Dagur - 21.02.2001, Síða 16

Dagur - 21.02.2001, Síða 16
16- MIÐVIKVDAGV R 21. FEBRÚAR 2001 JJML WHPlNM Islandsmeistari íþriðjasinn Hafnfirðingurinn Vil- helmína Ósk Ólafs- dóttir varð nýlega ís- landsmeistari ífrjáls- um dönsum í keppni einstaklinga, þriðja áriðíröð.Húnerí dansnámi og setur markið hátt. Tónabær var troðíullur og loftið rafmagnað þegar árleg keppni í frjálsum dönsum unglinga 13-17 ára fór fram. Vilhelmína Ósk er 14 ára og var að taka þátt í danskeppni Tónabæjar í íjóröa skipti. Tvö fyrstu árin kepptí hún í yngri deild, var í 2. sæti í fyrstu keppninni en hefur sigrað í sín- um flokki þrjú ár í röð og þar með þrisvar hlotið íslandsmeist- aratitla. Hún varpaði öndinni léttar þegar úrslit lágu fyrir nú. „Það er alltaf rosalegt stress í gangi fyrir keppnina. Ég byrj- aði nefnilega alltof seint að undirbúa mig. Maður þarf að finna búning, velja tónlist, semja dans og svo auðvitað æfa grimmt." - Samdirðu dansinn sjálf? „Já, ég valdi tvö lög með spænsku yfirbragði sem ég blandaði saman, annað rólegt og hitt fjörugra. Svo bjó ég til dans með smá salsakeim við þau lög.“ - Hvar fékkstu búninginn? „Ég keypti mér búning núna af því ég var orðin svo sein. Óneitanlega hefur það áhrif ef maður dansar í flottum bún- ingi, þó svo það eigi ekki að skipta máli. Flestir setjast við saumavélarnar og sauma sér búning og það kemur yfirleitt best út.“ Stefnir á dansnám erlendis - Ertu búin að stunda dans lengi? „Ég byrjaði á að taka þátt í námskeiði í frjálsum dönsum fyrir ijórum árum og fékk áhugann þá. Það var frábær upplifun. Ég er núna í Djass- ballettskóla Báru og er búin að vera þar í tvö ár.“ - Ætlarðu að leggja dansinn fyrir þig? „Já, það er markmiðið. Vissulega er ekki hægt að komast mjög langt í námi á ís- landi ef maður ætlar að verða alvörudansari og eins er at- vinnumarkaðurinn lítill hér, nema þá í sambandi við kennslu. Því fara flestir dans- arar út og stunda nám við ballettakademíur erlendis. - Ertu byrjuð að svipast um eftir slíkum skólum? „Já, aðeins. Ég held að bestu dansskólarnir séu í Sví- þjóð og Rússlandi og hef áhuga á að komast til Svíþjóð- ar í nám. Þar eru margir skól- ar sem kenna bókleg fög, sam- hliða dansinum, þannig er inni í myndinni að taka framhalds- skólann þar líka.“ - Hvað finnst foreldrunum um það að þú farir að fara til útlanda að lœra dans? „Þeim líst ekkert illa á það. Þeir styðja vel við bakið á mér. En þeir vilja auðvitað að ég læri eitthvað sem ég geti byggt á þegar dansinum sleppir. Það er stuttur tími af ævinni sem maður getur verið í dansinum þannig að maður verður að kunna eitthvað annað. Ég er ekki búin að marka mér neina ákveðna stefnu í því en mig langar að læra lögfræði og svo hefur mér alltaf gengið vel að læra mál.“ Kort í ljós og llkamsrækt - Nú hampar þú farandbikar, blómum og medalíum í tilefni af íslandsmeistaratitlinum. Fékkstu eitthvað fleira? „Já, ég fékk alls konar auka- verðlaun svo sem kort í ljós og likamsrækt og ýmis konar fínirí frá snyrtistofum.“ Pað er sem sagt gert ráð fyr- ir að þið sem eruð í dansinum séuð dálitlar pjattrófur! „Já, einmitt!" GUN. „Ég held að bestu dansskólarnir séu i Svíþjóð og Rússlandi og hefáhuga á að komast til Svíþjóðar í nám, “ segir Vilhelmína Ósk, nýkrýndur íslandsmeist- ari í frjálsum dönsum i flokki einstak/inga mynd: e.