Dagur


Dagur - 21.02.2001, Qupperneq 17

Dagur - 21.02.2001, Qupperneq 17
MIDVIKUDAGUR 21. FF.BRÚAR 2001 - 17 Ð^ur MML (ANPiWM Gunnar Eyjólfsson. MENNINGAR LÍFID Tilbrigdi vid önd Útvarpsleikritin á Rás 1 eru einn af íostum punktum til- verunnar í okkar samfélagi. Næstkomandi laug- ardag, 24. febrúar, kl. 14:30 verður á dagskránni leikritið Tilbrigði við önd eftir David Mamet. Það lýsir samræðum tvegga eldri manna sem sitja á bekk í skemmtigarði þótt augu þeirra beinist fyrst og fremst að öndun- um sem synda og vappa mn. „Allt í kring er menningin í upplausn," segir höfundur um verk- ið, „og þá sitja þess- ir menn á bekk og horfa á endur.“ Leikendur eru Baldvin Halldórsson og Gunnar Eyjólfsson. Sjúkdómavamir og iiianneldismal Bókin Faraldsfræði og heilsu- vernd er komin út hjá Háskóla- útgáfunni. Um er að ræða end- urútgáfu á bókinni en hún kom fyrst út árið 1989. Tilgangurinn með bókinni er tvíþættur, eins og segir í formála hennar. Hann er að koma á prent á íslensku umíjöllun um faraldsfræði og að safna saman á einn stað efni sem gæti gagnast þeim sem kenna faraldsfræði og aðrar greinar sem snerta heilsu- vernd. Fyrstu kaflar bókarinnar ijalla um faraldsfræði og heilsu- vernd, svo er íjallað um smit- sjúkdómavarnir, manneldismál og loks um orsakir krabba- meina. Háaloft að hætta Nú eru að verða síðustu forvöð að sjá hinn geðveika svarta gamanleik Háaloft sem hefur verið á fjölum kafflleikhússins frá því í byrjun októ- ber því sýningum fer ört fækkandi. Vala Þórsdótt- ir er höfundur og fer með eina hlutverkið í sýningunni og hef- ur hún fengið afar lofsamlega dóma fyrir frammistöðu sína. Vala Þórsdóttir. Stelpa, gella, mamma, forstj óri, amma... „Alls staðar skjóta konur upp kollinum, og starfssviðin eru fjölmörg, eins og fallegasta kona á íslandi hefur sýnt og sannað, frú Vigdís Finnbogadóttir sem var ein á forsetavakt svo árum skipti," segir greinarhöfundur. Svona í tilefni BREF UR konudagsins og BLÖNDUDAL Sóunnar finnst mér tilvalið að minnast aðeins á okkur kon- urnar og fjölda- mörg starfssvið og tilverusvið okkar. Við erum í raun og sann- leika frábærar! Ekki nóg með það að við komumst í gegnum unglingsárin og uppúr menntó, heldur förum við áfram í há- skóla og gegnum hinum og þessum virðingarstöðum í þjóð- félaginu, svona á meðan við erum að eiga börnin og eltast við alla hugsanlega tísku- strauma nútímaþjóðfélagsins. Tilverusvið okkar eru þau að við erum kraftmiklar, flottar, skvísulegar, móðurlegar, ábyrg- ar, rosalega kynþokkafullar, geislandi kærleiksríkar, vel til hafðar og alveg svakalega fal- legar og íslenskar dísir upp til hópa. Við þurfum ekki annað en horfa á fréttir til þess að sannfærast um þetta, þar eru þær Elín Ilirst og Jóhanna Vig- dís geislandi glaðar á skjánum og í alvöru, ekkert smá flottar. Þorir líka aö vera fyndin Svo sjáum við hana Steinunni Ólínu í „Milli himins og jarðar", þvílíkt glæsikvendi og hún þorir líka að vera fyndin! ísland er fullt af fegurðardísum, alveg sama hvert litið er, og „fram- mákonum" hvers konar. Við kynsystur þeirra Ingibjargar, Valgerðar og Sivjar framsókn- ar-kvenna erum nú ekki lítið montnar af þeim, sama má segja um Sólveigu ráðherra sjálfstæðisins, Ingibjörgu Sól- rúnu borgarstjóra og allar hin- ar gyðjurnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Bekkur rithöf- unda er einnig þétt skipaður skvísum - eins og Guðrúnu Helgadóttur (sem ég held að hafi öll framantöld tilverusvið sér til ágætis), Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Steinunni Jó- hannesdóttur, Vigdísi Gríms- dóttur, Fríðu A. Sigurðar., Stellu Blómkvist og svo mætti endalaust telja. Alls staðar skjóta konur upp kollinum, og starfssviðin eru fjölmörg, eins og fallegasta kona á Islandi hefur sýnt og sannað, frú Vig- dís Finnbogadóttir sem var ein á forsetavakt svo árum skipti. Við konur höfum svo mikla hæfileika og getum sameinað svo mörg starfssvið að ólíkind- um sætir. Við viljum kannski vera forstjórar, bankastjórar, prestar, fornleifafræðingar, bændur, söngstjörnur, leikhús- stjórar, bæjarstjórar eða vera í einhverju nefndastússi. Elskumst viHt og galið Ókei, við gerum það sem við viljum, og svo þegar við erum búnar í vinnunni, förum við heim til eitthvað á bilinu 1-7 barna okkar og elskandi eigin- manns, kærleiksríkar, stoltar mæður sem við getum svo sannarlega verið. Tökum til, gefum