Dagur


Dagur - 21.02.2001, Qupperneq 13

Dagur - 21.02.2001, Qupperneq 13
 MJÐVIKUDAGU R 21. F E 1S R Ú A R 200 1 - 13 an“ vandamálid ina í Þjóðmenningarhúsinu í gær. komst enginn í námunda við Dan- ina í bjórdrykkjunni, því 53% þeir- ra höfðu fengið sér öllara 3svar eða oftar í mánuðinum og 40% sterkari drvkki. Algengast að drekka heima hjá vimiiiuin I ljós kom einnig að sjötti hver ís- lenskur 10. bekkingur (17%) hafði drukkið sig fullan 13 ára eða yngri (22% fimm árum áður). Einnig hér áttu Danir metið því 42% hafði orðið fullur á þessum aldri og litlu færri Bretar. Og hvar drekka svo ungmennin aðallega? „Heima hjá öðrum" var algengasta svarið í helmingi land- anna, meðal annarra Islands og llestra annarra landa í N-Evrópu. „Heima“ var annað algengasta svarið, einkum í löndum sunnar og austar í álfunni. Og suður við Mið- jarðarhaf og á Balkanskaga er al- gengt að ungmennum á þessum aldri leyfist áfengisdrykkja á veit- ingahúsum og börum. Mun fleiri prófað fíkniefni en 5 árum áður Hlutfall íslenskra 10. bekkinga sem einhvern tíma hafa nevtt ólög- Iegra fíkniefna hefur hækkað mjög mikið síðustu fimm árin, eða úr 10% upp í 16%. Sama þróun hefur verið í flestum hinna landanna nema Bretland og Irland þar sem þetta hlutfall hefurlækkað umtals- vert, þó það sé ennþá mjög hátt, eða 32% og 36%. Bandaríkjamenn ciga þó metið, þar sem meira en 40% unglinganna hel’ur reynt hass og marijuana. I Finnlandi og Sví- þjóð hafa aðeins 9-10% krakkanna prófað ólögleg fíkniefni. Þórarinn Tyrfingsson: „Ég hef verið gagnrýninn á túlkanir vfmuvarnarráðs á þessum niður- stöðum Eiun í hekk i hassi Um 4% íslensku (að jafnaði einn í hverjum bekk) krakkanna játtu því að hafa notað hass eða marijuana síðasta mánuðinn, sem var sama hlutfall og fimm árum áður. 1 Bret- landi hefur þetta hlutfall snar- lækkað, úr 24% niður í 16% og líka umtalsvert á írlandi. Frakkar, með 22%, voru því komnir á toppinn í hassneyslunni, fylgt eftir af Banda- Þorgrímur Þráinsson: „En við meg- um ekki sofna á verðinum. Árang- urinn er góður og það á að hamra járnið meðan það er heitt.“ ríkjunum með 19%. I Danmörku og á Grænlandi komu 8-10% krakkanna að kannabisefnum síð- ustu 30 dagana fyrir könnunina en aðeins 1-2% Færeyinga og Svía. Stöðugt auðveldara að ná í efni I nær öllum löndum nema Bret- landi og lrlandi sögðu nú miklu fleiri krakkar auðvelt að ná í ólög- leg fíkniefni en fyrir fintm árum. Hérlendis hækkaði hlutfall þeirra í ljós kom einnig að sjötti hver íslenskur 10. bekkingur (17%) hafði drukkið sig full- an 13 ára eða yngri (22% fimm árum áður). Einnig hér áttn Danir metið því 42% hafði orðið fullur á þessum aldri og litlu færri Bretar. sem sögðu auðvelt að ná í háss úr 27% upp í 38% á þessum fimm árum og 16% sögðu nú auðvelt að ná í LSD eða skyld efni borið sam- an \áð 12% fimm árum áður. Fram- boð þessara efna virðist þó ennþá langmest í írlandi, Bretlandi, Dan- mörku ogTékklandi þarsem meira en helmingur krakkanna sagði auðvelt að ná sér í hass og yfir 40% breskra og írskra unglinga sagði auðvelt að nálgast LSD, E-pillur og önnur skvldi efni. Einna tor- veldast var að ná sér í efni í Eystra- saltslöndunum og eyjum Miðjarð- arhafsins. Ekki fækktrn á Vogi Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SAA, segir að ekki sé um nýjar upplýsingar að ræða, heldur niður- stöður í könnun sem gerð var í mars 1999 og bendir á að önnur slík könnun hafi