Dagur - 21.02.2001, Page 4

Dagur - 21.02.2001, Page 4
4 - MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 JDMptr FRETTIR Strengjasveit ieikur fyrir starfsmenn á bæjarskrifstofum Akureyrar í gær. < Tónlistarskólinn á ferð um bæinn Tónlistarskólinn á Akur eyri vill kynna sig og lífga upp á bæjarlílið og feróast um og spilar fyrir bæjar- búa. Yfir 400 tónlistar- iiieim koma fram á 40 tón- leikum á vinnustöðum bæj- arbúa. Þessa clagana stendur Tónlistarskólinn á Akurevri ivrir umfangsmikilli kynningu á starfsemi sinni og er þetta að sögn Helga Svavarssonar skólastjóra liður í því að gera skólastarfið sýnilega og krydda hversdagslífið hjá bæjarbúum. Kynning- in stendur yfir alla þessa viku og er öll kennsla lögð til hliðar á meðan, en nem- endur og kennarar skólans eru á ferð um bæinn og halda tónleika í fyrirtækjum og stofnunum. Að sögn Helga er það stefn- an að fá alla nemendur Tónlistarskólans til að taka þátt í þessari kynningu með einhverjum hætti þannig að gera má ráð fyrir að þetta 400 - 410 tónlistarmenn komi fram á hinum og þessum stöðum í bænum í þessari viku. Allt í allt verða haldnir um 40 tónleikar. Auk þess að vera yndisauki fyrir þá sem njóta heim- sókna tónlistarskólanemendanna, þá segir Helgi að þetta hljómleikahald sé mjög góð æfing fyrir nemendur í því að koma fram við misjafnar aðstæður. Með- al staða sem heimsóttir eru í þessari kynningarviku eru leikskólar hæjarins, sjúkrahúsið, Kristnesspítali, Hlíð, Kjarnalundur, félagsmiðstöðin í Víði- lundi, og ýmis verslunar- og þjónustufyr- irtæki í bænum. Einnig verða tónleikar í framhaldsskólunum, í gær í Verkmennta- skólanum og svo annað kvöld, fimmtu- dagskvöld í MA. Ýmis konar kynning Að sögn Helga hefur það lengi tíðkast að tónlistarskólar landsins fari út á meðal almennings með einhverjum hætti til að kynna starfsemi sína, sumir fara í grunn- skólana og halda þar tónleika á meðan aðrir fara þangað og sýna hljóðfærin og kynna þau. AAkureyri hefur þetta þróast með þessum hætti og er þetta í þriðja sinn sem nemcndur fara með þessum hætti út um bæinn til tónleikahalds. Helgi segir að Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands, en í henni leika að stórum hluta kennarar við Tónlistarskólann, sé á sama tíma með skólatónleika í grunnskólum bæjarins og flytji tónverkið „Pétur og úlf- urinn" eftir S.Prokofiev. Af þeim sökum hafi Tónlistarskólinn sem slíkur ákveðið að vera ekki líka að fara í grunnskólana, jafnvel þótt segja megi að þar sé að finna ákveðinn markhóp skólans. Sú tónlistar- kynning sem Sinfónían sé með í skólun- um dugi að þeirra dónti fyllilega og þá hafi tónlistarskólinn viljað leggja því meira af mörkum til að lífga upp á bæjar- lífið. Viðtökur sem nemendur skólans hafa fengið á stofnunum og í fyrirtækjum hafa verið mjög góðar og til marks um að framtak af þessu tagi sé vel þegið af al- menningi. „ Fréttastofa RÚV leiðrétti sig nokkrum srnnum í síð- ustu viku er iurn sagði frá bílvcltu á Víkurskarði. Fyrst var óhappið sagt á Hoita- vörðulieiði, svo á „Víkurskaröi á Holtavorðuheiði", síðan í „Víkurskaröi í Vaölaheiöi". í potthium héldu inenn áfram leiðréttingum á því hvar bíllinn valt og bentu á að í fyrsta lagi væri sagt um óbyggð skörð og dali: „á dalnum" eða, „á skarðinu". í öðru lagi sögðu inemi að Víkurskarö væri ekki í Vaðlaheiði heldur norðan hennar. Allt tim það, en pottverjar voiu ckki einir um að ræða þessa víðlendu bílvcltu því Egill Eg- ilsson eölisfræðingur, sem þarna cr öllum staðhátt- um gjörkmmugur mun hafa ort um þetta: Um Vaðlaheiðina víða og breiða valsaði bíllinn uns slysi vid lá, valt svo í átt til vestflrskra hciða og Víkurskarðiþarliafnaði á. Það hefur vakið óskipta athygli pottverja að Davíð Oddsson er á sömu línu og higa Jóna Þóraðrdótt- ir varðandi kosningamar um flug- völlinn í Reykjavík og ætlar ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslumii. 