liðinu að borða og hjálp- um til við heimanámið, skiptum um bleiur og svoleiðis, setjum í nokkrar þvottavélar, komum börnunum í rúmið, förum í sturtu og nuddum manninn okkar með unaðsolíu frá Purity Herbs, elskumst svo villt og ga- lið og förum ánægðar en þreyttar að sofa sjálfar. Konur eru alls staðar! Konur eru eiginlega farnar að eiga ís- land! Ef þær hafa þá ekki alltaf átt það. Mér finnst svo gott hvað karlmenn eru duglegir og ákveðnir í að hafa okkur sér við hlið og helst feti framar. Við get- um nefnilega allt, sérstaklega þegar við fáum eindreginn stuðning frá þessmn elskum og finnum að þeir meta okkur að verðleikum. Enda er svo ferlega asnalegt að kynin séu alltaf í einhverri baráttu, þegar það er langeinfaldast að vinna saman. Þrennt sem við stöndumst ekki En strákar, það er þrennt sem við konur bara stöndumst alls ekki! í fyrsta lagi er það dálítið út- skeifur huggulegur karlmaður í gallabuxum, með aðra hendina í vasanum og hina fulla af rauðum rósum handa okkur, sérstaklega þegar ekkert er til- efnið, brosandi út í annað og: „Mig langaði bara svo að gefa þér blóm ástin mín!“ í öðru lagi eru það ráða- menn sem banna „súlustaði“ og aðrir menn sem fara EKKI á þessa staði vegna þess að þeir hafa ekki áhuga á því og meta konur meira en svo! í þriðja lagi eru það hugsun- arsömu karlmennirnir sem nudda OKKUR með unaðsolí- unni í'rá Purity Herbs! Með huggulegri góukveðju úr Blöndudalnum Öðruvísi á íslensku Svo sem venja er til sat þjóðin sem límd fyrir framan sjónvarpið sl. laugardagskvöld og fylgdist af miklum áhuga með Eurovision. AUir höfðu áhuga á keppninni og skoðun á því hvert laganna átta sem valin voru til úrslita gæti fleytt íslendingum lengst þegar kæm í aðalkeppnina sjálfa. „Það er mikilvægt fyrir okkur íslend- inga að taka þátt í svona keppni á sviði dægurmenningar, hlutirnir eru gerðir af metnaði - og þótt margir agnúist út í keppnina hafa flestir í raun og á laun gaman af henni,“ sagði þingmaðurinn og söngvarinn Árni Johnsen hér í Degi sl. laugardag að- spurður um keppnina - og líkast til er þessi kenning Eyjamannsins fræga alveg laukrétt. Ef ttingunni skal þyrma... Hluti af umræðum um keppnina síðustu daga hefur verið gagnrýni á þá ákvörðun útvarpsráðs að gera þeim kepp- anda sem fer fyrir íslands hönd til Köben í vor að syngja á íslensku. Höft á frelsi listamanns um að mega ekki ráða á hvaða tungu- máli hann syngur er sjónarmiðið sem helst hefur heyrst. Aldrei hefur þótt góð lenska að múl- binda listamenn af ákvörðunum stjórnvalda eða annarra. Það verður hins vegar létt á metum málverndar að gera flytjendum íslenska lagsins að syngja á ást- kæra ylhýra málinu, ef tungunni skal þyrma. Til slíks verður að nota önn- ur ráð. Sjónarmið um að góður árangur ís- lendmga í keppninni verði best tryggður með söng á ensku er líka út í bláinnn, enda þótt lögin sem Selma og Telma sungu í fyrra og hitteðfyrra hafi flogið hátt. Þau lög voru einfaldlega grípandi og hittu í mark strax við fyrstu hlustun, burtséð frá textanum. Þannig þurfa lög Þvi mætti vel segja mér að tækifæri Is- lendinga íkeppninni að þessu sinni felist ekki hvað síst í því aö syngja hinn dúnd- urgóða smell, Birtu, á sérstæðu tungu- máli, segirm.a. hér í greininni. einmitt að vera eigi þau að ná hlustum þjóðar - og einmitt vegna þess greip lagið Birta eftir hinn íðilskapra Selfyssing Ein- ar Bárðarson íslendinga um leið og það heyrðist fyrst. Aö marka sér sérstööu Sú hefur verið raunin í Eurovision- keppninni á undanfórnum árum (og raunar í listum almennt) að hvað bestum árangri og jafvel sigri hafa náð þeir keppendur og fulltrúar þjóða sem hafa skorið sig nokkuð úr - og markað sér sérstöðu. Þen sem þora að vera öðruvísi og þora að vera þeir sjálfir. - Því mætti vel segja mér að tækifæri íslendinga í keppninni að þessu sinni felis.t ekki hvað síst í því að vera öðruvfsi en allir hinir; syngja smellinn, Birtu, á sérstæðu tungu- máli sem ekki nema tæplega 300 þúsund manns kunna og skilja. Hitt er svo aftur annað mál að vegna keppni næsta árs er sjálfsagt að útvarpsráð endurskoði máhð og gefi mönnum frjálsar hendur um á hvaða máli þeir syngja, því aldrei er af lúnu góða að hefta frelsi listamanna - sem kunna og geta nært hjartað og glatt sálina. sigurdur@dagur.is MEIMNINGAR VAKTIN Sigurður Bogi Sævarsson skrifar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.