Dagur - 28.02.2001, Síða 2

Dagur - 28.02.2001, Síða 2
2 - M IDVIKUDAGU K 28. F E B K Ú A R 2001 D&mir FRÉTTIR Akureyrarbær eiui brotlegiir Ingibjörg Eyfells við málflutning í héraðsdómi á dögunum. Eiiii þarf bærinn að opna pyngjima vegna jafnréttisbrota aftur í tímann. Bæjarlög- maður óánægður og telur áfrýjun líklega. Héraðsdómur dæmdi í gær að Akureyrarbær skyldi greiða ingi- björgu Eyfells kr. 1.847.288 með dráttarvöxtum og kr. 500.000 í málskostnað vegna brots á jafn- réttislögum. Ingibjörg er fýrrum starfsmaður bæjarins og önnur konan sem höfðar mál vegna misréttis í launagreiðslum á við karla. Aður hafði Ragnhildur Vigfúsdóttir unnið mál gegn Ak- ureyrarbæ, bæði í héraðsdómi og fyrir Hæstarétti. Ingibjörg hóf árið 1991 störf hjá bænum sem deildarstjóri dagvistardeildar og taldi lögmað- ur hennar að hún hefði ekki not- ið sambærilegra kjara á við aðra deildarstjóra. Fyrir dóminum kom fram að Ingibjörg hefði m.a. sýist eftir föstum bílastyrk en ít- rekuðum kröfum hennar í þá veru hafi verið hafnað. Þann 12. júlí 1995 samþvkkti jafnréttisnefnd bæjarins að óska eftir samanburði á launum og störfum kvenna og karla í deildar- stjórastörfum hjá stefnda og nota til þess starfsmat. Bæjarráð vísaði erindinu til kjaranefndar sem samþykktí það fyrir sitt leyti og var sérstakur vinnuhópur skipað- ur til að framkvæma matiö. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags íslenskra leikskólakenn- ara, skrifaði fyrrverandi bæjar- stjóra, Jakobi Björnssyni, bréf í desember 1996 og óskaði eftir að launamál stefnanda yrðu end- urskoðuö. Ymislegt fleira var gert til að reyna að leiðrétta kjör hennar en þegar allt um þraut, sagði Ingibjörg upp starfi sínu og flutti frá Akureyri í kjölfarið. Vildi miMu meira Kröfur Ingibjargar námu alls tæpum sex milljónum króna auk dráttarvaxta og bar hún þar kjör sín saman við laun atvinnumála- fulltrúa bæjarins. Fögmaður bæjarins mótmælti bins vegar að starf deildarstjóra leikskóladeild- ar væri sambærilegt og jafnverð- mætt starfi atvinnumálafulltrúa eða starfi deildarstjóra öldrunar- deildar. Starfsmat það sem stefn- andi vfsaði til væri ekki sönnun þess heldur þvert á móti, sbr. mismun punktafjölda þegar störfin voru metin. Frey Ofeigssyni dómara þótti hins vegar sent byggja mætti á umræddu starfsmati í málinu, sbr. dóm Hæstaréttar frá 3 I. maí 2000, þ.e.a.s. Ragnhildardómin- um. Hann hafnaði aftur á móti miskabótum og segir: ,,Að mati dómsins hefur stefnandi ekki fært fyrir því nægjanleg rök, að framanlýst brot stefnda á lögum nr. 28, 1991 hafi valdið stefn- anda hneisu, óþægindum eða röskun á stöðu og högum." „Út af kortinu“ Dagur náði tali af Hákoni Stef- ánssyni Iögmanni sem flutti mál- ið fyrir hönd Akureyrarbæjar rétt eftir að dómur féll í gær. Hákon var þá ekld búinn að ná að skoða forsendur dómsins en hann taldi liklegt að bærinn myndi áfrýja dóminum, enda væri upphæð bótanna „út af kortinu". Framkvæmdastýra Jafnréttis- stofu, Valgerður Bjarnadóttir, var viðstödd dómsuppsöguna en talið er að bún muni bætast í hóp þeirra kvenna sem höfða mál gegn bænum. Hún cr fyrr- verandi starfsmaður Akureyrar- bæjar líkt og Ingibjörg Eyfells og Ragnhildur Vigfúsdóttir. -BÞ Jóhanna Sigurðardóttir. Veit ekkert um yfirdrátt Samkvæmt svari viðskiptaráð- herra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um skuldir fyrir- tækja og einstaldinga hefur Seðlabankinn „hvorki undir höndum upplýsingar um yfir- dráttarheimildir einstaklinga hjá innlánsstofnunum né hve marg- ir hafa slíka heimikl. Af því leið- ir að bankinn hefur ekki upplýs- ingar um meðaltalsyfirdrátt ein- staklinga". Jóhanna spurði um heildar- skuldir við innlánsstofnanir eftir hinum ýmsu útlánaflokkum og spurði hvernig vfirdráttur ein- staklinga hjá innlánsstofnunum hafi verið um síðustu áramót og aftur nú i. desember. Hvernig meðaltal yfirdráttar hafi breyst á þessu tímabili, hve háar yfir- dráttarheimildir hjá einstakling- um hafi verið I. desember 2000 og hversu margir séu með slíka heimild. Viðskiptaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum frá Seðlabanka íslands, með áður- greindum árangri hvað yfirdrátt- armálin varðar. - FÞG Geta ekki sútað grænlensk skinn Búið er að henda ónýtu hreindýraskinnunum en hefðbundin vinnsla á lambagær- um átti sér