Dagur - 21.02.2001, Síða 10

Dagur - 21.02.2001, Síða 10
10- MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2000 ro^ir ojífmmi. , . -j -> Fyrirsætiir eða skemmtikraftar? Skemmtikraftar komu í stað fyrir- sætna á forsíður glansblaðanua. Eru fyrirsæturnar nú að koma aftur? Á MSN vefnum er að finna grein eftir Virginiu Heffernan sem þar til nýlega var einn af rit- stjórum tímaritsins Talk. I grein sinni skrifar Heffernan um þá breytingu sem virðist hafa orðið varðandi forsíðumyndir á tíma- ritum, einkum tfskutímaritum og mannlífstímaritum á undan- förnum árum og vekur athygli á því að breytinga kunni að vera að vænta á þessu sviði núna. Hún bendir á að á forsíðu febrú- arheftis Vogue sé að finna Ijós- hærða og gleðiríka mynd af fyr- irsætunni Karolínu Kurkovu þar sem hún er í hvítu leðri og í marglitu gagnsæju netpilsi. Og, segir Hefferman, fyrisætan er ótrúlega glaðleg í framan, enda hefur hún ærna ástæðu til þess: Þetta er e.t.v. merki um að at- vinnufyrirsæturnar séu á ný að koma inn sem forsíðustúlkur á glansblöðum heimsins. Fyrirsætur út Um nokkurra ára skeið, eða frá þetta 1994, hafa glansblöð heimsins snarminnnkað að hafa hálaunaðar og frægar fyrirsætur á forsíðum sfnum en snúið sér þess í stað að því að hafa þar alls konar annað fínt og frægt fólk. Þetta eru þá leikarar eða söngvarar eða annað slíkt fólk - en ekki atvinnufólk í því að sitja fyrir á myndum sem tekur stórfé fyrir vinnu sína. Og til að sýna fram á hvað hún á við bendir Hefferman á blöðin sem nú standa í blaðarekkum bókabúð- anna: Elle er með Madonnu á forsíðunni; Allure með Cathar- ine Zeta-Jones; InStyle með Jennifer Lopez; Cosmo með Debra Messing; Vanity Fair með Julianne Moore; og Talk með Heather Graham. Rekstarlegt hagræði? Samkvæmt úttekt Heffermans er það engin tilviljun að þessi breyting hefur orðið á blöðun- um, því hún felur í sér víðtækar rekstrarlegar og efnahagslegar afleiðingar fyrir hagkerfi glans- tímaritamarkaðarins. I raun getur þessi breyting skipt sköp- um varðandi það hvernig glans- blöð eru rekin því í til að byrja með í það minnsta getur það skipt gríðarlegu máli hvort menn þurfa að borga frægum fyrirsætum svimandi upphæðir fyrir að sitja fyrir á forsíðunni, eða hvort menn losna við þenn- an kostnað. Það er einmitt það sem gerðist þegar skemmtikraft- arnir voru fengnir til að prýða forsíðurnar, menn losnuðu við að borga þeim vinnulaun fyrir fyrirsætustörfin. Oftar en ekki þarf þetta fólk að kynna sig og það sem það stendur fyrir, hvort sem það er útkoma nýrrar plötu bjá tónlistarmönnum eða ný kvikmynd eða ný bók eða eitt- hvað annað. Það er því tilbúið til að þræla sér í gegnum heilmikl- ar og flóknar myndatökur í stúd- íói án þess að taka neitt fyrir það nema í raun auglýsinguna sem það fær út úr því að vera á forsíðu glansblaðsins. 10.000 dollarar Fyrir útgefendur tímarita eins og Vouge og Elle hefur þetta trúlega virst í fyrstu sem fundið fé, og með smekklegum hætti hægt að ná inn peningum sem annars hefðu farið í kaup handa einhverju toppmódelinu. Enda hefur enginn skemmtikraftur svo vitað sé tekið undir með of- urfyrirsætunni Lindu Evang- elistu þegar hún sagðist eld<i nenna að fara á fætur fyrir minna en 10.000 dollara! En þessi rekstrarlegi sigur og þessi áherslubreyting á forsíðum bef- ur þó að ýmsu leyti reynst Phyr- rosarsigur hjá framkvæmdastjór- um og útgefendum glansblað- anna. Tilfellið er að blöðin eru farin að borga verulegar upp- hæðir fyrir forsíður sínar, og jafnvel mun meira en áður. Þessi kostnaður kemur hins veg- ar fram með öðrum og flóknari hætti en áður. Það kann vissu- lega að hafa verið dýrt að fá Evangelistu til að sitja fyrir á forsíðunni, en sá kostnaður var allur uppi á borðinu og þegar myndatakan var búin^ þá var hún einfaldlega búin. I dag