Dagur


Dagur - 21.02.2001, Qupperneq 12

Dagur - 21.02.2001, Qupperneq 12
12- MIDVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 2001 FRÉTTASKÝRING Ðagur HEIÐUR HELGADÓTTIR OG ERIÐRIK PÓK GUÐMUNDSSON SKRIFA íslenskir og aðrir nor- rænir krakkar drekka sig oftar full en jafn- aldrar þeirra sunnar í Evrópu. Á hinn bógiim hafa íslenskir krakkar dregið mjög úr reyking- um og reykja nú minna en flestir aðrir. Ný Evrópukönnun sem náði til 30 landa árið 1999 leiddi m.a. í ljós að tæp 70% íslenskra 10. bekkinga höfðu neytt áfengis undanfarið ár og 56% þeirra drukkið sig full. Drjúgur fjórðungur (28%) hafði revkt síðasta mánuðinn. Nær sjötti hver sagðist hafa prófað hass og 5% önnur vímuefni. Um 10% höfðu sniffað, 10% tekið róandi lyf án læknisráða og 10% drukkið áfengi með róandi lyfjum. Köimun í 30 löndum ESPAD könnunin (The European Skool Survey Project on Alcohol and other Drugs) er umfangsmesta könnun sem gerð hefur verið á reykingum, áfengisneyslu og annarri vímuefneyslu ungs fólks í Evrópu og Bandaríkjunum. Könn- unin, sem nær til nemenda í 10 bekk í 30 löndum, var lögð fýrir þá í mars árið 1999 og skýrslan kynnt í öllum löndunum samtímis. 1 henni eru m.a. upplýsingar um hreytingar sem orðið hafa á vímu- efnaneyslu ungmenna í llestum landanna, þ.e. þeirra sem þátt tóku í samsvarandi könnun 1995. Meiningin er að endurtaka könn- unina á fimm ára fresti. V-Evrópu- lönd sem ekki tóku þátt í henni að þessu sinni eru: Spánn, Belgía, Lúxemborg, Þýskaland, Sviss og Austurríki. Dugleg í drykkjuiuii en reykjum hvað minnst Könnunin leiðir í Ijós að hlutfall ís- lenskra krakka sem drukku sig full var mun hærra en Evrópumeðal- talið og hlutfall snif’fara og þeirra sem gleyptu róandi lyf talsvert hærra. I hassreykingum og öðrum vímuefnum voru íslensku krakk- arnir á svipuðu róli og meðaltals Evrópuungmennið, en tóbaksreyk- ingar eru sjaldgæfari meðal ís- lenskra krakka en flestra annarra. Skárri en margir aðrir „Ég lít á þetta sem jákvæðar niður- stöður fyrir Island á flestum svið- um og get ekki dregið upp aðra mynd en þá að við séum að ná ár- angri í forvarnarstarfinu," sagði prófessor Þórólfur Þórlindsson, sem kynnti skýrsluna, og vísaði til þess að notkun íslenskra 10. bekk- inga á framangreindum ávana- og fíkniefnum hafi á mörgum sviðum nær staðið í stað frá því fimm árum áður og jafnvel minnkað á sumum sviðum á sama tíma og áfengis- og vimuefnaneysla hafi verið að aukast víðast hvar í Evr- ópu. I samanburði við önnur Evr- ópulönd værum við víða nokkurn veginn miðlungar, nema í reyking- um sem eru með þeim allra minnstu hér, sem áður segir. UM 9% reyktu daglega 13 ára Árið 1995 reykti tæpur þriðjungur íslenskra 10. bekkinga, sem þá var nærri Evrópumeðaltalinu. Það hlutfall hefur nú lækkað hér í 28% en hækkað víðast hvar í hinum löndunum. Aðeins í Bandaríkjun- um, Rúmeníu og Kýpur eru reyk- inar minni en á Islandi. En athygli vekur að 9% íslensku unglinganna sögðust hafa reykt daglega þegar þau voru 13 ára, eða sem svarar þriðjungi þeirra sem reykja nú. Hæsta hlutfall reykjandi unglinga er nú í 44% í Tékklandi, 43% í Finnlandi, 41% í Færeyjum og 40% í Úkraínu, Italíu, Noregi og Litháen. Athygli vekur hvað reyk- ingar 10. bekkinga hafa aukist gíf- urlega í niörgum af gömlu komm- únistaríkjunum í A-Evrópu á síð- ustu fimm árum. „Víkiiigadrykkja“ helsta vandamálið Að mati Þórólfs er mikil drykkja helsti vandi íslensku ungmenn- anna - og þá aðallega hvað oft þau drekka sig full. Þar hefur hann m.a. illan bifur á útihátíðunum þar sem margir unglingar byrji að drekka. Könnunin leiði glöggt í ljós hvernig drykkjumynstrið á lslandi og raunar hinum Norðurlöndun- um einnig sé allt öðruvísi en í S- Evrópu, þar sem unglingar bragði oft