miðstjórnar- fundi hefði Halldór Björnsson starfandi forseti ASÍ óskað eftir umræðum utan dag- skrár um stöðuna inn- an ASÍ. Þar hefði starfandi forseti lýst yfir áhyggjum sínum vegna fjarveru forset- ans á sama tíma og mótframbjóðandi hans í forseta- kjörinu væri starfsmaður með stjórnunarstöðu. Hann hefði hins vegar lagt fyrir tillögu þess efnis að staðan yrði óbreytt þangað til Grétar kæmi á ný til starfa og á það hefðu menn fallist. Ekki framtíð í Ara Varaformaður VR segir að á þess- um fundi hefðu hann og Finn- björn A. Hermannsson lýst yfir þeirri skoðun að það væri ekki framtíðarsýn að Ari yrði áfram starfsmaður ASÍ. I því sambandi bentu þeir á að það væri skyn- samlegt að ræða við Ara um starfslokasamning, enda hefði hann lýst því yfir sl. haust að hann mundi hætta ef hann næði ekki kjöri til forseta. Hann segir að aðrir miðstjórnarmenn hefðu lýst yfir svipaðri skoðun. Óvist um eftirmann Halldór Björnsson starfandi for- seti ASÍ segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um eftirmann í stól framkvæmdastjóra ASÍ né hvernig að því verður staðið, enda sé verið að skoða innri starfsemi ASÍ. Hann segir að það verði hins vegar eftirsjá að Ara. Undir það tekur Sævar Gunnars- son formaður Sjómannasam- bandsins sem segir að Ari hafi verið einn dyggasti stuðnings- maður sjómanna innan ASÍ. - GRH Guömundur Gunnarsson. Aftur uiii hverflsmat? Allar líkur benda til að enn og aftur verði að meta umhverf- isáhrif vegna Kísiliðjunnar, segir umhverfis- ráðherra. Breyt- ingarnar á rek- stri fyrirtækis- ins þýða að að- eins er þörf á Mývatni næstu Siv Friðleifs- dóttir. námagreftri úr tvö til fjögur árin, en að óbreyttu er ekki nægt efni á núverandi vinnslusvæði í Ytritlóa til að uppfylla þörfina. „Ef hægt er að tryggja störfin í heimabyggð til framtíðar án þess að fara í Syðriflóa, held ég að flestir yrðu sáttir við þá nið- urstöðu. Hvort hún er raunhæf er hins vegar ekki ljóst á þessu stigi,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Dag. Sjá bls. 19 Leiðindaveður var á Norðurlandi allan daginn í gær og gekk á með hryðjum. Ekkert var flogið norður vegna þessa og sömuleiðis var flughált á götum og menn urðu að sýna fyllstu aðgát við aksturinn. Sumum tókst að komast í heila höfn, en þó ekkl öllum - svo sem ökumönnum þessara bíla sem nudduðu saman trýnunum l Gilinu á Akureyri síðdegis í gær. mynd: -brink Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Deiltum lagaráð Til snarpra orðaskipta kom á AI- þingi í gær, þegar frumvarp þrig- gja þingmanna Samfylkingarinn- ar um lagaráð kom til umræðu, og bar umræðan með sér að enn er mikil kergja ríkjandi vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við öryrkjadómnum svokallaða í Hæstarétti 19. desember síðast- liðinn. Þingmenn veittust í um- ræðunni mjög að Halldóri Blön- dal forseta Alþingis og Davíð Oddssyni forsætisráðherra, sem svöruðu fullum hálsi. Frumvarp Bryndísar Hlöðvers- dóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Lúðvfks Bergvinssonar gerir ráð fýrir því að á vegum Alþingis starfi lagaráð, sem hafi það hlut- verk að setja samræmdar reglur um samningu lagafrumvarpa og annan undirbúning löggjafar- mála. Lagaráð verði Alþingi og stjórnarráðinu til ráðgjafar um undirbúning löggjafar, um það hvort frumvörp standast stjórn- arskrá eða alþjóðasamninga sem íslenska ríkið er bundið af eða hvort á frumvörpum séu laga- tæknilegir ágallar. Hættu þessu gjanuni Halldór og Davíð komu hvað eft- ir annað í pontu til að rnunn- höggvast við stjórnarandstæð- inga. Halldór sagði meðal ann- ars að frumvarpið væri óljóst og að það fæli í sér kostnað. Hann sagði og að lagaráð væri ónauð- synlegt og ótímabært, heldur væri nauðsynlegt að treysta „lög- fræðisvið nefndarsviðsins". Davfð hlífði sér ekki í orða- skakinu og kallaðist á við þing- menn út í sal. Eitt sinn kallaði hann til Ogmundar Jónassonar að vera „ekki að þessu gjammi". Rannveig Guðmundsdóttir kvartaði yfir því við forseta að forsætisráðherra væri að hreyta út úr sér fúkyrðum, það væri ósæmilegt „virtasta manni lands- ins“, sagði hún og gaf þessum lýsingarorðum gæsalappir með greinilegu táknmáli. - FÞG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.