hins vegar er kostnaðurinn falinn og það kemur auðvitað niður á les- endunum að borga þennan kostnað líka. Takmörkuð auðlind Nái glanstímarit ekki góðri for- síðu er ólíklegt að blaðið fangi atbygli kaupandans þar sem það er í blaðarekkanum. Það er því ekki sama hvaða skemmti- kraftur það er sem menn fá til að sitja fyrir á forsíðumynd og auðvitað eru takmörk fyrir því hve margar kvikmyndir eða hljómplötur eru að koma út á hverjum tíma, sem flokkast geta sem áhugavert efni á for- síðu. Framboð af áhugaverðu fínu og frægu fólki sem er til- búið til að láta mynda sig er því ekki ótakmarkað og það verður sífellt flóknara og erfiðara fyrir blöðin að ná besta fólkinu. Og samkeppnin harðnar líka og það verður kostnaðarsamara að standa í henni. Það þarf að halda úti fólki til að njósna um hvað sé líklegt að gerist hjá stóru umboðsfyrirtækjunum og víðar, og leita hófanna hjá alls konar PR fólki sem hefur skemmtikraftana á sínum snærum og slíkt getur orðið kostnaðarsamt til lengdar. Hjá glansblöðunum kallar þetta líka á ný störf sem eru kynn- ingarfulltrúar, fulltrúar sem sjá um ólíkar staðsetningar myndatöku samkvæmt duttl- ungurn þeirra sem á að mynda o.s. fr. o.s.fr. Hefferman hefur eftir rit- stjóra eins glanstímaritsins að allt að 30% af vinnutíma hans fari í að útvega og ganga frá forsíðumyndatökum. Slíkt hef- ur síðan augljós áhrif á mögu- leika ritstjórnar til að skrifa og hugsa um annað efni í blaðinu og í sumum tilfellum þarf jafn- vel að vera að birta efni sem ekki á raunverulegt erindi í blaðið vegna þess að snjöll PR fyrirtæki setja það sem skilyrði að ef glansblað á að fá aðgang að spennandi forsíðuefni verði að fljóta með í pakkanum um- fjöllun um aðra viðskiptavini sem ekki eru eins spennandi og jafnvel algerlega óspennandi! Verri blöð Þegar ritstjórnaráherslurnar fara með þessum hætti á annan endann, vegna ofuráherslu á eitt mál - forsíðumynd - er hætt við að blaðið í heild verði lélegra en það þarf að vera og jafnvel minna spennandi. Til að vega það upp einbeita menn sér að enn betri forsíðu næst og vítahringurinn heldur áfrarn. En öll eru glansblöðin í innbyrðis samkeppni þannig að þessi þróun á einum stað hefur áhrif á öðrum og á endanum spila allir með. Forsíðupólitíkin hefur því sáð sér um allt vist- kerfi glanstímaritanna og haft þar veruleg áhrif. En nú gæti þetta aftur verið að breytast og Hefferman bendir á Voguge og hina há- launuöu, brosandi og glaðlegu ofurfyrirsætu Kurkova. Kannski er hún fyrsta vísbend- ingin um breytta tíma? Norðmeim hæstir í heilbrigði Kostnaður í rekstri heilbrigðis- þjónusta er í brennidepli á Vest- urlöndum, óháð því hvort sjúkrahús eru í einkarckstri eða ríkisrekin. Samkvæmt nýrri skýrslu OECD eyða Bandaríkja- menn mestu í heilbrigðisþjón- ustu en þar er hún að mestu f einkarekstri. Á árinu 1998 vörðu Bandaríkjamenn 13,6 af hundraði tekna af þjóðarfram- leiðslu í heilbrigðisþjónustu. Bandaríkjamenn eru einnig í fyrsta sæti ef útgjöldin er skoð- uð miðað við höfðatölu, Sviss- Iendingar eru í öðru sæti og Norðmenn í því þriðja en þeir eru sú Norðurlandaþjóð sem eyðir mestu í heilbrigðisþjón- ustu. Ef útgjöld miðast við kostnað á hvern íbúa eru Danir í sjöunda sæti, Islendingar í því áttunda, Svíar eru í sextánda sæti og Finnar í því sautjánda, en könn- un OECD nær til þrjátíu landa. Miðað við þjóðarframleiðslu vörðu Norðmenn 8,9% tekna í heilbrigðiskerfið, Svíar 8,4%, Danir og Islendingar 8,3% og er það nærri meðallagi hjá OECD. Finnar vörðu hins vegar einung- is 6,9% vergra þjóðartekna í heilbrigðisþjónustuna og er það mun minna en á árinu 1990. Norðmenn eru hins vegar eyðslusamari en áður, en breyt- ingarnar eru ekki eins miklar milli ára í Svíþjóð, Danmörku og á Islandi. GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.