1 sjálfu sér segja menn að þessi af- staða komi ekki mikiö á óvart í Ijósi þess að menn telja næsta víst að Davíö myndi aldrei geta liugsað sér að taka þátt í atburðarás scm hrint væri af staö af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttm. Þegar af þeirri ástæðu liafi verið ljóst að hann myndi taka þami pól í hæðina sem lýsti mestri andstöðu við kosninguiia og það ferli allt saman - crgo: hann niuiidi hunsa málið og lýsa á það frati!... En afstaða Davíð til flugvallarins hefur Jió orðið tilchii til emi frekari vangaveltna og í pottinum heyrast nú þær raddir að það ótrúlega gæti enn gerst - að Davíð tæki midir hug- inynd sem væri ættuö frá samfylk ingarmanni í málinu. Þar eru mcnn að vísa til hugmyndar Ágústs Ein- arssonar um að flytja forsetabústaðimi og setja flug- völlhm niður á Álftanesi. Slíkt myndi óhjákvæmi- lega þýða mikla röskun íyrir forseta lýðveldishis og bjóða upp á umræðu um hlutverk hans, og jahivcl gcfa Davíð tækifæri á að flytja þessa tiltekmi ríkis- stofnmi út á landl... tngibjörg Sól- rún Gísladóttir. Davið Odds- son. FRÉTTAVIÐTALIÐ Mestu framfarir í heimi í loðdýrarækt Bjöm Halídórsson bóndi í Engihlíð á Vopnafirði ogfor- niaður Sambands íslenskra loðdýra- ræktenda Loðdýraræktin á íslandi er á uppleið að nýju eftir nokkur mögurár. - Var meira „pelsað“ í lok síðasta drs og erti loðdýrabændur aðfá hærra verð fyrir skinn- in en áður? „Það voru heldur færri dýr pelsuð í ár en á árinu 1999, eða um 150 þúsund minkar og um 20 þúsund refir. Minkaskinnin eru færri nú vegna áfalis sem varð í Skagafirði vegna fóðurs sem drap bæði minka og refi. Ástæðan er hins vegar enn óútskýrð. Ásetningin í fyrra er ekki fjarri því að gefa um 170 þúsund minka og um 30 þúsund refi ef allt gengur vel. Um 75% minkaskinnanna eru seld í uppboðshús- inu í Kaupmannahöfn, DPA, en afgangurinn seldur hjá Finnish Fur Sales í Helsinld en meirihluti refaskinnanna er seldur í Finnlandi. Verð hafa farið hækkandi og eru að verða ásættanleg, en skinnaverð hefur farið hækk- andi síðasta eitt og hálfa árið. Ef menn eru með Jiokkalega góða framleiðslu og bærilega samsetningu milli lita er afkoman viðunandi en ef menn eru með hagstæða listasamsetn- ingu getur afkoman verið mjög góð.“ - Hvaða litasamselning er kagstæðust? „í augnabikinu væri hagstæðast að allir minkarnir væru hvítir, eða helmingurinn hvít- ur og afgangurinn blár, og Jiá'væri maður ein- faldlega að moka saman peningum. Sennilega fyndist ekki annar atvinnurekstur á Islandi sem gæfi betri afkomu. Framleiðslukostnaður á skinni, þ.e. vinnulaun o.fl. er um 2.100 krónur, verð á svörtum skinnum um 2.300 krónur að hámarki en á hvítum og bláum skinnum 3.600 krónur upp í 3.800 krónur." - Hvað veldur vinsældum hvítra skinna? „Það cr einfalt. Hartnær helmingur allra minkaskinna fer í litun og hægt er að ná hvaða lit sem er úr hvítu skinnunum. Hvítu skinnin eiga framtíðina fyrir sér en kannski er ekki hægt að reikna með svona brjálæðislega háu verði á þeim í framtíðinni og fást nú, en fyrr má nú líka gagn gera. Síðasta pelsasýning í Kína bendir til þcss að þessi þróun sé komin þangað Iíka, en kínverski markaðurinn er mjög opinn fyrir Jjessari vöru, en hefur til þessa mest verið í hefðhundnum pelsum. Maður sér vel hvað er að gerast á þessum markaði með Jjví að skoða SAGA DESIGN, sem er hönnun- ar- og markaðsfyrirtæki á vegum Ioðdýrasam- takanna í Danmörku. Það er hægt að fá flík úr skinni sem erfítt er að gera sér grein fyrir að sé úr skinni þar sem búið er Jiróa svo mikið leð- urþynninguna og það er hægt að taka skinn og súta þannig að það virðist vera með hár beggja megin.“ - A sama þróun sér stað i refaskinnum? „Hvít skinn eru þar verðmætust á sömu for- sendum og minkaskinnin, en það alveg svaka gott verð á refaskinnunum." - Er bændum aðflölga í loðdýrarækt? „Ekki er það svo. Það sem stendur þessari atvinnugrein fyrir þrifum er að margir eru að burðast með gamlar skuldabirgðir eftir 7 mjög erfið ár, og hafa ekki komist út úr þeirri kreppu. Það er að fara í gang verkefni til að losa menn út úr þessari kreppu, og takist Jjað lítur framtíðin í loðdýraræktinni vel út. Það er fyrirsjáanlegur samdráttur i Danmörku vegna hertra umhverfiskrafna þar, og þar er helming- urinn af heimsframleiðslunni, svo þess mun gæta, m.a. hérlcndis. Því mun framboðið ekki aukast mikið á heimsmarkaðnum, jafnvel hið gagnstæða. Miðað við eðlilega skuldsetningu á að vera hægt að fá hagnað úr rekstrinum, og ég veit um bú hérlendis sem eru að skila ágæt- um hagnaði. Nú eru margir búnir að skapa sterkan og faglegan grundvöll, og við fullyrð- um að framfarir hér voru meiri á síðasta ári en í nokkru öðru landi í heiminum," segir for- maður SÍL. — GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.