Dagur - 21.02.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 21.02.2001, Blaðsíða 7
MIDVIKUDAGUR 21. F E B R Ú A R 2001 - 7 ÞJÓÐMÁL L. 1 J Arðsöm byggðamál „Allir landsmenn eiga að hafa jafnan og jafnódýran aðgang að Ijósleiðaranum eða sambærilegu fjarskiptaneti, segir greinarhöfundur. bvggðamálum en augljóst er að þróun þeirra krefst greinilega ár- angursríkari meðala. Lands- byggð og höfuðborgarsvæði er gjarnan stillt upp sem andstæð- um. Við þurfum að hverfa frá þessu sjónarhorni og líta á land- ið sem heild þar sem byggðarlög- in, þ.m.t. höfuðborgarsvæðið, svðja hvert annað. Við jgetum m.a. Iitið til þess hvernig lslend- ingum hefur tekist að vera full- gildir aðilar i alþjóða samfélagi í stað þess að Iíta á sig sem jaðar- hvggð. Við höfum lært og erum að læra að fóta okkur og komast vel af við aðstæður sem alþjóða- væðing nútímans skapar. Þá reynslu eigum við að nýta okkur við að skapa einingu úr lands- hyggð og höfuðborgarsvæði. Við getum látið þá þætti sem hrintu alþjóðavæöingu og þjóðfélags- hreytingum af stað vinna mcð okkur en ekki gegn okkur. Hér eru sérstaklega dregin fram nokkur svið þar sem landsbvggð- in hefur rnikið að bjóða og getur hoðið þjónustu á arðsemis- og samkeppnisgrundvelli. Tryggur rekstrargruimur Fara verður í beinharðar aðgerð- ir sem tryggja að h rirtæki hverr- ar bvggðar húi við rekstraraö- stæður sem eru fyrst og fremst arövænlegar og stöðugar, ekki síst í sjávarútvegi, fiskvinnslu og landbúnaði. Engir skammtíma stvrkir levsa ríkið frá þessu langtímaverk'efni og ábyrgð. Að- gerðirnar geta kostað að ríkis- valdið þurfi á einhverjum svið- um að meta hag byggðanna um- fram hámarks arðsemi atvinnu- greinarinnar. En ekki má gleymast sá þjóðhagslegi vinn- ingur sem felst í því að nyta verkþekkingu, mannauð og fjár- festingar á hverjum stað og sá vinningur fer forgörðum með fólksflótta og hnignun byggðar- innar. Bvggðir þar sem ekki er búinn arðsamur stöðugur rekstrargrunnur fyrirtækjanna standa aldrei til lengdar. Ljósleióarinn opnar víddir Ailir landsmenn eiga að hafa jafnan og jafnódýran aðgang að Ijósleiðaranum eða sambærilegu fjarskiptaneti. Nýta þarf tölvu-, margmiðlunar- og (jarskiptatækni til þess að fjölga störfum af nýju tagi. Ekki má láta óheppilega byrj- un t.d. í rekstri símsvörunar drepa niður framtaksemina. Fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar \íöa um land bafa orðið reynslu af fjar- námi og fjarvinnslu. Þessir aðilar þurfa að berja á verkefnamarkaö- inn á höfuðborgarsvæðinu og bjóða þar þjónustu sína og þeir eru síður en svo vopnlausir því að þeir hafa margt að bjóða sem er eftirsóknarvert. Ef nauðsynlegt þykir þarf að aðstoða þessa aðila við að opna augu stjórnenda opin- berra stofnana og einkalyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu fýrir því að sum störf og einstök verkefni eru óháð Iandfræöilegri staðsetningu. Vinnufundir við samræmingu verkefna eiga sér stað hjá alþjóð- legum f\ rirtækjum í síma og sömu lögmál eiga við á milli byggðar- laga. Fyrirtækjum í Revkjavík gefst þannig kostur á meira úrvali hæfs starfsfólks og svæðisbundin þensla á vinnumarkaði gæti þá á sumum sviðum dreifst yfir Iandið allt. Tölvutengd verkefni glæða jafnframt fjölbreytni starfa við- komandi byggðar, auka