stað á Skinnaiðnaði á Akureyri í gær. -mynd brink Talsmaður Skinnaiðnaðar á Ak- ureyri segir að ekki sé hægt að notast við innflutt grænlensk hreindýraskinn f stað þeirra ís- lensku sem eyðilögðust í sútun hjá fyrirtækinu vegna bilunar í tækjabúnaði. Um 290 skinn eyðilögðust sem fyrirtækið var að súta fyrir fatahönnuð á Austur- landí. Unnið er að því að veita hönnuðinum leður svo hann geti starfað við önnur verkefni en fram til næsta árs, verður lítil vinnsla á klæðum úr hreindýra- skinni. Haraldur Sigurjónsson, efna- fræðingur hjá Skinnaiðnaði, seg- ir að mismunandi sé eftir lönd- um hvort flytja megi inn verkað- ar gærur. Feyfi sé til innflutnings frá Grænlandi en þar herji ákveðin flugutegund á dýrin og skilji eftir sig ör. Því henti ekki að reyna sútun á grænlenskum skinnum til að fylla upp í gatið. „Blöndunarkerfi okkar átti að gefa 40 gráðu heitt vatn en gaf 65 gráðu vatn sem skinnin þoldu ekki," segir Haraldur, spurður um orsök skaðans. „Við erum ekki alveg búin að ganga frá bót- unum en reynum að sjá þcssum hönnuði fyrir hráefni svo hún verði ekki verkefnalaus." -BÞ Amessýsla situr eftir Þótt lögreglumönnum í Árnes- sýslu, sem standa vaktir, hafi fjölgað um einn frá áramótum 1996/97 til desember 2000, hef- ur lögreglumönnum sem standa sólarhringsvaktir fækkað úr 20 í 16 og nú eru 6 lögreglumenn án lögregluskólaprófs, en engir 1996/97. Þetta kemur fram í svari dóms- rriálaráðherra við fyrirspurn Mar- grétar Frímannsdóttur, Samfylk- ingunni. Á sama tímabili fjölgaði íbúum sýslunnar úr 1 1.475 í 12.277 og sumarbústöðum úr 3.943 í 4.539 eða um 596 (15,1%). Þá hefur bifreiðum í sýslunni fjölgað á tímabilinu úr 6.924 í 8.195 eða um 1.271 (18,4%). Margrét spurði og um fjölda framinna afbrota í sýsl- unni á tímabilinu og reynast þau lítt hafa aukist og standa í tæp- um 4.000 tilvikum. í svarinu segir ráðherra að fjöldi lögreglumanna miðað við íbúafjölda í Árnessýslu sé um- dæminu fremur hagstæður sam- anborið við önnur umdæmi. Á hvern lögreglumann eru um 450 íbúar, en í flestum lögreglu- umdæmum landsins eru fleiri íbúar á hvern lögreglumann, eða rúmlega 800, l.d. í Kópavogi og Höfn í Hornafirði. - FÞG RíMsbankamir á markað Ríkisstjórnin hefur samþykkt óbreytt nokkur frumvarpsdrög Valgerð- ar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra, sem fela það meðal annars í sér að það sem ríkiö á enn í Fandsbankanum og Búnaðarbankanum (um 70% í báðuni) fari á markað á kjörtímabilinu og hefjist sala á þessu ári. Reiknað er nieð að allur hlutur ríkisins í bönkunum seljist á kjör- tímabilinu. Einkavæðingarnefnd er falið að annast tilhögunina, en opnað er á kaup Irá svokölluðum kjölfestufjárfestum. Eitt frum- varpanna gerir sparisjóðunum kleift að breyta sér í hlutafélög og það þriðja felur í sér að upp verði tekið eftirlit með „virkum eignaraðil- um“ innan fjármálastofnana. Ekki er þar gert ráð fyrir því að hámark verði á eignarhlut eins aðila, heldur að eftirlit verði haft með því að stór eignaraðili misbeiti ekki valdi sínu og áhrifum. - FÞG Landvemd gagnrýnir vegagerð Fandvernd álítur að áformuð vegagerð yfir Dalafjall (Bröttubrekku), sem er hluti Vestfjarðavegar, feli í sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna mikillar landlý'llingar í tilkomumiklu gljúfri, vegalagningar um mýrlendi og mjög áberandi skerðingum í fjallsblíðum. Samtökin gagn- rýna að umhverfisáhrif fý'rirhugaðrar vegagerðar yfir Dalafjall skuli ekki hafa verða metin með formlegum hætti. Fandvernd telur að jarð- göng undir Bröttubrekku séu augljóslega samgöngubót til framtíðar í þessum landshluta og að {yrirliggjandi áform virðist þvf vera afar kostnaðarsöm skammtíma úrræði með takmarkaðri úrbót. -BÞ Á að selja íslenska aðalverktaka hf? Gísli S. Einarsson hefur á Alþingi lagt fram fyrir- spurn til utanríkisráðherra um Islenska aðalverk- taka hf. Gísli spyr í fyrsta lagi hvort unnið sé að sölu hlutar ríkisins í Islenskum aðalverktökum hf., sem gert er ráð fyrir í fjárlögum, í öðru lagi hvort verð- gildi eignarhlutarins hafi vaxið eða rýrnað síðast- liðið ár og í þriðja lagi hverjar afkomuhorfur fý'rir- tældsins sl. 10 mánuði eru varðandi verktöku og verkaskil á Vatnsfellssvæðinu og í öðrum verkum. . i þg Gísli S. Einarsson

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.