ól. Nauðsyn drauma Koss köngulóarkonunnar: Halldór Magnússon og Daníe! Ó. Viggósson í hlutverkum hommans og róttæklingsins i fanga- klefa í Argentínu. Koss köngulóarkonunn- ar eftir Manuel Puig. Leikfélag HafnarQarðar sýnir í Hafnarfjarðar- leikhúsinu. Leikstjóri: Gunnar B. Guðmundsson. Leikarar: Halldór Magnússon og Daníel Ó. Viggósson. Leikfélag Hafnarfjarðar er áhugamannaleikhús sem lengi vel hafði aðstöðu í Bæjarbíói þar sem nú er til húsa Kvikmyndasafn íslands. Leikfélagið hefur fengið inni í Hafnaríjarðarleikhúsinu og þar er nú sýnt leikritið Koss köngulóarkonunnar, sem er samið upp úr samnefndri og margfrægri skáldsögu eftir argentínska rithöfundinn Manuel Puig. Þessi skáld- saga hefur tekið á sig ýmsar myndir, m.a. verið kvikmynduð og sett á svið bæði sem leikrit og sem söngleikur. Margir kannast því við söguna af hommanum Molina og róttæklingnum Valentin sem sitja saman í fangaklefa á tímum harðstjórnar í Argentínu. Afstaða þeirra til lífsins er gerólík, homminn er dreyminn og vill aðeins sjá fögru hlið- arnar en róttæklingurinn einblínir á allt sem miður fer, vill vinna hetjudáðir og láta gott af sér leiða en óttast um leið að eigin tilfinningar geti orðið sér Ijötur um fót. Óhjákvæmilega kemur því til árekstra milli þeirra, en smám saman myndast djúpstæð vinátta sem þó er ekki öll þar sem hún er séð. Homminn hefur lag á að gera sér og klefafélaga sín- um lífíð léttara með því að riíja upp bandarískar bíó- myndir sem hann hefur séð, og er frásögn hans af mynd- inni Cat People frá 1942 ein af burðarstoðum leikritsins. Þar er sagt frá hlébarðakon- unni, fagurri konu sem áður en yfir lýkur umbreytist í hættulegt rándýr. Hún er að vísu alls óskyld köngulóar- konunni, sem veiðir karl- menn og kemur einnig við sögu í leikritinu, en könguló- arkonan getur samt ekki síð- ur reynst bráð sinni skeinu- hætt en hlébarðakonan. Hér er það Halldór Magn- ússon sem fer með hlutverk hommans og Daníel Ó. Vigg- ósson leikur hinn róttæka hugsjónamann, en leikstjóri er Gunnar B. Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður. Leikurinn er óneitanlega frekar flatur, en það er kannski eins og við mátti búast af áhugaleikurum og engin ástæða til að kvarta undan því enda er þetta mjög smekklega gert af þeirra beggja hálfu. Þó má segja að ró- legheitin séu stundum fullmikil og oft engu líkara en þeir félagar væru að leik- lesa textann sitjandi í huggulegheitum einhvers staðar í góðum sófa. Aðrar persónur sjást ekki á sviðinu, en stöku sinnum heyrist utan sviðs í fangaverði og fangelsisstjóra. Leikmyndin, nöturlegur fangaklefi, er trúverðug og flott, en heiðurinn af henni á Huld Óskarsdóttir. Lýsingin er eins einföld og hugsast getur, en virkar mjög vel. Tónlist er leikin á milli atriða, mest- megnis argentínskur tangó, en í leikslok er flutt ljómandi gott lag eftir m.u.t.e. Sjálft leikritið er afbragðs gott og tví- mælalaust þess virði að leggja leið sína í Hafnaríjörðinn til þess að sjá þessa upp- færslu, sem greinilega er gerð af metn- aði ötulla áhugamanna. Hvernig tekið er á málefnum homma í leikritinu hljómar reyndar í aðra rönd- ina býsna gamaldags núorðið, þótt það hafi vafalaust þótt afar róttækt fyrir fá- einum áratugum. Atökin milli draumóramannsins og róttæklingsins eiga hins vegar fullt er- indi við samtímann, þótt lítið sé orðið eftir af marxisma í þjöðfélagsumræðu nú til dags. Draumóra- og afþreyingarsam- félagið lifir hins vegar góðu lífi í algleymi nútímans og um leið eru margir sem vilja spyrna fótum við þeirri þróun undir ýmsum og misgáfulegum formerkjum. Guðsteinn Bjannason skrifar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.