tölvueign og örva fólk til að leita inn á nýjar „En ekki má gleymast sá þjóðhagslegi vinn- ingur sem felst í því að nýta verkþekkingu, mannauð og fjárfest- ingar á hverjum stað og sá vinningur fer forgörðum með fólks- flótta og hnignun hyggðarinnar.44 slóðir eftir verkefnum. Tölvuteng- ingin opnar nýjar víddir og þar með taldar enn auknar leiðir til fjarnáms. Breyting sem þessi ger- ist ekki sjálfkrafa án frumkvæðis. Við getum hrint henni af stað, skipulagt öruggt upphaf skref fyr- ir skref og og látið síðan eitt vaxa af öðru í stað þess að steypast um koll með of mikinn metnað og of þunga byrði í fanginu. Þekkingarsetur Víða um land eru sjállstæðar sér- fræðistofnanir eða útibú svo sem á sviði náttúruvísinda, gæðaeftir- lits, rannsókna, mennta, þjón- ustu við atvinnugreinar o.s.frv. og gjarnan eru söfn tengd þessari starfsemi. Þessar stofnanir er hægt að gera að þekkingar- og sérfræðisetrum með því að efla þær og hópa saman fleiri sér- fræðiverkefni, þó að þau séu af ólíkum toga. Slík setur mvnda það samfélag sem sérfræði- menntað fólk sækist eftir að vinna við í stað þess að vera tvístraö og tiltölulega einangrað í nokkurs konar örstofnunum. Koma þarf upp slíku setri hverj- um Iandsfjórðungi eða völdum þéttbýlisstöðum. Yta þarf undir þá sérþekkingu sem býr á hverj- um stað og stvrkja eða bæta viö hvers konar menntun, rannsókn- um og vísindavinnu. Styrkja þarf sh'k setur með flutningi og sam- þjöppun verkefna og síðan fjar- tengingu við háskóla, sérfræði- stofnanir ríkisins á höfuðborgar- svæðinu, Akurevri og víðar eftir ástæðum. Samfélag af þessu tagi Iaðar að fólk með sérfræði- menntun en í góðri blöndu við þá sem fyrir eru eykur þetta fólk fjölbreytni í byggðinni og auðgar mannlífið. Samstarf landsbyggdar og höfuðborgarsvæðis - samstarf byggðarlaga Auðvitað þarf hvert byggðarlag og hvert fyrirtæki að búa að sínu en nýir möguleikar og hagræðing kunna að felast í nánara sam- starfi við atvinnulíf annarra bvggðarlaga. Ekki má líta á landsbvggö og höfuðborgarsvæði sem andstæður beldur vettvang samstarfs og möguleika þar sem hvor aðili hefur hag af kostum hins. Stórbættar samgöngur og ijarskipti bafa skapað ný tæki- færi til samstarfs. Opna þarf augu öllugra fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu f\rir arðvænleg- um fjárfestingum og samstarfi við heimamenn víða um land og bjóða þeim að flytja hluta af þjónustu sinni út á land á arð- semisgrundvelli. Fá þarf framtak og reynslu úr slíkum fyrirtækjum í samstarf við heimamenn. Nauðsynlegt er að velja til sam- starfs sterk og arðsöm fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sækjast eftir langtíma fjárfestingu, (ýrir- tæki sem geta nýtt þá kosti sem mörg bvggðarlög hafa fram yfi r höfuðborgarsvæðið svo sem stöðugt og gott \ innuafl. sértæk- ar kjöraðstæður bverrar byggðar svo sem þekkingu, aðgang að auölindum, bráefni, hreinleika, nálægð við vinsæla ferða- og sumarleyfisstaði o.s.frv. I sam- starfi við öflug fyrirtæki á höfuð- borgarsvæðinu felast sennileg meiri möguleikar en að kaupa uppgjafa fyfirtæki og flytja þau út á land. I þessum greinarstúf er ekki verið aö rcyna að le\sa bvggða- vandann eða koma með gamal- kunnar og almennar yfirlýsingar um byggðamáb heldur að beina sjónum að