vín en verði sjaldan fullir. Þórólfur segir líka brýnt að takast á við sniffið, sem sé mjög hættulegt og geti valdið heilaskaða. Astæður hlutfallslega mikillar notkunar unglinga á róandi lyfjum án ráð- legginga frá læknum séu líka um- hugsunarverðar. Eins og Þórólfur benti á getur verið erfitt að finna einhlítan Kömnmin leiðir í ljós að hlutfall íslenskra krakka sem drukku sig full var iiiim hærra en Evrópumeðaltalið og hlutfall sniffara og þeirra sem gleyptu ró- andi lyf talsvert hærra. mælikvarða á áfengisneyslu. Hlut- fall þeirra 10. bekkinga sem ein- hvern tíma hafa bragðað áfengi er víða mun hærra en hér og einnig hlutfall þeirra sem hafi drukkið eitthvað síðustu 12 mánuði eða síðasta mánuðinn. En þegar kem- ur að spurningum um hvað oft krakkarnir hafi drukkið sig full snýst dæmið við. Islensku krakk- arnir eru þar jafnan í einu af topp- sætunum ásamt krökkum frá hin- um Norðurlöndunum og Bret- landseyjum. Um S.hverfullur 10 siiuium eða oftar... Spurningunni: Hefur þú orðið full/ur 10 sinnum eða oftar á síð- ustu 12 mánuðum svaraði fimmt- ungur íslensku ungmennanna ját- andi og áh'ka hátt hlutfall krakka í Færevjum og Svíþjóð, en mun fleiri (27-29%) í írlandi, Bretlandi og Finnlandi. Danir voru í sér- flokki, þar sem 35% stúlkna og 43% strákanna sögðust hafa drukkið sig full 10 sinnum eða oft- ar á árinu. Sérstaka athygli vekur, í ljósi þess að Grænlendingar hafa löngum verið frægir fyrir drykkju- skap, að hlutfall unglinga sem drekka er á öllum sviðum mun hærra í Danmörku cn á Græn- landi. I víndrykkjulöndunum Portúgal, Kýpur, Möltu og Italíu höfðu aðeins 1% til 4% krakka orð- ið full á árinu. Ekki ftdl af 5 sjússum eða bjórum „Víkingaeðlið" í Islendingum og öðrum norrænum ungmennum leynir sér heldur ekki þegar þeir voru spurðir hve margir hefðu drukkið að minnsta kosti 5 drykki (sjússa eða bjóra) að minnsta kosti þrisvar sinnum síðasta mánuðinn. Um 17% íslensku ungmennanna játtu þessu (11% fimm árum áður), álíka margir Svíar og Finnar, enn fleiri Norðmenn og Möltung- ar, og allt upp í 30-31% ungmenna Árið 1995 reyktitæp- ur þriðjimgur ís- lenskra 10. hekkinga, sem þá var nærri Evr- ópumeðaltalinu. Það hlutfall hefur nú lækkað hér í 28% en hækkað víðast hvar í Iiiiiiim löndunum. í Danmörku, Bretlandi, Irlandi og Póllandi. En „víkingar" þurfa fleiri en 5 sjússa eða bjóra til að verða fullir. Því aðeins 12% íslensku krakkanna töldu sig hafa orðið full 3svar eða oftar síðasta mánuðinn. Svipuð niðurstaða varð í flestum hinna landanna, nema í Danmörku þar sem 30% krakkanna játtu því að hafa orðið full 3svar eða oftar síð- ustu 30 daga (21% fimm árum áður). Útkoman var svipuð þegar spurt var hve margir hafi drukkið sig fulla 10 sinnum eða oftar síðustu 12 mánuðina: Þ.e. varla nokkur við Miðjarðarhafið, um 17% á ís- landi, álíka margir eða fleiri á hin- um Norðurlöndunum, Bretlandi og Irlandi og enn báru Danir höf- uð og herðar yfir aðra með 39% í þessum hópi. Meira en 4 sjússar eða lítri af bjór Spurningu um einhverja alkóhól- drykkju 10 sinnum eða oftar síð- ustu 30 dagana svöruðu hins vegar 20% Möltu-unglinganna játandi, litlu færri Danir og Irar og 7-8% Itala og Kýpurbúa. Aðeins 1% Is- lendinganna hafði „afrekað" þetta og 2-3% Norðmanna, Svía og Finna. „Víkingarnir" bættu þetta upp í magninu, þegar þeir fengu sér í glas á annað borð. Tæpur Ijórð- ungur Islendinganna drakk 1 1 cl. eða meira (tæplega 4 sjússa) af sterku áfengi síðast þegar þeir „duttu í það“ og fjórðungurinn kláraði sig af 1 lítra af bjór eða meira síðast þegar þeir fengu sér öllara. Um 17% íslensku krakk- anna höfðu drukkið bjór 3svar eða oftar síðasta mánuðinn og 13% sterka drykki. Sem vænta mátti

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.