verið gerð í mars 2000. „Þessar kannanir sýna t.d. minni kannabisneyslu hjá 1983 ár- ganginum en hjá 1982 árgangin- um og einnig eru tölurnar lægri fyrir 1984 árganginn. Menn hafa út frá þessu talið sig vera að ná ár- angri, en því miður er þetta ekki fariö að skila sér í okkar tölum. Enda er þunginn í vímuefnamis- notkuninni ekki meðal 10. bekk- inga, heldur meðal fólks um tví- tugt." Karl Steinar Valsson: „Tóbaksvarnar- nefnd hefur teflt djarft og eru ekki allir sáttir við málflutning hennar. En hennar áróður virðist skila sér.“ ...enda dópistarnir hættir í skóla Þórarinn segir að kannanirnar meðal 10. bekkinga geti helst sagt til um eða gefið vísbendingar um þróun viðhorfa, en þó með þeim f\TÍr\'ara að um það bil 2% þessa aldursllokks þarf að leita sér með- ferðar og einmitt það fólk er ólík- legast til að hafa verið í skólanum þegar spurt var vegna könnunar- innar. „Eg hef verið gagnrýninn á túlkanir vímuvarnarráðs á þessum niðurstöðum. Menn hafa viljað yf- irfæra þetta upp á þjóðfélagið allt. En önnur mynd kemur upp þegar tölur eru skoðaðar frá lögreglu, bráðamóttökum heilbrigðisstofn- unum og meðferðarstofnunum á borð viö okkur. Þessar tölur sýna geigvænlega aukningu á neyslu vímuefna frá 1995. Hvað sem ann- ars má um þessar niðurstöður segja, þá blasir við að ungt fólk er að nota vímuefnin meira en áður,“ segir Þórarinn. Megum ekki sofna á verðinum Þorgrímur Þráinsson, fram- kvæmdastjóri Tóbaksvarnarnefnd- ar, hafði ekki séð skýrsluna og taldi því að sér væri óhægt um vik að bera þjóðir saman. „\7ið þekkjum tölurnar frá Islandi og í fvrra kom fram töluverð lækkun á tóbaks- notkun frá árinu áður. Skólarnir vinna enda flestir vel í tóbaksvörn- unum, þótt undantekningar séu þar á og því miður tilfellið, að sum- ir unglingar klára grunnskólanám án þess að hafa fengið fræðslu í tó- baksvörnum. Þrátt fyrir það má tala um ákveðna vakningu í kjölfar nýrra reglna og aukinnar umræðu." Þorgrímur segir grunntölurnar um að tóbaksnotkun meðal 10. bckkinga sé marktækt lægri hér á landi en í öðrum Evrópulöndum að meðaltali auðvitað vera fagnað- arefni. „En við megum ekki sofna á verðinum. Arangurinn er góður og það á að hamra járnið meðan það er heitt. Við þurfum enn meiri virkni og Ijármagn í tóbaksvarnirn- ar,“ segir Þorgrímur. Víshending um ad hægt sé að hægja á... Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í forvarnardeild lög- reglunnar í Reykjavík, segir að töl- urnar frá lslandi vorið 1999 hafi sýnt ákveðna sveiflu í jákvæða átt. „Það er vísbending um að ef menn beita festu í aðgerðum sé hægt að hægja á þeirri þróun sem átti sér stað árin áður. Það er staðreynd að aðgerðir stjórnvalda hafa sett betra skipulag á allar aðgerðir og ég held að það sé að skila sér betur en áður hversu mikið alvörumál það er að leiðast í fíkniefnaneyslu. Og þetta er einmit aldurinn sem óvandaðir menn eru að sækja í til að gera að virkum neytendum." T óbaksvamamefnd teflt djarft... Karl Steinar segir að drykkju- mynstur landans komi fram í þess- um samanburðartölum. Jákvætt sé hvernig íslensk ungmenni koma út samanborið við þau erlendu hvað tóbakið varðar. „Tóbaksvarnar- nefnd hefur teflt djarft og eru ekki allir sáttir við málflutning hennar. En hennar áróður virðist skila sér og þá spurning hvort beita eigi sörnu aðferðum á fíkniefnaneysl- una. Menn hljóta að spyrja sig að því.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.