raunhæfum og nær- tækum lausnum. En þær kreíjast þess gengiö sé beint og rösklega til verks á þessum sviðum byggða- mála sem gerð eru að umtalsefni. STJÓRNMÁL Á NETINU Hótanir samgöngurádherra undir þetta bull og blanda sér með einkar ósmekklegum bætti í pólitískt deilumál. Fjáveitingavaldld í böndum Alþingis Fjárráðstöfu narheim- ildir í flugvallafram- kvæmdum er í hönd- um Alþingis, ' sem ákveður þær á grund- velli flugmálaáætlunar til (jögurra ára í senn og endurskoöuö er á tveggja ára fresti. Nokkuð ljóst er að næstu árin verður Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir „óskamm- feilni“ samgönguráð- herra. stað flugvallar í Vatns- mýrinni. þó ákveðið vrði að hann flytti árið 1916. Sú ákvörðun er og verður í höndum Alþingis. Fróðlegt væri þó að vita ef sam- gönguráðherra gæti staðið við bótanir sín- ar um að flvtja 11 ug- völlinn til Keflavíkur, ef atkvæðagreiðslan færi á annan veg en hann sjálfur kýs, hvort hann hefði atbeina allra landsbyggðar- þingmanna til að stan- da við þá hótun. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis- maður Samfylkingarinnar, fjallar á vefsíðu sinni um ylirlýsingar sam- gönguráðherra, Sturlu Böðvars- sonar, um llugvallarmálið. Ilún segir m.a.: „Það er hrcin óskammfeilni að samgönguráðherra revni að hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna um Reykjavíkurflugvöll með hótun- um, sem hann mun ekki hala vald til að framíylgja. Atkvæðagreiðslan í næáta mánuði snýst einungis uin hvort flugvöllurinn í Vatnsmýrinni eigi að fara eða vera. Ef meirihluti er fyrir því að hann fari. þá er það ekki um leið atkvæðagreiðsla um að flytja hann til Keflawkur eins og skilja má af orðum ráðherra. Það er sjálfstæð ákvörðun, sem Al- þingi en ekki ráðherrann tekur hvert flugvöllurinn verður þá flutt- ur. Auk þess sem núverandi sam- gönguráðherra verður lön'gu horf- inn úr ráðherrastóli þegar kernur að þeirri ákvörðun. Reykvíkingar eiga að fagna þeir- ri lýðræðislcgu ákvörðun að geta haft áhrif á staðsetningu flugvallar og þar með hvernig skipulagsmál- um í höfuðborginni verður háttað í Iramtíðinn. Reykvíkingar eiga ekld að láta ógeðfelldar hótanir samgönguráðberra rugla sig, en ráðherrann klifar á í síbylju að að- eins sé um tvo kosti að velja fyrir staðsetningu á innanlandsflugvell- inum. Revkjavík eða Keflavík. \far óviöeigandi er líka hvernig flugmálastjóri leyfir sér að taka varla gert ráð fyrir fjármagni til bvggingu flugvallar sem kæmi í Yegna þróun byggðar er nauð- synlegt að taka ákvörðun nú um hvort flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni eftirárið 2016. Gefa þarf út svæöisskipulag fyrir höfuð- borgarsvæðið til ársins 2024 og aðaískipulag tý'rir Reykjavík til árs- ins 2021, en stefnt er að því að vinnu við svæðisskipulag böfuð- borgarsvæðisins verði lokið næsta vor. Því þarf nú að liggja tý rir hver vilji borgarbúa er til nýtingar Vatnsmýrarinnar eltir 2016. Síðan get menn halt áratug eða meira til að ákvarða hvert flugvöllinn á að flvtja ef sú verður niðurstaðan í at- kvæðagreiðslunni. I því sambandi þarf auðvitað sérstaklega að tiygg- ja staðsetningu sem best þjónar öryggismálum, og hagsmunum sjúkra- og neyðarflugs, auk lands- byggðarinnar.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.