Dagur - 21.02.2001, Side 5

Dagur - 21.02.2001, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 - S FRÉTTIR Mesti halli frá lýðveldisstofmm Hagfræðingur í Seðlabanka undrast andvaraleysi gagnvart viðskiptahaHa sem er margfalt meiri en sá sem áður hefði verið talinn leiða til alvarlegra efnahags- þrenginga. Ef svo fer sem horfir verður við- skiptahallatímabilið sem nú stendur yfir hér á landi hið mesta frá stofnun lýðveldisins, segir Arnór Sighvatsson deildar- stjóri hagfræðisviðs Seðlabank- ans sem ritar um viðskiptahall- ann í alþjóðlegum og sögulegum samanburði í ársfjórðungsrit bankans. Mælikvarðinn sem hann notar er: uppsafnaður við- skiptahalli á tímabilum þar sem hallinn var umfram 5% af lands- framleiðslu (VLF) að minnsta kosti tvö ár í röð. Slíkur halli ár- anna 1997-2001 stefni nú í 32%, gangi spá Þjóðhagsstofn- unar eftir. Áður hafi hann mest- ur orðið 29% á árunum 1945- 1947. Versnar áfram svo langt sem séð verður Og þar við bætist að samkvæmt helstu niður- stöðum Arn- órs mun: „Hrein staða þjóðarbúsins halda áfram að versna svo langt sem séð verður nema útflutningur vaxi töluvert hraðar eða innflutningur hægar en í langtímaspá Þjóðhagsstofnunar. Hugsanlega þarf samdrátt innlendrar eftir- spurnar til að rétta úr kútnum." Aðdraganda núverandi halla- skeiðs segir Arnór líka ólíkan fyrri hallaskeiðum hérlendis og erlendis, hvorki viðskiptakjara- rýrnun né mikill aflabrestur, heldur svipi því til hallaskeiða í útlöndum á síðasta áratug. En undanfari þeirra virðist einatt hafa verið mikið innstreymi skammtímafjármagns, samfara efnahagsuppsveiflu og nokkurri hækkun raungengis, og eiga það sameiginlegt með núver- andi halla- skeiði hér- lendis, að koma í kjöl- far aukins frelsis til Ijármagns- hreyfinga. Flest halla- tímabil endað með samdrætti „Flest fyrri tímabil mik- ils viðskipta- halla, hérlendis og erlendis, hafa endað með samdrætti - mestum þar sem aðstæður eru líkastar okkar. Við núverandi aðstæður í þjóðarbúskapnum þarf ef til vill meiri aðlögun eftirspurnar en oft áður til þess að ná ytra jafn- vægi." - Og fátt bendir til að við- skiptahallinn nú sé stórlega of- metinn eða hættuminni en áður, að mati Arnórs, sem telur um- fjöllun um viðskiptahallann hætti til að sveiflast á milli öfga- kenndra sjónarmiða „Einkahalli“ lika hættulegur „Nýlega hefur gætt nokkurs and- varaleysis gagnvart viðskipta- halla sem er margfalt meiri en halli sem áður hefði verið talinn Ieiða til alvarlegra efnahagslegra þrenginga," segir Arnór. Að hluta til megi ef til vill rekja þetta andvaraleysi til hugmynda um að svokallaður nýbúskapur muni gera íslenska þjóðarbú- skapnum kleift að vaxa út úr vandanum. Það sjónarmið hafi einnig heyrst að vegna þess að rekstur hins opinbera sé með miklum blóma og hallann megi að fullu rekja til athafnagleði einkaaðila sé fátt að óttast. „En hið sama mátti einnig segja um Finnland, Mexíkó og flest þeirra ríkja í Asíu þar scm tímabili óhóflegs viðskiptahalla lauk í al- varlegri gjaldeyris- og fjár- málakreppu." - HEI Seðlabankamenn hafa reiknað út að við- skiptahallinn hafi aldrei verið meiri. Guðmundur Sigurðsson. Vinir Hellis- heiðar Hafin er á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og í Hveragerði und- irskriftasöfnun til stuðnings vegabótum, lýsingu og breikkun Suðurlandsvegar um Hellis- heiði.Það eru óformleg samtök, Vinir Hellisheiðar, sem gangast fyrir þessari undirskriftasöfnun og þar eru í forustu Sigurður Jónsson og Guðmundur Sig- urðsson athafnamenn á Sel- fossi. Er minnt á að vegurinn austur fyrir fjall um Hellisheiði er annar hættulegasti vegarkafli landsins, en þrátt fyrir þá stað- reynd sé ekki veitt neinum fjár- veitingum til vegabóta, lýsingar og breikkunar, sem gert gæti veginn öruggari. Samtökin benda jafnframt á að ekki þurfi nema brot af þeim peningum sem nú þegar er búið að festa í Reykjanesbraut til þess að bæta verulega öryggi vegfarenda um Hellisheiði. Söfnunin undir- skrifta stendur út þennan mán- uð, en þá verða þær afhentar stjórnvöldum. -s BS. Mikill spamaður af fLutningi RAEIK Augljós hagkvænmi af sameiningu Rarik og orkuveitna Akureyrar hæjar. „Eg hef fullan skilning á því sjón- armiði fólks að það vilji ekki flyt- ja sig landshluta á milli eftir því hverjar aðstæður eru á vinnu- markaði. Við höfum líka dæmi um að fólk fyrir norðan, austan eða vestan flyst ekki suður þó að aðstæður þess breytist. Þetta á við um alla staði en ég hef bent á að það er í raun hverjum degi verið að flytja til störf í þjóðfélag- inu. Bæði í opinbera geiranum og hjá einkafyrirtækjum," segir Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri. 150 milljónir sparast Eins og Dagur greindi frá fyrir skömmu, er mikill meirihluti starfsmanna höfuðstöðva RARIK ósáttur við þær hugmyndir að stofnunin verði flutt norður til Akureyrar og sameinuð Norður- orku. Samanber ofangreint er bæjarstjóri Akureyringa skiln- ingsríkur gagnvart þeirri stöðu en hann segir óvarlegt að taka einhvern einn þátt út úr þessu máli. Það sé rniklu llóknara en svo og skammt á veg komið. Rík- isstjórnin hefur þegar samþykkt að ganga til við- ræðna við Akur- eyrarbæ um sameininguna, og samkvæmt skýrslu sem ligg- ur fyrir um hag- kvæmni samein- ingar þá munu sparast um 150 milljónir á ári við sameiningu, 8 milljónir strax fyrsta árið og síð- an um 150 millj- ónir árlega. Þá gerir skýrslan ráð fyrir að um 20 ný störf muni verða til á Akureyri. Kristján Þór segir algjörlega ótímabært að spá nokkru um lyktir málsins en sjálfur segist hann bjartsýnn á að hugmyndin verði að veruleika sem þá myndi fjölga störfum í bænum um nokkra tugi. - BÞ ASl gegn kennsluútboði Búast má við harðorðri ályktun frá miðstjórn ASI í dag þar sem mótmælt er áformum bæjaryfir- valda í Hafnarfirði að bjóða út kennslu í njjum grunnskóla í Ás- landi. Þetta mál er mjög umdeilt og m.a. hefur Halldór Ásgríms- son formaður Framsóknarflokks- ins sagt að þetta sé í andstöðu við stefnu flokksins, en fram- sóknarmenn mynda meirihluta í Hafnarfirði ásamt sjálfstæðis- mönnum. Halldór Björnsson starfandi forseti ASI segir að þessi áform bæjaryfirvalda í Hafnarfirði séu ekki í takt við þá almennu stefnu í þjóðfélaginu að hið opinbera eigi að sjá um vel- ferðarkerfið að öllu leyti. Hann segir að innan ASI telji menn að þetta fyrirhugaða útboð á kennslunni sé röng stefna og séu því söntu skoðunar og formaður Framsóknarflokksins í þessu máli. Halldór bendir einnig á að foreldrar barna í Áslandi hafi engan valkost um það hvort það lætur börn sín ganga í þennan hverfisskóla eða ekki. l lann seg- ir að málið liti öðruvísi út ef þarna væri um einhvern valkost að ræða á milli einkaskóla og hverfisskóla. - GRH Samningax í flugimiferdardeilu Búist var við að samið yrði í deilu Félags íslenskra ílugumferðar- stjóra og samninganefndar ríkisins í gærkvöldi eftir maraþonfund. Boðað var til sáttafundar á miðnætti í fyrrinótt eftir að slitnaði upp- úr sl. mánudag þegar ríkið fór fram á að flugumferðarstjórar afsöluðu sér verkfallsrétti. Lítil röskun varð á millilandaflugi Flugleiða í gærmorgun en innan- landsflugið lá niðri að hluta vegna veðurs. - GRH Samið um höfundarétt vegna ljósritunar Ragnar Aðalsteinsson lögmaður og Björn Bjarnason menntamálaráðherra undirrita samninginn í gær. Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Fjölís, samtök hagsmuna- aðila um höfundarrétt, undirrituðu í gær samning til næstu sex ára um endurgjald vegna ljósritunar og hliðstæðrar eftirgerðar í skólum. Fjármálaráðherra hafði ýður undirritað samninginn fyrir hönd ríkis- sjóðs. Samningurinn gildir aftuiMrkt frá 1. september 1999 og til 31. ágúst 2005. Samkvæmt samningnum greiðir ríkissjóður rúmlega 180 milljónir fy'rir þetta 6 ára tímabil. Um er að ræða umtalsverða hækk- un á endurgjaldi frá fyrri samningum Fjölís við menntamálaráðu- neytið. Þessi hækkun byggist aðallega á niðurstöðum köntiunar PriceWaterhouseCoopers frá því í maí 1999 sem sýndi töluverða aukningu á ljósritun í skólum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.